Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ekki mámikið út afbregða þegar lögreglan er fáliðuð á laug- ardagskvöldi á höfuðborgarsvæðinu. Á svæð- inu búa tæplega 196 þúsund manns. Um helgar er fólk því miður líklegast til að fara sjálfu sér og öðrum að voða vegna ölvunar og óspekta og veitir ekki af fullskipuðu lög- regluliði, fyrir utan önnur mál sem upp kunna að koma. Lög- reglustjóri höfuðborgarsvæð- isins segir sjálfur um mann- ekluna í lögregluliði hans að þarna sé komið „að mörkum þess sem er forsvaranlegt“. Við sameiningu lögreglu- embættanna á höfuðborg- arsvæðinu vonuðust menn eftir töluverðri hagræðingu. Jafnframt var stefnt að aukn- um sýnileika lögreglunnar. Vissulega hefur náðst fram hagræðing á ýmsan máta. Á tímabili virtist lögreglan ætla að standa við stóru orðin um sýnileikann, a.m.k. í mið- bænum um helgar. En nú hef- ur syrt í álinn. Hversu sýnileg er lögreglan þegar fjórtán lögreglumenn eru á sjö eft- irlitsbifreiðum á laugardags- kvöldi? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa eðlilega áhyggjur af þróun mála, þeg- ar lögreglustöðvum þar er lokað að næturlagi. Þau hafa sum hver hug á að leita til einkafyrirtækja til að annast hverfagæslu. Ef íbúarnir eru ugg- andi um sinn hag er eðlilegt að sveitarstjórnarmenn telji sig þurfa að bregðast við. Ein- staklingar fá sér e.t.v. örygg- iskerfi í hús sín og sveitar- félögin vilja efla gæslu innan einstakra hverfa. En hér verður að staldra við. Hversu langt ætla sveit- arfélögin að ganga í að leita eftir þjónustu einkaaðila? Bæjarstjóri Hafnarfjarðar bendir réttilega á, að ríkinu beri skylda til að halda uppi löggæslu. Eiga sveitarfélögin að hlaupa til og setja á lagg- irnar hverfagæslu, kjósi ríkið að draga saman seglin í lög- gæslunni? Lögreglan gegnir ómetan- legu hlutverki. Innan vé- banda hennar eru sérþjálfaðir menn, sem vita hvernig bregðast á við hverju sinni. Þeir eru hins vegar of fáir. Viljum við að í þeirra stað komi starfsmenn einkafyr- irtækja, sem ekki hafa hlotið þessa sömu þjálfun? Skiljanlegt er að lögreglan lendi í rekstrarvanda nú þeg- ar verð á eldsneyti og öðrum aðföngum hefur hækkað mik- ið á skömmum tíma. Þar er hún ekki ein á báti. Ríkis- valdið á að bæta þar úr og tryggja almenningi áfram þá löggæslu sem hann á kröfu til. Hversu langt ætla sveitarfélögin að ganga?} Lögregla í spennitreyju Andstaða Ein-ars K. Guð- finnssonar, sjávarútvegs- ráðherra, við rík- isstyrki í sjávarútvegi er skynsamleg. Íslensk stjórn- völd hafa lengi reynt að greiða fyrir fríverslun með sjávarafurðir á alþjóðlegum mörkuðum og viljað tak- marka niðurgreiðslur til sjáv- arútvegsfyrirtækja. Ráðherrann er því sam- kvæmur sjálfum sér þegar hann gagnrýnir þá ákvörðun Evrópusambandsins að styrkja sjávarútveg í aðildar- löndum um 248 milljarða króna til ársins 2010, meðal annars vegna hækkandi olíu- verðs og fjárhagsörðugleika. Haft var eftir Einari K. Guðfinnssyni í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær að þessi aðgerð ESB skekkti samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs og annarra þjóða sem ekki ríkisstyrktu sinn sjávarútveg. Sjávarútvegsráðherra sagði meðal annars í ræðu á sjómannadaginn í júní sl. að sjávar- útvegur yrði að lúta sömu hag- ræðingarkröfum og aðrar atvinnugreinar. Ella yrði hann einfaldlega undir og víða um heim mætti sjá dæmi um sjávarútveg sem hefði orðið þeim örlögum að bráð. Ráðherrann telur ís- lenskan sjávarútveg alvöru atvinnugrein sem lúti al- mennum leikreglum atvinnu- lífsins án ríkisstyrkja. Skyldi sjávarútvegsráð- herra hafa viðrað þessi sjón- armið við landbúnaðarráð- herrann Einar K. Guðfinns- son? Íslenskur landbúnaður ætti að vera alvöru atvinnu- grein sem þyrfti að lúta sömu leikreglum og aðrar. Verndarstefna stjórnvalda, sem felst í niðurgreiðslum og innflutningshöftum, fer ekki saman við kröfuna um toll- frjáls viðskipti með sjávaraf- urðir og styrkjalausa útgerð. Er ekki kominn tími til að sjávarútvegsráðherra sann- færi landbúnaðarráðherra? Ríkisstyrkir skekkja samkeppnisstöðu}Tvöfaldur ráðherra Á dögunum kom út lítið kver á vegum forsætisráðuneytisins þar sem hópur manna hafði lagt á ráðin um ímynd Íslands. Í kjölfarið birti sagnfræðingafélag Íslands álit þar sem varað var við að sú mynd sem leitast væri við að framkalla væri úrelt. Svipað og ef barna- stjarna héldi áfram að koma fram í barnagervi háöldruð – um það hefur reyndar verið samin hryllingsmynd: Hvað kom fyrir Baby Jane? með leikkonunni víðfrægu Bette Davies (1962). Það er skemmtileg tilviljun að um sama leyti og forsætisráðuneytið sendi frá sér sinn bækl- ing kom út bók sem upphaflega leit fyrst dags- ins ljós fyrir 415 árum og þá á latínu: Brevis Commentarius eða „Stutt samantekt um Ís- land“ eftir þáverandi skólameistara á Hólum, Arngrím Jónsson. Prenttækni Gutenbergs var nýkomin til skjalanna og í kjölfar landafundanna var tekið að prenta ferðasögur úti í Evrópu af miklum móð, þeim mun útgengi- legri sem frásögnin var æsilegri. Óprúttnir höfundar hyllt- ust til stytta sér leið og birta ýkjusögur sem lesandinn gat ekki sannreynt og Ísland lá vel við höggi. Hér átti að vera inngangur til Vítis og landslýður stunda stóðlífi (baðstofu- líf), en foreldrum væri annarra um hunda sína en börn… Þessari ímynd vildu landsmenn af einhverjum ástæðum ekki una og nýorðinn skólameistari á Hólum var gerður út til að svara í bókarformi á alþjóðamáli menntamanna, lat- ínu. Nú 415 árum síðar mun það frekar vera skorturinn á umtali sem kallar á aðgerðir, samkvæmt þeirri auglýsingasálfræði að skárra sé að veifa röngu tré en öngu. En samt má aldrei gleymast að ímynd hlýtur ævinlega að grund- vallast á sjálfsmynd, sem aftur verður til í víxlverkun þess sem við viljum vera og aðrir eru tilbúnir að viðurkenna að við séum. Það verður sumsé að vera innstæða fyrir mynd- inni. Spekiorðið forna: „þekktu sjálfan þig“ hefur löngum verið álitið forsenda farsældar. En hvernig er þá sjálfsþekkingu þjóðarinnar háttað um þessar mundir? Ímynd Brevis byggðist þeirri mynd sem var að finna í forn- ritum landsmanna, en þar var úr miklu að moða og vakti raunar umheiminn til vitundar um bókmenntir Íslendinga. En nú er ríkjandi miðill ekki lengur ritað mál heldur sjónvarpið. Og sú mynd sem það virðist megna að gefa okkur af landi og þjóð um þessar mundir er svo dvergvax- in að því mætti einna helst líkja við spegilbrot sem end- urkastaði ekki nema örlitlu broti af heilum manni, til dæmis nefbroddinum. Það eru því ekki góð tíðindi sem spurst hafa út nýverið að tekjur RÚV eigi enn að skerða. Ósagt skal látið hve mörgum núllum þyrfti að bæta aftan við núverandi upp- hæð sem RÚV hefur úr að moða til að þjóðin fengi viðhlít- andi mynd af sjálfri sér. En ef rétt reynist að sama gildi um þjóðir og einstaklinga: að sterk sjálfsmynd sé verð- mætið mesta, hlýtur niðurskurður hér að vera dýru verði keyptur. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Myndin af okkur Verðbólga leggur stein í evrugötu Letta FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ý mis merki eru um hjöðn- un í lettneska hagkerf- inu. Dregið hefur úr eft- irspurninni innanlands og aðgengi að lánsfé verið erfitt. Tekjur ríkisins eru minni en áætlað var, á sama tíma og aukinn útflutningur knýr vaxtarhjól hagkerfisins. Verðbólgan er farin af stað og himinhátt eldsneytisverðið átt þátt í almennum verðhækkunum. Þessi dökka stöðumynd er dregin upp í nýlegri lýsingu Ilmars Rimse- vics, bankastjóra seðlabankans í Lettlandi, á efnahagsástandinu hjá einum „Eystrasaltstígranna“, sem svo hafa verið nefndir vegna örs hag- vaxtar. Líkt og hér hefur fasteignaverðið farið lækkandi og dregið úr eftir- spurn eftir vinnuafli. Og eins og Ís- lendingar horfa Lettar upp á háar verðbólgutölur, eftir þensluhvetjandi útlánaaukningu síðustu ára. Hagkerfin tvö, það lettneska og það íslenska, búa við ólíka pen- ingastefnu. Lettar reka fastgengis- stefna gagnvart evrunni, ólíkt hinu fljótandi gengi sem er hér og orðið hefur tilefni líflegra umræðna. Sá munur er einnig á hagkerf- unum að stýrivextir seðlabanka Lettlands hafa verið miklu mun lægri en Seðlabanka Íslands, eða 6% frá því í maí 2007 og á bilinu 3-5% frá árinu 1997. Raunvextir hafa því verið neikvæðir frá árinu 2004, þegar verð- bólgan fór á skrið, sem aftur ýtti undir vöxt útlána og viðskiptahalla, sem var 19,4% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 26,6% árið áður. Langt yfir takmarkinu Verðbólgan í Lettlandi í maí var komin upp í 17,9% á ársgrundvelli, eða sú mesta í ESB. Litháar glíma við sama vanda, þar fór verðbólgan yfir 12% í apríl. Hefur verðbólga seinkað evruupptöku ríkjanna tveggja, en til að setja þessar tölur í samhengi mælist ársverðbólgan á evrusvæðinu um 4%, það mesta síðan núverandi mælingar hófust 1997. Lettar gengu í Evrópusambandið á nýársdag 2004, ásamt sjö öðrum A- Evrópuþjóðum, Möltu og Kýpur. Þeir stefndu að upptöku evru fjórum árum síðar en neyddust sökum verð- bólgu til að færa markið aftar. Geng- ur verðbólgustigið þvert á þá peningastefnu Letta að tryggja hag- vöxt og lága verðbólgu, það er efna- hagslegan stöðugleika. Eins og rakið er í síðasta hefti Peningamála Seðlabankans kveður Maastrich-sáttmálinn á um að ríkj- um sem ganga í ESB beri að taka upp evruna við fyrsta tækifæri að uppfylltum skilyrðum um efnahags- legan stöðugleika. Aðeins Bretland og Danmörk hafi fengið formlega undanþágu frá þeirri reglu. Svíþjóð, sem gekk í ESB í ársbyrjun 1995, og nýjum aðildarríkjum beri því að taka upp evru við fyrsta tækifæri. Hafa uppfyllt flest skilyrðin Ljóst má vera af verðbólgunni nú að það markmið mun reynast Lett- um torsótt. Þannig er verðbólgu- markmið ESB miðað við verðbólg- una eins og hún er lægst í þremur aðildarríkjum, að viðbættum 1,5%. Lettar eru nú langt, langt yfir því markmiði. Rimsevics, bankastjóri lettneska seðlabankans, segir að þrátt fyrir að hagkerfið hafi uppfyllt flest skilyrði Maastricht-sáttmálans um innleið- ingu evrunnar hafi verðbólgan leitt til endurskoðunar á því markmiði að taka upp gjaldmiðilinn við inngöng- una í sambandið 2004. Fjármála- ráðherra landsins hafi gefið út að evran verði tekin upp 2012 eða 2013. Á vef lettneska seðlabankans kem- ur fram að erlend fjárfesting hafi verið meiri en sem nemur hallanum. Hvort nú muni draga úr þeirri fjár- festingu á eftir skýrast. Heima fyrir er aðgengið að lánsfé erfitt og bíður Letta því sú áskorun að ná verðbólg- unni niður. Meira um það síðar. Reuters Dimman dettur á í Riga Of sterkt væri að orði kveðið að fullyrða að óveð- ursskýin hrönnuðust upp yfir lettneska hagkerfinu. Verðbólgan er þó mikil. LETTAR hafa búið við fastgengisstefnu síðan 1994 og varð sú breyting í árs- byrjun 2005 að gengi gjaldmiðilsins var fest við gengi evr- unnar í stað mynt- körfu sem samanstóð af Bandaríkjadal, evr- unni, breska pundinu og japanska jeninu, eins og rakið er í Pen- ingamálum. Hér á Íslandi var horfið frá fastgengisstefnu árið 2001, þegar Seðlabankinn tók upp verðbólgu- markmið í samráði við ríkisstjórnina. Innganga í mynt- bandalag Evrópu og upptaka evru fæli í sér að fastgengisstefna yrði tekin upp hér á nýjan leik. TENGT VIÐ EVRUNA AP Í Frankfurt Evrópski seðlabankinn. ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 195. tölublað (18.07.2008)
https://timarit.is/issue/286801

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

195. tölublað (18.07.2008)

Aðgerðir: