Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Þeir sem ólust upp í íslenskri sveit á fyrri hluta seinustu aldar muna hvað gestakom- ur voru kærkomin tilbreyting. Þann- ig tengjast margar af mínum bestu bernskuminningum heimsóknum frændfólksins úr Reykjavík, sem lagði stundum leið sína norður í land í sumarleyfum sínum. Þessar minn- ingar koma upp í hugann núna við fráfall Guðrúnar A. Jónsdóttur, Gunnu frænku. Ég man hvað það var gaman að fá hana í heimsókn á sumr- in. Henni fylgdi hressandi andblær og húsið ómaði af glaðværð þessarar björtu og tápmiklu stúlku. Gunna var dóttir Eydísar, Dísu frænku, elstu systur móður minnar, og Jóns Tóm- assonar, skipstjóra. Dísa og fjöl- skylda hennar voru okkur afar kær. Arnar, sonur Dísu og Jóns, var á unga aldri langdvölum hjá okkur í Laufási og var okkur mjög náinn á þessum árum. Yngsti sonurinn, Sig- urður, kom sjaldnar í heimsókn, en ég gisti stundum hjá Dísu þegar við komum suður, og ég minnist þess hvað Siggi lét sér annt um þennan yngri frænda sinn að norðan. Gunna frænka hafði gaman af að ferðast og vorið 1957 lagði hún land undir fót og fór í frí til San Francisco til þess að heimsækja vinkonu sína. Þetta var örlagarík ferð því að í fagn- aði Íslendingafélagsins 17. júní hitti hún John MacLeod og þar með var framtíðin ráðin. Innan skamms voru þau gift og Gunna flutt búferlum til Guðrún Aðalheiður Jónsdóttir ✝ Guðrún Aðal-heiður Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1916. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala að kvöldi 15. júní síð- astliðins og var út- för hennar gerð í kyrrþey. Kaliforníu þar sem hún síðan bjó að meira eða minna leyti næstu 50 árin. Þessi ráðahag- ur Gunnu var vatn á minni myllu, því að svo vildi til að haustið 1957 fór ég til ársdvalar við Kaliforníuháskóla í Berkeley, þar sem Gunna og Mac bjuggu. Ég var tíður gestur á heimili þeirra þetta ár og hjá þeim kynntist ég mörgum mætum Vestur-Íslendingum sem voru búsettir við San Francisco- flóann og einnig fjölda Íslendinga sem bjuggu á þessu svæði. Gunna var afar félagslynd og þau Mac mjög gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Mér eru í minni öll þau rausn- arlegu boð sem þau héldu fyrir vini sína í Íslendinganýlendunni í Bay Area. Mac átti og rak skoskan bar í San Francisco og mér er minnisstætt gamlárskvöldið 1957 á barnum við Turk Street. Þar var mikið fjör, Mac hrókur alls fagnaðar og vörpulegir Skotar í tilheyrandi skotapilsum blésu í sekkjapípur af miklum móði. Ég átti það að miklu leyti Gunnu frænku að þakka hvað dvöl mín í Berkeley þetta ár var skemmtileg. Vorið 1958 kom Jón, faðir Gunnu, í heimsókn til hennar í nokkra mánuði. Ég hafði lítið kynnst honum áður, enda var hann skipstjóri og því oft langdvölum á sjó. Nú kynntist ég honum betur og við urðum góðir vinir og félagar þrátt fyrir aldursmuninn. Ég mat mikils mannkosti hans og þá frábæru kímnigáfu sem hann bjó yf- ir. Það er af mörgu að taka þegar lífs- hlaup Gunnu er skoðað, enda var það að mörgu leyti mjög einstakt. Þótt hún giftist ekki fyrr en um fertugt eignaðist hún fjóra menn og fylgdi þremur þeirra til grafar í Kaliforníu. Hún annaðist þá af mikilli umhyggju í veikindum þeirra. Síðasti maður Gunnu, Baldur Pálmason, lifir hana eftir 17 ára farsæla sambúð, bæði í Kaliforníu og seinni árin mest á Ís- landi. Gunna frænka var athafnakona, vel gefin og glaðlynd. Manni leið vel í návist hennar og það var alltaf gott að hitta hana. Við frændur hennar, bræðurnir frá Laufási, og fjölskyldur okkar, vottum Baldri og fjölskyldu Gunnu okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Halldór Þormar. Við systkinin vorum heppin að fá að kynnast Gunnu frænku. Hún var búsett í Kaliforníu, en kom oft heim til Íslands. Það var ævinýralegt að koma til hennar um jól og fá að halda upp á jólin í Ameríku. Hún tók vel á móti okkur, var rausnarleg, gestrisin og bar hlýhug til okkar allra. Á sumrin fórum við líka oft til hennar þegar skólinn var búinn og eyddum þar parti úr sumri. Hún hafði frá mörgu að segja og vildi hún deila sinni reynslu til okkar áfram. Gunna var mjög hreinskilin og það var gaman að heyra hennar skoðanir á hlutunum. Hún lét þær óspart í ljós, hvort sem manni líkaði betur eða ver. Fyrir tveimur árum fórum við að hjálpa henni þegar hún var veik. Það var gott að fá að það tækifæri og lærðum við margt á þeim tíma, undir hennar leiðsögn. Hún var ákveðin hvernig hún vildi hafa hlutina og nýttist það okkur mjög vel. Hún var ávallt þakklát og hafði gaman af að hafa ungt fólk í kringum sig og fylgd- ist vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við kveðjum þig elsku Gunna frænka með miklum söknuði og von- um að þér líði vel á nýja staðnum. Minning þín lifir með okkur. Ingólfur, Guðrún Sigríður og Páll Ólaf. Þegar ég fluttist til Hafnarfjarðar hafði ég fljótlega samband við Möggu frænku. Hún átti lítið timb- urhús og svo undurfallegan garð að hann var jafn vinsæll með álfum og mönnum. Ég man líka að ég kom í garðinn hennar Ástu á Höfn í Horna- firði en ég var þá svo lítill að ég vissi ekki hvort ég tilheyrði álfheimum eða manna. Ég fór ávallt ríkur og af- slappaður af fundum við Möggu. Ásta og Margrét Bjarnadætur ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist 19. október 1924. Hún andaðist 15. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarkirkju 28. janúar. Margrét Bjarnadóttir fæddist 14. jan- úar 1916. Hún andaðist 5. apríl 1990. Systurnar fæddust báðar í Hólabrekku á Mýrum. Spjall um alla heima og geima, kaffi og spil. Maður endurheimti líka hluta af bernskunni í samvistum við þessa yndislegu konu. Það var ávallt stutt í hláturinn. Hann fylgdi jú Brekkusystkinunum og því kátari urðu þau sem þau komu fleiri saman. Einn föstudaginn hringir síminn og viti menn, Magga frænka er þar: „Hún Ásta systir er í heimsókn og okkur langar svo að biðja þig að gera okkur greiða.“ Á þessum tíma hafði ég ekki kynnst Ástu nema að litlu leyti. Það var lengra á milli okkar og stopular ferðir hjá mér til Horna- fjarðar. „Ekki nema sjálfsagt“, sagði ég og var í raun mjög ánægður að geta launað henni á einhvern máta alla gæskuna sem hún hafði sýnt mér. Hún var ofurlítið vandræðaleg og ætlaði varla að geta sagt mér hver greiðinn var. „Þú verður að lofa að segja engum frá“, sagði hún og ég lofaði því. Ég átti sem sé að fara í vissa búð og kaupa flösku af vissri tegund. Þetta var nú lítið mál sagði ég en þá kom seinni hluti bónarinn- ar. „Ertu mikið upptekinn í kvöld?“ „Nei það var nú ekkert planað hjá mér.“ „Gætir þú hugsað þér að eyða kvöldinu með tveimur svona göml- um konum?“ Ég hló og sagði að það væri mér sönn ánægja. Þegar ég reikna aftur í tímann átta ég mig á því að ég var um 27 ára, Ásta 51 árs og Magga 59 ára. Við vorum því eiginlega á sama aldri – þær svona ungar í anda og ég sem fæddist gamall. Þegar ég kom með flöskuna beið mín ríkulegur kvöldverður sem var snæddur við hlátrasköll og hlýju. Þar næst var það hinn sígildi Horna- fjarðarmanni sem spilaður var langt fram eftir kvöldi. En þá varð mikil breyting á partíinu. Magga dró fram plötur með Hauki Mortens og Elvis Presley. Mér hafði nú alltaf fundist þeir hálfhallærislegir en þegar ég sveif í dansi um stofugólfið með þessum dyggu aðdáendum – ýmist Ástu eða Möggu eða báðum – þá tók ég bæði Hauk og Presley í sátt. Magga og Ásta – hvílíkir dansarar. Ég man ekki hvernig fór með flöskuna – var hún drukkin? Ég stó- refa það, maður þurfti ekkert slíkt til að gleðjast með þessum glaðværu systrum. Áður en ég fór heim um nóttina kom ég við í litla garðinum sem Magga hafði búið sér til úti á svölum. Hún var flutt úr timburhúsinu í blokk en hún hafði tekið með sér litla álfabyggð. Hallgrímur Hróðmarsson. ✝ Stella Bjarna-son, gift Rasm- ussen, fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1922. Hún lést á elliheimilinu Tegl- värksgården í Hellebäk í Dan- mörku 10. júní síð- astliðinn. Foreldar hennar voru Þor- steinn Thorsteins- son Bjarnason, bók- ari og kennari í Verzlunarskóla Ís- lands, f. 3.8. 1894, d. 19.6. 1976, og Steinunn Pét- ursdóttir, f. 12.10. 1887, d. 12.12. 1942. Systkini Stellu eru Páll Aðalsteinn, f. 3.2. 1913, d. 8.3. 1988, Nikolai Gunnar, f. 1.9. 1916, d. 25.1. 2003, Emil Hjálm- ar, f. 12.9. 1918, d. 10.6. 1959, Málfríður Steinunn, f. 29.8. 1919, d. 23.12. 1966, Þorsteinn, f. 2.7. 1923, d. 26.8. 2004, og Jóhann, f. 12.12. 1945. Eiginmaður Stellu var Børge Rasmussen, fyrrverandi yfirmat- reiðslumaður á Gullfossi, f. 21.2. 1919, d. 10.8. 2006. Synir þeirra eru: 1) Þorsteinn Óle, f. 11.12. 1949, kvæntur Jette Stork, dæt- ur þeirra eru Kristín, f. 21.1. 1986, og Jóhanna, f. 8.10. 1988, og 2) Poul Stefán, f. 30.10. 1958, d. 15.7. 1987. Stella fæddist í litla húsinu á Freyjugötu 16 í Reykjavík. Hún lauk námi í Verzl- unarskólanum og fór síðan að vinna hjá Almennum Tryggingum hf. Frá 1939 skrifaðist hún á við Børge sem var nemi í matreiðslu á Hotel D’Angleterre í Kaupmannahöfn með Emil Hjálmari, bróður Stellu. Eftir stríðslok 1945 sigldi Børge til Íslands og þau Stella gengu í hjónaband 23. nóvember 1946. Ungu hjónin settust að í Danmörku. Frá því um miðjan 6. áratug síðustu ald- ar og allt til 1969 var Børge matreiðslumaður á Gullfossi og síðustu 10 árin yfirmatreiðslu- maður. Frá 1969 og næstu 20 ár ráku Børge og Stella veitinga- húsið Czarens Hus í Nykøbing í Falster í Danmörku. Stella var ómetanleg, bæði í bókhaldi og í eldhúsinu. Árið 1987 misstu Stella og Børge yngri son sinn, Poul Stefán, úr sykursýki. Sam- bandið við fjölskyldu og vini á Íslandi hefur aldrei rofnað öll þessi ár. Útför Stellu fór fram frá Sundkirken í Sundby á Lollandi í Danmörku 14. júní. Ég lít beint á þig, Jesú minn, jafnan þá hryggðin særir. Í mínum krossi krossinn þinn kröftuglega mig nærir. Sérhvert einasta sárið þitt sannlega græðir hjartað mitt og nýjan fögnuð færir. (Hallgrímur Pétursson.) Ég kveð þig, elsku mamma mín. Ég þakka þér fyrir að vera sú sem þú varst. Ég þakka fyrir allt það góða sem þú hefur gefið okkur. Í okkar huga ert þú ekki dáin. Þú lifir í minningunni og fyllir hjörtu okkar af gleði. Þú komst hingað frá þínu elskaða föðurlandi, landinu með fjöllin og fossana, eldinn og ís- inn. Landinu sem þú varst alla tíð svo stolt af. Þú gafst okkur bræðrunum það dýrmætasta sem þú gast frá land- inu þínu, en það var einmitt móður- málið þitt, menningin og umhyggj- an fyrir nátúrunni, en hún kemur manni einmitt til að finnast maður vera svo óendanlega smár. Þessa vitneskju gafstu líka dætr- um mínum tveimur og kenndir þeim einnig að á Íslandi ættu þær stóra fjölskyldu sem ætti ættir sín- ar að rekja þúsund ár aftur í tím- ann. Ein fyrsta minning mín af bókmenntum eru Íslendingasög- urnar sem áttu sitt sæti í bóka- hillum æskuheimilis míns – sögur sem fjölluðu um fólk, líf þess og dauða. Ein af þeim sögum sem þú sagðir mér svo oft frá í æsku var Njáls saga. Þær setningar og orð sem þér þóttu fallegastar og túlkuðu tilfinn- ingar þínar fyrir landinu þínu best voru orð Gunnars: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Mamma mín, þú fórst aldrei aftur heim en bjóst hér í Danmörku alla tíð. Ég er alveg sannfærður um að þú munt sjá land feðra þinna aftur í þinni hinstu ferð. Þorsteinn. Stella Bjarnason ✝ Hulda S. Olsenfæddist á Kverngrjóti í Dala- sýslu 28. júní 1921. Hún andaðist í Holtsbúð í Garðabæ 15. apríl síðastlið- inn. Eiginmaður Huldu var Gerhard Olsen flugvélstjóri, f. 16. janúar 1922, d. 4. júlí 1989. Syn- ir þeirra eru: 1) Reynir L. Olsen, f. 20. mars 1945, kvæntur Ólafíu Árnadóttur; 2) Ingi Olsen, f. 4. júlí 1946, kvænt- ur Þórelfi Guðrúnu Valgarðsdóttur; 3) Gunnar S.Olsen, f. 23. apríl 1953, kvæntur Sólveigu Þorsteinsdóttur; og 4) Snorri Olsen, f. 20. júlí 1958, kvæntur Hrafnhildi Haraldsdóttur. Barnabörn Huldu og Gerhards eru 15 og barnabarna- börnin eru 11. Hulda var jarð- sungin frá Vídal- ínskirkju 22. apríl, í kyrrþey að hennar ósk. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þetta líf og ert komin til afa, sem ég veit að hefur tekið vel á móti þér. Í mínum huga lifir þú áfram, en bara á öðrum stað og eflaust betri. Margar góðar minningar á ég um ykkur afa. Alltaf tókst þú vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til þín. Spurðir þú þá hvað væri að frétta og hvort ég vildi ekki eitthvað að borða, en eitt var öruggt að þú áttir alltaf heimabakaðar kökur og annað gotterí. Þegar við systkinin vorum í pössun hjá ykkur afa var það alltaf bæði gaman og svo nota- legt. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur og passaðir upp á að okkur liði vel. Allt sem þú gerðir var gert með hlýju. Þú gafst mér alltaf ómældan tíma, t.d. þegar ég var einu sinni í pössun á Lynghaganum í nokkra daga og þurfti að taka strætó í skól- ann, þá labbaðir þú á móti mér og beiðst á stoppistöðinni. Þannig varst þú bara, lést mig finna að þér væri ekki alveg sama. Svo löbbuðum við í búðina og keyptum í matinn. Þú varst alltaf vel til höfð, fín og tand- urhrein eins og allt sem þú áttir. Þú Hulda S. Olsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.