Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RANNSÓKNIR sýna að aukin, sýnileg löggæsla, að fólk sjái lög- reglu við eftirlit og störf, eykur bæði öryggi og öryggistilfinn- ingu. Sýnileg löggæsla fækkar bæði afbrotum og dregur úr áhættuhegðun. Þetta kemur fram í nýrri grundvallarstefnu og langtímaáætlun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árin 2008-2011. Lögreglan stefnir að því að fækka afbrotum og slysum á veg- farendum um fimm prósent á árinu 2008 og um fimm prósent milli ára næstu þrjú ár. Framtíðarsýn lögreglunnar er að lögreglan verði á innlendum vettvangi meðal bestu ríkisstofn- ana, bæði þegar horft er til faglegra þátta og fjárhagslegs rekstrar og á alþjóðlegum vettvangi verði horft til hennar sem fyrirmyndarstofnunar á sviði löggæslu. Málsmeðferð stytt Í áætluninni kemur fram að mik- ilvægt sé að stytta málsmeðferð- artíma sakamála. Stefnir embættið á að stytta biðtíma eftir gögnum og upplýsingum eftir því sem kostur er og hafa í þeim tilgangi virkt eftirlit með málshraða í hverju máli. Einn- ig er stefnt að því að þróa leið til að mæla hlutfall upplýstra mála svo það liggi alltaf fyrir hve hátt hlutfall kærðra mála er upplýst. Brotastarf- semi hér á landi tengist í auknum mæli skipulagðri glæpastarfsemi á alþjóðlegum vettvangi. Er stefnt að því að auka upplýsingamiðlun til al- mennings um birtingarmyndir og afleiðingar skipulagðrar glæpastarf- semi. Á sérstaklega að huga að inn- flutningi, sölu og dreifingu fíkniefna með það að markmiði að draga úr framboði, svo og markaðssetningu fíkniefnasala gagnvart nýjum neyt- endum. Háleit markmið lögreglu  Sýnileg löggæsla eykur bæði öryggi og öryggistilfinningu  Lögreglan hyggst fækka afbrotum og slysum um fimm prósent  Mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma í sakamálum Í HNOTSKURN »Á fjárlögum 2008 færlögreglan á höfuðborgar- svæðinu um 2,9 milljarða til rekstrar. »Flestir íbúar telja inn-brot mesta vandamálið í sínu hverfi eða 30%. 25% segja það um umferð- arlagabrot og 20% um eignaspjöll. » Í júní á þessu ári voruskráð hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu 755 talsins en 801 á sama tíma í fyrra. Skráð umferðarlagabrot voru 2347 en 3021 í fyrra. Morgunblaðið/Júlíus Sýnileiki Sýnileg löggæsla fækkar afbrotum og dregur úr áhættuhegðun. FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is JAKOB Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborg- arinnar, segir borgina nú vera í viðræðum við aðila um að gera vegg einn rétt fyrir utan miðborg- ina að vettvangi fyrir veggja- listamenn. „Það er mikilvægt að þetta sé gert í samráði við þá sem eiga veggina og skipulags- og byggingasvið borgarinnar,“ segir Jakob. „Við erum í sambandi við fólk innan veggjalistar-greinarinnar og aðila sem vilja ljá veggi sína undir vegglistaverk. Það eru dæmi um að slíkt samstarf hafi gefist mjög vel og yfirvöld sýna listgreininni fulla virðingu.“ Jakob segir hins vegar tilefnislaus skemmdarverk mæta litlum skilningi. „Þeim sýnum við enga þol- inmæði. Ef ekkert samráð er haft við eigendur og yfirvöld, þá er sama hvort menn byggja, múra, mála eða kasta eggjum – það er afmáð eins og skot. Þú tekur ekki bara hús eða bíl einhvers manns og byrjar að mála hann án sam- ráðs. Spurningin er hvort þú myndir ekki bara mála manninn sjálfan næst – án leyfis frá hon- um,“ segir hann. Listin og krotið Veggjalist er þó töluvert sjald- gæfari en veggjakrot, sem löngum hefur þótt mikið lýti á miðborg Reykjavíkur og vart getur talist til listsköpunar. Stefnt var að markvissri upprætingu þess með hreinsunarátaki í borginni í vor. Skiptar skoðanir voru á umfangi verkefnisins og þótti sumum nóg um þegar starfsmenn borgarinnar geystust á milli staða með pensil á lofti. Vinstri grænir lögðu nýlega fram bókun í borgarráði þess efnis að of harkalega hefði verið gengið fram og afraksturinn væri sá að gömul listaverk í miðborginni væru nú hulin málningu. Staðreyndin er hins vegar sú að eigendum húsa er ekki frjálst að láta skapa listaverk utan á heimili sín eða leyfa veggjakroti að standa þar í friði. Leyfi þarf frá byggingarfulltrúa til að breyta „svipmóti“ eða formi húss og skiptir þá engu hvort menn vilja mála húsið sitt í fánalitum Belgíu eða mála á það graffití-listaverk. 100 milljónir fóru í veggjakrot og ófögnuð því tengdan í Reykja- vík árið 2007. Sú tala verður vafa- laust ekki lægri í ár. Mikilvægt að mála strax Jóhann Davíðsson lögreglumað- ur segir mikilvægasta úrræðið gegn veggjakroti vera að mála strax aftur yfir það. Hann segir jafnframt miklum erfiðleikum bundið að góma skemmdarvarga. Morgunblaðið/Valdís Thor Krot Málað hefur verið yfir krot á þessum vegg á Skólavörðustíg. Einhver hefur skrifað á vegginn að leyfilegt sé að teikna þarna, en það er ekki rétt. Sköpun og skemmdarverk  Veggur fyrir utan miðborgina mögulega nýr vettvangur vegglistar  Tilefn- islausu kroti engin miskunn sýnd  „Þú málar ekki hús eða bíl einhvers án leyfis“ Inga Ás- grímsdóttir, fyrrverandi húsfreyja og fréttaritari á Borg í Mikl- holtshreppi, er látin, átt- ræð að aldri. Inga fæddist 24. nóv. 1927. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Gunnar Þor- grímsson bóndi og Anna Stef- ánsdóttir húsfreyja á Borg. Eiginmaður Ingu var Páll Pálsson, bóndi, hreppstjóri og fréttaritari Morgunblaðsins í Miklaholtshreppi, gjarnan þekktur sem Páll á Borg. Páll og Inga hófu búskap á Borg 1949 og bjuggu þar fram á elliár. Páll andaðist á líknardeild Landakotsspítala hinn 20. júní síðastliðinn. Páll og Inga eign- uðust fimm börn, 11 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Þau áttu demantsbrúðkaupsafmæli 17. júní síðastliðinn. Inga var ásamt Páli um ára- tugi fréttaritari Morgunblaðsins í sinni heimasveit og að leiðar- lokum færir blaðið henni þakkir fyrir störf hennar og sendir fjöl- skyldunni jafnframt samúðar- kveðjur. Inga Ás- grímsdóttir Andlát Ómar Ágústsson, áhugamaður um veggjalist, segir sárlega vanta vettvang fyrir þá sem vilja skapa lögleg graffití-listaverk og stunda listina án þess að vera stimplaðir glæpamenn um leið. „Það þarf að viðurkenna hinar jákvæðu hliðar veggjalistar og rækta þær, ekki ein- blína bara á neikvæðu hliðarnar,“ segir hann. Hann segir skemmdarverk og krot hafa aukist mikið eftir að veggjalist var bönnuð í undirgöngum við Miklubraut og við Austur- bæjarskóla.„Það er auðvitað gott að málað sé yfir veggjakrotið en það ætti að vera liður í að draga fram jákvæðar hliðar veggjalistar. Ekki bara mála yfir allt saman eins og nú er gert.“ Jafnframt bætir hann við að líta ætti til Hafnarfjarðar þar sem hægt sé að sækja um leyfi til listsköpunar í undirgöngum. Það fyr- irkomulag hafi gefist mjög vel. haa@mbl.is Vettvang vantar sárlega GERT er ráð fyrir að reist verði hótel og bankaútibú í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b að því segir í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar Lækjargötu 12 var sam- þykkt á fundi borgarráðs í gær. Í tillögunni er komið til móts við at- hugasemdir frá íbúum í nágrenninu m.a. með því að lækka bakhús til að takmarka ekki birtu og útsýni íbúa við Kirkjuhvol. Engir gluggar verða á jarðhæð hótels í átt að íbúð- arhúsum til að draga úr sjónrænum tengslum millli íbúa og hótels. Í til- kynningunni segir að verkefnið samræmist stefnu borgaryfirvalda um uppbyggingu í miðbænum sem tengi menningarsögu og atvinnulíf. jmv@mbl.is Hótel rísi í Kvosinni Breytt deiliskipulag samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.