Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 40
Ég gæti þess vegna
mætt heim til þín
og tekið nokkur dansspor,
væri það ekki
skemmtilegt?!! … 44
»
reykjavíkreykjavík
ÞÆR kynntust fyrir fjórum árum á
myndlistarbraut FB og voru nær
óaðskiljanlegar. „En svo fór hún í
Listaháskólann og ég til Hollands í
nám og þá hætti samstarfið enda við
búsettar hvor í sínu landinu. Við
ákváðum að hafa sýninguna loka-
punkt á þessu sem ekki er lengur til
– slútta þessu.“ Þannig segir Hrafn-
hildur Helgadóttir af samstarfinu
við Örnu Óttarsdóttur en saman
gengu þær undir nafninu Eagle vs.
Raven Sýning verður í kvöld á verk-
um vinkvennanna í Gallerí Ibiza
Bunker í kjallara Þingholtstrætis 31
og verður skilnaðinum fagnað með
léttum veitingum og tónlist hljóm-
sveitarinnar We painted the walls.
„Við erum með eitt nýtt verk til
sýnis og öll gömlu verkin okkar, og
er allt til sölu,“ segir Hrafnhildur og
bætir glettin við: „Það er jú kreppa
og maður verður að eiga fyrir nám-
inu.“
Í þau fjögur ár sem samstarfið
hefur varað hafa Hrafnhildur og
Arna unnið með alls kyns miðla, allt
frá myndbandsverkum og teikn-
ingar yfir í skartgripi. „Við höfum
mikið sótt innblástur til hrafnsins og
arnarins, og t.d. skoðað dulrænu
hliðar þessara fugla.“
Styrkleikar, veikleikar
og smæð
Það gætir trega hjá Hrafnhildi á
þessum tímamótum: „Það er erfitt
fyrir listamann að finna einhvern til
að vinna með. En við smullum sam-
an og náum að nýta okkar styrkleika
og veikleika hvor annarrar,“ segir
hún og bætir við að samstarfið hafi
alla tíð gengið vel, nema hvað hún
hafi verið dugleg að gera grín að
Örnu vegna smæðar hennar.
Blaðamann fer að gruna að það
verði eins með Eagle vs. Raven og
Back Streeet Boys: að þær syngi aft-
ur saman á ný þegar síst væntir:
„Jú, það verður comeback, trúðu
mér,“ segir Hrafnhildur. „Mark-
miðið er að gera kvikmynd í fullri
lengd eftir svona sex ár.“
Þeir sem vilja minnast lista-
samstarfsins geta farið á www.mys-
pace.com/eaglevsraven.
asgeiri@mbl.is
Sögulegur skilnaður
Morgunblaðið/Frikki
Eagle og Raven Hrafnhildur Helgadóttir og Arna Óttarsdóttur hafa ákveð-
ið að stíga skrefið til fulls og skilja. Þær útiloka þó ekki endurkomu.
Listatvíeykisins Eagle vs. Raven minnst í Ibiza Bunker
Eins og greint
var frá í blaðinu í
gær hefur Hrafn
Gunnlaugsson
nú gefið út vík-
ingaþríleik sinn á
netinu. Það fer
raunar ekki á milli mála að Hrafn
er frumkvöðull á netinu, það geta
allir staðfest sem hafa skoðað
heimasíðu leikstjórans, vikingfilms-
.net. Fyrir utan margvíslegan fróð-
leik um feril Hrafns, fjölskyldu,
húsið hans fræga og myndir af hon-
um með stórmennum á borð við
Astrid Lindgren, Ingmar Berg-
mann og Leonard Cohen má smella
á hlekkinn humor þar sem sann-
kölluð gullkista opnast. Þar má
meðal annars finna sex upptökur af
símsvara leikstjórans, tvær frá
aðdáendum leikstjórans en fjórar
ansi gagnrýnar og sumar svo orð-
ljótar að fátt ef eitthvað í upptök-
unum er prenthæft. Þá má einnig
sjá þarna viðurkenningarskjal sem
Hrafn fékk frá Smekkleysu fyrir
smekkleysi, upptökur af Kúburappi
og lagið Karlinn skegglausi, giska
óvenjulegt lag frá 1965 sem varla á
við eiganda síðunnar.
Gullkista Hrafnsins
glitrar á alnetinu
Ný ljóðabók Ingunnar Snædal, Í
fjarveru trjáa, er sett í nokkuð
óvænt samhengi á Vefþjóðviljanum
(andriki.is), hægrisinnuðu vefriti
sem notar tvö ljóða úr bókinni með
grein sem í meginatriðum fjallar
um það að yfirvöld eigi ekki að
eyða svona miklum peningum
skattborgara í vegi úti á landi.
Aðspurð segist ljóðskáldið ekki
endilega vera sammála öllu í grein-
inni, en bókin sé komin út og það sé
gleðiefni að hver og einn sé farinn
að túlka hana eftir sínu nefi. Svo er
bara að sjá hvort pólitísku vefritin
fari ekki öll að fyllast af kveðskap.
Ekki veitir af.
Pólitísk ljóð?
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
BEST geymda leyndarmáli ís-
lenskrar poppsögu hefur nú verið
uppljóstrað; snerilslög Charlie
Watts trommuleikara The Rolling
Stones er að finna á plötu Her-
berts Guð-
mundssonar,
The Dawn of
the Human Re-
volution. Kem-
ur trommu-
leikur Watts
fyrir í lögum á
borð við „Wild
Town“ og
„This Is Not
The Only Life“
og einum mesta slagara íslenskr-
ar poppsögu, „Can’t Walk Away“.
Að sögn Herberts Guðmunds-
sonar sem staðfesti þetta þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann, hefur Charlie Watts ekki
hugmynd um þátt sinn í plötunni
en það hafi einmitt verið ástæðan
fyrir því að um upptökuna var
svarinn þagnareiður á sínum
tíma.
Viðgengst víða í dag
Upphaf málsins verður rakið
aftur til ársins 1984, nánar til-
tekið í október, þegar Herbert
var staddur í Tapestry-hljóð-
verinu í London við upptökur á
plötunni The Dawn of the Human
Revolution.
Með Herberti í Tapestry voru
íslenskir tónlistarmenn og hafði
einn þeirra fyrir slysni dottið nið-
ur á upptökur af trommuslætti
Charlie Watts. Vinnulag tromm-
arans í þá daga var að fullkomna
trommuhljóminn áður en The
Rolling Stones hófu upptökur, og
var hver tromma sérstillt og tek-
in upp ein og sér. Sneril-slög
Watts voru því geymd inni á svo-
kölluðum „sampler“ og þaðan var
upptaka Watts fengin. „Sneril-
sándið sem Ásgeir [Bragason]
trommari hafði tekið upp fyrir
plötuna var virkaði ekki og í
neyð brugðum við á það ráð, þeg-
ar við fundum þessar upptökur á
samplernum, að nota þær,“ segir
Herbert og bætir við að við-
staddir hafi heitið því að halda
þessu leyndu.
„Í dag viðgengst þetta hins
vegar á hverjum degi í tónlist-
arbransanum og á netinu geturðu
fundið einstakar upptökurásir
laga Stevie Wonders og Queen
svo dæmi sé tekið.“
En á Herbert von á því að lög-
menn Stones verði í sambandi nú
þegar upp hefur komist um
leyndarmálið?
„Ég vona að ég sé ekki aftur
að lenda í lögsókn. Ég stend nú
þegar í lögsókn út af þakinu hjá
mér og það væri ekki á það bæt-
andi. “
Popp-söguleg uppljóstrun
Charlie Watts trommuleikari The Rolling Stones spilar í lagi Herberts Guð-
mundssonar, „Can’t Walk Away“ Trommuleiknum haldið leyndum í 24 ár
Morgunblaðið/Frikki
Einstakur Herbert er sér á báti í íslenskri popptónlist og enginn íslenskur
tónlistarmaður getur státað sig af því að hafa Charlie Watts á plötu sinni.
Charlie Watts
HLJÓMPLATAN Dawn of the
Human Revolution er án efa
þekktasta hljómplata Herberts
Guðmundssonar og átti lagið
„Can’t Walk Away“ stærstan
þátt í að platan sló í gegn árið
1985 þegar hún kom út. Fram
að þeim tíma hafði Herbert ver-
ið söngvari í hljómsveitum á
borð við Tilveru, Stofnþel, Sól-
skin, Dínamít, Eik og Pelikan
en söng hans má heyra á plöt-
unum Í Ræktinni með Kan og Á
ströndinni með Eik. Herbert
hefur nú þegar gefið út sex
sólóplötur en von er á hinni
sjöttu í haust. Plöturnar eru
eftirfarandi:
1985 Dawn of the Human Re-
volution
1986 Transmit (tólf tommu
plata)
1987 Time Flies
1993 Being Human
1996 Dawn of the Human Re-
volution (endurútgefin á geisla-
disk)
1998 Faith (safndiskur – öll
helstu lög Herberts)
2001 Ný Spor
2008 Í bígerð er ný plata, Speg-
ill sálarinnar, sem kemur út
með haustinu.
Viðburðaríkur
ferill Hebba