Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 25
Ég vil ekki ljúga og segja að mér þyki kosningabaráttan allt-af skemmtileg en þegar dagarnir verða langir og ég svolít-ið pirruð minni ég mig á að ég nýt þeirra forréttinda að sitja á fremsta bekk á merkilegum tímum í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Cindy McCain þegar hún gerði stuttan stans í London á leið sinni frá Víetnam. Þar hafði hún hitt holgóma börn en hún situr í stjórn og starfar með bandarísku góðgerðarsamtökunum Smile, eða Bros, sem hyggjast kosta lýtaaðgerðir á þeim. Ekki verður annað sagt en að Cindy McCain láti verkin tala. Sjálf talar hún ekki mikið opinberlega en ef svo ber undir er það helst í þágu þeirra mannúðarsamtaka sem hún vinnur með og til að lofsyngja mann sinn í bak og fyrir. Hún hefur haft á orði að þátttaka í kosningabaráttunni sé eins og að vinna fyrir Halo Trust „hvort tveggja sé fullt af jarðsprengjum.“ Hún steig á engar slíkar þegar hún upplýsti að Díana heitin prinsessa væri sér innblástur, þær hefðu enda átt það sameiginlegt að vera virkir stuðningsmenn bresk/bandarísku hjálparsamtakanna Halo Trust sem sérhæfa sig í að gera jarðsprengjur óvirkar. Einkabarn og eftirlæti Þótt Cindy McCain sé alin upp í forréttindum og allsnægtum hefur hún ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Æsku- og unglingsárin liðu þó áhyggjulaus í skjóli foreldra hennar, sem voru auðugustu hjónin í Phoenix, Arizona. Hún var einkabarn þeirra, augasteinn og eftirlæti. Cindy Lou var hún kölluð og ók um á gylltum Merce- des Benz. Hvorugt foreldranna var af ríkum ættum en duttu í lukkupott- inn þegar þau tóku lán til að kaupa leyfi fyrir bjórdreifingarfyr- irtæki. Eftir andlát föður síns 2000 tók Cindy McCain sæti stjórn- arformanns fjölskyldufyrirtækisins, Hensley & Company, sem nú er eitt stærsta sinnar tegundar í heiminum og í meirihlutaeigu hennar, þriggja barna hennar og barns eiginmanns hennar frá fyrra hjónabandi. Cindy Lou var til fyrirmyndar á unglingsárunum, iðin við námið og alltaf boðin og búin að taka þátt í samfélagsþjónustu, t.d. að tína rusl í almenningsgörðum og rétta heimilislausum, öldruðum og sjúkum hjálparhönd. Hún var hlédræg og feimin en svo lagleg að hún var krýnd fegurðardrottning á kúrekahátíð borgarinnar, að- eins 14 ára gömul. Árið 1969 hóf hún nám í Central High, ríkisreknum skóla í Phoenix, þar sem einkunnarorðin voru „að gefa eitthvað til baka“. Miðað við nemendaárbókina það árið átti hippahugsjónin ekki marga áhangendur og Cindy Lou og flestir hinna unglinganna í Central High gerðu sér enga rellu út af Víetnamstríðinu. Skír- skotun í sölu á sykurhúðuðum eplum og tyggjói til styrktar börn- um í Suður-Víetnam var eina vísbendingin í bókinni um að ekki hafi allt verið með kyrrum kjörum í heiminum. Ólíkt höfðust þau að Á sama tíma var tilvonandi eiginmaður hennar stríðsfangi í Hanoi. Flotaflugmaðurinn John McCain var skotinn niður yfir Norður-Víetnam 1967, hnepptur í fangelsi og pyntaður til ársins 1973 þegar hann var látinn laus. Þá hafði Cindy hafið nám í kennslufræðum við háskólann í Suður-Kaliforníu. Auk þess að næla sér þar í BA- og síðan meistaragráðu í sérkennslu var hún klappstýra, félagi í kvennaklúbbi og tók þátt í tilraunaverkefni um hreyfimeðferð alvarlega fatlaðra barna. 1978 gaf hún út rit um sama efni: Hreyfimeðferð: Möguleg nálgun (Movement Therapy: a Possible Approach). Eftir námið sneri Cindy aftur á heimaslóðir og hóf að kenna börnum með Down’s-heilkenni og aðrar fatlanir í Agua Fria- unglingaskólanum í Avondale. Fyrrum skólastýra ber henni afar vel söguna, segir unglingana hafa dáð hana og að hún hafi oft heimsótt bláfátæka foreldra þeirra til að fá betri innsýn í vandamál þeirra. Engu að síður sagði Cindy starfi sínu lausu eftir tvö ár. Hvítar lygar Hún kveðst aðeins hafa átt stefnumót við „örfáa mjög huggu- lega menn úr háskólanum“ áður en John McCain birtist henni í skjannahvítum einkennisklæðum í kokteilteiti á Hawaii, þar sem hún var á ferðalagi með foreldrum sínum 1979. „Ég stóð við borðið, ung og feimin, og þekkti ekki sálu,“ rifjaði Cindy McCain upp í blaðaviðtali fyrir skemmstu „þegar þessi agalega myndarlegi flug- flotaherskapteinn fór eins og að elta mig í kringum borðið. Ég hugsaði: Hvað er eiginlega í gangi?“ Hún svaraði sér sjálf: „Ást við fyrstu sýn og efnafræðilegt, líkamlegt aðdráttarafl.“ Og frúin hefur gaman af að segja frá hvernig sambandið byrjaði með hvítum lygum á báða bóga, sem ekki komust upp fyrr en þau sóttu um giftingarleyfið. Hann var 43 ára, 18 árum eldri en hún, og laug að hann væri 39 ára. Hún var 25 ára, en kvaðst verða 28 ára. „Þar sem ég átti sterkan föður vildi ég eldri eiginmann,“ útskýrði hún. Sá meinbugur var á ástarsambandinu að kærastinn var kvænt- ur og þriggja barna faðir. Raunar átti hann aðeins eitt barn með Carol, eiginkonu sinni, sem hafði slasast alvarlega í bílslysi meðan hann var fangi í Víetnam, en hafði ættleitt tvö frá fyrra hjónabandi hennar. Innan árs hafði hann þó gengið frá skilnaði, kvænst Cindy, stofnað heimili í Phoenix og snúið sér að stjórnmálum af miklum krafti. Auðæfi og góð sambönd tengdaföður hans spilltu ekki fyrir og fyrr en varði var hann orðinn þingmaður og öldungardeild- arþingmaður fjórum árum síðar. Sem slíkur þurfti hann að vera á eilífum þeytingi milli Washington og Arizona en frúin harðneitaði að flytjast til höfuðborgarinnar. Barneignir og ættleiðing Cindy McCain vildi ala börn sín upp við sömu gildi og á sömu slóðum og hún hafði alist upp. Sjálf stóð hún í ströngu, hafði þrálátt misst fóstur áður en þeim hjónum fæddist dóttirin Meghan 1984, og synirnir John Sidney IV og James 1986 og 1988. Auk þess ætt- leiddu þau stúlku frá Bangladesh 1993, Bridget, sem nú er 16 ára. Ættleiðingin gekk ekki þrautalaust fyrir sig og hafði bæði forsögu og eftirmála sem fólst í því að slúðurpressan gerði því skóna að Bridget væri laundóttir Johns McCains. Dylgjur sem stuðnings- menn þeirra voru fljótir að kveða niður. Ættleiðingin varð í kjölfar þess að 1988 stofnaði Cindy McCain sjálfboðaliðasamtökin AVMT (American Voluntary Medical Team) sem skipulagði ferðir lækna og hjúkrunarfólks til að veita bráðalæknisþjónustu í fátækustu löndum heims eða löndum þar sem stríðs- eða náttúruhörmungar höfðu riðið yfir. Næstu sjö árin skipulagði hún 55 slíkar ferðir og fór sjálf í nokkrar þeirra, m.a. til Bangladesh. Á munaðarleysingjaheimili Móður Teresu runnu henni til rifja bágindi barnanna, sérstaklega tveggja, nokkurra vikna stúlkubarna, önnur var holgóma og hin með hjartagalla, og ákvað að koma þeim undir læknishendur í Bandaríkjunum. Svo fór að McCain-hjónin ættleiddu aðra stúlkuna og höfðu milligöngu um ættleiðingu hinnar. Cindy McCain er sögð hafa sýnt mikið harð- fylgi í stappi sínu við þarlend yfirvöld um að koma börnunum úr landi. Ekki var allt sem sýndist Þrátt fyrir gljáfægt yfirborð; annríki við barnauppeldi, heim- ilishald og göfugt mannúðarstarf gekk Cindy McCain ekki heil til skógar. Hún hafði í kjölfar tveggja uppskurða við brjósklosi ánetj- ast verkjalyfjum 1989 en haldið fíkn sinni leyndri. Hún var farin að taka 20 pillur á dag og lenti í heilmiklu klandri eftir að uppvíst varð að hún stal lyfjum frá AVMT. Árið 1992 skárust foreldrar hennar í leikinn, töldu hana á að leita sér hjálpar og viðurkenna vandann fyrir manni sínum. Hún féllst á hvort tveggja, fór í meðferð og í framhaldinu á göngudeild fyrir fíkla og kveðst ekki hafa tekið verkjalyf síðan. Eftir legnám 1993 brá líka svo við að bakverkirnir hurfu. Þjófnaðurinn dró hins vegar dilk á eftir sér, háttsettur starfsmaður AVMT kom því til leiðar að ríkislögreglan hóf rannsókn en vaskleg framganga lög- manna McCain-hjónanna leiddi til þess að hún slapp með sekt- argreiðslu – og skrekkinn væntanlega. En sjúkdómssaga Cindy McCain er þar með ekki öll sögð. Hún fékk heilablóðfall 2004, árið sem John McCain freistaði þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins en fór halloka fyrir George W. Bush. Einbeitni og viljastyrkur átti efalítið sinn þátt í því að Cindy McCain náði sér að fullu og stendur nú keik við hlið bónda síns. Nái hann kjöri ætlar hún að halda áfram starfi sínu með góðgerðarfélögum og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Í HNOTSKURN » Cindy Lou HensleyMcCain fæddist 20. maí 1954 í Phoenix, Arizona. » Einkabarn foreldrasinna, James (d. 2000), kaupsýslumanns og eins ríkasta manns Arizona, og Marguerite Hensley (d. 2006). » Hún lauk BA í kennslu-fræðum og MA í sér- kennslu frá háskóla Suður- Kaliforníu. » Giftist John McCain1980. Hún missti oft fóstur áður en þeim fæddist dóttirin Meghan 1984, tveimur árum síðar fæddist John Sidney IV og James 1988. Árið 1993 ættleiddu þau Bridget, munaðarlausa stúlku frá Bangladesh. Repúblikanar John og Cindy McCain. Reuters Cindy McCain Ég er tölfræðileg undantekning. Blökkustúlka, alin upp ísuður Chicago . . . svo sannarlega ætti ég ekki að verahér.“ Þannig hóf Michelle Obama mál sitt á fjölda kosn- ingafunda með manni sínum. Og trúlega er hún í raun og veru steinhissa á því hvaða stefnu líf þeirra hjóna hefur tekið. Minnir svolítið á klisjuna um ameríska drauminn, því þegar hún var lítil þótti fjarstæðukennt að forsetahjón Bandaríkjanna væru af afr- ískum og/eða blönduðum uppruna. Þá heyrði einnig til und- antekninga að blökkufólk gengi menntaveginn eða kæmist í áln- ir. Róttækum kjósendum af afrískum uppruna, sem í byrjun fundu Barack Obama helst til foráttu að vera ekki „nógu svart- ur“, þykir vega nokkuð á móti að rætur konu hans liggja í suðr- inu svarta, Suður-Karolínu, þar sem forfeður hennar voru þræl- ar. Ólst upp í fátækt Foreldrar Michelle Obama voru fátækir og bjuggu ásamt tveimur börnum sínum í lítilli leiguíbúð í hverfi, sem ekki þótti upp á marga fiska. Þótt faðir hennar hefði þjáðst af MS sjúkdómi frá unga aldri, gat hann séð fjölskyldunni farborða með starfi sínu sem vélstjóri hjá vatnsveitu borgarinnar. „Við vorum sam- hent fjölskylda, spiluðum Monopoly og fórum saman í fjölskyldu- sumarbúðir í Michigan,“ rifjar Michelle Obama upp. Bæði henni og Craig, bróður hennar, gekk svo vel í skóla að þau voru voru einu ári á undan. Þegar leikni Craigs með körfu- bolta kom honum inn í Princeton-háskólann, hugsaði litla systir með sér að hún væri klárari og hlyti líka að komast inn. Sem hún og gerði með glans. Herbergisfélagi Michelle Obama segir þær stöllur hafa verið svo fátækar að þær hafi ekki átt húsgögn, aðeins púða og hljóm- flutningsgræjur. Og að svartir nemendur hafi haft allt annan tón- listarsmekk en þeir hvítu, sem dönsuðu ekki einu sinni. Á þessum tíma þótti minnihlutahópum skólavistin í Princeton oft heldur nöturleg og þeir lítið eiga sameiginlegt með hvíta meirihlutanum. Á jaðrinum Lokaritgerð Michelle í félagsfræði fjallaði um hvernig blökku- menn, útskrifaðir frá Princeton eða öðrum fínum háskólum, tengdust öðrum blökkumönnum í Bandaríkjunum. Hún lýsti hvernig viðmót sumra hvítra nemenda gagnvart henni og skóla- systkinum hennar af sama kynþætti „léti sér líða líkt og gesti á háskólasvæðinu.“ Hún taldi næsta víst að námið í Princeton skip- aði henni inn í „hvíta menningu og félagslegar aðstæður þar sem hún yrði alltaf á jaðrinum.“ En tímarnir breytast og annað hefur auðvitað komið á daginn. Þrátt fyrir þessa framtíðarsýn, hóf hún laganám við Harvard og réð sig eftir útskrift 1988 til lögfræðifyrirtækisins Sidley & Aust- in í Chicago. Hún viðurkennir að hafa verið svolítið veik fyrir ákveðnum, íhaldssömum gildum, svosem eins og að vera í vel- launaðri vinnu hjá farsælli stofnun. Þar voru líka örlög hennar ráðin. Árið 1989 var henni falið að annast og kenna laganema, sem ráðinn hafði verið sem sumarstarfsmaður á stofuna. Sá hét Bar- ack Obama. Vel fór á með þeim þegar hún bauð honum í hádeg- ismat til að setja hann inn í starfið. Raunar líkaði henni stórvel við manninn, hann kom henni auðveldlega til að hlæja og henni fannst hann fyrirtaks vinur. En Barack Obama vildi meira og bauð Michelle stöðugt út. Hún neitaði staðfastlega í einn mánuð, enda fannst henni hreint ekki líta vel út að hún, sem leiðbeinandi, ætti stefnumót við nemanda sinn. Svo gaf hún eftir og leyfði hon- um að bjóða sér í bíó. Do the Right Thing (Gerðu það sem er rétt) eftir Spike Lee varð fyrir valinu, mynd um kynþáttaágreining í fjölmenningarhverfi í New York. Heillaðist af hugsjónum hans Eftir þetta voru þau par. Barack kynnti fyrir henni ýmis hjálp- arsamtök, sem hann starfaði með og hún heillaðist af hugsjónum hans um heiminn eins og hann gæti orðið. Hún fékk áhuga á póli- tík og gaf honum innsýn í líf blökkumanna á tímum kynþáttaað- skilnaðar og -mismununar í Bandaríkjunum. Slíkt þekkti hann hvorki af eigin raun né frásögnum ættingja sinna, enda átti hann hvíta móður og föður frá Kenía og sjálfur sleit hann barns- skónum í Indónesíu. Eftir að Barack bauð henni með sér til Kenía til að hitta föðurfólk sitt sagði hún að þrátt fyrir þá víð- tæku skoðun meðal bandarískra blökkumanna að Afríka væri heimaland þeirra, væru þeir fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Þau gengu í hjónaband 1992, stofnuðu heimili í Chicago, og eignuðust dæturnar, Malia Ann, 1998 og Natasha, 2001. Bæði voru á fleygiferð á framabrautinni. Framinn og heimilislífið Þegar Michelle Obama sagði upp starfi sínu á lögfræðistofunni 1991, réð hún sig til Chicago-borgar, þar sem hún varð aðstoð- armaður borgarstjóra og síðar aðstoðarskipulagsstjóri. Árið 1996 söðlaði hún aftur um og réð sig sem aðstoðardeildarforseta nemendaþjónustu Chicago-háskólans, þar sem hún var jafnframt framkvæmdastjóri samskiptasviðs. Hún var því með góða reynslu þegar hún fékk stöðu yfirmanns samskiptasviðs heilsu- gæslumiðstöðvar Chicago-háskóla 2005. Þeirri stöðu gegnir hún ennþá, en undanfarið í hlutastarfi til að geta helgað sig móð- urhlutverkinu – og væntanlega kosningabaráttu bónda síns. Hann hefur búið í Washington frá því hann var kosinn öld- ungadeildarþingmaður 2004. Til að tryggja dætrunum stöð- ugleika í uppeldinu segist hún hafa krafist þess að hann kæmi alltaf heim til þeirra mæðgna á fimmtudögum og færi ekki aftur fyrr en á sunnudegi. Hann mun góðfúslega hafa orðið við þeirri ósk, enda frábær faðir og eiginmaður að hennar sögn. Henni finnst það uppeldislegt atriði að stelpurnar sjái föður sinn búa um rúmið, þvo þvotta og þvíumlíkt. Yfirlýsingar af þessu tagi hafa orðið til þess að andstæðing- arnir hafa dregið upp mynd af Barack Obama sem kúguðum eig- inmanni. Sjálfur lætur hann sér þær í léttu rúmi liggja, kveðst bara gera það sem hún segi sér að gera og með ánægju vegna þess að það virki oftast. Frúin er að eðlisfari blátt áfram og lætur því ýmislegt flakka, hún kvartar til dæmis í hálfkæringi yfir að sokkar eiginmannsins liggi eins og hráviði um allt hús og gerir svolítið grín að ýmsum hversdagslegum uppákomum í heim- ilishaldinu. Hún leggur mikla áherslu á uppeldismál og fjölskyldugildi og þrátt fyrir kosningabaráttuna segist hún vera miklu meira heima með dætrunum en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún sé ekki að halda kosningaræður fyrir þúsundir manna, fari hún út í búð til að kaupa klósettpappír, rétt eins og aðrar mömmur. Gagnrýnd fyrir galgopahátt Óneitanlega fylgir ferskur andblær Michelle Obama, sem fær þó töluverða gagnrýni á sig fyrir galgopalega framkomu. Til dæmis þótti sumum afskaplega óviðeigandi þegar hún og maður hennar slógu glaðklakkaleg saman hnúum í sigurgleði þegar ljóst varð að hann hafði tryggt sér nægilegan stuðning til að verða út- nefndur forsetaframbjóðandi demókrata á dögunum. „Tákn terr- órista,“ sögðu repúblikanar hneykslaðir. Eftir að Michelle Obama tók svo til orða að hún væri „í fyrsta skipti stolt af þjóð sinni“ hafa þeir brigslað henni um að vera ekki föðurlandsvinur og leggja sig í líma við að atast í henni á alla lund. Íhaldstímaritið National Review uppnefndi hana Frú Gremju og fréttaskýrendur á hægri vængnum kölluðu hana ekki Barack’s better half“ heldur „Barack’s bitter half“ eða „beiska helming“ Baracks Obamas. Á Fox fréttastöðinni var hún kölluð „Baby Mama“ og pólitískum spekúlöntum hefur orðið æ tíð- ræddara um „reiðu hliðina“ á henni. Þótt skeleggar konur kalli oft fram slík viðbrögð, velta frétta- skýrendur fyrir sér hvort einn sterkasti hlekkurinn geti jafn- framt verið sá veikasti í kosningabaráttu Baracks Obamas. Stuðningsmenn hans leggja mikla áherslu á að rétta hlut henn- ar. Liður í því var framkoma hennar í vinsælum kvennarabb- þætti, The View, á ABC sjónvarpsstöðinni. Michelle Obama beitti persónutöfrum sínum til hins ýtrasta. Kom, sá og sigraði, eins og því var lýst í eigin herbúðum, og átti snilldartakta þegar hún heilsaði hinum fimm gestunum með „hnúakveðju“ og glettn- isglampa í augum. Kvenkyns sjónvarpsáhorfendur tóku andköf af hrifningu yfir kjólnum sem hún klæddist og urðu furðu lostnar þegar hún upplýsti að hann hefði aðeins kostaði tólf þúsund krón- ur og slíkir kjólar fengjust í tugatali í kvennadeild Macy’s og Nordstrom. Ekki þó lengur. Í HNOTSKURN » Michelle La VaughnRobinson Obama fædd- ist 17. janúar 1964 í Chi- cago í Illinois. » Foreldrar: Fraiser (d.1990), starfsmaður vatnsveitu borgarinnar, og Marion Robinson, hús- móðir. Craig, bróðir henn- ar er 16 mánuðum eldri og þjálfari karla í körfubolta við Oregon ríkisháskólann. » Hún nam félagsfræðimeð afrísk-amerísk fræði sem aukafag við Prince- ton háskólann. Lögfræði við Harvard þaðan sem hún útskrifaðist 1988. » Giftist Barack Obama 1992. Þeim fæddust dæt-urnar Malia Ann 1998 og Natasha 2001. Demókratar Barcak og Michelle Obama. Reuters Michelle Obama MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.