Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 45 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason ✝ Okkar hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BALDURS S. KRISTENSEN, Lækjasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L-4 á Landspítala Landakoti. Helga Kristinsdóttir, Kristinn Baldursson, Hulda Guðný Ásmundsdóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Finnur Magni Finnsson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ANTONÍU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Gyðufelli 10, Reykjavík. Jóhann Þór Einarsson, Herdís Jakobsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Hermann Ingólfsson og barnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGEIRS KRISTJÁNSSONAR, Svalbarði 1, Höfn, Hornafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Höfn, Hornafirði, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. . Áslaug Þóra Einarsdóttir, Þórarinn Þorgeirsson, Inga Kristjana Sigurjónsdóttir, Kristján Olgeir Þorgeirsson, Bára Sigurðardóttir, Þórhallur Dan Þorgeirsson, Hafdís Hafsteinsdóttir, Harpa Þorgeirsdóttir, Björn Þórarinn Birgisson, Börkur Geir Þorgeirsson, Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigríður RagnaJúlíusdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum, 28. janúar 1926. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi 25.júní síðastliðinn. Sigríður Ragna var dóttir Júlíusar Jóns- sonar múrarameist- ara og Sigurveigar Björnsdóttur saumakonu sem bæði voru ættuð undan Eyjafjöllum. Sigríður fæddist og ólst upp í Staf- holti í Vestmannaeyjum í stórum hóp systkina, fjögurra systra og þriggja bræðra. Systur hennar eru Helga Júlíusdóttir, Jóna Júl- íusdóttir, Sigurveig Júlíusdóttir og lifa þær systur sína. Bræður hennar voru Björn Júlíusson barnalæknir, Hafsteinn Júlíusson múrarameistari og Garðar Júlíus- son rafvirkjameistari, allir látnir. eru börn þeirra Ófeigur, Berg- þóra og Auður; 5) Sveinn Sig- urður smiður í Reykjavík, f. 21. apríl 1957, kvæntur Margréti J. Bragadóttur og eru börn þeirra Sveinn Bragi, Íris Gróa og Gari- baldi; 6) Birgir húsasmiður í Reykjavík, f. 6. febrúar 1959, kvæntur Steinunni Ingibjörgu Gísladóttur og eru dætur hennar Hjördís og Gréta Jóna. Lang- ömmubörn Sigríðar Rögnu eru fjögur; Finnbogi og Vigdís Elísa- bet börn Estherar, Snædís Erla dóttir Sverris og Margrét Rún dóttir Írisar Gróu. Sigríður Ragna var eins og móðir hennar mikil og góð sauma- kona og starfaði hún við það bæði í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Þau Sveinn áttu heim- ili í Vestmannaeyjum fram að gosi en fluttust þá í Kópavoginn. Hún starfaði lengst sem saumakona í Gráfeldi í Reykjavík og síðar í eig- in fyrirtæki, Feldinum, sem hún stofnaði og rak ásamt fyrrverandi samstarfskonum í Gráfeldi. Sig- ríður Ragna var mikil barnagæla og hafði unun af því að vera í sam- vistum við barnabörn og barna- barnabörn sín. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Sigríður giftist í janúar 1948, Sveini Sverri Sveinssyni, múrara frá Norð- firði, f. 15. október 1924, d. 13. maí 2004. Börn Sigríðar Rögnu og Sveins voru sex en fimm þeirra komust á legg: 1) Júlíus verka- maður í Vest- mannaeyjum, f. 25. júní 1944, kvæntur Freydísi Fannbergs- dóttur og er sonur þeirra Sverrir; kvæntur Írennu Þórarinsdóttur 2) Sveinborg f. 4. janúar 1946, d. 7. apríl 1946; 3) Sveinborg Helga geðhjúkrunar- fræðingur í Hafnarfirði, f. 13. júní 1948, d. 13. mars 2004, eftirlifandi maki er Finnbogi Jónsson og dæt- ur þeirra Esther og Ragna; 4) Ragnar húsasmíðameistari í Mos- fellsbæ, f. 9. júlí 1955, kvæntur Gunnhildi M. Sæmundsdóttur og Þú fannst þig aldrei, Sigga mín, eftir stóru höggin tvö fyrir fjórum árum. Fyrst að missa einkadótt- urina í blóma lífsins og svo eigin- manninn aðeins 2 mánuðum síðar. Flutningur úr Reynigrundinni í Hamraborgina og svo í Víðinesið sem fylgdi í kjölfari, klippti enn frekar á ræturnar og þú náðir í raun aldrei áttum eftir þessi tvö stóráföll. Svo kveður þú nú örstuttu eftir að komum saman á Huldubrautinni og minntumst 60 ára afmælisdags Sveinu. Ég gleymi ekki þegar ég kom fyrst á heimili ykkar Sverris í Vest- mannaeyjum. Alla tíð upp frá því fannst mér þið líta á mig sem einn af ykkar sonum. Einkadóttirin hafði hálfu ári áður verið send til Akur- eyrar til að taka hluta af sínu hjúkr- unarfræðinámi þar. Ég man þann dag eins og það hefði verið í gær þegar þessi Vestmannaeyjastelpa birtist á KEA-teríunni þar sem við menntskælingarnir sátum sem oft- ast, sötruðum kaffi og krufðum heimsmálin til mergjar. Þá birtist hún þarna í sægrænni kápu, rauð- klædd á höfði og höndum og rauður trefillinn sveiflaðist þegar hún gekk hratt og tígulega inn á staðinn. Það varð ást við fyrstu sýn hjá mennt- skælingnum. Á þessum árum starfræktir þú eigin saumastofu á heimili ykkar í Stafholti í Vestmannaeyjum. Sveina naut þess að geta farið með eigin skissur af fötum sem hana langaði í og þú framleiddir þau af einstakri snilld. Ég man eftir kjólnum sem hún var í á fyrsta ballinu sem við fórum á saman í Sjallanum. Hann var glæsilegur og dró fram gleðina og útgeislunina hjá Sveinu og það fór ekkert á milli mála hver var langflottust á ballinu.Þegar ástin bar fljótt ávöxt fékk Esther að búa hjá ykkur Sverri hluta af hennar fyrsta ári sem létti undir með okkur í náminu. Þegar við svo fluttum til Eyja til að vinna einn vetur við hjúkrun og kennslu fékk Esther að vera hjá þér á daginn þótt þú værir nánast í fullri vinnu við að sníða og sauma. Það var gaman að því þegar konurnar voru að fara út frá þér eft- ir mælingar og mátun var sú stutta alltaf búin að finna réttu skóna og kom með þá trítlandi til viðkomandi. Vestmannaeyjargosið 1973 breytti miklu í ykkar lífi Sverris. Stafholt hverfur undir hraun og þið gátuð ekki hugsað ykkur að snúa til baka. Hringbrautin hjá okkur var fyrsta húsaskjólið eftir gosið en seinna var svo Reynigrundin í Kópa- voginum ykkar framtíðarheimili. Þegar Gráfeldur hf, þar sem þú vannst, ákvað að hætta framleiðslu sýndir þú ásamt samstarfskonum einstakt áræði. Þið stofnuðuð ykkar eigið fyrirtæki og hófuð framleiðslu á skinn– og loðfatnaði og settuð upp eigin verslun. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Reynigrundina. Sverrir með sitt einstaka skopskyn, sem ylj- aði þér og heillaði frá fyrstu tíð, gat endalaust rifjað upp skemmtilegar sögur úr Eyjum og frá uppvaxtarár- unum í Neskaupstað. Þið nutuð barnabarnanna og Sverrir smíðaði ófá leikföngin fyrir krakkana og sýndi þar ótrúleg handbrögð. Elsku Sigga. Ég þakka allt sem þú gerðir fyrir okkur Esther og Rögnu og þakka þær gleðistundir sem við átt- um saman þegar þið komuð til okkar á jólum og öðrum tímum. Þinn, Finnbogi. Elsku amma, það er svo skrýtið og sorglegt að hugsa til þess að þú skulir vera far- in. Þó að ég hafi búið langt í burtu og við höfum lítið hist á síðustu árum, hef ég alltaf saknað þín jafnmikið. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn til mín til Spánar, sérstaklega eftir að ég byrj- aði að fljúga sem flugfreyja og þú flaugst með mér til Alicante, en stelpurnar sem vinna með mér minntust þín um daginn, hvað þú hefðir verið dásamleg amma og stolt af dótturdótturinni, og ég af þér. Já, það var alltaf svo dásamlegt að fá þig í heimsókn eða að koma heim og hitta þig eða að heimsækja þig á Reynigrundina. Síðast þegar við spjölluðum saman augliti til auglitis um lífið og tilveruna, var þegar við sátum á veröndinni hjá mér í Alic- ante sumarið 2005. Ég man bara hvað okkur fannst einstaklega erfitt að hafa misst mömmu og afa og það að pabbi væri kominn með nýja konu, þó reyndum við að horfa á það björtum augum. Ég man að við velt- um lengi fyrir okkur draumi sem þig dreymdi um mömmu og hvaða hugs- anlega þýðingu hann hefði. Það var alltaf svo gott og gaman að heyra í þér. Þegar ég hringdi í þig og sagði þér frá því að ég væri trúlofuð varstu svo yfir þig ánægð, það var yndislegt. Ég vonaðist alltaf eftir að geta fært þér líka þær frétt- ir sem þú varst að bíða eftir, „barna- barnabarni“, en það tókst ekki. Amma, ég hef alltaf verið svo stolt og montin af þér. Svo ánægð með að eiga svona yndislega ömmu, hjart- góða, glaða og hláturmilda, og for- vitna. Kannski fylgir það bara nafn- inu? Hvort sem er, er ég mjög stolt af því að vera alnafna þín. Ég hef líka alltaf verið svo stolt og montin af þessum einstöku hæfileikum þín- um í saumaskap, alveg frá því ég var lítil og heimsótti þig í vinnuna, fyrst í Gráfeld og svo síðar meir í Feld. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að segja frá því hvað amma mín væri góð og klár saumakona. En við geymum enn uppáhaldskjólana hennar mömmu, og svo geng ég auð- vitað enn í bláu útvíðu buxunum sem þú saumaðir einu sinni á þig og gafst mér, en þær eru í miklu uppáhaldi. Öllum á Spáni finnst það alveg frá- bært þegar ég segi þeim að þetta séu gamlar buxur af ömmu! Það var allt svo flott og gott sem þú tókst þér fyrir hendur. Kleinurnar þínar voru sko bestu kleinur í heimi og vöfflurnar með rabarbarasultunni voru alltaf vel þegnar þegar við komum í heimsókn. Þið afi voruð líka alltaf ómissandi og ekki voru al- mennileg jól nema þið væruð með. Síðustu ár hafa verið skrýtin, erfið og fjarlæg fyrir alla. En við munum reyna eftir bestu getu að halda fjöl- skyldunni saman. Ég veit að það er það sem þú og mamma mynduð vilja. Amma þú varst stórkostleg og dásamleg kona sem ólst upp 5 ynd- isleg börn, og skilur eftir þig stóra fjölskyldu sem mun sakna þín mikið. Ég mun eilíft sakna þín, mömmu og afa, en ég veit að þið munið vera hjá okkur í anda og styrkja okkur þegar á þarf að halda. Við Róbert hugsum mikið til þín og tölum mikið um þig, minning þín mun ávallt lifa í hjört- um okkar. Koss og knús, Ragna. Elsku amma, það er ótrúlegt að þú skulir vera farin. Þú sem varst alltaf til staðar fyrir mig allt frá fyrstu tíð. Mér finnst alltaf að ég hafi alist upp hjá ykkur afa að stórum hluta, foreldrar mínir voru þó ekki alveg sammála því, enda hef- ur tíminn hjá ykkur í minningunni sjálfsagt verið mun meiri en hann var í raun. Það var hins vegar alltaf mikið ævintýri að vera hjá ykkur. Á Svíþjóðarárunum var ég svo heppin að fá að eyða sumarfríinu hér með ykkur nokkrum sinnum. Við keyrð- um hringinn í kringum landið og ís- stopp voru regluleg og einnig var það fastur liður að heimsækja hvert einasta Kaupfélag á landinu. Eitt at- vik er sérstaklega minnisstætt, þeg- ar við mættum vörubíl í Ólafsfjarð- armúla og Volgan með okkur og afa innanborðs vó salt á brúninni og þverhnípt var niður. Þú hélst þó ró þinni en dróst tvo vasaklúta upp úr veskinu, réttir mér annan og sagðir mér að halda honum fyrir augunum. Þetta reddaðist þó allt en vasaklút- urinn hefur óneitanlega hjálpað að takast á við aðstæðurnar. Þegar vaxtaverkirnir sögðu til sín varstu alltaf óþreytt að nudda fæt- urna svo ég gæti sofnað. Eitt sinn fengum við okkur göngutúr úr Kópavoginum, ég þá 9 ára, og við enduðum hjá Veigu systur þinni í Mosfellsbæ. Mér er það enn óskilj- anlegt hvernig þú fékkst mig með alla þessa leið. Það eru líka mörg eftirminnileg jólin sem við áttum saman. Ég man sérstaklega eftir einum í Reynigrundinni þegar flest- ir strákarnir voru líka, þetta voru örugglega ein fjölmennustu og skemmtilegustu jól sem ég hef átt. Einhvern veginn var jólahátíðin allt- af fullkomnari þegar þið afi voruð með. Þú varst líka ómetanlegur stuðningur á unglingsárunum, þrátt fyrir fjarlægð gat ég alltaf leitað til þín með alla hluti. Síðar þegar ég ákvað að fara í Menntaskólann í Kópavogi, fékk ég að búa hjá ykkur í Reynigrundinni. Við áttum ófáar spilastundirnar og skemmtum okk- ur oft vel yfir góðum grínmyndum á þeim árum, enda hlátur þinn smit- andi. Síðar, þegar Finnbogi minn kom í heiminn, voruð þið ekki síður dásamleg við hann og pössuðuð hann fyrir mig á háskólaárunum. Þú meira að segja tókst að þér að venja hann af brjósti fyrir mig, svo mik- ilvæg varstu. Þú hafðir alltaf ofurtrú á mér, meira að segja dásamaðir þú söng- hæfileika mína, nokkuð sem fæstir mundu taka undir. Þú þreyttist aldr- ei á því að hvetja mig til dáða, sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Það lýsir bara hversu einstök þú varst og góð við mig. Það var alltaf heitt á könnunni í Reynigrundinni og þú tókst opnum örmum á móti öllum. Óeigingjarnari manneskju hef ég ekki kynnst. Það er stundum erfitt að horfa fram á veginn og söknuður- inn verður stundum óbærilegur enda breyttist margt hjá okkur öll- um þegar mamma og afi kvöddu. Ég held samt að það hafi verið þér of- viða að takast á við það enda áfallið mikið. Þótt við sáumst æ sjaldnar síðustu árin, var hugur minn alltaf hjá þér. Þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér. Ég á eftir að sakna þín en ég veit að þið afi og mamma hugsið vel um hvort annað og verðið alltaf hjá okkur í anda. Þín, Esther. Sigríður Ragna Júlíusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.