Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ er frábært hvað Akurnes- ingar hafa tekið vel í verkefnið,“ seg- ir Sveinborg L. Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akranes- kaupstaðar, um viðbrögð Skaga- manna vegna komu palestínskra flóttamanna til bæjarins frá Írak í byrjun september. Akraneskaupstaður, Rauði kross Íslands og flóttamannanefnd félags- og tryggingamálaráðuneytisins kynntu verkefnið á Akranesi í lok maí og undirbúningur gengur vel. 25 flóttamenn hafa verið valdir til fararinnar, átta konur, einn piltur og 16 börn í sjö fjölskyldum. Enn er verið að athuga með eina fjölskyldu til viðbótar. Sveinborg hefur leitt undirbúningsvinnuna og í gær hóf Linda Björk Guðrúnardóttir störf sem verkefnisstjóri næstu 12 eða 16 mánuði en hún er sérmenntuð í þess- um málaflokki frá friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna á Kosta Ríka. Vantar stærri íbúðir Um þessar mundir er verið að ganga frá húsnæðismálum. „Það gengur mjög vel,“ segir Sveinborg og bætir við að í raun sé framboðið meira en eftirspurnin en samt vanti enn 2-3 fjögurra til fimm herbergja íbúðir fyrir konur með þrjú og fjög- ur börn og eina fjölskyldu sem sam- anstandi af fjórum munaðarlausum systkinum, þremur stúlkum og ein- um pilti, á aldrinum 16 til 20 ára. „Helsta verkefni okkar núna er að finna þessar íbúðir og við þurfum að fá þær afhentar fyrir 15. ágúst svo Rauði krossinn fái tíma til að koma þar fyrir húsgögnum.“ Fólkið hefur búið í flótta- mannabúðum í Írak í eitt til þrjú ár. Fjögur barnanna eru á leik- skólaaldri, átta á grunnskólaaldri og fjögur á framhaldsskólaaldri. Byrjað er að undirbúa tengingu þeirra við skólana en ekki er gert ráð fyrir að þau byrji í skóla fyrr en eftir áramót, þar sem haustið fari í að aðlagast samfélaginu auk náms í íslensku og samfélagsfræði. Fjölskyldurnar koma til með að búa víðs vegar um bæinn en leikskólabörnin fara í Akrasel og grunnskólabörnin í Brekkubæjarskóla. Sveinborg segir að sumar kon- urnar hafi óskað eftir því að fara sem fyrst út á vinnumarkaðinn en það sé seinni tíma verkefni því að- lögunin og íslenskunámið hafi for- gang til að byrja með. Auk þess megi gera ráð fyrir að einhverjir í hópnum þurfi á áfallahjálp að halda og byrjað sé að undirbúa þann þátt sem og heilsufarsskoðun. Safna húsgögnum og fatnaði Rauði krossinn sér um að safna húsgögnum og fatnaði fyrir flótta- fólkið. Hann hefur fengið húsnæði að Vallholti 1 á Akranesi og tekur við gjöfum frá klukkan 18-21 á mánudögum og fimmtudögum. Linda segir að á stuttum tíma hafi hún fundið fyrir mjög góðum starfs- anda, samheldni og áhuga. „Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Sveinborg segir að allir sem leitað hafi verið til hafi sýnt mjög jákvæð viðbrögð og bærinn sé vel í stakk bú- inn til að ganga í verkið. „Það er alls staðar mikil tilhlökkun að takast á við verkefnið,“ segir hún. „Við erum tilbúin.“ Flóttafólkið nánast komið í hús  Flóttamannanefnd hefur valið 25 palestínska flóttamenn frá Írak til að setjast að á Akranesi í haust  Framboð af húsnæði meira en eftirspurnin en enn vantar fjögurra til fimm herbergja íbúðir Morgunblaðið/RAX Undirbúningur Linda Björk Guðrúnardóttir verkefnisstjóri, Gunnar Sig- urðsson, settur bæjarstjóri, og Sveinborg L. Kristjánsdóttir sviðsstjóri. Í HNOTSKURN » Á kynningarfundinum ímaí kom fram að flóttafólk hefði alls staðar auðgað við- komandi samfélög og því var lýst yfir að Akranes hefði allt sem þyrfti til að taka á móti flóttafólki. » Á fundinum var meðalannars spurt hvernig ein- staklingar gætu hjálpað flótta- fólkinu. » Mikil tilhlökkun ríkir áSkaganum vegna verksins. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG ER allur að hressast, svolítið stífur í handleggjum og svo er úf- urinn mjög þrútinn,“ sagði Bene- dikt Hjartarson sundkappi um miðj- an dag í gær, en þá lá leið hans á krána Hvíta hestinn (e. The white horse). Á veggi krárinnar rita þeir nafn sitt sem synt hafa yfir Erm- arsund, og – líkt og alloft hefur komið fram – verður nafn Bene- dikts fyrsta nafn Íslendings til að prýða einhvern veggja krárinnar. Benedikt var eðlilega mjög þrek- aður á miðvikudagskvöld eftir sex- tíu kílómetra langt sund á sextán klukkustundum. Hann bólgnaði mikið í andliti og þá sérstaklega um munninn. „Ég hélt raunar ekki Að mati hans var augljós munur á sundinu í ár og í fyrrasumar. Nefni- lega skipstjórinn Andy King. „Hann var náttúrlega rosalega grimmur. Það réð úrslitum. Ef ég skipti yfir í bringusund, sem ég gerði til að hvíla mig öðru hvoru eftir skrið- sundið, þá gargaði hann í sífellu „Hættu þessu og farðu að synda“.“ Andy þessi hefur atvinnu af því á sumrin að fylgja sundmönnum yfir Ermarsund og á veturna notar hann bátinn til veiða. Benedikt hét því eftir sundið að fara aldrei út í sjó á ný en við- urkenndi að það væru ýkjur. Hann ætlar þó að draga mikið úr sund- ferðum og láta eina ferð yfir Erm- arsundið duga. Hann útilokar þó ekki frekari þolraunir. „Nei, en ég verð að finna eitthvað nýtt.“ munnvatni og hafði litla sem enga tilfinningu. Þetta var eins og eftir góða ferð til tannlæknis.“ Bólgan hjaðnaði þó fljótlega og var Bene- dikt orðinn sjálfum sér líkur strax í gærmorgun. Skipstjórinn réð úrslitum Það var þó ekki munnvatnsmissir sem háði Benedikt hvað mest, held- ur sjóriðan. Af henni hafði hann ekki jafnað sig í gær. „Ef ég lít óvart snöggt til hliðanna eða upp, þá missi ég jafnvægið,“ sagði Bene- dikt sem hafði enn ekkert sofið eftir sundið. „Það var þannig, að loftið í svefnherberginu var allt á hreyf- ingu, þannig að mér kom ekki dúr á auga.“ Þrátt fyrir svefnleysið og þolraunina var Benedikt lítt þjak- aður. Ljósmynd/Stefán Karl Sævarsson White horse Benedikt Hjartarson sundkappi ritar nafn sitt á einn veggja krárinnar Hvíta hestsins, en það er hefð ef menn klára Ermarsundið. „Verð að finna eitthvað nýtt“  Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að láta eina ferð yfir Ermarsund nægja  Gat hvorki staðið né setið vegna sjóriðu og kom ekki dúr á auga eftir sundið Sextíu kílómetra sjósund á sextán klukkustundum                      '   (  )  * )    +    (  Eftir Benjamín Baldursson Eyjafjarðarsveit | Á undanförnum ár- um hefur skógarkerfillinn breiðst út með ógnarhraða í Eyjafjarðarsveit. Þetta er mjög harðgerð planta og öflug. Hún virðist þola öll venjuleg ill- gresiseyðingarlyf eins og Herbamix og Harmony sem notuð hafa verið gegn arfa, njóla og öðru algengu ill- gresi. Á sumum jörðum vex plantan í stórum breiðum og sækir inn í tún svo að til vandræða horfir. Umhverfisnefnd Eyjafjarð- arsveitar ákvað á sl. vetri að við svo búið mætti ekki lengur standa og hratt því af stað tilraunaverkefni um að reyna með öllum tiltækum ráðum að vinna bug á þessari hvimleiðu jurt. Grettir Hjörleifsson hefur haft yf- irumsjón með verkefninu og hefur að hans sögn náðst allnokkur árangur á undanförnum vikum. Úðað er með Roundup gjöreyðingarlyfi sem drep- ur allan gróður og því er ekki hægt að beita því á ræktað land. Þar er eina ráðið að plægja upp svörðinn og sá í hann að nýju til að vinna bug á kerfl- inum. Eyjafjarðarsveit hefur lagt til starfsmann og tækjabúnað ásamt eitri til verkefnisins en viðkomandi landeigandi leggur á móti til vinnu við úðunina. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Eyðir Hörður Gunnarsson úðar gjör- eyðingarlyfinu Roundup á kerfilinn. Í stríði við skógarkerfil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.