Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 48
48 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Fransk-kólumbíska
stjórnmála-manninum Ingrid
Betancourt, þremur
Bandaríkja-mönnum og 11
kólumbískum her-mönnum
var bjargað í að-gerð
sér-sveitar með að-stoð þyrlu
í frum-skógi í Kólumbíu á
miðviku-dag. Marx-íska
skæruliða-hreyfingin FARC
rændi Betancourt árið 2002,
en hún var þá í
forseta-framboði.
Frelsun fólksins er mikið
áfall fyrir FARC. Hreyfingin
hafði tekið yfir 700 manns í
gísl-ingu í von um að geta
knúið stjórn-völd til að láta
hundruð fél-aga í
hreyf-ingunni laus úr
fang-elsi.
Á blaðamanna-fundi hvatti
Betancourt sam-tökin til að
sleppa öllum gíslum sínum
núna og hefja friðar-viðræður
við yfir-völd. Hún segir þetta
rétta tæki-færið til að bæta
ímynd sam-takanna sem í
raun séu búin að vera.
Betancourt þakkaði for-seta
landsins sérstak-lega og
sagðist enn vilja verða
for-seti Kólumbíu.
Betancourt bjargað úr gíslingu
REUTERS
Ingrid Betancourt hittir börnin sín eftir 6 ára að-skilnað.
Björk og
hljóm-sveitin
Sigur Rós hafa
verið út-nefnd
vinir
Sam-einuðu
þjóð-anna
(SÞ).
„Það er
mikill heiður
fyrir sam-tökin okkar, vini SÞ,
að vísað verði til hinnar
heims-frægu söng-konu
Bjarkar sem vinar SÞ,“ sagði
Irving Sarnoff, stjórn-andi
sam-takanna, á
fimmtu-daginn þegar ljóst varð
að Björk og Sigur Rós hefðu
hlotið þessa út-nefningu.
Um 20 ein-staklingum og
sam-tökum hefur hlotnast
þessi heiður, þar á meðal
söng-konunni Alanis
Morissette.
Viður-kenningin verður veitt
í höfuð-stöðvum SÞ í New
York, en þeir sem fá
nafn-bótina þykja
endur-spegla gildi SÞ.
Björk og
Sigur Rós
vinir SÞ
Björk
Gísli Snær og stjörnurnar
Gísli Snær Erlingsson
kvikmynda-leikstjóri leik-stýrir
aug-lýsingu á japönsku fyrir
góðgerðar-samtökin One.
Stórstjörnur
eins og Bono,
Michael
Stipe, Thierry
Henry, David
Beckham,
Claudia
Schiffer, Ben
Affleck og
Matt Damon koma fram í
henni auk fjölda þekktra
jap-anskra leikara.
One eru grasrótar-samtök
stofnuð að undir-lagi Bono og
berjast þau gegn fá-tækt í
heiminum og alls kyns
mann-réttinda-brotum.
Paul Simon á Íslandi
Paul Simon hélt tón-leika í
Laugardals-höll á
þriðjudags-kvöld. At-hygli
vakti að Simon og hljóm-sveit
voru æði-lengi að komast í
gang og bar nokkuð á
æfingar-leysi, enda voru
tón-leikarnir þeir fyrstu sem
Simon heldur á árinu.
Vígðar í stað-festa
sam-vist
Kærustu-parið Katrín Þóra
Víðisdóttir og Erla Björk
Pálmadóttir varð fyrsta parið
sem vígt var í stað-festa
sam-vist í íslenskri kirkju eftir
að ný lög sem heimila slíkt
tóku gildi 27. júní sl.
At-höfnin fór fram í
Melstaðar-kirkju í Mið-firði á
miðviku-daginn.
Stutt
Gísli Snær
Í nýrri skýrslu
greiningar-deildar
ríkis-lögreglu-stjóra stendur
að það sé ástæða til að hafa
auknar áhyggjur af man-sali,
vændi og smygli á fólki til
Íslands. Greiningar-deildin
leggur mat á skipu-lagða
glæpa-starfsemi og telur hún
að ís-lenskir ríkis-borgarar
eigi sam-starf við er-lenda
aðila á sviði man-sals.
Verslun með konur þykir
áhættu-lítil, en hún skilar
miklum hagnaði.
Stíga-mót, Alþjóða-hús og
fleiri samtök hafa lengi viljað
að hið opinbera viður-kenni
að man-sal sé vanda-mál á
Íslandi. Þau segja að hér á
landi hafi allt að því ríkt
þöggun um þessi mál-efni.
Man-sal á
Íslandi eykst
Paul Ramses Odour kom hingað til lands í lok
janúar frá heima-landi sínu Kenía. Hann
segist hafa sætt of-sóknum þar, og sótti um
pólitískt hæli hér á landi, en um-sókn hans
hefur enn ekki verið af-greidd hjá
Útlendinga-stofnun.
Á miðviku-daginn var Paul Ramses
hand-tekinn á heimili sínu og sendur úr landi
til Ítalíu, þar sem þar-lend stjórn-völd taka við
máli hans. Eftir á landinu urðu Rosemary
Atieno Athiembo, eigin-kona Pauls, og
mánaðar-gamall sonur þeirra. Ekki er víst
hvenær þeim verður vísað úr landi. Atieno
segir að þau hjónin hafi ekki vitað af
brott-vísun hans fyrr en daginn áður.
Brott-vísunin hefur vakið hörð við-brögð
fólks í landinu og fjöl-margra sam-taka sem
hafa mót-mælt að-gerðunum. Haukur
Guðmundsson, settur for-stjóri
Útlendinga-stofnunar, segir engan grund-völl
fyrir því að sam-eina fjöl-skylduna hér.
Paul Ramses
vísað úr landi
Paul Ramses Odoun
Stutt-mynd Rúnars Rúnarssonar, Smá-fuglar, hlaut í vikunni
þrenn verð-laun á Capalbio Cinema International
stuttmynda-hátíðinni á Ítalíu.
Myndin gerist í íslensku sjávar-þorpi og er lítil ástar-saga
með alvar-legum undir-tóni.
Myndin hlaut á dögunum verð-laun á Spáni og áður hafði
hún hlotið aðal-verð-launin á Alþjóð-legu stuttmynda-hátíðinni
í St. Pétursborg. Næst mun myndin taka þátt í há-tíðum í
London, Melbourne og á Ítalíu.
Far-sælir smá-fuglar
Sandra setur Íslands-met
Sandra Pétursdóttir úr ÍR
tví-bætti Íslands-met kvenna í
sleggju-kasti á
innan-félags-móti ÍR á
fimmtu-daginn. Sandra, sem
er 19 ára, kastaði 49,70
metra í fyrstu um-ferð og hún
bætti um betur í
loka-umferðinni þegar hún
kastaði 49,97 metra.
Einar fer ekki til Peking
Einar Hólmgeirsson,
leik-maður þýska
hand-knattleiks-liðsins
Grosswallstadt, gefur ekki
kost á sér í lands-liðið fyrir
Ólympíu-leikana í Peking í
ágúst. Einar og eigin-kona
hans eiga nefni-lega von á
barni um næstu
mánaða-mót, en
Ólympíu-leikarnir hefjast
þann 7. ágúst.
Sleggju-kast og
barn-eignir
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Hólmgeirssson