Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 31 þakka Eiríki fyrir gifturík og farsæl störf í þágu samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum um leið og við sendum Hildi og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kynni okkar Eiríks hófust um 1954 er við unnum saman sem öryggis- verðir hjá amerískum verktakafélög- um á Keflavíkurflugvelli. Ekki óraði mig fyrir því þá að við ættum eftir að eiga jafnlangt og mikið samstarf á komandi árum og raun varð á. Hann hafði lokið prófi frá Verslunarskóla Íslands um þetta leyti og hóf sjálf- stæðan verslunarrekstur er hann hætti störfum á Keflavíkurflugvelli árið 1957. Verslun sína í Grindavík nefndi hann eftir sínu eigin gælu- nafni, „Eikabúð“. Árið 1965 stóð hann fyrir því að stofnaður var Lionsklúbbur Grinda- víkur, sat í fyrstu stjórn klúbbsins ásamt undirrituðum og Tómasi Þor- valdssyni og gegndi Eiríkur þar for- mennsku. Síðan kom langur samfelld- ur kafli árin 1966-1982 sem við sátum saman í sveitarstjórn Grindavíkur. Hann var kjörinn í hreppsnefnd árið 1962, ráðinn sveitarstjóri 1971, sem breyttist í bæjarstjóri 1974, er sveit- arfélagið fékk bæjarréttindi. Með þessari upptalningu er ég síð- ur en svo að rekja tæmandi starfsfer- ilssögu Eiríks, heldur að stikla á stóru í sambandi við okkar samskipti og þar af fátt eitt sagt. Eiríkur var dagfarsprúður maður, glöggur og athugull og vann verk sín af mikilli samviskusemi og alúð. Með honum er genginn góður drengur sem ég vil þakka samstarfið og marg- ar minnisstæðar og skemmtilegar samverustundir gegnum árin. Að lok- um vil ég votta Hildi, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Bogi G. Hallgrímsson. Góður samstarfsfélagi Eiríkur Al- exandersson er látinn. Eiríkur réðst sem útibússtjóri til Útvegsbankans í Reykjanesbæ 1988 og varð nokkru síðar fyrsti útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ við sameiningu fjór- bankanna 1989. Framundan voru tímar breytinga, þar sem saman fóru bæði skemmtilegar en oft erfiðar áskoranir og ákvarðanir. Eiríkur leiddi sitt útibú áfram þennan tíma með öryggi og einstakri yfirvegun sem einkenndi hans stjórnunarstíl öðru fremur. Eiríkur lét af störfum hjá Íslandsbanka árið 2000. Undirrit- uð var svo lánssöm að vinna með Ei- ríki í útibúinu í Reykjanesbæ í 3 ár og var ráðin hans eftirmaður við starfs- lok hans. Það var einstaklega gott að vinna með Eiríki auk þess sem hann reyndist góður vinur. Hann var við- kunnanlegur í alla staði og sérstak- lega vel liðinn af starfsfólki. Eitt að því sem einkenndi hann í mínum huga var hversu vel máli farinn hann var, talaði góða og vandaða íslensku og hafði sérstaklega fallega rithönd. Hagmælskur var hann og átti það til að henda saman vísum í gleðskap og var þá húmorinn ekki langt undan. Eiríkur var hávaxinn og reffilegur svo eftir var tekið. Hann hafði flottan og vandaðan fatastíl sem ég hafði mjög gaman af og hrósaði honum oft fyrir flott föt og litasamsetningu. Þessi 3 ár sem við Eiríkur unnum saman var mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími þar sem ég lærði meðal annars að vandvirkni og yfir- vegun eru gildi sem eru ungum stjórnendum gott veganesti inn í lífið. Eftir stafslok hjá bankanum ákváðu Eiríkur og Hildur, eftirlifandi eigin- kona hans, að flytja suður á bóginn og hafa undanfarin ár dvalið löngum stundum í sumarhúsi sínu á Spáni. Ég hef því ekki hitt Eirík oft undanfarin ár, en við í bankanum höfum reglu- lega fengið fréttir af þeim hjónum. Eiríkur verður jarðsettur í heimabæ sínum Grindavík í dag. Við samstafsmenn Eiríks hjá Glitni sendum eftirlifandi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Minning um góðan mann mun lifa. Fyrir hönd fyrrum samstarfs- manna hjá Glitni, Una Steinsdóttir. ✝ Guðmunda RósaPétursdóttir fæddist í Selshjá- leigu í Austur- Landeyjum 18. sept- ember 1919. Hún lést á heimili sínu, Grænumörk 5 á Sel- fossi, sunnudaginn 6. júlí síðastliðinn, á 89. aldursári sínu. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Guðmundsson, bóndi í Selshjáleigu, og Soffía Guð- mundsdóttir, húsfreyja. Systkini Rósu voru Marta, Guðmundur Þórðarson Pétursson, Kristín, Hallgrímur, Kristján, Jóhanna, Pétur, Guðrún, Guðleif, Jónas Ragnar, Lovísa Una, Sigríður Þyri og Geir Grétar. Af þeim eru nú fjögur á lífi, þau Pétur, Guðrún, Jónas Ragnar og Geir Grétar. Fjögurra nátta fór Rósa í fóstur til hjónanna Jónasar bónda Jón- assonar í Hólmahjáleigu í Austur- Landeyjum, og konu hans, Ragn- heiðar Halldórsdóttur. Börn þeirra og fóstursystkini Rósu voru Guðmundur, Guðríður, Katrín, Magnús, Júlía, Guðbjörg og Jónas Ragnar. Þau eru öll látin. barnabörn, og 5) Valdimar, kona hans er Guðbjörg Hrafnsdóttir. Áður, fyrir hjónaband, eignaðist Rósa soninn Jónas Guðmundsson; hann er kvæntur Sólveigu Jó- hannsdóttur. Jónas ólst upp hjá þeim Eiríki og Rósu í Norð- urgarði. Þá ólu þau Rósa og Eirík- ur upp systurdóttur Rósu, Soffíu Ellertsdóttur, hún er gift Tómasi Tómassyni og eiga þau fjögur börn og barnabarn. Jón Jóhanns- son kom í Norðurgarð árið 1948 og var þar vinnumaður; hann átti síðan skjól hjá Rósu og Eiríki til dauðadags á öndverðum níunda áratug síðustu aldar. Þá var árum saman hjá þeim hjónum í Norð- urgarði fjöldi barna í sumardvöl. Árið 1980 brugðu þau Eiríkur búi og Sævar, sonur þeirra, og Inga, kona hans, tóku við. Þau fluttust í fyrstu til Hvergerðis, þar sem þau áttu heima í 11 ár. Þar starfaði Rósa við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. 1991 fóru þau búferlum á Selfoss, bjuggu fyrst við Fossheiði, en síð- ast í Grænumörk 5. Eiríkur and- aðist 17. ágúst 2003, nýorðinn 88 ára. Útför Rósu verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ung réðist Rósa í vistir í Reykjavík, m.a. hjá Jónasi Ragn- ari, fósturbróður sín- um, og síðar hjá ekkju hans. Þá var hún kaupakona vestur í Dölum og vann suður í Keflavík. Síðar á ævi starfaði hún tvær vetrarvertíðar í frystihúsi í Reykjavík. Í nóvember 1943 eignaðist Rósa dótt- urina Önnu Helga- dóttur, en varð að gefa hana frá sér af þeirri ástæðu, að hún hafði sýkst af berklum. Rósa giftist 21. nóvember 1948 Eiríki Valdimarssyni frá Norð- urgarði á Skeiðum, d. 17. ágúst 2003, syni hjónanna Valdimars Jónssonar og Sigríðar Guðmunds- dóttur, sem þar bjuggu. Börn Rósu og Eiríks eru: 1) Ragnheiður, gift Gunnari Haraldssyni, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, 2) Sigmar, kvæntur Sigríði Ástmundsdóttur, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn, 3) Pétur, kona hans er Jóna Jónsdóttir, fósturbörn Péturs eru fjögur og barnabörn sex, 4) Sævar, kvæntur Ingu Finn- bogadóttur, þau eiga þrjú börn og 5 Elsku tengdamamma, nú skiljast leiðir, þú fallin frá, ég sit hnípin. Okkar leiðir lágu saman í rétt nær 40 ár. Ég alltof ung, ryðst inn í líf þitt, nappa syninum og fer að búa sveitabúi á næsta bæ við þig. Í Ólafs- vallahverfi er og var margbýlt á þeirri torfu, samgangur mikill okkar á milli. Enda þurfti ég oft á leiðsögn þinni að halda. Var þá gott að leita til þín því þú varst bóngóð, aldrei af- skiptasöm og kunnir svo margt. Þú varst bóndakona til margra ára, en þú sem persóna hefðir viljað velja annað. Bóndakona og bústólpi varst þú, harðdugleg til allra úti- sem inniverka. Þurftir um tíma að sinna öllum verkum, mjöltum og gegningum, meðan eiginmaðurinn vann út í frá. Hafðir þú góða hjálp frá honum Jóni okkar sem var heim- ilisfastur hjá þér og þínum eigin- manni í rúm 50 ár. Vandalausir jafnt sem skyldmenni voru oft hjá þér í lengri eða skemmri tíma. Sumar- dvalabörn varstu með í mörg ár, þér virtist lítið muna um að bæta á þig snúning, eða hafa fleiri við matar- borðið. Þar voru oft margir, taldi ég við þitt stóra eldhúsborð frá 12 upp í 20 manns. En í sveitinni voru ekki alltaf fjárráð mikil, en eftir að þú hættir búskap og fórst að vinna fyrir launum, þá urðu óskir þínar að veru- leika. Þig langaði alltaf að geta eign- ast falleg föt, ferðast og skemmt þér. Þú þorðir og varst ávallt smekklega klædd, alltaf ungleg, barst þig vel, teinrétt og fas þitt létt. Kannski fyr- ir það að þú hafðir mjög gaman af því að dansa og dönsuðuð þið hjónin mjög mikið á meðan Eiríks naut við. Til útlanda fóruð þið margar bændaferðir, sólarlandaferðir, þá leið þér vel. Hafðir gaman af því að segja frá þegar heim kom en nú ertu farin í ferðina löngu, sem ég sit hér og skrifa þessar fáu línur að mér finnst til þín, þá segi ég takk Rósa fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Og takk fyrir samfylgdina því samfylgd þín hefur gert mig að betri mann- eskju. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Sigríður Ástmundsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin til hvíldar. Þegar fréttin barst var okkur brugðið því okkur fannst þú alltaf vera svo mikill nagli. Ávallt ung, fersk og lífsglöð þó svo að árin hafi verið orðin tæp 89. Það er margs að minnast þegar hugsað er til ömmu Rósu. Hún var alltaf mjög hreinskilin og sagði það sem henni fannst þó svo það gæti fallið í grýttan jarðveg hjá sumum en allir vissu hvernig amma var. Amma var alltaf dansandi og syngj- andi einkum þegar afi var á lífi. Þau voru mjög dugleg að skemmta sér á seinni árum, þegar heilsan hjá afa var góð. Við minnumst ömmu sem ektaömmu. Þegar maður kom í heimsókn voru alltaf bornar á borð kökur og kræsingar og mikið spjall- að um allt á milli himins og jarðar. Amma hafði skoðanir á öllu. Amma var alltaf mjög fín og flott frú og fór oft til sólarlanda og var þar af leiðandi oft brún og hraustleg. Fyrir örfáum árum síðan var hún líka virkilega dugleg í ræktinni og kunni þar á öll tæki og tól enda gömul sveitakona á ferðinni sem lét ekkert stoppa sig. En síðasta árið var henni þung- borið þar sem heilsan fór að versna. Helgina fyrir andlát sitt kom hún í Selið í smá afmælisveislu hjá pabba og þar var hún í feiknastuði, hress og kát. Það var gott að geta kvatt hana þar, hressa og káta, þó svo að við höfum ekki átt von á því að það yrði síðasta stund okkar saman. Hvíl í friði, elsku amma okkar, og takk fyrir allt og allt. Ástmundur, Arnar, Eiríkur og Bylgja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elskuleg amma okkar er nú farin frá okkur. Fráfall hennar bar skjótt að og var óvænt. En þó veitir það okkur huggun að hún fékk að kveðja á heimili sínu, umkringd ástvinum. Amma okkar var ætíð afar heilsu- hraust og kraftur hennar var engu líkur. Þó hrakaði heilsufari hennar nokkuð stöðugt síðustu tvö árin en amma okkar var þannig gerð að hún kvartaði ekki mikið undan veikind- um og harkaði flest af sér. Fyrstu minningar okkar systra af ömmu er í Hveragerði þar sem við systur vorum oft í heimsókn á sumr- in. Okkur leið alltaf vel hjá ömmu og afa og eigum við margar góðar minningar með þeim í Hveragerði. Sérstaklega munum við hvað amma var dugleg að grípa í spil með okkur tvíburunum. Einnig var gaman að fá að taka þátt í skonsugerð með ömmu og fara svo í kaupfélagið og selja skonsurnar góðu. Amma og afi áttu mjög góð æviár saman. Þau voru samrýnd hjón og voru dugleg að dansa saman og ferðast bæði innan- og utanlands. Það má segja að amma og afi hafi verið afar lánsöm hjón að fá að njóta hvors annars svona lengi. Amma okkar var margbrotin per- sónuleiki og hafði alltaf ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var þeim kostum gefin að sjá skoplegar hliðar á málefnum og því var oft hlegið mikið í rökræðum við hana. Eins og við minntumst á áður, þá var hún amma okkar kraftmikil kona og var hún ein duglegasta kona sem við höfum kynnst. Á hennar síðari árum hugaði hún vel að heilsunni með því að gæta vel að mataræðinu og stunda reglulega hreyfingu. Var hún meðal annars tíður gestur á lík- amsræktarstöðvar á Selfossi og skellti sér á hlaupabrettið þrátt fyrir að vera komin vel á níræðisaldur og var aðdáunarvert að fylgjast með henni. Amma var opin fyrir nýjung- um og lét ekki margt stoppa sig, munum við systur sérstaklega eftir því þegar hún byrjaði í jóga þá kom- in á níræðisaldur og elst í hópnum en aldursmunurinn á næstelsta og henni skipti ekki nokkrum árum heldur áratugum. Eftir að afi dó fyrir um fimm árum þá kom amma reglulega til Reykja- víkur og gisti þá gjarnan hjá okkur. Þessi tími með henni er okkur afar dýrmætur og má segja að við kynnt- umst ömmu á nýjan og nánari hátt. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar með þakklæti og söknuð í huga. Nú er amma loksins komin til Eiríks afa og hafa það eflaust verið fagnaðarfundir hjá þeim. Minning um góða ömmu mun lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Edda Sif og Dröfn. Kæra Rósa, við vorum að fá frétt- irnar um að þú værir farin frá okkur. Ótal margar, góðar minningar hafa streymt um huga minn. Ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem að ég hitti þig, þá var ég lítil og kom með Pétri til Hveragerðis til ykkar Eiríks í fyrsta skiptið. Ég var svo feiminn að ég vildi ekki koma með inn og beið úti í bíl. Eftir smá stund komst þú út með Machintosh-dollu í hendinni, opnaðir bílhurðina hjá mér og spurð- ir mig að því hvað ég héti og hvort ég vildi ekki fá mér mola. Síðan gafst þú mér nokkra mola til að hafa með á leiðinni heim. Þú varst alltaf svo indæl og góð, ég man einnig vel eftir því hvað mér fannst gaman að fá að koma til þín og baka fyrir jólin. Ég man sérstaklega vel eftir loftkökun- um sem við bökuðum, þær voru uppáhaldið mitt. Einnig er það mér minnisstætt þegar að við fórum saman til Reykjavíkur til að sækja eyrnatæk- in þín fyrir nokkrum árum, og fór- um saman í Kringluna. Þú hafðir alltaf gott auga fyrir fallegum hlut- um og þér fannst ekkert leiðinlegt að koma með mér í tískufatabúð- irnar og skoða með mér föt, sumt fannst þér smart og sumt ekki. Síð- an enduðum við ferðina á því að fá okkur fylltar pönnukökur á kaffi- húsi einu í Kringlunni. Þrátt fyrir mikinn aldursmun gátum við spjall- að um daginn og veginn og hlegið og haft gaman allan tímann. Þú varst alltaf svo ung í anda og skemmtilega hreinskilin, en meintir þó aldrei illt með neinu sem að þú sagðir. Sérstaklega gaman var að hlusta á sögurnar af strákunum þínum og prakkarastrikunum þeirra frá því þeir voru litlir. Þú hafðir alveg ein- staklega gaman af því að minnast þeirra, og hlóst eftir hverja sögu. Við eigum eftir að sakna þess að hafa þig hjá okkur. Það er svo stutt síðan að við hittum þig í sextugs- afmælinu hans Sigmars í Selinu, þá varstu svo hress og kát, eins og allt- af. Það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki hittast aftur í bráð og hlæja saman, en ég veit að hann Eiríkur tekur vel á móti þér. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem að við áttum saman. Hvíldu í friði. Kveðja, Berglind, Helgi og Sigurlína Rósa. Elsku hjartans Rósa mín. Það er svo góð minning þín. Hvað þú varst alltaf yndisleg. Fyrir okkur, ég vil þakka þér. Elsku Rósa mín nú ertu farin frá okkur og sit ég hér með kökk í hálsi og tár í augum. það er svo mikill missir að þú ert farin en tími þinn var kominn og ekkert er óendanlegt. Þú varst orðin svo hress eftir veikindi þín að við áttum ekki von á að þú færir svona fljótt. En þegar þú varst í afmælinu hjá Sigmari sem var í Seli þá lékst þú við hvern þinn fingur og var mikið gaman hjá okkur öllum. Það er margs að minnast þegar litið er til baka, þú varst alltaf svo ræðin og gaman að tala við þig, bræðurnir þrösuðu við þig og alltaf gast þú staðið í þeim og oft var mikið hlegið. Þú varst með ákveðnar skoðanir ef þér fannst eitthvað að þá léstu það í ljós og ég tala nú ekki um að ef við fitnuðum um of. Þú varst mjög dugleg að mæta á uppákomur hjá okkur, barnabörnin voru svo stolt af þér og sóttust eftir að hafa þig með. Langömmubörnin dáðu þig og sögðu að þau ættu svo fallega löngu. Við þvældumst með þig í dags- ferðir um fjöll og firnindi og hafðir þú mjög gaman af því. Það heyrðist aldrei frá þér kvart eða kvein en sjálfsagt hefur þú oft verið þreytt. Þú hafðir gaman af að fá heim- sóknir og tókst alltaf vel á móti fólki og fannst þér gaman ef krakkarnir sem voru hjá þér í sveitinni komu, þú hafðir svo gaman af að rifja upp liðnar stundir en þú varst oft með stóran hóp barna í Norðurgarði. Þið Eiríkur voruð samhent hjón og voruð dugleg að ferðast bæði inn- anlands sem utan. Það var svo gaman að hlusta á ferðasögurnar ykkar og ég hugsa oft hvað þið voruð áræðinn og dug- leg. Þið Eiríkur tókuð svo vel á móti mér og börnunum, við vorum strax eins og ein af fjölskyldunni það var alveg einstakt. Þið voruð svo ynd- isleg. Takk fyrir okkur. Jóna Jónsdóttir og börn. Rósa Pétursdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.