Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 39
MINNINGAR
✝ Valgerður Guð-rún Einarsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. september 1935.
Hún lést 18. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Dóra
Halldórsdóttir, f. í
Hvammi í Langadal,
A-Hún. 14. júlí
1906, d. 28. október
1989 og Einar Þor-
steinsson skrif-
stofustjóri í Reykja-
vík, f. í Ólafsvík 20.
desember 1906, d.
31. des. 1971.
Systkini Valgerðar eru: 1) Mar-
grét Sigríður húsmóðir í Kópa-
vogi, f. 11. ágúst 1930, giftist Þor-
varði Áka Eiríkssyni, d. 1992.
Börn þeirra eru: Dóra Guðrún, f.
1954, Einar Örn, f. 1957, María, f.
1962 og Eiríkur, f. 1968.
2) Þorsteinn lögfræðingur, f. 25.
nóvember 1952, kvæntur Soffíu
Ingibjörgu Guðmundsdóttur.
Dóttir þeirra er Valgerður Dóra
læknanemi, f. 7. apríl 1986. 2)
Dóra læknir, sérfræðingur á
Landspítalanum í Reykjavík, f. 9.
maí 1962. Maður Dóru er Einar
Gunnarsson skógfræðingur. Dótt-
ir þeirra er Dagmar Helga, f. 29.
mars 1995. 3) Einar fram-
kvæmdastjóri á Hvolsvelli, f. 14.
ágúst 1963. Kona hans er
Georgina Anne Christie. Dætur
þeirra eru 1) Valgerður Saskia, f.
4. mars 2003 og 2) Lilja Sigríður,
f. 19. október 2007.
Valgerður stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
nam píanóleik í Tónlistarskólan-
um. Að námi loknu starfaði hún
við skrifstofustörf hjá Olíuverslun
Íslands og Rannsóknarráði ríkis-
ins. Valgerður starfrækti um
margra ára skeið fasteignasöluna
Hús og Eignir ásamt Lúðvík eig-
inmanni sínum. Hún var einnig
um árabil leigutaki Miðár í Dölum
ásamt Lúðvík. Valgerður og Lúð-
vík áttu lögheimili á Hvolsvelli og
dvöldu þar eins og kostur var.
Valgerður studdi dyggilega við
uppbyggingu Veiðifélags Eystri-
Rangár frá upphafi og til fjölda
ára meðan heilsa hennar leyfði.
Útför Valgerðar fór fram í
kyrrþey að ósk hennar.
Börn þeirra eru
Kristín Soffía, f.
1974, Einar, f. 1978,
Guðmundur Bene-
dikt, f. 1983 og Hall-
dór Þorsteinn, f.
1985.
Valgerður giftist
11. júní 1954 Lúðvík
Gizurarsyni hæsta-
réttarlögmanni. For-
eldrar hans voru
Dagmar Lúðvíks-
dóttir, f. 26. desem-
ber 1905 í Neskaup-
stað, d. 14. septem-
ber 1997 og Gizur Bergsteinsson
hæstaréttardómari í Reykjavík, f.
18. apríl 1902, d. 26. mars 1997.
Systkini Lúðvíks eru Bergsteinn
Þór, f. 29. nóv. 1936, Sigurður, f.
2. mars 1939 og Sigríður, f. 2.
sept. 1942, d. 29. okt. 2006. Börn
Valgerðar og Lúðvíks eru: 1) Dag-
mar Sigríður lífeindafræðingur í
Reykjavík, f. 29. apríl 1957, gift
Trausta Péturssyni lyfjafræðingi.
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis
barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér
svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið.
Ljóð Jóns Helgasonar voru í miklu
uppáhaldi hjá tengdamóður minni
Valgerði Einarsdóttur, en nú er hún
farin. Valgerður var glaðlynd, bros-
mild og hafði einkar þægilega og gef-
andi nærveru. Valgerði hitti ég fyrst
fyrir rúmum 30 árum og þáði þá
heimagerðar veitingar af bestu gerð.
Valgerður var listakokkur með mik-
inn áhuga á matargerð og hafði gam-
an af því að bera fram nýja og fram-
andi rétti og mótaði þetta minn
matarsmekk til frambúðar. Þessir
hæfileikar hennar nutu sín vel þegar
fjölskyldan dvaldi löngum stundum í
Hvolhreppnum. Þar var ákaflega
gestkvæmt og alltaf tókst Valgerði að
galdra fram gómsætar veitingar
handa fjölda manns.
Valgerður var hamhleypa til allra
verka þar sem nákvæmni hennar og
skipulag naut sín vel. Þegar öðrum
féllust hendur efldist hún um allan
helming og kveikti eldmóð í brjóstum
annarra þannig að verkin unnust
hratt og vel. Hún átti sérstaklega
auðvelt með að hafa samskipti við fólk
og eignaðist marga vini. Þessi hæfi-
leiki nýttist til margra hluta, hvort
heldur var við kaup á nauðsynlegum
aðföngum til stórframkvæmda við
laxarækt eða selja húseignir, trjá-
plöntur og laxveiðileyfi sem var eitt af
viðfangsefnum hennar síðustu árin.
Valgerður var barngóð, laðaði til
sín ungviðið og var hún kölluð „Góða
konan á Grenimel“ af krökkunum í
hverfinu. Betri umsögn er vart hægt
að hugsa sér. Dóttir mín átti hjá
ömmu sinni öruggt skjól og staðgóð-
an mat í hádegishléum til fjölda ára.
Þær nöfnur átt gott skap saman. Val-
gerður var einstaklega góð amma og
var alltaf til staðar fyrir barnabörn
sín. Hún sinnti uppeldi þeirra að
ákveðnu marki og stjórnaði píanó-
námi þeirra af áhuga og metnaði eins
og hennar var von. Vil ég þakka Val-
gerði allar þær góðu stundir sem við
höfum átt saman og þær hlýju minn-
ingar sem eftir sitja.
Trausti Pétursson.
Það var síðla sumars fyrir um ald-
arfjórðungi að fundum okkar Val-
gerðar bar fyrst saman. Hún var að
koma úr sveitasælu fjölskyldunnar
við Eystri-Rangá, svo ung og glæsi-
leg að ég taldi að hún væri systir en
ekki móðir verðandi konu minnar,
Dóru. Frá fyrstu stundu tóku þau
hjónin Valgerður og Lúðvík þessum
nýja fjölskyldumeðlim afskaplega vel
og ekki leið á löngu þar til farið var
austur í bústað við Hestaþingshól þar
sem athafna- og andrými var nokkurt
og náttúrufegurðin einstök. Heklu og
Tindfjöll bar við himin en nær, stór-
brotið hraunið „Krappinn“ milli
Eystri-Rangár og Fiskár, sem
streyma án afláts niður Rangárvell-
ina. Undir Vatnsdalsfjalli er sem tím-
inn standi í stað, en auðvitað er það
sjónhverfing ein.
Valgerður var einstaklega hlý og
dugleg kona gædd miklum hæfileik-
um sem nýttust henni og fjölskyldu
hennar og samferðafólki alla tíð. Fjöl-
skyldu sinni var hún alla tíð trú og
alltaf til staðar er á þurfti að halda.
Hún var í senn gefandi og krefjandi
en gerði þó mestar kröfur til sjálfrar
sín. Persónutöfrar hennar gerðu
hana að miðpunkti, hvar sem hún var.
Meðan þau hjónin ráku fasteignasöl-
una Hús og eignir greiddu þau götu
fjölmargra viðskiptavina sem þangað
leituðu ekki bara til að kaupa og selja
eignir heldur til að fá aðstoð í erf-
iðleikum eða fyrirgreiðslu einhvers
konar. Oft fannst mér fasteignasalan
því líkari félagsþjónustu og sjaldnast
var verið að taka greiðslu fyrir ómak-
ið.
Í sveitinni stundaði fjölskyldan
skógrækt og var brautryðjandi í laxa-
rækt við Fiská og Eystri–Rangá. Það
starf varð vísir af því laxaævintýri
sem síðar varð í Rangánum og leitt
var áfram af Einari syni Valgerðar og
Lúðvíks. Við það mikla uppbygginga-
starf hefur Valgerður einnig unnið öt-
ullega meðan heilsan leyfði. Vart er
ofmælt að Valgerður hafi verið í
guðatölu í laxasamfélaginu á bökkum
Eystri-Rangár.
Hún átti sér einnig dygga aðdáend-
ur hjá barnabörnunum sem gáfu
henni mikla lífsfyllingu og nutu
dætradæturnar leiðsagnar hennar í
píanónámi auk þess að njóta hins sér-
staka sambands sem ríkir milli barna
og ömmu og afa.
Skömmu fyrir Jónsmessu í björtu
og fallegu veðri þegar jarðargróður
er í hvað mestum blóma, var komið að
kveðjustund. Þrátt fyrir löng og
ströng veikindi var lífsviljinn óbug-
aður. Viljinn til að taka virkan þátt í
lífi ástvina var þjáningunum sterkari,
veitti líkn og eilífa von. Ljúft er að
minnast og létt er að þakka.
Einar Gunnarsson.
Elsku amma mín, ég á svo mikið af
yndislegum minningum um þig og
þeim mun ég aldrei gleyma. Þótt
þessi síðustu 2 ár hafi verið þér erfið
vegna krabbameinsins þá barðist þú
eins og hetja. Það var svo gott að sjá
að þú gafst aldrei upp og lífsviljinn
var svo sterkur.
Fyrsta minningin sem kemur upp í
hugann, var þegar þú kenndir mér á
píanó. Eftir nánast hvern einasta
skóladag þegar ég var yngri, komstu
að sækja mig. Við fórum í bakaríið á
leiðinni heim, eða bökuðum saman
vöfflur eða jafnvel pönnukökur. Þeg-
ar við vorum búnar að fá okkur eitt-
hvað gott að borða ásamt afa, sett-
umst við svo við píanóið og þú
hjálpaðir mér að læra lögin sem að ég
átti að kunna fyrir píanótíma. Þótt þú
sætir ekki alltaf hjá mér og ég lenti í
vandræðum með lagið, þá gastu samt
kallað til mín nótuna þótt að þú værir
kannski að bardúsa inni í eldhúsi. Þú
varst með alveg einstakt tóneyra og
ég get enn þá heyrt óminn af lögun-
um sem þú spilaðir.
Oft skoðuðum við líka gamlar
myndir. Það voru t.d. myndir af þér
og afa í útlöndum þegar þið voruð
ung. Þú varst svo falleg að ef að ég
væri ekki barnabarn þitt, hefði ég
haldið að þú værir kvikmyndastjarna.
Þú varst svo glæsileg og ekki síður
persónuleiki þinn. Þú vildir öllum vel
og varst svo góð við okkur fjölskyld-
una. Því mun ég aldrei gleyma. Ég
trúi því að núna hafir þú það gott hjá
Guði, laus við allar þjáningar. Ég
þakka þér fyrir dýrmæta tímann sem
við áttum saman. Þú munt alltaf lifa í
minningum mínum.
Dagmar Helga.
Sá sem leit hana Ninnu í fyrsta
sinni hefur tæpast átt von á að hún
væri óbilandi baráttukona, jafn fín-
leg, falleg og tilfinningarík sem hún
var. En hún reyndist kjölfesta í lífi
margra því hjá henni var uppgjöf
ekki til. Ef hún taldi að mikið væri í
húfi var hún grjóthörð, gaf sig hvergi.
Hún giftist ung ástinni sinni og helg-
aði honum og fjölskyldunni þeirra, líf
sitt.
Ninnu þótti mikið vænt um fólkið
sitt og hafði metnað fyrir þess hönd.
Eitt sinn bjó ég hjá þeim Lúðvík með-
an foreldrar okkar dvöldust erlendis.
Heimilið var hamingjusamt, gleði og
húmor. Þegar ég hugsa til baka sé ég
brosið hennar fallega. Og brosið í
augunum. Skólinn byrjaði og ef henni
fannst ég ekki nógu duglegur að læra
þá var miskunnarlaust sett fyrir og
hlýtt yfir. Aldrei hefur mér fundist
málfræði þolanleg nema með henni.
Enskar og danskar sagnbeygingar
voru æfðar þar til þær urðu heim-
ilisfastar í höfðinu á ungum sveini.
Hún var góður kennari og okkur þótti
gaman að ná árangri saman. Þá var
stutt í brosið og hólið. Ég man hvað
ég var stoltur af henni. Hún var fal-
leg, bráðgreind og víðsýn. Við töluð-
um um allt milli himins og jarðar og
það var gott að eiga hana að. Hún var
sjálfstæðiskona, réttsýn og heiðarleg.
Þau Lúðvík áttu sinn sælureit austur
í Hvolhreppi. Það var ævintýri fyrir
mig strákguttann að fá að fljóta með.
Ninna undi sér hvergi betur en í
sveitinni þar sem hún dekraði við
fólkið sitt. Hvort sem við áttum rign-
ingarnætur í tjaldi í Krappanum eða
vorum í skjóli bústaðarins þeirra á
Hestaþingshóli var sveitalífið yndis-
legt. Þarna austur í Hvolhreppi
kynntist ég fyrst grillmat og í minn-
ingunni jafnast ekkert á við lamba-
kótiletturnar af kolagrillinu hennar
systur minnar. Ninna var dýraknús-
ari. Kisurnar hennar voru ekki bara
dýr, þær voru heimilisfólk með full
réttindi. Meðan þau Lúðvík ráku fast-
eignasöluna var hún allt í öllu og eftir
að Einar sonur þeirra gerði Eystri-
Rangá að laxveiðiævintýri var hún
honum mikil hjálparhella og helgaði
sig rekstrinum af lífi og sál. Hún var
rekstrarmanneskja og forkur dugleg.
Rökföst og einörð og bjó yfir miklum
sannfæringarkrafti. Hún naut sín vel
á ferðalögum með Lúðvík þegar hann
gegndi störfum hjá hinu opinbera.
Mér er minnisstætt þegar þau fóru
til Rómar og hittu páfann sem bless-
aði þau. Svarta slæðan sem henni var
uppálagt að bera við það tækifæri
varð eftir það að helgum dómi sem
var sendur milli húsa ef einhver varð
veikur í fjölskyldunni. Skilaboðin, að
vefja henni þétt um hálsinn og þá yrði
bata stutt að bíða.
Ég minnist hennar við píanóið að
leika undir söng á hátíðisstundum
eða flytja okkur tónverk gömlu
meistaranna. Það spilaði enginn bet-
ur eftir eyranu. Allar feilnótur bann-
aðar. Seinna á lífsleiðinni átti hún frá-
bærar stundir með barnabörnunum
sínum í Suzukiskólanum. Yndis-
stundir sem voru henni ómetanlegar.
Tóneyrað sveik ekki. Hún hafði hæfi-
leika til að túlka. Gefa verkunum líf.
Hún sagði mér frá kvíða sínum
þegar hún stóð fyrst frammi fyrir
sjúkdóminum. Kvíðanum við að tak-
ast á við verkefnið, baráttuna sem var
fyrir höndum. En þegar á hólminn
kom barðist hún af fádæma æðru-
leysi og óbilandi trú á kraftaverkið.
Líf með þeim sem hún elskaði.
Kæra systir mín á yndisleg börn og
barnabörn sem vitna um góða móður.
Eftir lifir minningin hjá okkur öllum.
Ég sendi Lúðvík og fjölskyldunni
allri mínar innilegustu samúðar-
kveðjur,
Þorsteinn Einarsson.
Nú þegar ég hef kvatt elskulega
mágkonu mína, Ninnu, rifjast upp
fyrir mér þegar ég sá hana í fyrsta
skipti. Það var sumarið 1972, hún var
36 ára, þriggja barna móðir en ég 17
ára, nýbúin að kynnast Þorsteini,
bróður hennar, mannsefninu mínu.
Hún kom svo glöð og frjálsleg inn í
eldhús á Einimelnum fékk sér vænan
bita af kæstum hákarli sem mamma
hennar, hún Dóra amma, átti. Svo hló
hún og dásamaði þetta góðgæti svo
hýr í augunum sem voru svo einkenn-
andi fyrir hana.
Ég stóð svo undrandi að ég átti
ekki orð. Að þessi unga og fallega
kona gæti sett þetta óæti, að mér
fannst, inn fyrir sínar varir og fundist
svona gott! Eins og fínasta súkkulaði.
En seinna meir þegar ég kynntist
Ninnu betur þá fannst mér þetta svo
einkennandi fyrir hana. Það sem öðr-
um gæti þótt óyfirstíganlegt var
henni leikur einn. Falleg, fíngerð, hýr
í augum en lundin svo sterk og ákveð-
in.
Ninna var einstaklega tónelsk, lék
listavel á píanó, enda var tónlist í há-
vegum höfð á æskuheimili hennar.
Hún var einnig mikill dýravinur og
hændi að sér öll dýr og fugla fóðraði
hún óspart, sér og öðrum til mikillar
ánægju. Blóma- og garðrækt var
henni og hugleikin og lék sú iðja í
höndum hennar. Málefni veiðifélaga
sem fjölskyldan tók að sér hvíldu í
öruggum höndum hennar. Þar var
hún vakin og sofin áhugasöm og
kappsöm að fylgjast með uppgangi
veiðistofna, fiskgengd og veiðitölum.
Þrátt fyrir mörg áhugamál og stórt
heimili vann Ninna einnig utan heim-
ilis um árabil er þau hjón ráku fast-
eignasöluna Hús og eignir.
Ninna var bráðvel gefin, leiftur-
skörp og hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum.
Kornung felldi Ninna hug til Lúð-
víks Gizurarsonar sem hún gekk að
eiga þegar hún var 18 ára að aldri.
Þar var bundið það tryggðarband
sem aldrei var slitið. Trú sínu eðli,
sem var að standa með sínu fólki, var
fjölskyldan og heimilið hennar fyrsta
og síðasta skylda.
Ninna veiktist alvarlega fyrir
tveimur árum síðan og sýndi hún
strax mikinn baráttuhug gegn hinum
illvíga sjúkdómi.
Elskusemi Ninnu og tryggð við
mig og fjölskyldu mína, börn og
barnabörn skal þökkuð hér.
Lúðvík, Dagmar Siggu, Dóru og
Einari og fjölskyldum þeirra votta ég
mína dýpstu samúð.
Soffía Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Ástkær móðursystir okkar Val-
gerður Guðrún Einarsdóttir (Ninna
frænka) er látin eftir erfið veikindi.
Okkur er í fersku minni frásagnir
Margrétar móður okkar af því
hversu hamingjusöm hún varð þegar
hún eignaðist einu litlu systur sína,
fallega, fíngerða og bjarta yfirlitum.
Frásagnir af uppvexti þeirra systra á
Þjórsárgötunni í faðmi góðra for-
eldra, yndislegrar móðurömmu og
seinna lítils bróður og af ferðalögun-
um þeirra systra með fjölskyldunni
norður í land að hitta frændfólkið,
tónlistarnámi Ninnu og mömmu,
ungu biðlunum og tilhugalífi þeirra
systra, systrabrúðkaupinu og brúð-
kaupsferðinni með Gullfossi til Kaup-
mannahafnar, eru okkur hjartfólgn-
ar.
Líf systranna, eiginmannanna og
okkar barnanna var samtvinnað á
margvíslegan hátt. Afi Einar og
amma Dóra í Skerjafirði voru kær-
leiksrík og ráku myndarlegt menn-
ingarheimili. Faðmur þeirra stóð
okkur öllum ávallt opinn. Jólin með
þeim á heimili þeirra með frænd-
systkinum okkar, Dagmar, Dóru og
Einari standa ljóslifandi í minning-
unni.
Eiginmaður Ninnu, Lúðvík og fað-
ir okkar Þorvarður Áki, voru góðir
félagar. Ninna frænka og móðir okk-
ar voru saman í saumaklúbb og hitt-
ust reglulega. Fjölskyldurnar fóru
saman í tjaldferðalög í Hvolshrepp-
inn og seinna í sumarbústað Ninnu
og Lúðvíks í Rangárvallasýsluna.
Þessar ferðir eru okkur ógleyman-
legar og sérstaklega kærar í minn-
ingunni.
Móttökurnar hvort heldur á heim-
ili þeirra Ninnu og Lúðvíks eða í
sumarbústaðinn voru höfðinglegar
og allt gert til að gleðja bæði unga
sem aldna. Þegar gesti bar að garði í
bústaðinn voru hestarnir sóttir frá
Árgilsstöðum og öllum leyft að fara á
hestbak. Þá fengu allir sem vildu að
grípa í veiðistöngina og það fengu
sumir sinn Maríulax í Eystri-Rangá!
Og mitt í allri kátínunni stóð Ninna
brosandi með útbreiddan faðminn,
hélt utan um hópinn sinn og okkur
hin. Ekkert var henni um megn. Eld-
húsborðið í sumarbústaðnum beinlín-
is svignaði undan kræsingunum og
ástúðin fyllti loftið. Allt virtist leika í
höndunum á henni, hvort heldur sem
það var að útbúa veisluborð, færa
bókhald, gera samninga, kenna
barnabörnunum á píanó, selja fast-
eignir eða að skipuleggja veiðiferðir.
Veikindi Ninnu komu öllum í fjöl-
skyldunni í opna skjöldu. En hún
stóð keik með báða fætur á jörðinni,
alveg eins og hún gerði allt sitt líf og
tókst á við sjúkdóminn af dugnaði og
festu, og hafði ætíð óbilandi trú á líf-
inu. Það er því með mikilli eftirsjá og
söknuði sem við systkinin kveðjum
elskulega frænku. Hún lætur eftir
sig yndisleg börn og barnabörn,
frændsystkin okkar og vini og
ógrynni af ljúfum minningum. Hún
veitti ætíð skilyrðislaust af sínum
gnægtabrunni!
Við vottum Lúðvík og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð. Megi
góður Guð varðveita þig alla tíð,
elsku frænka.
Dóra, Einar, María og
Eiríkur Þorvarðarbörn
og fjölskyldur.
Við minnumst Valgerðar Einars-
dóttur með virðingu og þökk. Val-
gerður vann ómetanlegt starf fyrir
Veiðifélag Eystri-Rangár allt frá
stofnun félagsins. Frá upphafi sá hún
um sölu veiðileyfa og í því starfi var
hún hægri hönd sonar síns Einars
Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra fé-
lagsins. Veiðimenn sem komu til
veiða í ánni ár eftir ár fóru ávallt
glaðari af hennar fundi, hún fylgdist
vel með þeim og þeir áttu auðvelt
með að leita til hennar ef eitthvað
bjátaði á. Hún naut sín vel í þessu
starfi og leysti úr öllum vanda sem
upp kom með ljúfmennsku og geisl-
andi framkomu.
Eftirlifandi eiginmanni, Lúðvík
Gizurarsyni, og fjölskyldu vottum við
innilega samúð. Blessuð sé minning
Valgerðar Einarsdóttur.
Fyrir hönd Veiðifélags Eystri-
Rangár
Drífa Hjartardóttir,
Keldum.
Valgerður Guðrún
Einarsdóttir