Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Erum með til leigu glæsilegt skrifstofu-, verslunar - og þjón- ustuhúsnæði að Reykjavíkurvegi 74. Um er að ræða þrjár hæðir í húsinu sem leigjast út í hlutum. Til greina kemur að leigja húsið í einu lagi. Húsnæðið hefur allt verið endurnýj- að að innan og klætt með fallegri klæðningu að utan. Gólf- efni og innréttingar eru vandaðar, svo og allt lagnakerfi og loftræsting. Góð aðkoma og gott auglýsingagildi. Stærðir á þeim rýmum sem um ræðir eru: Kjal lari: 365,6 m2 Gólfefni er málning. Jarðhæð: 661,6 m2 Gólfefni er flísar. 2. hæð: 475,8 m2 Gólfefni er parket. 3. hæð: 457,8 m2 Gólfefni er parket. Til leigu - Hafnarfirði REYKJAVÍKURVEGUR 74 Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Sími 533 4800 90 % FJÁRMÖGNUN FRÁ SELJANDA. Glæsileg 125,2 fm 4ra herbergja neðri sérhæð í fallega hönnuðu tvíbýli. Eigninni er skilað tilbúinni undir innréttingar, án spörslunar og málunar. MEÐ Í KAUPUNUM FYLGIR STÓR VERÖND MEÐ SKJÓLVEGG AÐ ANDVIRÐI 500.000-kr. Skipti koma til greina á góðri minni eign. V. 30,9 millj. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. LINDARVAÐ Í einkasölu glæsilegt 260 fm. hús fyrir neðan götu rétt við Grasagarðinn. Glæsilegt útsýni vestur á Jökul og víðar. Sér 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Innbyggður bílskúr. Eign í sérflokki. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason sölustjóri í S. 896 5221. Laugardalurinn glæsilegt hús Óskum eftir einbýlis eða parhúsi í Kópavogi í skiptum fyrir 130 fm. íbúð á miðhæð ásamt 30 fm. bílskúr á einstökum stað í Lindahverfi. Sérinng. er í íbúðina. Upplýsingar veitir Bárður í S. 896 5221. Óskum eftir einbýlishúsum/par eða raðhúsum á söluskrá, fagljósmyndari tekur myndir. Hafið samband: Bárður Tryggvason S. 896 5221 Einbýlis eða parhús í Kópavogi í skiptum ALVEG er einka- væðing Ríkisútvarps- ins dæmigerð. Skrefin eru kunn. Fyrst er stofnunin svelt fjár- hagslega. Reynt að koma á upplausn og óánægju meðal starfs- manna. Talsmenn stjórnvalda reyna að telja almenningi trú um að Ríkisútvarpið sé baggi á þjóðinni. Af- notagjöldin eru tor- tryggð, alið á óvild og reynt að sverta stofn- unina. Þessu hefur rík- isstjórn Sjálfstæð- isflokksins stýrt, fyrst í samvinnu við Fram- sókn og nú með ráð- herraliði Samfylking- arinnar. Einkavæðingin er keyrð í gengum Al- þingi. Ráðnir eru nýir stjórnendur. „Í takt við nýja tíma“ eru laun og starfskjör framkvæmdastjóra og annarra æðstu stjórnenda ekki gefin upp. Stofnunin er síðan einkavædd enn frekar innan frá, holuð að innan með útboðum og útvistun verkefna. Allt hefur þetta gengið eftir hjá ríkisstjórninni og nýj- um stjórnendum Rík- isútvarpsins. Eftir að þjónustu- samningur mennta- málaráðherra og Rík- isútvarpsins hefur verið brotinn og fjár- framlög til útvarpsins svikin er opnað fyrir beinan niðurskurð á starfseminni. Og hvar er borið fyrst niður? Jú, auðvitað á starf- semi og þjónustu Rík- isútvarpsins á lands- byggðinni. Nákvæmlega það sama gerðist við einka- væðingu og sölu Sím- ans: Starfsstöðvum á landsbyggðinni var fyrst lokað og þjón- ustan skorin niður. Svo virðist sem verið sé að keyra Ríkisútvarpið inn í nákvæmlega sama feril og Landssímann. Það var á sínum tíma metnaðarmál að byggja upp og styrkja starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Gott ef það var ekki einmitt Alþingi sem tók ákvörðun eða a.m.k hvatti til stofnunar svæð- isútvarps og eflingar starfstöðva út um land. Nú boða stjórnendur Ríkiútvarps- ins niðurskurð í rekstri og fækkun starfsmanna á svæðisstöðvunum á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Stjórn Ríkisútvarpsins, skipuð að meirihluta fulltrúum Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar, hefur sam- þykkt þennan niðurskurð fyrir sitt leyti. Einungis fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Útvarpsins, Svan- hildur Kaaber, mótmælti þessum niðurskurði harðlega. Hvar er Samfylkingin? Landsmenn þekkja þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að vilja eyði- leggja Ríkisútvarpið, einkavæða og selja. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað flutt frumvarp um það á Alþingi. Um það var tekist á síðasta kjörtímabili. Þá stóðu þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar saman og vörðu útvarp allra landa- manna og því var bjargað í horn. Nú þegar verið er að skera starf- semi útvarpsins niður og gera því ómögulegt að standa við skyldur sín- ar sem öflug þjónustustofnun allra landsmanna hljóta menn að spyrja ýmissa spurninga: - Hvar eru ráðherrar Samfylking- arinnar? Eru þarna enn ein kosn- ingaloforð Samfylkingarinnar farin í vaskinn? - Hvar er stefna ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa á landsbyggðinni? - Hafa þingflokkar stjórnarflokk- anna samþykkt þennan niðurskurð á starfsemi Ríkisútvarpsins? Þannig mætti áfram spyrja. En á meðan er Ríkisútvarpið molað og landsbyggðin látin blæða fyrst. Ríkisútvarpið á braut einkavæðingar Jón Bjarnason skrifar um Ríkisútvarpið Jón Bjarnason » Og hvar er borið fyrst niður? Jú, auð- vitað á starf- semi og þjón- ustu Ríkisútvarpsins á landsbyggð- inni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Í SEPTEMBER þegar þing kemur saman mun ég beita mér fyrir því að lagt verði fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á þeim fá- ránlegu lögum sem hafa flotið inn í ís- lenska lagasafnið, eins og reyndar margt annað gruggugt, og snýr að því að menn sem hafa hlotið skilorðsbundna sakfellingu verði að víkja úr stjórnum fyr- irtækja svo árum skiptir. Þetta eru vitlaus lög og heimskuleg og því þarf að spúla dekkið strax. Stjórnvöld þessa lands hljóta að hafa vilja og metnað til þess að hreinsa út skíta- blettina í réttarkerfinu, ekki síst þegar það kemur mönnum í rauninni á óvart að þetta ákvæði skuli vera til í reynd í íslenska rétt- arkerfinu, kerfi sem hangir á horriminni. Hvað með alla þá sem hafa hlotið skilorðs- bundna dóma vegna þess að hafa ekið undir áhrifum áfengis, ýmissa smærri mistaka og yf- irsjóna. Engum hefur hingað til dottið í hug að elta ólar við það og krefjast þess að at- hafnamönnum sé hent út úr stjórnum fyr- irtækja af þessum sökum. En fjöl- miðlarnir eru iðnir við kolann og allt í einu er dregin upp túlkun sem eng- inn hefur haft áhuga á hingað til. Valdníðslan og ofsóknirnar á hendur Baugsmönnum hafa verið slíkar að með ólíkindum er. Sá er þetta skrif- ar hefur kannski betri skilning á þessari lensku réttarkerfisins en margur annar. Hæstiréttur hefur síðasta orðið á túlkun laganna, en það er engin trygging fyrir því að hann beri réttlætinu vitni, eins og mörg dæmi sanna. Sumt liggur á milli mála þótt vit- laust sé í okkar leikreglum vegna þess að það reynir ekki á það og það skiptir ekki máli. Hugsanasnauðu smámennin, úrtölumennirnir og valdbeitingarliðið á ekki langa ævi af lífsgleði, en þeir sem hafa þrek og þor og láta hendur standa fram úr ermum ná að minnsta kosti 200 ár- um miðað við hina. En þegar hver handvömmin rek- ur aðra í réttarkerfinu, brjál- æðislegar ofsóknir rannsóknarlög- reglu, endalaus málaflækja árum saman, þrjóska og skáldskap- artilþrif opinberra rannsóknarlög- reglumanna og lögmanna sem hefur valdið kvöl og pínu fyrir fjölda ein- staklinga að ófyrirsynju, þá er það ekki aðeins nauðsyn að bregðast við, heldur brýn nauðsyn. Það hefur ekkert farið á milli mála að stór hluti af lögum í réttarkerfi landsins hefur snúist upp í andhverfu sína og virð- ist miklu fremur til þess gerður að skapa lögfræðingum atvinnu í stað þess að hafa í hávegum réttaröryggi og réttvísi fyrir borgara okkar lands. Það er ótrúlegt að Hæstiréttur Ís- lands skyldi ekki láta forsvarsmenn Baugs njóta vafans þegar lítilræðið stóð eftir og þeir höfðu orðið að búa við heljar haustak og mannhatur rannsóknarmanna um árabil. Í ljósi þess hlýtur það að vera vegna van- þekkingar eða vanhugsunar dóm- aranna að klína á nokkurra mánaða skilyrði sem þýðir þriggja ára refs- ingu af því að einhver lög eru vitlaus og vanhugsuð. Það segir allt um ís- lenska réttarkerfið að það skyldi þurfa að kosta Baugsmenn á þriðja milljarð króna, nærri þúsund (1000) árslaun venjulegs launafólks, til þess að ná réttlætinu fram. Ef þeir hefðu ekki átt þessa peninga hefðu þeir að öllum líkindum verið dæmdir út og suður, saklausir menn. Það þekki ég vel. Þetta er í einu orðið sagt, ógeðslegt og til ævarandi skammar fyrir Ísland. Ég vil skora á Jón Ásgeir að taka allan slaginn Ís- lands megin, maður á ekki að láta smámennin og valdníðingana trufla sig þótt það bíti vissulega fast og hrikti í sál og líkama. Réttarkerfið íslenska bítur oft eins og soltin lús og það er gamall sannleikur að sárt bítur soltin lús. Skyrslettan sem Hæstiréttur skilur eftir í þessu máli er fyrst og fremst föst á dómurunum sjálfum og því opinbera. Það hefur ekkert verið ofsagt í því að íslensk stjórnvöld þurfa að læra af þessum hrikalegu mistökum í réttarkerfinu og svo bætir það gráu ofan á svart að þeir sem stjórnuðu gangi málsins hjá embætti Ríkislög- reglustjóra eru settir í skjól og rass- inn á þeim púðraður daglega með barnatalkúmi samtryggingarinnar svo vel fari um þá í stólum sínum. Þessu getur Alþingi breytt og þessa forsmán þarf að afmá strax svo að menn geti unnið vinnuna sína á eðlilegan hátt strax í haust. Breyta þarf strax lögum um skilyrði dóma og stjórnarsetu í fyrirtækjum Árni Johnsen skrifar um íslenska réttarkerfið Árni Johnsen » Þetta eru vitlaus lög og heimskuleg og því þarf að spúla dekkið strax. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.