Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BRESKA ríkisstjórnin er andvíg
því að auka höfundarrétt tónlist-
armanna, eins og framkvæmda-
nefnd Evrópusambandsins hefur
lagt til. Talsmaður stjórnarinnar
sagði í samtali við The Independ-
ent að hún sæi ekki efnahagsleg
rök fyrir því að breyta höfundar-
réttarlögum á þann veg að tónlist-
armenn haldi höfundarrétti sínum
í 95 ár í stað 50 eins og lögin
kveða nú á um.
Gordon Brown hafnaði breyt-
ingunni áður en fjallað var um
hana í Brussel og mótmæltu tón-
listarmenn í eldri kantinum þeirri
ákvörðun. Meðal þeirra var
söngvarinn og lagasmiðurinn Cliff
Richard, en hann missir höfund-
arréttinn á elstu lögunum sínum á
næsta ári ef lögunum verður ekki
breytt.
Missa lífsviðurværið
Ætlun þeirra sem breyta vilja
lögunum er að tryggja tónlist-
armönnum sömu réttindi og rit-
höfundar hafa á hugverkum sín-
um. Könnun sem framkvæmda-
nefndin lét gera leiddi í ljós að
flestir tónlistarmenn hefja störf
skömmu eftir tvítugt og margir
strax um 17 ára aldurinn. Minna
þekktir tónlistarmenn og lausa-
menn missa því tekjur sínar á við-
kvæmum aldri, á sama tíma og
þeir láta af störfum. Þá eiga þeir
mörg ár og jafnvel áratugi eftir
ólifaða, en hafa engar fastar
tekjur.
Missa
höfundar-
réttinn
Tónlistarmenn tapa
tekjum með aldrinum
Morgunblaðið/Ómar
Í Laugardalshöll Cliff Richard
missir höfundarréttinn á sínum
fyrstu slögurum á næsta ári.
GRÍMUR Helgason klarin-
ettuleikari, Guðrún Dalía Sal-
ómonsdóttir píanóleikari og
Þórarinn Már Baldursson
víóluleikari leika á hádegistón-
leikum í Ketilhúsinu á Akur-
eyri í dag klukkan 12.
Þau flytja tvö afar ólík tríó
fyrir klarinett, víólu og píanó.
Fyrra verkið er „Kegelstatt“
eftir W. A. Mozart og sagan
segir að hann hafi samið það á
meðan hann spilaði keiluspil með félögum sínum.
Hitt verkið er „Märchenerzählungen“ eftir R.
Schumann sem reyndi að drekkja sér í ánni Rín
viku eftir að hann skilaði því til útgefanda.
Tónlist
Hádegistónleikar
í Ketilhúsinu
Guðrún Dalía
Salómonsdóttir
Á MORGUN er árlegur bún-
ingadagur í Norska húsinu í
Stykkishólmi haldinn í fjórða
sinn. Öllum sem mæta í ís-
lenskum þjóðbúningi er boðið í
kaffiboð í betri stofunni hjá
Önnu Thorlacius frá klukkan
14 til 16.
Þá verða á sama tíma sýndir
tveir kyrtilbúningar, sá gamli
og nýi, sem Kvenfélagið Hring-
urinn á. Fjallkonurnar í Stykk-
ishólmi hafa skrýðst þessum búningum hver á eft-
ir annarri á þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðna
áratugi.
Allir eru boðnir velkomnir til þess að taka þátt.
Safnastarf
Kaffiboð í
íslenskum búningi
Börn í íslenskum
þjóðbúningnum
ÓLÖF Helga Helgadóttir og
Kira Kira opna sýninguna
FLOOR KILLER á Vest-
urveggnum í Bistrói Skaftfells
á Seyðisfirði annað kvöld
klukkan átta. Sýningin er liður
í Sjónheyrn, sýningaröð sem
tileinkuð er samstarfi hljóð- og
myndlistarmanna.
Þær Ólöf Helga og Kira
Kira, eða Kristín Björk Krist-
jánsdóttir, útskrifuðust saman
úr myndlistardeild LHÍ vorið 2005 en hafa ekki
unnið saman fyrr en nú, enda æði ólíkir listamenn.
Sýningin stendur til 6. ágúst og Bistró Skaft-
fells er opið alla daga.
Myndlist
Ný sýning tekur
við í Sjónheyrn
Kira
Kira
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
kom inn á það í ávarpi sínu 12. júlí
sl., þegar minnisvarði um Einar
Odd Kristjánsson
heitinn var af-
hjúpaður á Flat-
eyri, að rík-
isstjórnin hefði
áhuga á því að
styrkja verkefni
sem ber heitið
Líf og list um
landið. Hug-
myndina að því
áttu Einar Odd-
ur, Jónas Ingi-
mundarson, Bjarki Sveinbjörnsson,
Víglundur Þorsteinsson og Vigdís
Esradóttir.
Geir sagði hugmyndir Einars
Odds og félaga hafa gengið í stuttu
máli út á að „þétta FM dreifikerfið
til að unnt væri að efla beinar út-
sendingar frá menningarviðburð-
um og að keyptur yrði sérútbúinn
upptökubíll til að senda beint út
menningarefni utan af landi. Einnig
að hin svokallaða Rondó rás Ríkis-
útvarpsins yrði efld og vistuð hjá
fyrirhuguðu Tónlistarsafni Íslands í
Kópavogi, sem jafnframt hefði um-
sjón með að yfirfæra allar hljóðrit-
anir RÚV á stafrænt form til varð-
veislu og nýtingar.“
Atvinnufyrirtæki leggi
sitt af mörkum
Loks hafi hópurinn talið að það
væri mikilvægt hlutverk atvinnu-
fyrirtækja í hverju byggðarlagi að
leggja sitt af mörkum til eflingar
menningar í sinni heimabyggð. Það
gætu þau gert með því að standa
straum af kostnaði við útsendingar
helstu viðburða með sérstökum
samningi og að leggja fram sína sér-
þekkingu á sviði sölu- og markaðs-
mála.“
Bjarki Sveinbjörnsson tónlistar-
fræðingur er einn hugmyndasmiða
verkefnisins. „Hugmyndin er nátt-
úrulega sú að miðla þeirri menning-
arstarfsemi sem er á landsbyggð-
inni til þjóðarinnar. Það er til
dæmis sama og ekkert hljóðritað af
tónleikahaldi á landsbyggðinni. Það
eru alþjóðlegar tónlistarhátíðir þar,
óperur í Skagafirði, Borgarfirði, það
er sinfóníuhljómsveit á Norður-
landi, kórahátíðir út um allt. Það
eru jafnvel áhugaleikfélög út um
allt land sem sum hver ná inn á svið
Þjóðleikhússins,“ segir Bjarki.
„Ef menn eru að tala t.d. um að
varðveita í hljóðupptökum menn-
ingu þjóðarinnar á álíka hátt og
gert er hér á höfuðborgarsvæðinu
þá er heldur betur verk að vinna.“
Bjarki segir verkefnið ganga út á
að skapa grundvöll fyrir þessu skrá-
setningar- og veitustarfi. „Það á
náttúrulega eftir að þróa þetta nið-
ur í smáatriði,“ segir Bjarki og að
allt eigi eftir að skýrast á næstu
mánuðum.
Hugmyndir uppi um skrásetningu og miðlun menningarviðburða á landsbyggðinni
„Heldur betur verk að vinna“
Morgunblaðið/Eyþór
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Guðmundur Óli Gunnarsson heldur um
tónsprotann og Kolbeinn Ketilsson tenórsöngvari og Ólafur Kjartan Sigurð-
arson barítónsöngvari syngja á æfingu með sveitinni fyrir tveimur árum.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„VIÐ ætlum að fara hratt yfir alla
trúartónlistarsögu Íslands. Það
þýðir að við verðum að velja og
hafna en gripið verður niður víða og
verða sum verkin fyrsta atrenna
sönghópsins að ákveðnum þáttum í
tónlistarsögu landsins,“ segir Sig-
urður Halldórsson sem ásamt Egg-
erti Pálssyni, Einari Jóhannessyni,
Eiríki Hreini Helgasyni og Guð-
laugi Viktorssyni myndar sönghóp-
inn Voces Thules.
Sönghópurinn heldur tvenna tón-
leika í Skálholti um helgina, kl. 15
og 18 á laugardag.
„Ásatrúin myndar grunninn í trú-
ariðkun Íslendinga og byrjum við
því þar og syngjum sköpunarsög-
una úr Völuspá í fyrsta skipti á Ís-
landi,“ segir Sigurður um efni fyrri
tónleikanna en efnisskráin spannar
um 1.200 ár í sögunni, allt til 18. ald-
ar og áfram til verka sem samin
voru fyrir hópinn skömmu fyrir síð-
ustu aldamót. „Þetta verður
skemmtileg og fjölbreytt dagskrá.
Við flytjum t.d. lag úr handriti frá
því fyrir 1200 og nótnaskriftin er
þannig að ekki er hægt að lesa hana
nema maður kunni lagið fyrir,“ seg-
ir Sigurður og bætir við að mikil
rannsóknarvinna hafi farið í að leita
að lögunum í öðrum heimildum til
að fá nákvæmari upplýsingar um
flutning þeirra.
Þorláksmessa að sumri
Seinni tónleikarnir eru í raun aft-
ansöngur og syngur hópurinn Vesp-
er úr Þorlákstíðum. „Dagskráin er
öll helguð Þorláki helga Þórhalls-
syni en Þorláksmessa að sumri er
20. júlí,“ útskýrir Sigurður. „Eins
og á Þorláksmessu í desember hefst
hátíðin í raun kl. 18. daginn áður og
hefð er fyrir aftansöng á þessum
degi rétt eins og á aðfangadags-
kvöld.“
Voces Thules syngja á sumartónleikum
Tólf hundruð
ár af tónlist
Morgunblaðið/Valdís Thor
Eðalraddir Liðsmenn Voces Thules ætla að flytja verk frá ólíkum tímum.
www.sumartonleikar.is
Föstudagur 18. júlí
Kl. 20. Franski kórinn Chorale
Eranthis frá Alsace. Stjórn. Chloé
Franz. Evrópsk kórtónlist frá
ýmsum tímum
Laugardagur 19. júlí
Kl. 14. Erindi Kolbeins Bjarnasonar
í Skálholtsskóla: Öfganna á milli.
Kl. 15. Voces Thules. Stiklað á
öldum íslenskrar trúartónlistar –
Sköpun heims, tíðasöngvar og
Húgenottasálmar.
Kl. 17. Tónleikar Kolbeins Bjarna-
sonar og Guðrúnar Óskarsdóttir:
Öfganna á milli II.
Kl. 18. Aftansöngur á aðfangadegi
Þorláksmessu: Voces thules.
Vesper úr Þorlákstíðum
Sunnudagur 20. júlí
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Prest-
ur sr. Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup. Sönghópurinn PAX.
Stjórn. Steingrímur Þórhallsson
Kl 16.30. Hátíðaramkoma. Már
Jónsson sagnfr. flytur erindi.
Hörður Torfason syngur.
Dagskráin
í Skálholti
„Nú er mikilvægt að halda
þessum hugmyndum lifandi
en þeim fylgir hins vegar
nokkur kostnaður og þær
þurfa sinn tíma til að mótast
að fullu. Ég vil nota þetta
tækifæri til að láta þess getið
að núverandi ríkisstjórn mun
áfram vinna að þessu máli,
en að því munu þurfa að
koma menntamála- og sam-
gönguráðuneyti og e.t.v.
fleiri ráðuneyti og stofnanir á
þeirra vegum eins og RUV
og fjarskiptasjóður. Að sjálf-
sögðu þarf síðan að tryggja
fjármögnun til málsins á
næstu árum og hugsanlega
breyta lögum. Vona ég að
draumur Einars Odds og fé-
laga í þessu efni muni rætast
í fyllingu tímans.“
Úr ávarpi for-
sætisráðherra
Einar Oddur
Kristjánsson