Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Blaðberi óskast í Birkiteigshverfið sem fyrst Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463 Blaðbera Hársnyrtifólk ath! Óskum eftir sveini eða meistara á vinsæla stofu í Garðabæ. Uppl. í síma 868 2084 / 861 1286. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eyrarland 1 (224-3101), Hvammstanga, þingl. eig. Áki ehf. ægisferð, gerðarbeiðendur; Byggðastofnun,Tryggingamiðstöðin hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fimmtudaginn 24. júlí 2008 kl. 13:00. M/b Fanney HU-083 (skipaskrnr. 619) í Hvammstangahöfn/heimahöfn bátsins, þingl. eig. Vestralind ehf., gerðarbeiðandi Atlantsolía ehf., fimmtudaginn 24. júlí 2008 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 17. júlí 2008. Björn Hrafnkelsson, ftr. Tilkynningar Bílastæðasjóður flytur í Borgartún 10-12 Skrifstofu Bílastæðasjóðs á Hverfisgötu 14 verður lokað föstudaginn 18. júlí 2008 Tekið verður á móti viðskiptavinum okkar í nýju þjónustuveri í Borgartúni 10-12 Nánari upplýsingar fást í síma 4 11 11 11 Bent er á að greiðsluseðla Bílastæðasjóðs er hægt að greiða í heimabanka eða næsta bankaútibúi Andmæli álagðra gjalda fer fram á www.bilastaedasjodur.is Mat á umhverfisáhrifum - Ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Efnistaka í Hvammi, allt að 150.000 m³, Eyjafjarðarsveit. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli háðar mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Borun rannsóknarholu í Gjástykki, Aðaldælahreppi. Sólarkísilverksmiðja REC við Þorlákshöfn, sveitarfélaginu Ölfusi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær eru einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 18. ágúst 2008. Skipulagsstofnun. Ýmislegt Í dag hefði Nanna systir mín orðið 54 ára en hún lést 25. apríl síðastliðinn eftir stutt stríð. Fyrsta minning mín um hana 2 ára gamla tengist veikindum. Læknir kom að Nanna Hjaltadóttir ✝ Nanna Hjalta-dóttir fæddist í Hjarðarholti í Laxárdalshreppi í Dalasýslu 18. júlí 1954. Hún and- aðist á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Fossvogi 25. apríl síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Stóra-Vatnshorns- kirkju í Haukadal 3. maí. sprauta hana og við systur 6 og 4 ára horfðum skelfingu lostnar á. Síðan fór hún á sjúkrahús og tekinn botnlanginn. Næstu árin liðu í minningunni við stanslaust drull- umall, dúkkulísu og dúkkuleiki, sem Ernu fannst heldur leiðigjarnt en við Nanna fengum aldr- ei nóg af. Við eign- uðumst dúkkur frá útlöndum sem gátu sagt mamma og voru með glerhöfuð og fléttur, það var nú aldeilis toppurinn. Við spöruðum þær ekki og ég man þegar Nanna missti sína niður stiga og hausinn brotnaði, en hann var bara límdur saman. Síðan var heklað, prjónað og saumað með aðstoð mömmu. Þær eru löngu- búnar af mikilli notkun þessar dúkkur okkar Nönnu en Erna geymir sína enn, ónotaða. 1959 fæddist Smári bróðir heima í Hjarðarholti og Nanna minntist þess oft hve fegin hún var að vera ekki „hreiðurdrútur“ lengur. Sæv- ar fæddist síðan sumarið 1965 í Búðardal og við systur orðnar 11, 13 og 15 ára og þóttum því full- færar að hugsa um heimilið dag- ana sem mamma var í burtu, eitt- hvað rifumst við nú hver ætti að gera hvað en eins og Nanna sagði oft við mig á fullorðinsárum: „Lát- um Ernu ráða, hún er elst og vön að ráða.“ Svo hló hún sínum dill- andi hlátri sem var samofinn stríðni hennar og glettni. Nanna stofnaði heimili ung, og helgaði fjölskyldunni alla krafta sína, jafnframt því að vinna mikið utan heimilis. Hún hafði betur í baráttu við krabbamein og hjarta- sjúkdóm, en kvartaði aldrei. Síð- ustu árin vann hún við heimilis- aðstoð og afþreyingu hjá öldruðum, það var hennar aðals- merki að láta öðrum líða vel og sinna handavinnu. Hún lagði áherslu á að gefa gjafir sem hún gerði sjálf og ég veit að hún vakti fram á nótt að klára jólagjöf til okkar fyrir síðustu jól. Sú gjöf er enn dýrmætari nú og minnir mig daglega á handlagni hennar og hugmyndaflug. Hún var mikið veikari en nokkurn grunaði síð- ustu mánuðina og þegar ég 10 dögum fyrir andlátið brýndi hana til að hætta að vinna og hugsa um sjálfa sig og ná heilsu, sagði hún: „En þá fær fólkið ekki þjónustu.“ Þetta lýsir henni best, að gefast aldrei upp. Hún lagði mikla áherslu á að saumaklúbburinn okkar kæmi til hennar 16. apríl, þrátt fyrir veikindin, sú kvöld- stund gleymist okkur systrum ekki því þegar við vorum einar eft- ir spurði hún hvort við þyrftum nokkuð að fara strax, náði í líkjör og bauð upp á staup. Margt var rætt, til dæmis um dauðann, sem hún var hissa á að fullorðið fólk væri hrætt við. Ekki óraði okkur fyrir því þá að þetta væru síðustu stundirnar. Síðasti sólarhringur- inn var svo harður að þegar kallið kom mátti þakka fyrir að hún fengi að fara. Það var ekki hennar stíll að láta aðra hafa áhyggjur af sér. Eftir lifir minningin um hetju hversdagsleikans, sem bognaði aldrei en brotnaði í síðasta storm- inum. Óli, Kristín, Sædís, Viðar, Fann- ey og börn, við fjölskyldan óskum þess að góðar minningar styðji ykkur og styrki um ókomin ár. Bára systir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.