Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 21
STAKSTEINAR Morgunblaðsins eiga oft skemmtilega pólitíska spretti en alveg sér- staklega þegar þeir fá hland fyrir hjartað og það hallar á Sjálfstæðisflokkinn í umræðunni. Það liggur fyrir að hvert sem maður fer og hvar sem maður hittir mann sé umræðan um framtaks- leysi og hina daufgerðu ríkisstjórn áhyggjuefni manna. Forsætisráðherra vor, Geir H. Haarde, fellur á hverju prófinu á fætur öðru, eins og Samfylkingin og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi dregið úr honum allan mátt. Geir Haarde er auðvitað ágætur drengur en reynist nú illa sem skipstjóri á þjóðarskútunni í haugasjó og að leiða þjóðina yfir heiðina í vitlausu veðri í efnahagsmálum svo gripið sé til líkinga úr nátt- úrunni. Að vera værukær og gá ekki að sér er hættu- legt í pólitík sem lífinu sjálfu. Það má leiða að því rök að fyrsta árið sé ríkisstjórninni ónýtt því hún reyndi ekki að mæta óveðursskýjunum sem voru til staðar þegar hún tók við og enn síður að hún brygðist við haustveðrinu. Morgunblaðið benti líklega fyrst allra á að peningakreppa, heldur váleg, væri við hafsbrún í fyrrahaust. Peningakreppan kallar á ný úrræði hér, alveg eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ríkisstjórnin brást ekki við óveðurskýjunum Við sitjum nú uppi með skert lífskjör og ógn- vænlegar staðreyndir vegna þess að það skortir tilfinnanlega verklag í ríkisstjórninni. Sama dag í síðustu viku og við framsókn- armenn bentum enn og aftur á leiðir í efnahagsmálunum og kröfðumst þess að ríkisstjórnin tæki til starfa, að stýrivextir yrðu lækkaðir og gjaldeyrisforðinn efldur, birti Morgunblaðið van- traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina í opnu bréfi, þar sem krafist var aðgerða. Þar var á ferð Félag ís- lenskra stórkaupmanna, en þeir eins og aðrir eru fullsaddir af gengisfellingum, vaxtaokri og sveiflum á genginu. Meira að segja einkavinir Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðsins viðurkenna það sem ég og svo margir aðrir hafa verið að benda á, að ríkisstjórnin er ónýt og tekst ekki á við hið alvarlega ástand sem skapast hefur í íslensku efnahagslífi. Það er deginum ljósara að þeir vilja ekkert eiga undir veikum stjórnarháttum Geirs og Ingibjargar. Taka þarf á efnahagsvandanum með öllum þeim björgum sem íslensk stjórnvöld hafa yfir að ráða og það strax. Umræðan um hvort hér skuli tekinn upp annar gjaldmiðill er þörf um- ræða sem við framsóknarmenn tökum alvarlega og bíðum nú metnaðarfullrar skýrslu gjaldmið- ilsnefndar flokksins okkar. En þó að umræðan um gjaldmiðilinn sé þörf er hún samt sem áður önnur umræða. Þeir sem best þekkja til vita að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið leysir ekki þann efnahagsvanda sem við glímum við í dag. Það er langur vegur og markviss sem þarf til að komast í myntbandalagið, sem jafnvel gæti tekið okkur hátt í áratug. Því er það svo að enginn mun leysa vandræði okkar nú nema við sjálf. Þar stendur hníf- urinn í kúnni og Geir og Ingi- björgu skortir kraft til að takast á við efnahagsmálin. Getuleysi þeirra, sinnuleysi og sundrung leiðir þjóðina, hvern og einn ein- stakling, til dýpri og lengri kreppu en ella. Hverjum hefði dottið í hug að slík ríkisstjórn fagurra loforða með svo mikinn þingstyrk gæti orðið svo áhrifalítil, vanmáttug og afskiptalaus, á meðan þjóðin kallar eftir forystu og trúverðugleika. Alvarlegar afleiðingar stjórnleysis Verðbólgan mælist í ógnartölu, um og yfir 30% á síðustu þremur mánuðum, og er að fest- ast í 12-15% á árinu. Gengið er fallið um 40% frá áramótunum, Seðlabankinn segir að okurvext- irnir séu komnir til að vera fram á mitt næsta ár. Uppsagnir og atvinnuleysi blasir við með gjaldþroti fyrirtækja. Er nú að undra þótt for- ysta Sjálfstæðisflokksins sé gagnrýnd og við framsóknarmenn segjumst tilbúnir að taka við keflinu? Það yrði ekki í fyrsta sinn sem Fram- sóknarflokkurinn leiddi þjóðfélagið út úr kreppu krata og íhalds. Það er rétt hjá Staksteinum að Framsókn- arflokkurinn fór illa út úr síðustu kosningum og hefur ekki enn náð flugi á nýjan leik. Sagan vitnar þó með Framsóknarflokknum, hann hef- ur látið verkin tala oft við erfiðar aðstæður í ís- lensku efnahagslífi, snúið vörn og undanhaldi í sókn. Það gerðist á erfiðu árunum 1971, 1988 og 1995. Ég trúi því að smátt og smátt muni fram- sóknarmenn safnast heim og taka þar til óspilltra málanna. Framsóknarmenn vita að Samfylkingin er óábyrg í efnahagsmálum, Vinstri grænir munu ekki efla þjóðatekjur eða standa með atvinnusókn, enda sækja þeir sín úrræði til kaffihúsaspekinga, og Sjálfstæð- isflokkurinn er og verður klofið hagsmuna- bandalag. Framsóknarflokkurinn undirbýr nú að breyta jeppanum sem Staksteinar nefna og rúmar þingflokkinn í dag, í rútu ef til kosninga kæmi. Ég trúi því að Íslendingar vilji nýja ábyrga ríkisstjórn með sterkari Framsókn- arflokki, flokki samvinnu og skynsemi, sem tekst á við efnahagsvanda Íslendinga af ábyrgð og festu. Þess vegna mun Framsóknarflokk- urinn rísa í fylgi ef til kosninga kemur. Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Framsóknarmenn, það er líka leið frá upplausn til ábyrgðar fyrir fólkið í landinu! Eftir Guðna Ágústsson » Við sitjum nú uppi með skert lífskjör og ógnvæn- legar staðreyndir vegna þess að það skortir tilfinnanlega verklag í ríkisstjórninni. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Hin dauða hönd ríkisstjórnarinnar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 21 Árni Sæberg Listaverk Líklega er ekki til meiri listasmíð en lítið barn og þessi ferðalangur í Lækjargötu sá ástæðu til að taka mynd af einni gerseminni. Var hún ásamt öðrum á stóru spjaldi á veggnum, sem komið var upp við brunarústirnar, en spjaldið var sett upp í sambandi við Listahátíð. Blog.is Svanur Gísli Þorkelsson | 16. júlí „Ég er búinn að vera slæmur strákur“ Í gær hitti ég heims- frægan hljóðfæraleikara og átti við hann orðastað. Hann heitir Ronnie Wood og spilar á gítar með fé- lögum sínum í sveitinni Rolling Stones. Þannig var mál með vexti að ég tefli skák einu sinni í viku á einu af kaffihúsunum hér í Bath. Sá sem ég tefli við var eitt sinn „suðvesturlands“-meistari hér í Eng- landi. En það segir í sjálfu sér ekkert um styrkleika hans því Englendingar hafa aldrei haft orð á sér fyrir að vera snjallir skákmenn frekar enn að þeir geti spilað handbolta. Eiginlega eru þeir ekki góðir í íþróttum nema þeim sem þeir hafa fund- ið upp sjálfir, eins og fótbolta, krikket og rugby: Við næsta borð á kaffihúsinu sátu tveir menn að spjalla. Ég kannaðist við annan þeirra, írskan skartgripasala sem stundar þetta kaffihús mikið. Hinn var lítill og pervisinn eldri maður með svart litað hár sem var klippt eins og Rod Stewart hafði það í gamla daga. Hann var klæddur eins og unglingur, … Meira: svanurg.blog.is Emil Örn Kristjánsson | 17. júlí Afreksmenn … Ég vil óska Benedikt Hjartarsyni til hamingju með sinn frábæra árang- ur og óska Benedikt S. Lafleur góðs gengis á Drangeyjarsundi. Það er gaman að vita til þess að slíkar kempur er ekki aðeins að finna í fornsögunum. … Meira: emilkr.blog.is TÖLUVERÐ um- ræða hefur verið um skipulagsmál og verndun gamalla húsa síðustu misseri. Ljóst er að vilji borgaryf- irvalda er til að vernda eldri bygg- ingar og hlúa að menningararfi þjóð- arinnar. Nú eru til með- ferðar hjá skipulags- yfirvöldum borgarinnar tillögur um uppbyggingu nýs hótels í Kvosinni. Hugmyndir eru uppi um að flytja húsin Vallarstræti 4, betur þekkt sem Hótel Vík, og Aðalstræti 7 norður fyrir Vall- arstrætið og staðsetja þau á Ingólfstorgi þannig að byggja megi nýtt hótel þar sem þau nú standa. Út frá vernd- unarsjónarmiði má varpa fram þeirri spurningu hvort rétt sé að flytja hús af sín- um upprunalega stað? Húsin voru hönnuð og byggð með tilliti til staðsetningar. Gert var ráð fyrir framhlið sem sneri að götu og var andlit hússins. Við flutning húsanna yfir strætið breytist sérkenni þeirra. Íburðalitl- ar bakhliðar standa allt í einu við götu og eru orðnar hluti af götu- mynd. Af þessu hef ég þó ekki stór- ar áhyggjur. Hins vegar tel ég hugmyndir um að yfirbyggja göturýmið sem myndast milli nýbyggingarinnar og áðurnefndra húsa mun alvarlegri gjörning. Vallarstræti sem er ein af eldri götum borgarinnar tapar svip sínum þar sem hún er skyndi- lega orðinn hluti af anddyri hins nýja hótels. Strætið verður ekki lengur gata heldur hús. Sjónlínan frá Austurvelli upp í Bröttugötu lokast og tengslin verða ekki þau sömu og áður. Hér er ekki aðeins verið að breyta afar mikilvægu göturými heldur beinlínis að þurrka það út. Verndun mannvirkja á ekki að- eins að taka til gamalla húsa held- ur verða menn að huga að götu- myndum og stígum. Hin fínlegi vefur gatna og göngutenginga mið- bæjar Reykjavíkur er verðmætur hluti af menningararfi okkar. Í tengslum við uppbyggingu hót- elsins hafa komið fram í fjölmiðlum hugmyndir um að rífa Austurstræti nr. 6 og byggja þar jafnframt nýtt hótel sem tengjast myndi hótelinu við Vallarstræti með glergangi sem færi yfir Vallarstrætið. Verði slík hugmynd að veruleika þá er verið að þrengja að Vallarstræti enn frekar. Vilji menn tengja nýbygg- ingarnar saman þá er eðlilegast að tengja þær saman neðanjarðar. Flutningur húsa inn á Ingólfs- torg hefur miklar breytingar í för með sér á torginu og er því full ástæða til að endurskoða allt fyr- irkomulag þess. Vissulega ber að fagna uppbygg- ingu miðbæjarins en mikilvægt er að hún taki ávallt tillit til umhverf- isins og varðveislu menningararfs- ins. Vallarstræti hefur tilheyrt Reyk- víkingum í meira en hundrað ár og það er óásættanlegt að strætið verði tekið af þeim og einkavætt. Eftir Guðmund Gunnarsson Guðmundur Gunnarsson » Verndun mannvirkja á ekki aðeins að taka til gamalla húsa heldur verða menn að huga að götumyndum og stígum. Höfundur er arkitekt. Verndum Vallarstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.