Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 32
✝ Ragnar Kjart-ansson, fyrrver- andi stjórn- arformaður Hafskips hf., fæddist í Reykjavík 4. mars árið 1942. Hann lést hinn 12. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir hús- móðir, f. 6.9. 1920, d. 2.6. 1995 og Kjartan Ásmundsson gull- smiður, f. 3.7. 1903, d. 4.2. 1977. Systkini Ragnars eru Þórdís Soffía Kjart- ansdóttir, maki Valdemar Jónsson, Kjartan Kjartansson framkvæmda- stjóri, maki Kristín Aradóttir, og Óskar Kjartansson, d. 3.3. 1988, maki Herdís Þórðardóttir. Ragnar kvæntist hinn 1. desem- ber 1962 Helgu Thomsen hús- móður, f. 1.12. 1944. Börn þeirra eru Ragnheiður Sif viðskiptastjóri SPRON, f. 26.8. 1962, maki Birgir Arnarson f. 18.4. 1960, sonur þeirra Ragnar Örn f. 7.9. 1987; Regína Hrönn, f. 24.3. 1965; og Jóhann Friðrik framkvæmdastjóri, f. 25.8. 1974, maki Ragnheiður Péturs- dóttir f. 23.10. 1974, dætur þeirra Anna Helga f. 14.2. 2003 og Sunna María f. 16.5. 2005. Ragnar lauk landsprófi árið 1958 og stundaði framhaldsnám í við- skiptafræðum við London Academy 1960-1961. Ragnar kom víða við á starfs- ævi sinni. Hann var til að mynda fram- kvæmdastjóri Heim- dallar 1961-1963 og fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1963-1970. Hann var aðstoð- arforstjóri Skeljungs hf. 1971-1978, fram- kvæmdastjóri Haf- skips hf. 1978-1983 og stjórnarformaður þess 1983-1985 auk stjórnarsetu í ýmsum dótturfélögum Hafskips hf. Ragnar sinnti vörnum í svonefndu Hafskips-Útvegsbanka- máli á bilinu 1986-1990 og var fram- kvæmdastjóri Aflvaka Reykjavíkur hf. frá 1993-1996 er hann lét af störf- um vegna alvarlegra veikinda. Ragnar var alla tíð virkur í marg- víslegum félagsmálum. Hann sat meðal annars í stjórn Heimdallar 1959-1964 og í fyrstu stjórn Her- ferðar gegn hungri 1965-1969. Þá sat hann í stjórn Æskulýðssambands Íslands 1966-1969. Ragnar stofnaði Samband íslenskra kaupskipaút- gerða og var stjórnarformaður þess frá 1983-1985 og sat í fram- kvæmdastjórn landsnefndar Al- þjóðaverslunarráðsins á Íslandi. Útför Ragnars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Ragnar. Mig langar til þess að segja nokkur orð til þín þar sem ég hef nú þekkt þig síðan ég fæddist eða svo. Þegar ég var lítil stelpa og kom til ykkar Helgu frænku fannst mér þú alltaf vera eins og hálfgerður guð. Þú varst svo tignarlegur, vel greiddur, ofursnyrtilegur í klæðnaði og með ótrúlega skarpa dómgreind og gagn- rýninn á menn og málefni. Mér fannst þú oft vera eins og falleg stytta sem ég þorði varla að koma við eða tala vegna þess að þú hafðir svo fágaða fram- komu. Eftir að ég gisti hjá ykkur Helgu eitt skiptið þá man ég eins og gerst hefði í gær að þú og Helga voruð að færa til sófa í stofunni og ryksuga und- ir. Á meðan vorum við að tala saman. Mamma og pabbi voru í útlöndum og þú sagðist bara getað verið pabbi minn á meðan. Mér fannst svo vænt um að þú skyldir segja þetta við mig og lifði lengi á því. Þarna uppgötvaði ég að það var alveg óhætt að koma við þig og ennþá skemmtilegra að tala við þig. Þó svo að þetta sé líklega eitt af fáum skiptum sem það vitnaðist að þú tækir þátt í heimilisstörfum með ryk- suguna í hendi þá tókstu nú aldeilis þátt í mörgu öðru hér á landi svo eftir var tekið. Gegndir ýmsum ábyrgðar- stöðum og tókst þátt í mörgum fé- lagsstörfum eins og sönnum herra- manni sæmir. Þú varst gæddur meðfæddum stjórnunarhæfileikum og stefnufestu í þeim störfum sem að þú tókst þér fyrir hendur svo að sómi var að. Við systkinin komum í mörg ár til ykkar Helgu með pabba og mömmu á gamlárskvöld og það var sko toppur- inn á tilverunni í þá daga. Mér fannst eins og ég væri að koma til kóngs og drottningar því veislurnar voru engu líkar. Þegar heim var farið klikkaði svo ekki að öll börnin fengu göngustaf úr plasti og inni í honum var risastór marsipanlakkríslengja. Eitthvað sem beðið var eftir allt kvöldið, skal ég segja þér. Það eru svo margar góðar minning- ar sem tengjast þér og fjölskyldunni þinni. Allar sumarbústaðarferðirnar til ykkar Helgu á Þingvöllum, öll af- mælin, öll jólin, öll jólaböllin hjá Frí- múrareglunni, öll áramótin og öll árin sem ég var svo heppin að fá að þekkja þig. Eftir að þú veiktist varstu svo hepp- inn að fá þá bestu umönnun sem til er í heiminum, í faðmi Helgu þinnar sem var vakin og sofin yfir þér á fallega heimilinu ykkar. Ásamt börnunum ykkar, tengdabörnum og barnabörn- um sem eru nú aldeilis sólargeislar í ykkar lífi. Að lokum vil ég votta þinni fallegu fjölskyldu innilega samúð á þessari kveðjustund. Guð geymi þig. Ingibjörg Thomsen og fjölskylda. Ragnar Kjartansson var einstakur félagi og vinur. Árum saman leið vart sá dagur að við hittumst ekki eða töl- uðum saman í síma. Hann var sjálf- kjörinn foringi og leiðtogi í vinahópn- um. Traustur vinur og jafnan fyrstur til að veita hjálp og liðsinni. Ragnar var einn þeirra manna sem kunni skil á því sem skiptir máli í lífinu og bar þess vitni í orði sínu og æði. Hann var hógvær maður, en þó ákveðinn og hafði áhrif á alla þá sem voru svo lán- samir að eiga hann sem samstarfs- mann, félaga og vin. Ragnar átti farsælan starfsferil, fyrst hjá Sjálfstæðisflokknum síðan sem framkvæmdastjóri Kaupstefn- unnar, aðstoðarforstjóri Skeljungs, forstjóri Hafskips og síðar stjórnar- formaður sama fyrirtækis og loks framkvæmdastjóri Aflvaka uns hann varð að láta af störfum þar sökum heilsubrests árið 1996. Í öllum sínum störfum naut Ragnar mikils trausts samstarfsmanna. Ragnar hafði ætíð brennandi áhuga á samfélagsmálum. Hann vildi leggja sitt af mörkum sem og hann gerði með margvíslegum hætti þann- ig að um munaði. Má þar nefna til „Herferð gegn hungri“ og „Hreint land fagurt land“ en síðarnefnda átakið var undanfari stofnunar lands- samtakanna Landverndar. Ragnar var eftirsóttur til félagsstarfa og mörgum ábyrgðarstörfum gegndi hann á sviði æskulýðs- og félagsmála þrátt fyrir miklar annir í hinu daglega brauðstriti. Engan mann hefi ég þekkt sem var jafnskipulagður og agaður í öllum sín- um störfum. Allt var í röð og reglu. Í aðra röndina var hann hófsamur íhaldsmaður en í hina framfarasinni sem vildi jafnan gera betur í dag en í gær og láta hlutina ganga upp á far- sælan og öruggan hátt. Ragnar sá lengra fram í tímann en flestir aðrir. Margir minnast umtalaðrar ræðu er hann flutti á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins þar sem hann boðaði öfluga útrás í atvinnulífi þjóðarinnar. Hafskipsmálið er vonandi síðasta „galdrabrennan“ á Íslandi. Fyrir mann sem alist hafði upp við heiðar- leika og tileinkað sér drengskap jafnt í leik sem starfi var það mikið áfall sem Ragnar gat aldrei sætt sig við. Hann gerði allt sem hann gat til að leiðrétta og upplýsa hlut sinn og félaga sinna. Þótt birti upp um tíma má telja að allt það álag sem máli þessu fylgdi hafi kostað hann heilsuna. Ekki síst voru vonbrigði hans mikil yfir framkomu einstakra manna sem hann taldi til vina sinna og félaga. Þótt vonbrigði hans væru mikil heyrði ég hann aldrei leggja illt orð til þessara einstaklinga. Nú er nær 12 ára löngu stríði lokið. Þetta voru löng og erfið ár. Ég tel mig vita að Ragnar var hvíldinni feginn. Hugurinn leitar í dag til Helgu eig- inkonu Ragnars. Eftir 48 ára sambúð skilja nú leiðir þeirra um sinn. Þessi síðustu ár hafa mjög reynt á Helgu og eftir að hafa fylgst með baráttu henn- ar og umönnunarstarfi hefur orðið hetja öðlast dýpri skilning í huga mín- um. Helga gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til þess að láta Ragnari líða sem best. Elsku vinur, góðar minningar eru gulls ígildi. Þú varst sannur og góður vinur. Minning þín lifir. Við Edda sendum ykkur Helgu, Ragnheiði Sif, Regínu Hrönn, Jó- hanni Friðriki, mökum ykkar og börn- um innilegar samúðarkveðjur. Pétur Sveinbjarnarson. Í mannlegum samskiptum eru vin- áttubönd mikilvæg. Náin vinátta er meira. Hún er hluti af lífsfyllingu ein- staklinga. Við Ragnar vorum vinir og félagar yfir sextíu ár. Hann var minn besti vinur. Við nutum þeirra forrétt- inda að alast upp á Smáragötunni í Reykjavík á fimmta og sjötta áratugn- um. Ragnar Kjartansson var heil- steyptur persónuleiki. Hann var með- an honum entust starfskraftar skipulegasti maður sem ég hef kynnst. Forkur duglegur sem kom hlutunum í verk. Hugmyndaríkur maður sem gerði hugmyndir að veru- leika. Ragnar gekk alltaf beint til verks og gat verið óþolinmóður ef honum þótti aðrir taka sér of langan tíma. Hugmyndir og verkefni voru unnin með hraði svo hægt væri að snúa sér að framkvæmd nýrra. Starfsorkan var óþrjótandi og vinnu- tíminn því oftast langur. Leiðir okkar skildi aldrei. Við unnum saman innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokks- ins og urðum báðir starfsmenn flokks- ins. Vináttan treystist og við nutum ferða saman erlendis, fórum til veiða og árum saman var farið í árlega öræfaferð í fylgd góðra vina. Ragnar var vinmargur maður. Hann stýrði vinahópnum fölskvalaust allt þar til forlögin gripu í taumana fyrir tólf ár- um og reiðarslagið skall yfir er heilsan brast. Ragnar réðst árið 1978 til forystu- starfa hjá Hafskipum. Pólitískt mold- viðri og ótti um stöðu Útvegsbankans leiddu til þess að fyrirtækið var knúið í þrot og í framhaldi af því upphófst stærsta og alvarlegasta réttar- farshneyksli Íslandssögu síðari tíma. Þetta mál allt lagðist þungt á vin minn, félaga hans og fjölskyldur þeirra. Árum saman varð það síðan verkefni hans og þrotlaust starf með- an á málaferlum stóð að draga saman staðreyndir sem sýndu svo ekki varð um villst að vinnulag innan Hafskips var það sama og hjá öðrum stórfyr- irtækjum landsins. Ragnar var strangheiðarlegur í öll- um sínum störfum og tók því ávirð- ingum þungt. Því skipti hann öllu að hreinsa mannorð sitt og félaga sinna af hinum röngu ásökunum. Vinna hans varð mikilvægt innlegg í að svo varð að langmestu leyti. En þessi þrautarár veiktu líkamann og stuðl- uðu að því að heilsan gaf sig. En þrátt fyrir áföll var Ragnar hamingjumað- ur. Á unga aldri tókust ástir með hon- um og Helgu Thomsen og þau gengu í hjónaband daginn sem hún varð átján ára. Helga bjó þeim fagurt heimili og samhentari hjón fundust varla. Við heilsumissi Ragnars féll í hennar hlut að reka heimilið en þó ekki síst að líkna Ragnari. Í tólf ár hefur hún sýnt fórnfýsi og umhyggju sem er ekkert annað en ofurmannleg. Hún hefur öll þessi ár vakað yfir Ragnari, hjúkrað honum og fætt þegar flestir hefðu leit- að til hjúkrunarstofnana. Þrautseigja hennar og fórnfýsi gekk öll út á að gera Ragnari lífið bærilegt og um leið ánægjuríkt. Lífsvilji hans var sóttur til hennar og þeirrar ástar og um- hyggju sem hann fann svo vel. Elsku Helga, Ragnheiður, Regína og Jóhann Friðrik, við Andrea sökn- um vinar en þið ástvinar. Megi góður Guð styrkja ykkur í djúpum og sárum missi ykkar. Minningin um hann mun lifa með okkur til hinsta dags. Sigurður Hafstein. Löngu stríði er lokið. Vinur minn á fimmta áratug hefur fengið hvíld eftir 12 ára þrekraun. Ragnar Kjartansson var hugmyndasmiðurinn, skipuleggj- andinn og framkvæmdamaðurinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ætíð skrefi á undan öðrum og því til forystu fallinn. Og félagar hans fólu honum jafnan leiðtogahlut- verkið. Ragnar var jafnframt hógvær og hófsamur. Stjórnmálin áttu hug hans en aldrei gaf hann kost á sér í fram- boð. Hann kaus að styðja aðra. En honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf á vettvangi félagsmála og stjórnmála. Við störfuðum saman í stjórnum Heimdallar, Herferðar gegn hungri og Æskulýðssambands Íslands. Hann kom til hvers fundar með fangið fullt af nýjum hugmynd- um og sá svo um að koma þeim í fram- kvæmd. Og í fjörutíu ár var hann leið- togi Miðvikudagsklúbbsins. Öll störf sín, bæði í félagsmálum og í atvinnulífinu, rækti Ragnar af ein- stakri samviskusemi. Og heiðarleika hans í starfi og samskiptum við aðra var viðbrugðið. Það vildu allir vinna með Ragnari. Því var það reiðarslag fyrir hann þegar hafin var herferð gegn honum og félögum hans hjá Hafskipum. Þar var ódrengilega vegið að drengskap- armanni. Og í kjölfarið varð þessi vammlausi maður að nota fjölda ára til að verja mannorð sitt. Og enn var höggvið stórt. Fyrir 12 árum veiktist Ragnar alvarlega og hafði eftir það takmarkaða hreyfi- og tjáningargetu. Þær eru sannarlega misjafnar byrðarnar sem við mann- fólkið berum. Og ekki síður er ólíkt hvernig við berum þær. Ragnar bar sínar þungu byrðar með reisn. Í heim- sóknum til hans gaf hann skýrt til kynna að hann vildi ekki að rætt væri um sig eða hvernig honum liði. Hann vildi heyra fréttir af öðrum eða vita hvað væri að gerast í þjóðlífinu. Og ekki var minni reisn Helgu, eig- inkonu Ragnars, sem helgaði sig um- hyggju fyrir Ragnar sínum og fjöl- skyldunni. Aldrei var kvartað og alltaf litið á björtu hliðarnar. Styrkur henn- ar hefur stundum sýnst óendanlegur. En nú er þessu langa stríði lokið. Ragnar hefur fengið hvíldina í Guðs- ríki. Við sem vorum svo lánsöm að eiga Ragnar að vini drjúpum höfði í þökk fyrir allt sem hann gerði til að auðga þetta jarðlíf. Við Lilja biðjum algóðan Guð að styðja og blessa Helgu og fjölskylduna. Valur Valsson. Í dag, á útfarardegi Ragnars Kjart- anssonar, leitar hugurinn til baka til löngu liðinna æskuára en yfir þeim á Smáragötunni í næsta nágrenni Vatnsmýrarinnar er mikil heiðríkja. Sumrin bara sólskin. Veturnir snjó- þungir. Hver árstíð nýtt sem best. Allt frá vori og langt fram á haust stans- lausar íþróttir og leikir, kapphlaup, kúluvarp og fótbolti úti á götu, inni í portum og á gangstéttum. Ragnar var vel liðtækur í öllu. Hann varð fyrstur okkar til þess að fleygja kúlunni yfir götuna, síðan í vegg og þá, sem var toppurinn, yfir veggi og inn í garða. Öllu þessu fylgdi gauragangur og læti. Þetta vesen á okkur og annað var umborið af mikilli þolinmæði af ynd- islegu fólki sem við götuna bjó. Æskuárin liðu alltof fljótt. Fyrr en varði voru þau að baki. Góðar minn- ingar standa eftir. Starfsferill Ragnars verður ekki rakinn hér, en hann var eftirsóttur til vinnu og hann starfaði að auki í ýms- um stjórnum, nefndum og ráðum. Eftir að Ragnar hafði um árabil staðið í Hafskipsmálum, þar sem illa og hart var að honum og öðrum sótt, en næsta lítið stóð eftir af meintum sakarefnum þegar upp var staðið eftir allt fárviðrið, missti hann skyndilega heilsuna. Eftir það dvaldi hann heima í Vogalandi, þar sem hann naut af miklum kærleika frábærrar umönn- unar eiginkonu sinnar, barna og ann- arra ættingja. Það er þungbært nú að kveðja góð- an dreng, æskuvin, félaga og frænda. Vinátta okkar stóð í rúmlega sextíu ár og bar aldrei skugga á. Eftirlifandi eiginkonu hans, Helgu, börnum þeirra og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka allar samverustundirnar. Blessuð sé minning Ragnars Kjart- anssonar. Jón Þórður Ólafsson. Festa, skipulagshæfni, dugnaður, framsýni og markviss vilji til að ná ár- angri voru þeir eiginleikar í fari Ragn- ars Kjartanssonar sem mér þóttu ein- kenna hann mest þegar kynni okkar hófust árið 1978. Ragnar og samverkamenn hans hjá Hafskip voru hugmyndaríkir og fram- sæknir. Þeir hrintu í framkvæmd fjölda nýjunga á sviði farmflutninga hér á landi en greinin var stöðnuð og gamaldags þegar þeir komu að verki. Félagið tók forystu á ýmsum sviðum og varð áhugavert fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Yfir Hafskip hvíldi jákvæður andi og ljómi sem enn lifir þrátt fyrir söguleg endalok árið 1985. Ragnar Kjartansson hafði mikinn vilja til að efla íslenskt þjóðfélag og hvatti til þess að viðskiptalífið horfði meira út fyrir landsteinana til eflingar útflutnings og verðmætasköpunar í landinu. Í því sambandi talaði hann um nauðsyn alþjóðavæðingar í at- vinnulífinu. Margir muna kraftmikla ræðu sem hann flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins snemma á ní- unda áratugnum þar sem hann hvatti mjög til dáða á þessu sviði með marg- víslegum rökum og hugmyndum. Öll- um sem á mál hans hlýddu mátti vera ljóst að þar talaði forystumaður. Það var Ragnari, eins og fjölmörg- um öðrum, mikið áfall þegar Hafskip var knúið í gjaldþrot. Þar voru að verki mörg samverkandi öfl í þjóð- félaginu. Sú saga er með ólíkindum eins og oft hefur verið bent á og mun koma enn skýrar í ljós fyrr en síðar. Þeir sem urðu mest fyrir barðinu á þeirri atburðarás allri muna ávallt hvernig Ragnar reis upp í því mótlæti og tók forystu fyrir okkur sem vildum fá sannleika málsins fram í dagsljósið. Rík réttlætiskennd hans og þraut- seigja réði mestu um að unnt var að taka til varna og vinna sigur gegn þeim öflum sem tóku höndum saman um að knésetja Hafskip og aðstand- endur þess. Margir þeirra sem þar komu við sögu geta tæpast verið stolt- ir af sínu handverki frá þeim örlaga- ríku tímum. Ragnar Kjartansson barðist hetju- lega fyrir réttlæti í Hafskipsmálinu. Síðar höguðu örlögin því þannig að hann mátti einnig berjast hetjulega við alvarleg veikindi síðustu 12 ár æv- innar. Þá eins og svo oft áður kom skýrt í ljós hve sterka og heilsteypta eiginkonu og fjölskyldu hann átti. Helgu Thomsen, börnunum og fjöl- skyldunni allri vottum við Arna dýpstu samúð. Missir þeirra er mest- ur. Við kveðjum Ragnar Kjartansson með söknuði og virðingu og biðjum guð að blessa minningu hans. Helgi Magnússon. Ragnar Kjartansson var skipulagð- ur og framkvæmdasamur. Hann fylgdi málum eftir. Þess vegna gegndi hann lykilhlutverki í starfi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík á Viðreisnar- árunum, fyrst sem framkvæmdastjóri Heimdallar en lengst sem fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðs Sjálf- Ragnar Kjartansson 32 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það voru ill örlög fyrir einn flinkasta brautryðjanda í ís- lensku viðskiptalífi síðustu áratugina að þurfa að verja drjúgum hluta starfsævinnar í að endurheimta æru sína og annarra Hafskipsmanna sem dusilmanna á fjölmiðlum og tækifærissinnar á Alþingi úr Alþýðubandalaginu sáluga og Alþýðuflokknum, sömu- leiðis sáluga, höfðu af mönn- um í hatursherferð sinni gegn Hafskipum. Blessuð sé minning þess góða drengs, Ragnars Kjart- anssonar. Halldór Guðmundsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.