Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Óbyggðirnar kalla!
E
kki eru allir hesta-
menn á Landsmótinu.
Sumir skipuleggja sín
eigin landsmót og í
þeim hópi eru bænd-
ur á Snæfellsnesi sem ráðast í
mánaðarhestaferð á hverju sumri.
Lagt var upp frá Skógarströnd síð-
asta laugardag.
Upp úr hádegi klæðir fólk sig í
reiðfötin, nema þeir alvönustu sem
sýna ekki á sér nokkurt fararsnið.
Það eru bændurnir sjálfir. Þeir
bíða þar til aðrir eru tilbúnir. Og
þá tilkynna þeir að ekki verði hald-
ið af stað strax, þess í stað verði
farið í næturstaðinn Árgil, matast
þar og lagt af stað undir kvöld „til
að ná fjörunum“.
Tíminn skiptir engu máli í sveit-
inni, að minnsta kosti ekki í hesta-
ferðum, og það verður fólkið af
mölinni að sætta sig við. „Það er
enginn að flýta sér,“ segir einn og
hreyfir sig hvergi. Annar bætir
spaklega við: „Það lægir líka með
kvöldinu.“
Bara æfingaratriði
Til stendur að ríða á tveimur
dögum frá Skógarströnd yfir
Haukadalsskarð og í Hrútafjörð,
þar sem ætlunin er að ná úrslita-
leiknum á EM.
Eftir að hafa borið föggurnar í
Árgil, borðað nægju sína, spilað á
spil, tekið í nefið, drukkið úr pela,
ummað og æjað, þá er haldið aftur
á Skógarströnd. Þá er járnað og
svo fer einn af öðrum á bak. Auð-
vitað er tekið aftur í nefið. Einn
hnerrar. Þessi nýi.
Blaðamaður er nefnilega ekki
vanur hestamaður. Á meðan aðrir í
ferðinni njóta þess að leika kúreka
á hann fullt í fangi með að halda
sér á baki. Jafnvel starfsmaður
fjármálaráðuneytisins leikur sér á
hestinum en er ekki leiksoppur
hans. „Ég datt oft af baki til að
byrja með, en svo hætti það,“ segir
miðaldra maður, sem var í sveit á
Götu í Hvolshreppi.
– Hver er galdurinn, spyr blaða-
maður vongóður um gáfulegt svar.
„Þetta er bara æfingaratriði,“
svarar maðurinn. „Svo fer að
verða svo leiðinlegt að detta af
baki, að maður reynir að hætta
því.“
Þá er bara að bera sig manna-
lega. Þar til hið óhjákvæmilega
gerist. „Er þetta ekki dálítið lítill
hestur,“ spyr Diljá, sem búsett er í
Noregi, og horfir sposk á svipinn á
blaðamanni á „barnahestinum“.
Haldið í tauminn
Leikurinn æsist þegar nálgast
fjöruna. Gjörðin á hnakknum slitn-
ar undan „náttúrubarninu“ Mar-
gréti Báru Geirsdóttur, frá Bjargi
á Arnarstapa, sem kann betur við
sig á hestbaki en eigin fótum. Hún
ríður þá bara berbakt með hnakk-
inn fyrir framan sig.
Komma nefnist merin undir
blaðamanni. Í fjörunni hyggst
blaðamaður neyta færis, orðinn
aftastur, stöðvar hestinn og ætlar
að létta á sér. En sama hvernig
hann snýr sér, alltaf nuddar
Komma sér utan í hann og ýtir við
honum. Þannig að enginn friður
gefst til að pissa.
Fer svo að blaðamaður gefst upp
og gerir sig líklegan til að stíga á
bak aftur. En þegar hann lyftir sér
í ístaðinu æðir hesturinn af stað,
farið að leiðast þófið. Og eftir ligg-
ur blaðamaður í sandinum. Sleppir
þó ekki taumnum. Og klöngrast á
bak í annarri atrennu. Komma
hendist óðar áfram en freistast til
að stökkva yfir á annan slóða, sem
liggur samhliða hinum, gleymir
bara að láta blaðamann vita. Hann
heldur sig því við gamla slóðann og
hangir þar í lausu lofti. Enn heldur
hann þó dauðahaldi í tauminn –
eins og Þorgeir Hávarðsson í
hvannanjólann.
Fleiri detta í ferðinni, þó að allt
sé það saklaust og aðeins til af-
þreyingar og ánægjuauka. Þegar
körfuboltamaðurinn rennur til í
lausum hnakknum þá hlífir hest-
urinn honum, hleypur að næstu
brekku og leggur hann í hallann.
„Óbyggðirnar kalla,“ byrjar
Tryggvi Herbertsson að syngja,
sem er stundum kallaður „banka-
stjórinn“. Það eiga allir sín við-
urnefni í ferðinni. Þannig er Geir
Högnason frá Bjargi oftast nefnd-
ur Geir „bóndi“, en einnig „andlegi
leiðtoginn“ fyrir andrík ummæli
sín við öll möguleg tækifæri. Þann-
ig er hann aðgreindur frá „trúar-
lega leiðtoganum“, sóknarprest-
inum Guðjóni Skarphéðinssyni.
„Óbyggðirnar kalla!“ Það gefur
tóninn fyrir stemninguna. Enda
rifjast upp er Tryggvi giftist Sig-
urveigu Maríu Ingvadóttur í miðri
hestaferð. Þá var „trúarlegi leið-
toginn“ með í för en fór heim til að
sjá um jarðarför og kom aftur með
giftingarvottorðin. Bankastjórinn
hafði lengi talað um að gifta sig og
var prestinum farið að leiðast þóf-
ið. Síðar um daginn var banka-
stjórinn kominn á skeljarnar.
Brúðkaupið fór fram í kirkjunni
á Þingeyrum á sólríkum degi, þar
sem gestirnir voru í reiðbuxum og
„hálfrakir“. Stelpurnar tíndu
krónublöð og stráðu yfir brúð-
hjónin, sóttur var járnsmiður til að
gera hringa úr armböndum brúð-
arinnar, skálað var í kampavíni
sem fannst fyrir tilviljun og á
borðum var reyktur rauðmagi. Eft-
Sæla Tryggvi Þór Herbertsson við brúna yfir Miðá. Puð Renata Sigurbergsdóttir sér um hnakkinn við bæinn Kringlu. Beygja Víðir Þór Herbertsson fer fyrir hópinn við Skógarströnd.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Vegurinn Og leiðin liggur í Vatnsdalinn. Enginn er að flýta sér því tíminn skiptir engu máli í sveitinni, að minnsta kosti ekki í hestaferðum.
Girðing Hestarnir kynnast ýmsum girðingum um allt land.
Nú stendur yfir árleg
hestaferð bænda frá vest-
anverðu Snæfellsnesi og
lýkur henni um miðjan
júlí. Förinni er í þetta sinn
heitið í Vatnsdalinn á
æskuslóðir Guðjóns Skarp-
héðinssonar, sóknarprests
á Staðarstað. Pétur Blön-
dal slóst í för með hesta-
mönnunum um síðustu
helgi.
» Bankastjórinn hafði
lengi talað um að
gifta sig og var prest-
inum farið að leiðast
þófið. Síðar um daginn
var bankastjórinn kom-
inn á skeljarnar.