Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FJÖLDI þeirra sem sækja um hæli í
Noregi hefur á 12 mánuðum þrefald-
ast og jafnframt fá nú fleiri útlend-
ingar atvinnuleyfi en nokkru sinni
fyrr, að sögn Aftenposten. Hefur Út-
lendingaeftirlitið sent sveitarfélög-
um bréf með upplýsingum um málið
og er þar útskýrt hvað það feli í sér
að taka við hælisleitendum.
Fjöldi útlendinga með atvinnu-
leyfi í Noregi er nú liðlega 100.000
sem er fjölgun um 24.800 miðað við
sama tíma í fyrra. Ef litið er á alla
sem fengið hafa dvalarleyfi, annað-
hvort til að vinna eða af öðrum or-
sökum, eru pólitískir hælisleitendur
aðeins um 3% þeirra.
Framfaraflokkurinn, sem er efst-
ur í mörgum skoðanakönnunum,
hyggst herða mjög ákvæði innflytj-
endalaga ef hann kemst til valda.
Verði breytingar á núverandi lögum
þá meðal forgangsverkefna. Flokk-
urinn hyggst stöðva níu af hverjum
tíu hælisleitendum og jafnframt tak-
marka mjög ferðafrelsi þeirra sem
koma til landsins meðan þeir bíða, að
sögn blaðsins. Verður komið á fót
gæslu og ýmsum tálmum til að
stöðva ferðir fólksins úr búðunum.
„Við erum með alveg ný innflytj-
endalög tilbúin í skúffunni. Þar kem-
ur meðal annars fram að við viljum
takmarka ferðafrelsi hælisleitenda,“
segir Per Willy Amundsen, talsmað-
ur flokksins í innflytjendamálum.
Valdsvið ráðherra sé svo vítt að
hann geti á fyrstu 100 dögum sínum í
embætti stöðvað að mestu straum
hælisleitenda inn í landið án þess að
fara á svig við gildandi lög.
Fleiri á flótta
Þrisvar sinnum fleiri biðja um hæli í Noregi en í fyrra
og Framfaraflokkurinn vill herða mjög löggjöfina
Í HNOTSKURN
»Norðmenn taka nú við um1000 hælisleitendum að
jafnaði í hverjum mánuði en
Finnar og Danir aðeins um
100 manns.
»Um 41% þeirra hælisleit-enda í Noregi sem fengu
mál sín meðhöndluð á fyrri
hluta þessa árs var veitt land-
vist.
»Fjöldi hælisleitenda hefurþað sem af er árinu aukist
um 120% í Noregi. Gert er ráð
fyrir að fjöldinn sem sæki um
hæli á þessu ári verði allt að
15.000 manns.
MÖRGUM þykja einkennisklæddir menn sérlega
glæsilegir og karlmannlegir. Sannarlega er ekki
hægt að segja annað um þessa menn í vopnuðu,
kínversku lögreglunni, sem annast mun varnir
gegn hryðjuverkum á Ólympíuleikunum sem
haldnir verða í Beijing í ágúst. Hér sýna þeir á
æfingu í Jinan í austurhluta Kína hvernig þeir
raða sér upp í viðbragðsstöðu á létthjólum sínum
ef til árásar hryðjuverkamanna skyldi koma.
Tígulegur samruni manns og vélar
AP
MANNKYNIÐ bruðlar með auðlindir jarðar til þess að
svala óhóflegri neysluþörf sinni, sagði Benedikt sextándi
páfi í ræðu sem hann flutti Sydney í Ástralíu í gær. Hann
gagnrýndi einnig að þjáningar væru gerðar að skemmti-
efni. Páfi tók þátt í hátíð á alþjóðlegum degi kaþólskra
ungmenna sem tugþúsundir sóttu í borginni.
„Heimurinn okkar er búinn að fá nóg af græðgi, arð-
ráni og klofningi, nóg af meðalmennsku skurðgoðanna,
nóg af ófullnægjandi andsvörum og sársauka brostinna
fyrirheita,“ sagði Benedikt 16. Hann sagði mörg merki
um að ýmislegt væri að í menningu samtíðarinnar og
nefndi sem dæmi ofneyslu áfengis og fikniefna.
„Ég spyr, getur nokkur horfst í augu við fólk sem beitt
er raunverulegu ofbeldi og kynferðislegri misnotkun og
útskýrt hvernig þessir harmleikir eru gerðir að ein-
skærri afþreyingu í sýndarveruleikanum?“ spurði páfi.
Páfi hrósaði stjórn Ástralíu fyrir að biðja frumbyggja
afsökunar á óréttlæti sem þeir þurftu að þola fyrr á árum.
Gert er ráð fyrir að páfi muni í heimsókninni biðjast af-
sökunar fyrir hönd kirkjunnar á kynferðisofbeldi af hálfu
kaþólskra presta víða um heim. Páfagarður hefur verið
sakaður um að halda oft hlífiskildi yfir brotamönnunum.
kjon@mbl.is
Gagnrýnir neyslubruðl
Reuters
Vörður laganna Benedikt XVI páfi bregður á leik og
setur upp lögregluhúfu í heimsókn sinni til Sydney.
Páfi segir jarðarbúa hafa
fengið nóg af græðginni
HEYRNARTÓL
sem lesa hugs-
anir og sjónvarp
sem þekkir heim-
ilisfólkið og hlýð-
ir handapati þess
mun að mestu
taka við af mús-
um og lykla-
borðum innan
fimm ára ef
marka má fyr-
irtækið Gartner, sem annast rann-
sóknir og ráðgjöf í upplýs-
ingatækni.
Talsmaður Logitech, sem er
heimsins stærsti framleiðandi jað-
artækja á borð við mýs og lykla-
borð, segir yfirlýsingar um dauða
músarinnar „stórlega ýktar.“ Bent
hefur verið á að tölvuvæðing þriðja
heimsins muni kalla á notkun músa.
Mýs verða sennilega ekki heldur al-
dauða í hinum vestræna heimi, en
verða fyrst og fremst notaðar þar
sem setið er við skrifborð.
Í afþreyingariðnaðinum er því
spáð að tækni sem byggist á lát-
bragði, svo sem snertiskjáir og bún-
aður sem ber kennsl á andlitshreyf-
ingar, verði allsráðandi. Bandaríska
fyrirtækið Emotiv Systems hefur
þróað höfuðbúnað sem „les hugs-
anir,“ eða réttara sagt tengir rafboð
frá heila við ákveðin svipbrigði og
skipanir. Með honum er meðal ann-
ars hægt að leika tölvuleiki án þess
að hreyfa legg eða lið. Áætlað er að
Emotiv-búnaðurinn komi á markað í
september. sigrunhlin@mbl.is
Styttist í
að mýsnar
deyi út
Mús Tegund í
útrýmingarhættu.
Hreyfi- og látbragðs-
skynjarar taka við
TVEIMUR breskum stúlkum var í
gær sleppt úr varðhaldi í Gana en
þær voru í fyrra dæmdar í níu mán-
aða fangelsi fyrir að reyna að smygla
kókaíni úr landi í fartölvutöskum sín-
um.
Stúlkurnar voru báðar 16 ára þeg-
ar þær voru gripnar. Þær eru frá
London og voru handteknar á flug-
vellinum í höfuðborginni Akkra með
um sex kíló af efninu í fórum sínum.
Lög í Gana heimila allt að þriggja
ára fangelsi fyrir brot af þessu tagi.
Embættismenn sögðu að fíkni-
efnasalar hefðu ráðið stúlkurnar til
starfa í London, þær hefðu átt að fá
fría ferð til Gana og allt uppihald
borgað gegn því að smygla efnunum
úr landi. Stúlkurnar munu hafa sagt
foreldrum sínum að þær ætluðu til
Frakklands. kjon@mbl.is
Sleppt úr
haldi í Gana
GLÓPALÁN varð til þess að frönsk
flugfreyja bíður þess að komast í
stutta geimferð með fjögurra sæta
Rocketplane XP geimflaug sem
reyndar er enn í þróun. Mathilde
Epron hafði keypt sér KitKat
súkkulaði úti í búð, hent bréfinu og
hugsað með sér að hún ynni aldrei
neitt. Tveimur tímum seinna veiddi
hún þó bréfið upp úr ruslinu og sá
að hún hafði unnið geimferð. Vonir
standa til að Rocketplane-vélar geti
farið með fyrstu geimferðamennina
upp í 100km hæð árið 2010, þar sem
þeir fá að upplifa þyngdarleysi í
fimm mínútur. jmv@mbl.is
Geimflaugin Epron fær skaðabætur ef
ekki verður hægt að fljúga fyrir 2011.
Geimferð í
súkkulaðibréfi