Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergsteinn Giz-urarson fæddist í Reykjavík 29. nóv- ember 1936. Hann lést 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gizur Berg- steinsson hæstarétt- ardómari, f. 18. apr- íl 1902, d. 26. mars 1997 og Dagmar Lúðvíksdóttir hús- freyja, f. 26. desem- ber 1905, d. 14. september 1997. Foreldrar Gizurar voru Bergsteinn Ólafsson, bóndi og oddviti, og Þórunn Ísleifsdóttir, húsfreyja á Árgilsstöðum í Hvol- hreppi. Foreldrar Dagmarar voru Lúðvík Sigurður Sigurðsson, út- gerðarmaður og kaupmaður í Neskaupstað, og Ingibjörg Þor- láksdóttir húsfreyja. Bergsteinn kvæntist Mörtu Bergmann félagsmálastjóra 19. ágúst 1966. Foreldarar hennar voru Sigþrúður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1918, d. verkfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1962-3 og hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkur 1963-4. Hann var deildarverk- fræðingur hjá varnarliðinu 1965- 71, við áætlanadeild Rafmagns- veitna ríkisins 1972-3 og við áætl- anadeild Vita- og hafnamálastofnunar 1974-86. Bergsteinn var skipaður bruna- málastjóri ríkisins 1986 og gegndi því embætti allt til er hann lét af störfum í árslok 2000. Hann var formaður BVFÍ 1975-7 og skip- aður í orkusparnaðarnefnd 1981. Áhugamál Bergsteins voru fjöl- breytt. Hann hafði frá unga aldri mikinn áhuga á trjárækt og stund- aði alla tíð útivist af ýmsum toga. Uppruni Íslendinga og íslensk mannanöfn voru honum hugleikin, en þessi áhugi beindist jafnframt að þjóðflutningum fyrri alda og sögu bogans og hafði hann í smíð- um bækur um þessi efni er hann lést. Útför Bergsteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 8. júní 2008, og Arne Halvdan Bergman kaupmaður í Gauta- borg, f. 25. júlí 1915, d. 28. febrúar 1982. Sonur Bergsteins og Mörtu er Gizur lög- fræðingur, f. 15. nóv- ember 1973, kvæntur Bylgju Kærnested hjúkrunarfræðingi, f. 5. ágúst 1973. Börn þeirra eru Þórunn María, f. 15. desem- ber 1996, Bergsteinn, f. 9. október 2001 og Ólafur Árni, f. 4. september 2006. Bergsteinn gekk í Mennta- skólann í Reykjavík og varð stúd- ent þaðan 1956. Hann lauk fyrri hluta prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1959, prófi í bygg- ingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmanna- höfn 1962 og stundaði framhalds- nám við University of California í Berkeley 1964-5. Á starfsævi sinni lagði Bergsteinn stund á verk- fræðistörf. Hann starfaði sem Fráfall tengdaföður míns, Berg- steins Gizurarsonar, kemur sem reiðarslag. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Berg- steinn var einstakur maður. Ég get ekki hugsað mér betri tengdaföður og umfram allt var hann börnum okkar Gizurar einstakur afi. Hann var hlýr, glaðlegur og alltaf til staðar fyrir þá sem stóðu honum næst. Ég hef fáa hitt sem höfðu eins mikið dá- læti af börnum og hafði nærvera hans góð áhrif á börnin. Hann var því sérlega liðlegur þegar kom að því að passa barnabörnin. Við bjuggum um tíma í London og þá sem oftar bauð hann fram aðstoð sína og var eins og hann sjálfur sagði „au pair“. Það var ánægjulegt fyrir okkur öll að hafa Bergstein þennan tíma og honum fylgja góðar minningar. Bergsteinn tengdist börnunum vel á þessum tíma og þegar við fluttum heim hélt hann áfram að hitta okkur eins og hann gat og kom til dæmis alla morgna og fór með Bergstein í leik- skólann og síðar Ólaf Árna til dag- mömmunnar. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi tími sé liðinn. Við nutum góðs af þekkingu og áhuga hans á mannkynssögu og á ferðalög- um var hans sem fyrsta flokks leið- sögumaður um alls kyns hluti. Hann las alltaf mikið og var mikil áhuga- maður um þjóðflutninga, sögu bog- ans, mannanöfn og svo mætti lengi telja. Hann átti mikið bókasafn um þessi hugðarefni en í því sambandi hafði hann jafnframt eignast nokkra boga og bogahringi og var í þann mund að ljúka við að skrifa bók um sögu bogans þegar hann lést. Berg- steinn var mikill hestamaður og átti orðið góðan hóp hrossa. Hann reið gjarnan um landið sitt í Rangárvalla- sýslu. Þar dáðist hann af þeim þús- undum trjáa sem hann hafði gróð- ursett enda mikill áhugamaður um tjárækt. Síðustu árin reið Þórunn María mikið út með afa sínum og nú í sumar hafði hann einnig tekið Berg- steins nafna sinn með sér í hesta- mennskuna báðum til mikillar ánægju. Það er mikill söknuður að skilja við Bergstein og vil ég þakka honum samfylgdina. Hvíl í friði. Bylgja Kærnested. Bergsteinn bróðir minn er fallinn frá. Ég sakna góðs bróður, sem átti sér svo mörg merkileg áhugamál. Að þeim vann hann, og honum hefði átt að endast ævin til að ljúka þeim. Allt fram á unglingsár lét bróðir minn fremur lítið fara fyrir sér, en sótti síðan í sig veðrið. Lestur léttra skáldsagna var honum hugleikinn og lestrarhraði hans var tífaldur á við minn. Á þessum árum þóttist ég, yngri bróðir hans, sem þrautreyndur var í áflogum, hafa í fullu tré við hann. Á því varð breyting, þegar hann fimmtán ára gamall fór sum- arlangt í símavinnu á Vestfjörðum. Vinnuflokkurinn svaf í tjöldum og hélt á símastaurum yfir fjöll og firn- indi. Og þegar bróðir minn kom úr þeirri vist, var hann orðinn rammur að afli, svo að ég hélt ekki lengur uppteknum hætti. Bergsteinn átti hóp góðra og skemmtilegra félaga, sem allir fóru í byggingarverkfræði, fyrst hér heima við Háskóla Íslands og síðan í Kaup- mannahöfn. Þetta voru „groddarnir“ svokölluðu. Að loknu prófi gegndi hann fyrst starfi hjá Hafnarmála- stofnun en síðan sem brunamála- stjóri og hafði því allsherjareftirlit með brunavörnum á landinu. Gegndi hann því starfi af miklum myndug- leika. Komst hann því ekki hjá því, að stundum skærist í odda, þegar fram- fylgja þurfti af einurð lögboðnum kostnaðarsömum aðgerðum til að fyrirbyggja brunatjón. Bergsteinn bjó yfir frumlegu vís- indalegu hugviti. Kristján Eldjárn forseti sýndi eitt sinn í sjónvarps- þætti nokkra forngripi, sem hann kvaðst ekki vita til hvers hefðu verið notaðir til forna. Meðal þeirra var beinhringur, er fundizt hafði austur við Rangá. Bergsteinn átti kollgát- una, að hringurinn hefði verið not- aður til að hlífa fingri bogamanns. Hinir fornu bogar voru háskaleg vopn, sem mikið afl þurfti til að spenna. Bogi Gunnars á Hlíðarenda mun hafa verið slíkt vopn. Mér skilst að hugmyndin hafi vitrazt Bergsteini í draumi, þegar hann svaf í sumarbú- stað sínum á Hestaþingshól við Rangá. Bezt sýnist mér honum hafa liðið þegar hann var þar að gróður- setja skóg eða sinna hestum sínum. Í raun varð hann æ meira náttúrubarn eftir því sem á ævina leið. Nú hefur bróðir minn nú gengið á fund Gunnars á Hlíðarenda og Njáls á Bergþórshvoli – allt of snemma. Ég votta Mörtu og Gizuri samúð, sem og Bylgju og barnabörnunum og fjöl- skyldunni allri. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson. Það er með söknuði og trega en jafnframt þakklæti og hlýju að ég kveð mág minn Bergstein Gizurar- son. Bergsteinn var fjölhæfur mað- ur, verkfræðingur, athafnamaður, fræðimaður, bóndi, útivistarmaður og einstakur fjölskyldumaður. Það er ógerningur að gera ævi Berg- steins full skil í stuttri minningar- grein en þó langar mig að gera örlitla tilraun að minnast þess manns sem var sem stóri bróðir okkar bræðra. Bergsteinn giftist Mörtu systur þeg- ar ég er rétt 7 ára. Við bræður vorum strax uppveðraðir af þessum nýja að- ila í fjölskyldunni enda var hann rúmum 20 árum yngri en faðir okkar og helstu frændur og fullur af atorku og nýjum hugmyndum, fulltrúi ann- arrar og nýrrar kynslóðar. Það kom líka fljótt i ljós að Bergsteinn var barngóður og hafði sérstak lag á að vinna hugi og hjörtu hinnar ungu kynslóðar. Hann var óspar og gjöfull á sinn tíma og alltaf þegar tækifæri gafst var hann tilbúinn að draga okk- ur með sér enda þurfti nú oft að ýta við okkur enda ekki vanir svona „ak- tívíteti“. Það var farið á skíði í Skála- felli, hraðbátaferðir á Hreðavatni, reiðtúra við Rangá og þeyst á skaut- um á Þingvallavatni svo eitthvað sé nefnt. Síðar meir var gott að eiga Bergstein að þegar við bræður vor- um að leita okkur að sumarvinnu. Það er því óhætt að segja að Berg- steinn hafi haft mikil og góð áhrif á þessa ungu mága sína enda ekki leið- um að líkjast. En það voru ekki að- eins við bræður sem nutum athygli og umhyggju Bergsteins, þar í hópi voru líka bræðrabörn hans sem hon- um þótti afskaplega vænt um og í raun allur hans frændgarður enda var Bergsteinn einstaklega ættræk- in og hlúði vel að ættartengslum. Bergsteinn var ástkær og farsæll fjölskyldumaður. Þó hann hafi verið að mörgu ólíkur Mörtu þá mynduð þau heild sem var stærri og sterkari en þeir helmingar sem þar runnu saman. Þau hjón báru alltaf mikla virðingu fyrir hvort öðru og Berg- steini varð tíðrætt um hversu hepp- inn hann hafi verið að eignast hana Mörtu sína. Þeim auðnaðist einn son- ur, Gizur, sem þau bæði tóku miklu ástfóstri við. Sérstaklega var gaman að sjá hversu samrýmdir þeir feðgar voru og sterkum tengslum þeir bundust enda bar aldrei skugga á þeirra samband. Þegar sonarbörnin komu í heiminn tók Bergsteinn afa- hlutverkið að sér svo um munaði. Aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig hann umvafði barnabörnin ástúð og umhyggju. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða foreldr- ana þegar á þurfti og mikið fannst krökkunum gaman að vera með afa enda var afi svo þolinmóður og skemmtilegur og alltaf að skipu- leggja útivistarferðir. Gestrisni og ljúfmennska var Bergsteini í blóð borið. Heimili þeirra hjóna stóð alltaf opið fyrir gesti og gangandi að göml- um íslenskum sið. Það voru ekki ófá árin sem stórfjölskyldan eyddi að- fangadagskvöldi eða áramótum hjá Mörtu og Bergsteini og þá var alltaf höfðinglega veitt í mat og drykk. Að lokum vil ég minnast hversu vel Bergsteinn reyndist tengdamóður sinni og föður mínum allt frá fyrstu kynnum til síðasta dags. Blessuð sé minning um góðan dreng. Andri Geir Arinbjarnarson. Það var okkur bræðrum mikið reiðarslag er við fréttum að Berg- steinn mágur okkar hafði látist af slysförum. Hann kom inn í líf okkar bræðra þegar við vorum 4 og 5 ára gamlir. Við uppgötvuðum strax að hann var þessi sanna ofurhetja sem ungir strákar heillast af. Hann stundaði furðulegar íþróttir eins og köfun og sjóskíði. Hann gat gengið á höndum og var með skjaldböku sem gæludýr. Það átti sko enginn kafara- byssu nema Bergsteinn og James Bond. Bergsteinn gaf sér tíma til að kynnast áhugamálum okkar og hafði mikla ánægju af því að taka okkur með í sínar ævintýraferðir hvort sem það var að sigla á gúmmíbát á Hreða- vatni, fara í jeppaferð að vetri til eða í útreiðartúr að sumri. Við bræður gátum síðan endalaust verið að segja vinum okkar frá öllum þessum æv- intýrum. Bergsteinn var í mörgu langt á undan sinni samtíð. Hann kom heim frá námi í Californíu fullur af hug- myndum og nýjungum. Hann smíð- aði trépall í garðinum þegar Íslend- ingar voru flestir með hellulagðar stéttir. Þar grilluðum við nauta- steikur á kolagrilli sem þá var óþekkt hér á landi. Hann flutti inn forláta sumarhús frá Kanada sem hann reisti í landi Árgilsstaða í Rangárþingi. Seinna fórum við í gróðursetningarferðir í sumarbú- staðinn þar sem við lærðum öll helstu handtök við skógrækt og hjálpuðum við að koma ógrynni af græðlingum í sandinn. Allt var þetta skemmtun og leikur en það var ekki fyrr en seinna sem við áttuðum okk- ur á því hversu mikið við höfðum lært af því að vinna sem einn sam- stilltur hópur undir öruggri verk- stjórn Bergsteins. Fyrir hans til- stuðlan gátum við gengið að öruggri sumarvinnu öll menntaskólaárin. Það var því engin tilviljun að það fjölgaði verkfræðingum í fjölskyld- unni. Bergsteinn tileinkaði sér strax tölvutæknina og var með þeim fyrstu til að setja upp gervihnattadisk á húsið sitt. Maður hitti aldrei Berg- stein án þess að koma fróðari af hans fundi. Það hefur verið okkur bræðrum ómetanlegt veganesti fyrir lífið að hafa mann eins og Bergstein sem fyrirmynd í gegnum æskuárin. Bergsteinn var drengur góður og reyndist okkur bræðrum og foreldr- um mikil stoð og stytta og minnumst við hans með einstöku þakklæti. Við kveðjum mág okkar með söknuði og vottum Mörtu, Gizuri, Bylgju og afa- börnunum okkar innilegustu samúð. Sturla Arinbjarnarson, Kolbeinn Arinbjarnarson. Ég minnist samverustunda með frænda mínum, Bergsteini Gizurar- syni, sem nú er horfinn á braut. Stutt finnst mér síðan ég kom til Reykjavíkur frá æskuheimili mínu í Neskaupstað til að setjast í Mennta- skólann í Reykjavík. Hann var einn þeirra fyrstu sem greiddu götu mína á malbiki höfuðstaðarins. Við áttum við mikið saman að sælda í starfi og leik. Hann var ærlegur og skemmti- legur félagi og eftir hann liggur merkilegt ævistarf. Votta ég honum virðingu mína og þökk og fjölskyldu hans samúð að leiðarlokum. Haukur Bjarnason. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. Í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Benediktsson.) Bergsteinn Þór föðurbróðir minn var náttúruunnandi og naut sín best í bústað sínum við Hestaþingshól, sögufrægan stað úr Njálu, í Árgils- staðalandinu. Þar gat hann horft yfir fagurt landslagið, farið á hestbak og átt samverustundir með fjölskyldu og vinum. Þar var hann sannkallaður kóngur í ríki sínu. Fyrir nokkrum dögum sáu systkini mín Bergstein fyrir austan í óðaönn að smala saman hestastóði og þá virtist hann hraust- ur og sterkur. Tíminn þýtur áfram eins og fákar á fleygiferð yfir grund- ina. Þótt ég hafi ekki hitt Bergstein oft upp á síðkastið hugsaði ég mikið til hans undanfarnar vikur. Ég hafði samviskubit yfir að vera ekki búin að koma til hans myndbandi sem ég hafði í fyrrasumar látið setja yfir á rafrænt form en það var viðtal við Dagmar ömmu og Gizur afa sem ég hafði tekið á sínum tíma. Þar sögðu þau frá þegar Bergsteinn og Þórunn á Árgilsstöðum, afi og amma Berg- steins, seldu Einari Benediktssyni skáldi, þá sýslumanni Rangæinga, hestinn Grádogg sem var mikill gæð- ingur. Ég vissi að Bergsteinn myndi hafa gaman af þessu en taldi að tím- inn væri nægur. Að Bergsteinn er nú horfinn frá okkur minnir mann á að lífið er hverfult og ef maður slær hlutum á frest er óvíst að maður fái tækifæri til að framkvæma það sem hugur stendur til. Bergsteinn var mikill áhugamaður um ljósmyndun. Er við heimsóttum þau Bergstein og Mörtu varpaði hann myndunum upp á sýningartjald og leyfði okkur að njóta með sér. Undanfarin ár skráði hann samviskusamlega stórviðburði í fjölskyldunni með myndbandsupp- tökuvél sem hann var ávallt með á lofti. Þannig sýndi Bergsteinn fjöl- skyldu sinni áhuga og tryggði að mikilvægar stundir í lífi okkar gleymast aldrei. Bergsteinn og Marta voru höfðingjar heim að sækja. Jólatilhlökkun byrjaði oft í af- mæli Bergsteins 29. nóvember en þá voru þau Marta búin að gera jólalegt heima hjá sér og buðu til veislu. Frá barnæsku man ég eftir kankvísu brosi Bergsteins sem var svo skemmtilegur við börnin og gaf sér tóm til að glettast við þau og veita þeim eftirtekt. Er við systur komum einu sinni í afmælið hans og höfðum ekki gefið okkur tíma til að fara í sparifötin eftir langt ferðalag sagði Bergsteinn og brosti: Af hverju kom- uð þið ekki í fínu kjólunum ykkar? Okkur þótti vænt um að Bergsteinn lét sig varða að við værum flottar til fara. Eftirleiðis gættum við þess að klæðast sparikjólunum þegar við fórum í fjölskylduboð. Við fráfall Bergsteins hefur mynd- ast stórt skarð. Við systkinin og fjöl- skyldur vottum Mörtu, Gizuri, Bylgju, Þórunni Maríu, Bergsteini, Ólafi Árna, fjölskyldunni allri og vin- um Bergsteins innilega samúð okk- ar. Dagmar Sigurðardóttir. Ég finn til vanmáttar míns þegar ég skrifa um æskuvin minn við svo snöggt og óvænt brottkall hans. Fyrst verður manni hugsað til alls þess er maður missir, en svo rennur upp fyrir manni allt það sem hann skilur eftir. Því þrátt fyrir allt verða mikil áhrif ævilangrar sannrar vin- áttu eftir og maður deilir þeim áfram með niðjum, vinum og samferða- mönnum. Vinátta Bergsteins var einstök, hrein, einlæg og fölskvalaus. Það er mikill styrkur fyrir sérhvern að eiga vin, sem hugsar alltaf já- kvætt og hlýlega til manns, gefur manni heil ráð og leiðbeiningar, sýn- ir manni samúð í mótlæti og sam- gleðst þegar vel gengur. Vin sem maður getur alltaf treyst og leitað til. Alltaf uppörvandi. Bergsteinn var al- inn upp á miklu menningarheimili Dagmar Lúðvíksdóttur og Gizurar Bergsteinssonar hæstaréttardóm- ara. Á heimilinu voru mannleg sam- skipti rædd af miklu innsæi og rétt- sýni hins reynda embættismanns. Réttlætisvitund Bergsteins mótaðist í þessu andrúmslofti, óháð flokks- pólitískum sjónarmiðum eða öðrum hagsmunum, því faðir hans varð að vera hlutlaus og óbundinn vegna starfa síns. Bergsteinn tók sömu af- stöðu í lífinu og bast aldrei neinum sérhagsmunum. Þetta gerði hann frjálsan í því að leggja hlutlaust mat á menn og málefni. Ég gat alltaf leitað til hans um álit hans á öllum málefnum í fullu trausti þess að skoðanir hans væru aldrei lit- aðar af sérstökum sjónarmiðum heldur naut maður álit manns sem var alveg óbundinn af öllum. Bergsteinn gerðist brunamála- stjóri ríkisins. Þar nutu hæfileikar hans, reynsla og þekking sín vel. Yf- irvöld voru mjög heppin að fá jafn- reyndan og samviskusaman mann í þetta embætti, þar sem líf manna og eignir eru undir því komin að vel sé til alls vandað. Bergsteinn var sérstaklega fróð- leiksfús og víðlesinn. Hann átti mörg áhugamál og kynnti sér þau mjög vel og gat miðlað öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Hann var sérstak- lega fróður um íslenska menningu, fornbókmenntir og mannkynssögu. Trjárækt var honum sérstaklega hugleikin, hestamennska og margt fleira. Það var alveg sama hvaða mál- efni maður ræddi við hann. Alltaf fór Bergsteinn Gizurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.