Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er föstudagur 18. júlí, 200. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla
hjörð, því að föður yðar hefur þóknast
að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.)
Ný bók um viðurnefni í Vest-mannaeyjum kom til tals milli
Víkverja og viðmælanda hans. Þá
rifjaði viðmælandinn upp ýmis
viðurnefni úr bernsku sinni; t.d. um
strákinn sem braut brunaboðann,
en brást illa við þegar hann fékk
viðurnefnið „brunaboði“. Því var þá
auðvitað umsvifalaust breytt í
„ekki brunaboði“. Annar fékk við-
urnefnið „þrípungur“. Ekki af því
að hann væri svo vel kýldur heldur
hinu, að hann féll þrisvar á punga-
prófinu.
x x x
Víkverji er, eins og hann teluralla Íslendinga vera, ákaflega
stoltur af Benedikt Hjartarsyni og
Ermarsundsafreki hans. Hvílíkt
þrek og þrautseigja! Og að synda
til baka, frá Frakklandi, í nokkurn
tíma til þess að ná svo landi ber
vott um geysilega sjálfsstjórn undir
miklu álagi. Víkverji hefði nú bara
bitið gat á bát skipstjórans sem
hefði látið sér detta í hug að snúa
honum við þegar takmarkið var
innan seilingar.
En Benedikt Hjartarson bara
synti og synti og komst í mark.
Sannkallaður dáðadrengur.
x x x
Víkverji fylgdi í vikunni barni tilrútu, sem skyldi flytja það í
sumarbúðirnar Ölver. Þegar til
kom var börnunum í upphafi ferðar
boðið að kaupa boli sérmerkta sum-
arbúðunum og geisladisk. Víkverji
var ekki með peninga til slíkra
kaupa enda taldi hann víst að slíkur
bolur væri innifalinn í sumarbúða-
gjaldinu; 30 þúsund krónum fyrir
eina viku, og sagði barninu að fara
og velja sér bol. Þegar til kom kost-
aði bolurinn 800 krónur, sem ekki
lágu á lausu, og urðu vonbrigði
barnsins að vonum mikil að missa
af bolnum. Víkverja blöskraði þetta
enda fleiri peningalausir og á end-
anum fór rútan með tvískiptan hóp,
helmingurinn skartaði Ölversbolum
en hinn ekki. Víkverja fannst þetta
ekki gæfulegt upphaf á dvöl í
sumarbúðum. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 afkastamikil,
8 korn, 9 drekkur,
10 fyrir utan, 11 afkom-
anda, 13 fugls,15 þref,
18 hellir, 21 rödd,
22 smá, 23 báran,
24 þekkingin.
Lóðrétt | 2 starfið,
3 duglegar, 4 duglega,
5 niðurgangurinn,
6 ótta, 7 illgjarn,
12 for,14 auðug, 15 geta
borið, 16 hindra, 17 vit-
laus, 18 klettur, 19 rotni,
20 iðjusama.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 þukla, 4 bólur, 7 æsing, 8 næpum, 9 apa,
11 arar, 13 garn, 14 ólata, 15 barm, 17 tjón, 20 ham,
22 tolla, 23 áttur, 24 rausa, 25 terta.
Lóðrétt: 1 þræta, 2 keika, 3 auga, 4 bana, 5 loppa,
6 ráman, 10 plata, 12 róm, 13 gat, 15 bútur, 16 rellu,
18 játar, 19 narra, 20 hala, 21 mátt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7
8. Bg5 h6 9. Bh4 Rc5 10. De2 Be7
11. O–O–O O–O 12. Bg3 Dc7 13. e5
dxe5 14. Bxe5 Da5 15. Kb1 Bd7 16.
f4 b5 17. g4 b4 18. g5 bxc3 19. gxf6
gxf6
Staðan kom upp á ofurmótinu í
Dortmund í Þýskalandi sem lauk
fyrir skömmu.
Þýski stórmeistarinn Arkadij Nai-
ditsch (2624) hafði hvítt gegn Hol-
lendingnum Loek Van Wely (2677).
20. Rf5! exf5 21. Bxc3 Dd8 22. Dh5!
hvítur byggir sókn sína á að opna h-
línuna og nýta sér að g-línan sé op-
in.
Framhaldið varð: 22…Kh7 23.
Hhg1 De8 24. Hg3 Hg8 25. Bxf7
Hxg3 26. hxg3 og svartur gafst upp
enda stutt í að hann verði mát.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Frönsk snilld.
Norður
♠Á432
♥Á105432
♦Á54
♣--
Vestur Austur
♠6 ♠--
♥976 ♥DG8
♦2 ♦KD1098
♣KG986532 ♣ÁD1074
Suður
♠KDG109875
♥K
♦G763
♣--
Suður spilar 6♠.
Austur opnar á 1♦, suður stekkur í
4♠, sem norður hækkar í slemmu. Tíg-
ultvistur út. Skoðun á spaðalitnum í
blindum leiðir í ljós að þar á bæ er ekki
nema ein innkoma. Því miður er ekkert
lauf til að trompa og fjarki-þristur-
tvistur eru lægstu spilin í stokknum.
Því er vandséð hvernig hægt er að nýta
hjartalitinn, jafnvel þótt hann brotni
3-3.
Frakkinn Henri Svarc er skrifaður
fyrir eftirfarandi snilld: Hann stakk
upp ♦Á, fór heim á ♥K, spilaði ♠5 og
lét tvistinn undir í borði! Vestur fékk
sem sagt slaginn á spaðasexu, eina
tromp varnarinnar. Þessi óvænta
„gjöf“ reyndist þó vera okurlán – hvort
sem vestur spilar hjarta eða laufi í tvö-
falda eyðu, fæst innkoman sem þarf til
að nýta hjartalitinn. Enskumælandi
menn myndu kalla þetta „gríska gjöf“.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ekki halda þig heima þótt þig
langi til þess. Þegar þú ert kominn út í
hinn ólgandi heim, lifnar yfir þér. Þú hef-
ur gott af því að vera á meðal fólks.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Allar ákvarðanir þínar – frá vali á
fötum og elskhugum til ákvarðana í fjár-
festingum – tekur þú næstum ósjálfrátt.
Haltu áfram að hlusta á tilfinningar þín-
ar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Orkan þín tvöfaldast þegar þú
skerð á tilfinningalegar áhyggjur. Breyt-
ingar í vinnuumhverfi hjálpa líka með því
að gefa þér meira frelsi.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert svo móttækilegur að fólkið í
kringum þig vill endilega veita þér upp-
lýsingar eða kenna þér eitthvað. Spurðu
spurninga sem þú hefur aldrei spurt áður.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þessi dagur skiptir miklu máli varð-
andi verkefni sem þú ert með á prjón-
unum. Taktu tíma til að ákveða hver
næstu skref verða. Þannig kemurðu öllu í
verk.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Stundum hindrar það þig að ein-
beita þér um of að smáatriðunum. En nú
kemur það þér til góða. Smáatriðin frelsa
þig og hjálpa þér að meta vinnuna.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú reynir að bæta fyrir eitthvað
slæmt sem vinur þinn hefur gert. Ekki
nota fyrstu lausnina sem kemur upp.
Hugsaðu upp 10 og notaðu þá bestu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Áhyggjur hverfa ef þú hunsar
þær nógu lengi. Mundu orð Roberts
Louis Stevenson: „Haltu óttanum fyrir
sjálfan þig, en deildu hugrekkinu.“
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vinsældir þínar aukast. Það er
samfélag skapandi fólks sem bíður eftir
að þú og hugmyndir þínar sláist í hópinn.
Vertu þar sem þínir líkar halda sig.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Stundum hjálpar að fara eftir
reglunum þegar maður vill ná að sökkva
sér ofan í vinnuna. Aðra daga á það alls
ekki við. Brjóttu upp hversdaginn og
farðu út að leika með vini.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þig hefur lengi dreymt um að
vinna í lottóinu, en í dag er eins og á viss-
an hátt hafi þér tekist það. Sambönd þín
styrkjast óðum – hvað meira viltu?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Tíminn líður hraðar þegar þú ert í
návist vissrar manneskju – kannski af því
að hjartslátturinn eykst? Já, þú ert skot-
inn, og láttu á það reyna!
Stjörnuspá
Holiday Mathis
18. júlí 1644
Mislingar bárust til landsins í
fyrsta sinn, með skipi sem kom
til Eyrarbakka. Í Skarðsár-
annál er sagt að sóttin hafi
gengið yfir allt landið og verið
mjög mannskæð.
18. júlí 1931
Framkvæmdir hófust við
verkamannabústaðina við
Hringbraut, Bræðraborgar-
stíg og Ásvallagötu í Reykja-
vík. Alls voru íbúðirnar 54 og
var flutt inn í flestar þeirra í
maí 1932.
18. júlí 1999
Stórhlaup varð í Jökulsá á Sól-
heimasandi og sigketill mynd-
aðist í Mýrdalsjökli. Þetta
voru mestu umbrot í jöklinum
í 44 ár.
18. júlí 2000
Þjóðlagahátíð hófst á Siglu-
firði í fyrsta sinn og stóð í
fimm daga. Hún var tileinkuð
séra Bjarna Þorsteinssyni og
þjóðlagasöfnun hans.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá…
Brúðhjónin Ingibjörg Jónsdóttir
Kolka og Guðmundur Sæmundsson
voru gefin saman í Selfosskirkju 28.
júlí 2007. Prestur var sr. Gunnar
Björnsson. Heimili þeirra er á
Laugarvatni.
Brúðkaup
„ÉG ÆTLA að fara á Egilsstaði með flestöllum
vinum mínum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir,
fatahönnuður, um fyrirætlanir sínar á þessum
merkisdegi og um afmælishelgina. Helga Lilja
fagnar í dag aldarfjórðungsafmæli sínu. Á Egils-
stöðum ætlar hún að skemmta sér með sínu fólki
og heimsækja LungA-hátíðina sem er listahátíð
fyrir ungt fólk. Þar leikur meðal annarra danski
raftónlistarmaðurinn Trentemøller og hyggst af-
mælisbarnið ljá honum eyra.
Helga Lilja útskrifaðist úr fatahönnun við
Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum og starf-
ar nú við vöruþróun hjá tískufatamerkinu Nikita. Hún hannar líka sín
eigin föt undir merkinu Helicopter. Er það aðallega svokallað
„streetwear“, götuklæðnaður eða hversdagsföt, sem hún lýsir sem
þægilegum en flottum. Vinnan hjá Nikita gengur þó fyrir. „Núna situr
þetta kannski aðeins á hakanum, en ég er ekkert hætt,“ segir Helga.
Fjallað er um hönnun hennar í nýútkominni bók ljósmyndarans
Charlie Strand, Project Iceland.
„Ég er ekki með eitthvað eins og að hnýta blómakransa,“ segir
Helga Lilja aðspurð um áhugamál sín, hún hafi gaman að því að
ferðast eins og flestir og njóta lífsins með vinum. Hennar helsta
áhugamál er fatahönnun og hún segist mjög lánsöm að fá að vinna við
það. skulias@mbl.is
Helga Lilja Magnúsdóttir 25 ára
Hnýtir ekki blómakransa
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is