Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Fransk-kólumbíska stjórnmála-manninum Ingrid Betancourt, þremur Bandaríkja-mönnum og 11 kólumbískum her-mönnum var bjargað í að-gerð sér-sveitar með að-stoð þyrlu í frum-skógi í Kólumbíu á miðviku-dag. Marx-íska skæruliða-hreyfingin FARC rændi Betancourt árið 2002, en hún var þá í forseta-framboði. Frelsun fólksins er mikið áfall fyrir FARC. Hreyfingin hafði tekið yfir 700 manns í gísl-ingu í von um að geta knúið stjórn-völd til að láta hundruð fél-aga í hreyf-ingunni laus úr fang-elsi. Á blaðamanna-fundi hvatti Betancourt sam-tökin til að sleppa öllum gíslum sínum núna og hefja friðar-viðræður við yfir-völd. Hún segir þetta rétta tæki-færið til að bæta ímynd sam-takanna sem í raun séu búin að vera. Betancourt þakkaði for-seta landsins sérstak-lega og sagðist enn vilja verða for-seti Kólumbíu. Betancourt bjargað úr gíslingu REUTERS Ingrid Betancourt hittir börnin sín eftir 6 ára að-skilnað. Björk og hljóm-sveitin Sigur Rós hafa verið út-nefnd vinir Sam-einuðu þjóð-anna (SÞ). „Það er mikill heiður fyrir sam-tökin okkar, vini SÞ, að vísað verði til hinnar heims-frægu söng-konu Bjarkar sem vinar SÞ,“ sagði Irving Sarnoff, stjórn-andi sam-takanna, á fimmtu-daginn þegar ljóst varð að Björk og Sigur Rós hefðu hlotið þessa út-nefningu. Um 20 ein-staklingum og sam-tökum hefur hlotnast þessi heiður, þar á meðal söng-konunni Alanis Morissette. Viður-kenningin verður veitt í höfuð-stöðvum SÞ í New York, en þeir sem fá nafn-bótina þykja endur-spegla gildi SÞ. Björk og Sigur Rós vinir SÞ Björk Gísli Snær og stjörnurnar Gísli Snær Erlingsson kvikmynda-leikstjóri leik-stýrir aug-lýsingu á japönsku fyrir góðgerðar-samtökin One. Stórstjörnur eins og Bono, Michael Stipe, Thierry Henry, David Beckham, Claudia Schiffer, Ben Affleck og Matt Damon koma fram í henni auk fjölda þekktra jap-anskra leikara. One eru grasrótar-samtök stofnuð að undir-lagi Bono og berjast þau gegn fá-tækt í heiminum og alls kyns mann-réttinda-brotum. Paul Simon á Íslandi Paul Simon hélt tón-leika í Laugardals-höll á þriðjudags-kvöld. At-hygli vakti að Simon og hljóm-sveit voru æði-lengi að komast í gang og bar nokkuð á æfingar-leysi, enda voru tón-leikarnir þeir fyrstu sem Simon heldur á árinu. Vígðar í stað-festa sam-vist Kærustu-parið Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir varð fyrsta parið sem vígt var í stað-festa sam-vist í íslenskri kirkju eftir að ný lög sem heimila slíkt tóku gildi 27. júní sl. At-höfnin fór fram í Melstaðar-kirkju í Mið-firði á miðviku-daginn. Stutt Gísli Snær Í nýrri skýrslu greiningar-deildar ríkis-lögreglu-stjóra stendur að það sé ástæða til að hafa auknar áhyggjur af man-sali, vændi og smygli á fólki til Íslands. Greiningar-deildin leggur mat á skipu-lagða glæpa-starfsemi og telur hún að ís-lenskir ríkis-borgarar eigi sam-starf við er-lenda aðila á sviði man-sals. Verslun með konur þykir áhættu-lítil, en hún skilar miklum hagnaði. Stíga-mót, Alþjóða-hús og fleiri samtök hafa lengi viljað að hið opinbera viður-kenni að man-sal sé vanda-mál á Íslandi. Þau segja að hér á landi hafi allt að því ríkt þöggun um þessi mál-efni. Man-sal á Íslandi eykst Paul Ramses Odour kom hingað til lands í lok janúar frá heima-landi sínu Kenía. Hann segist hafa sætt of-sóknum þar, og sótti um pólitískt hæli hér á landi, en um-sókn hans hefur enn ekki verið af-greidd hjá Útlendinga-stofnun. Á miðviku-daginn var Paul Ramses hand-tekinn á heimili sínu og sendur úr landi til Ítalíu, þar sem þar-lend stjórn-völd taka við máli hans. Eftir á landinu urðu Rosemary Atieno Athiembo, eigin-kona Pauls, og mánaðar-gamall sonur þeirra. Ekki er víst hvenær þeim verður vísað úr landi. Atieno segir að þau hjónin hafi ekki vitað af brott-vísun hans fyrr en daginn áður. Brott-vísunin hefur vakið hörð við-brögð fólks í landinu og fjöl-margra sam-taka sem hafa mót-mælt að-gerðunum. Haukur Guðmundsson, settur for-stjóri Útlendinga-stofnunar, segir engan grund-völl fyrir því að sam-eina fjöl-skylduna hér. Paul Ramses vísað úr landi Paul Ramses Odoun Stutt-mynd Rúnars Rúnarssonar, Smá-fuglar, hlaut í vikunni þrenn verð-laun á Capalbio Cinema International stuttmynda-hátíðinni á Ítalíu. Myndin gerist í íslensku sjávar-þorpi og er lítil ástar-saga með alvar-legum undir-tóni. Myndin hlaut á dögunum verð-laun á Spáni og áður hafði hún hlotið aðal-verð-launin á Alþjóð-legu stuttmynda-hátíðinni í St. Pétursborg. Næst mun myndin taka þátt í há-tíðum í London, Melbourne og á Ítalíu. Far-sælir smá-fuglar Sandra setur Íslands-met Sandra Pétursdóttir úr ÍR tví-bætti Íslands-met kvenna í sleggju-kasti á innan-félags-móti ÍR á fimmtu-daginn. Sandra, sem er 19 ára, kastaði 49,70 metra í fyrstu um-ferð og hún bætti um betur í loka-umferðinni þegar hún kastaði 49,97 metra. Einar fer ekki til Peking Einar Hólmgeirsson, leik-maður þýska hand-knattleiks-liðsins Grosswallstadt, gefur ekki kost á sér í lands-liðið fyrir Ólympíu-leikana í Peking í ágúst. Einar og eigin-kona hans eiga nefni-lega von á barni um næstu mánaða-mót, en Ólympíu-leikarnir hefjast þann 7. ágúst. Sleggju-kast og barn-eignir Morgunblaðið/Kristinn Einar Hólmgeirssson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.