Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 195. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF GRILLAÐ ER GRÆN- METIÐ GÓMSÆTT FRÉTTIR Tekst borginni að beisla veggjakrotið? Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is ÞVÍ hefur verið haldið leyndu í 24 ár að sneril-upptökur trommuleik- ara The Rolling Stones, Charlie Watts, er að finna á hljómplötunni Dawn of the Human Revolution sem Herbert Guðmundsson sendi frá sér árið 1986. Herbert datt nið- ur á upptökur af trommuslætti Watts í Tapestry-hljóðverinu í London þegar hann vann að hljóð- ritun á plötunni og má heyra sner- il-slátt Watts í að minnsta kosti þremur lögum plötunnar og þar á meðal í helsta smelli Herberts hingað til, „Can’t Walk Away“. Sóru þagnareið Að sögn Herberts er Watts ekki kunnugt um þátt sinn í plötunni. Það sé einmitt ástæðan fyrir því að um upptökuna var svarinn þagnareiður á sínum tíma. Her- bert segir að í dag sé það daglegur viðburður að hljóðbútar útgefinna tónverka séu notaðir við gerð tón- listar og með tilkomu netsins hafi slíkt aukist til muna. | 40 Popp-leyndarmáli ljóstrað upp Leyndarmál Fáir vita að snerilslög Charlie Watts, trommuleikara The Rolling Stones, er að finna á plötu Herberts Guðmundssonar, jafnvel Watts sjálfur veit það ekki. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MARGIR eigendur hlutabréfa, sem tóku lán fyrir hluta- bréfakaupunum, eru nú í vanda staddir vegna verðlækk- unar bréfanna. Veðköll vegna lána til hlutabréfakaupa hjá tíu stærstu fjármálafyrirtækjum landsins hafa verið 850 talsins undanfarnar þrjár vikur samkvæmt upplýs- ingum frá Fjármálaeftirlitinu, FME. Eftirlitið byggir tölur sínar á upplýsingum frá fjár- málafyrirtækjunum og er þar miðað við samstæðugrunn, þ.e. veðköll í öllum löndum sem fyrirtækin starfa í. Ekki fengust upplýsingar um hversu mörg þessara veðkalla voru gerð hér á landi. Í kjölfar þessa hafa þó aðeins tveir eigendur verið þvingaðir til að selja bréf sín, en það bendir til þess að fjármálafyrirtækin hafi í flestum tilvikum fengið auknar tryggingar fyrir lánum sínum, umfram hlutabréfin sjálf. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, telur rétt að benda á að við veðköll, eins og í öðrum tilvikum, er mikilvægt að gætt sé jafnræðis fjárfesta, að sambærileg tilvik séu meðhöndluð á sambærilegan hátt og armslengdarsjón- armiða gætt, þ.e. að tengsl milli aðila hafi ekki áhrif. Jafnframt þurfi fjármálafyrirtæki að sýna varfærni í að slaka á kröfum um tryggingaþekju þó svo að verð hluta- bréfa hafi lækkað. Tryggingaþekja er verðmæti veðsins auk viðbótartrygginga sem hlutfall af láninu. Hugi vel að útlánagæðum Jónas bendir á að tryggingaþekja fjármálafyrirtækja sé almennt viðunandi og að ekki sé óeðlilegt að veðköll eigi sér stað miðað við aðstæður á fjármálamörkuðum. Hann segir mikilvægt að fjármálafyrirtæki hugi vel að útlánagæðum og taki strax á skuldamálum. 850 veðköll á þremur vikum  Margir sem tóku lán til hlutabréfakaupa í vanda staddir  Mikilvægt að jafnræðis fjárfesta sé gætt við veðköll að mati forstjóra Fjármálaeftirlitsins Í HNOTSKURN » Fjárfestar taka oft lánfyrir hlutabréfakaupum sínum og setja hlutabréfin sem veð. Lækki gengi bréfanna minnkar verðmæti veðsins og lánveitandinn óskar eftir frek- ari tryggingum. Þá er talað um að veðkall sé gert. » Fáist frekari tryggingarekki fer þvinguð sala fram, þ.e. bréfin eru seld upp í skuldina.  Átján ára unglingur var stunginn til bana í London í gærkvöldi að því er fram kom á vef Sky frétta- stofunnar. Þegar lög- reglan kom á vettvang lá ung- lingurinn í jörðinni með stungu- sár í maganum. Hann fannst á Guildfordstræti í suðurhluta borgarinnar. Unglingurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum stuttu síðar. Hann er sá 21. sem deyr eftir árás í London það sem af er árinu. jmv@mbl.is Enn einn unglingur lést í London eftir hnífaárás  Húsmóðir í Den Haag í Hol- landi missti 900 evrur, jafnvirði 100.000 króna, ofan í salernið í vikunni, og sturtaði niður. Þar með hurfu sumarleyf- isdraumar fjölskyldunnar ofan í skolpræsið. Konan hringdi ör- vingluð á borgarstarfsmenn sem brugðust vel við og fundu pen- ingana með aðstoð smámyndavéla og björguðu þeim frá glötun. Pen- ingarnir voru svo hengdir á þvottasnúruna áður en haldið var í fríið. jmv@mbl.is Sumarleyfispeningunum sturtað ofan í salernið  Þrotlausri baráttu Ragnars heit- ins Kjartanssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Hafskips, „fyrir sigri réttlætisins í því máli [Haf- skipsmálinu] lauk ekki við alvar- legan heilsubrest og þeirri baráttu lýkur heldur ekki með andláti hans. Það verður hlutskipti okkar sem eftir lifum að gera langþráðan draum hans um uppreist æru að veruleika,“ skrifa þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Krist- jónsson í minningargrein um Ragn- ar sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Bakgrunnur málsins og mála- reksturinn hafi verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar und- anfarið í því skyni „að leiða allan sannleika málsins í ljós“. »33 Baráttunni ekki lokið Leikhús í sumar >> 41      H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ÞÓTT skonnortan Activ sé forn að sjá, a.m.k. úr fjarska, er hún þó að- eins á sextugsaldri, smíðuð í Svend- borg í Danmörku árið 1951 til Grænlandssiglinga. Activ kom til Húsavíkur fyrir skemmstu og mun hafa þar nokk- urra daga viðdvöl áður en siglt verður til Grænlands. Ljósmynd/Heimir Harðarson Svifið seglum þöndum á Skjálfanda Þrímastraða Grænlandsfarið Activ er nú á Húsavík ENGIN leið er að kæra til ráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að borun rannsóknarholu í Gjástykki skuli háð mati á umhverfisáhrifum, að sögn Friðriks Sophussonar, for- stjóra Landsvirkjunar. Hann segir að fyrirtækið muni undirbúa mats- áætlun sem fer í hefðbundið ferli. Gert sé ráð fyrir því að kynna Alcoa í lok næsta árs hvort hægt verði að út- vega 400 MW orku fyrir álver. Ásgeir Magnússon, stjórnarfor- maður Norðurorku hf., segir þá hafa talið nauðsynlegt að rannsaka Gjá- stykki til að vita hve mikla orku sé þar að finna. Hann sagði að yfir há- sumarið mætti nota vegarslóða sem liggur í Gjástykki til að koma þangað búnaði og valda sem minnstu raski. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, kvaðst ekki skilja ákvörðun Skipulagsstofnunar. Umhverfisáhrif af borun rannsókn- arholu í Gjástykki hefðu verið í al- gjöru lágmarki, að hans mati. Nú þyrfti að setja aukinn kraft í rann- sóknir á öðrum jarðhitasvæðum. | 4 Engin leið að kæra ákvörðun Lítill tími til stefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.