Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 27 væru ekki fleiri plöntur að koma upp. Ég æfðist mikið í að keyra í þessum eftirlitsferðum okkar því hann leyfði okkur alltaf að keyra uppeftir. Mér finnst því ekkert skrítið að hann hafi verið ánægður með aksturslagið mitt þegar við fórum saman í bíltúra núna upp á síðkastið, þetta var jú ekki í fyrsta skiptið sem ég keyrði með honum, lengi býr að fyrstu gerð! Hann kom á þeim sið í fjölskyldunni á tímabili að fara í göngu á sunnu- deginum um verslunarmannahelg- ina. Þá fór öll „torfan“ eins og við segjum hér á bæ saman og gekk ein- hverja leið sem hann var búinn að ákveða. Það eru tvær ferðir sem eru mér efst í huga, það var fyrsta ferðin en þá var Endalausi dalurinn geng- inn. Hann var svo sannarlega enda- laus eins og margir voru farnir að segja þegar á leið, en afi dreif okkur áfram af sinni alkunnu eljusemi. Hin ferðin var óvissuferð þar sem allir áttu að skrifa á miða hvert menn mundu halda að yrði farið og sá sem mundi giska á rétt fengi stóran kon- fektkassa að launum. Það kom svo á daginn að haldið var inn í Svínafell, farið var yfir fljótin á vatnadrekan- um og gengið á Göltinn. Þetta var mikil ganga sem allir höfðu gaman af. Ég var svo heppin að ég giskaði á réttan stað og það stóð ekki á kon- fektkassanum, hann fékk ég sam- dægurs. Mér finnst ekki annað hægt en að minnast á hvað hann hafði gaman af söng og á jólunum sungum við alltaf saman niðri í stofu hjá þeim ömmu þegar hún hafði lokið við húslestur- inn. Þetta var góður siður sem ég vona að við höldum í til heiðurs hon- um. Afi var einstakur og núna get ég bara verið þakklát fyrir þessi frá- bæru sautján ár sem ég átti með hon- um, full af góðum minningum. Það má ekki gleyma ömmu sem stóð allt- af við hlið hans. Hún er jafneinstök og hann á sinn eigin hátt. Ég vil því biðja góðan guð að passa vel upp á hana með okkur öllum. Ásta Steinunn Eiríksdóttir. Í dag er kvaddur sterkur stofn í Hornafirði, Egill Jónsson, fv. alþing- ismaður, á Seljavöllum. Ævistarf hans var bóndans, sem ræktaði jörð sína. Eftirlifandi eiginkona Egils er Halldóra Hjaltadóttir frá Hólum í Hornafirði, systir Jóns og vinkona mín. Ég gleymi því aldrei hvað Jón var glaður þegar hann frétti af sam- drætti Halldóru systur sinnar og Eg- ils. Þau keyptu sér til ábúðar úr landi Árnaness, nýbýlið Seljavelli. Jörðin er landlítil en það bættu þau með ræktun og rausnarbúskap, sem með ólíkindum telst, eins og störf hlóðust á hann. Hann var ráðunautur í Austur- Skaftafellsýslu og til þess menntað- ur. En Egill var þeim kostum búinn að vilja leysa hvers manns vandræði og því hlóðust á hann opinber störf eins og seta á Búnaðarþingi og hreppsnefnd. Hann var kosinn al- þingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Austurlandi, sem hann gegndi í 20 ár til 1999. Öll störf sín rækti Egill af samviskusemi, reglusemi og trú- mennsku. Hann var hugsjónamaður og átti létt með að tjá sig í rituðu máli, sem bezt kom fram í greinum hans í Morgunblaðinu á þingferli hans, er við hjónin fylgdumst með af áhuga. Egill var í ritnefnd bókarinnar Jó- dynur I, hestar og mannlíf í Austur- Skaftafellsýslu, sem út kom 1988. Átti þar þrjár stórmerkar greinar. Hann var ritstjóri bókarinnar Jódyn- ur II, útgefin 1990 og átti þar eina grein auk formálans. Egill var í ritstjórn bókarinnar Jöklaveröld, frá 2004. Þar er merki- leg grein eftir Egil um sögu byggðar sunnan Vatnajökuls og hvernig mannlíf og náttúra mótaðist af duttl- ungum jökulsins. Guðmundur Jónsson Hoffell skrá- setti „Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir“ útgefnar á Akureyri 1946, löngu ófáanlegar, sem Egill vildi endurútgefa. Hann hafði skrifað ýt- arlegan formála um ævi og störf Guðmundar afa síns. Tími vannst ekki til að koma því verki út. Það var gott að eiga Egil að. Það var gott að hringja til hans og leita ráða. Þau voru mörg símtölin sem ég átti við Egil þegar ég skrifaði í Jódyn um Þorberg alþingismann í Hólum og Hólahestana. Fleira var spjallað fróðlegt og skemmtilegt. Ég sakna þess að geta ekki framar rætt hug- renningar mínar um eldgosið 1362. Egill bóndi vildi græða landið. Uppgræðsla Skógeyjar og sandanna í Hornafirði og sunnan jökla var hon- um hugleikin. Það var glaður maður, sem fyrir ári síðan sagði okkur að birkiplöntur sjálfsánar þektu nú orð- ið stór svæði á Skeiðarársandi. Blessuð sé minning Egils, bónda á Seljavöllum og þökk sé honum. Steinunn Bjarney Sigurðar- dóttir, Jón Hjaltason Agli Jónssyni kynntist ég fyrst rétt ríflega tvítugur. Mér hafði skol- að á þing um stundarsakir, fyrir nokkra tilviljun, inn í það undarlega andrúmsloft sem ríkti í ársbyrjun 1980. Egill var þá nýkjörinn þing- maður og með okkur tókust góð kynni. Á okkur var aldursmunur og bakgrunnur okkar ólíkur. En það breytti engu. Upp úr þessum kynn- um spunnum við vinartaugina sem aldrei slitnaði síðan. Vináttuböndin styrktust enn þeg- ar ég varð þingmaður árið 1991 og þar með hófst tímabil náins sam- starfs okkar. Við áttum ríka samleið þegar kom að verkefnum í byggða- málum og hann varð mér og okkur nokkrum ungum þingmönnum góður lærifaðir í landbúnaðarnefnd Alþing- is, þar sem hann var hinn öflugi for- ingi okkar. Þetta var lærdómsríkur og skemmtilegur tími; en einnig tími átaka þar sem við tókumst á við af- leiðingar nýrra GATT-samninga fyr- ir landbúnaðinn og aðlögun hans að nýju regluverki vegna EES. Eftir kosningarnar 1995 tók Egill við formennsku í Byggðastofnun. Það var fróðlegt að fylgjast með framgangi hans þar, ekki síst fyrir okkur sem sátum með honum í stjórn stofnunarinnar á þeim tíma. Synd væri vissulega að segja að alltaf hafi verið hljóðlátt í kringum hann á for- mannsstólnum. Hann taldi stofn- unina hafa miklu hlutverki að gegna og að hún þyrfti að aðlaga sig breytt- um tímum. Egill, sem í huga ýmissa var fulltrúi gamals tíma, reyndist nýjungagjarn og fetaði algjörlega nýja slóð við mótun byggðaáætlana. Hann sótti sér hugmyndir og þekk- ingu inn í vísinda- og háskólasamfé- lagið. Gekkst fyrir nýstárlegum at- hugunum á byggðaþróun, orsökum og afleiðingum hennar og niðurstað- an var ný og öflug stefnumörkun í byggðamálum sem mikla athygli vakti. Þarna var í rauninni nýr tónn sleg- inn. Á grundvelli rannsókna var ofur- áhersla lögð á menntun og uppbygg- ingu háskólastarfs á landsbyggðinni. Byggðastofnun hafði forgöngu um uppsetningu á fjarfundabúnaði þar sem menn nýttu sér möguleika nú- tíma fjarskipta. Þar með var brautin rudd fyrir það sem í dag er talinn sjálfsagður hlutur við uppbyggingu fjarnáms og háskólanáms víða um landið. Kjarni þess sem Egill Jónsson hafði fram að færa í stjórnmálaum- ræðunni, var trúin á landið og íbúa þess. Hann var óþreytandi í mál- flutningi sínum og torfærurnar sem urðu á vegi hans treystu hann í þeim ásetningi að efla byggðir landsins. Rætur Egils Jónssonar voru í starfsumhverfinu sem hann helgaði krafta sína. Hann var góður bóndi og hafði áratugum saman unnið að fé- lagsstarfi bænda. Fátt gladdi hann meira en þegar hann sagði okkur vin- um sínum frá nýjungum á þeim vett- vangi. Þetta er Egill á Seljavöllum, sagði hann þegar hann hringdi, til þess að ræða málin. Hann fylgdist stoltur með sonum sínum sem höfðu tekið við búskapnum eystra og efldu hann á alla lund. En öflugasti bak- hjarlinn var eiginkona hans Halldóra Hjaltadóttir, Dóra mín, eins og hann sagði jafnan. Saman stóðu þau fyrir rausnarbúi á Seljavöllum og þar mætti manni slíkur höfðingsbragur að varla verður nokkru til jafnað. Nú er Seljavallabóndinn allur. Það er söknuður og það verða þáttaskil þeg- ar slíkur höfðingi kveður. Við Sigrún og börnin okkar send- um Dóru og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur við fráfall okkar góða vinar. Einar K. Guðfinnsson. Það er sjónarsviptir að Agli á Seljavöllum og sorg ríkir þegar slík- ur maður kveður. Egill Jónsson setti sterkan svip á þjóðlíf Íslendinga og pólitík síðustu áratuga. Hann var sókndjarfur og markviss í pólitískri baráttu. Þótt Egill léti sig varða flest það sem á dagskrá var í þjóðmálaumræðunni var það þó í tveimur málaflokkum sem hann gerði sig alveg sérstaklega gildandi, það var í landbúnaðarmál- um og byggðamálum. Hann trúði á framtak íslenskra bænda og íslenska jörð. Aldrei hikaði hann við að stinga upp í bögubósana og öfgaliðið sem var að gagnrýna landbúnaðinn. Ég Ekki er langt síðan Egill Jóns- son kom á minn fund í stjórn- arráðinu til að ræða nauðsyn þess að flýta gerð jarðganga undir Lónsheiði. Hann var með öðrum orðum með hugann við framfara- mál á Austurlandi alveg fram und- ir það síðasta þrátt fyrir dvínandi krafta. Hann hafði forystu um Al- mannaskarðsgöng og margar eru þær framkvæmdir þar sem hann kom við sögu sem þingmaður Austurlandskjördæmis frá 1979 til 1999. Við Egill kynntumst eftir að ég byrjaði að sitja þingflokksfundi sem formaður SUS haustið 1981. Ekki leið á löngu þar til Egill byrj- aði að taka mig með í fundaferðir sínar um kjördæmið og naut ég þeirra forréttinda í mörg ár. Í þessum skemmtilegu og lærdóms- ríku ferðum komum við margoft á alla þéttbýlisstaði í kjördæminu og víða inn á heimili til sveita. Egill lék jafnan á als oddi, þekkti hvar- vetna vel til, og sagði sögur af mönnum og málefnum. Egill var kominn á miðjan aldur þegar hann hlaut kosningu til Al- þingis og átti að baki mörg ár sem bóndi, ráðunautur og félagsmála- maður í heimabyggð. Hann bjó því að mikilli reynslu og varð fljótlega einn af helstu talsmönnum Sjálf- stæðisflokksins í landbún- aðarmálum, en haslaði sér einnig völl í öðrum málaflokkum. Hann unni náttúrunni en vildi einnig nýta hana með sjálfbærum hætti til að bæta lífskjörin. Egill var kos- inn á þing í fimm kosningum og í fyrstu þrennum stóð kosningin tæpt. Sumir kölluðu hann krafta- verkamann í því efni, t.d. 1987 þegar flokkurinn fékk 16,1% fylgi í Austurlandskjördæmi, en samt tvo þingmenn af fimm. Frá og með kosningunum 1991 var hann odd- viti listans og óumdeildur forystu- maður, sem byggði markvisst upp fylgi flokksins. Síðast var hann í framboði 1995 en hélt áfram leggja okkur lið í öllum kosningum. Arn- björgu Sveinsdóttur, núverandi þingflokksformann, leit hann á sem uppeldisdóttur sína í pólitík og studdi í hvívetna. Egill stóð ævinlega fast á sínu í þingflokknum en var þó sann- gjarn. Samstarf okkar, meðan ég var formaður þingflokksins, var afar gott og skemmtilegt. Eitt sinn þegar málþóf var sem mest í þinginu á tíunda áratugnum og mjög mæddi á Salome Þorkels- dóttur þingforseta ákvað stjórn þingflokksins að færa henni blóm- vönd fyrir jólahlé. Þá datt upp úr Agli að vel færi á þessu því það hefði enginn annar staðið sig vel dagana á undan. Halldór Blöndal kvað þá að bragði: Geir fyrir þingflokkinn þessa tillögu lagði og þegar í stað þá lyftist á Salome brún. Við þögnuðum fyrst en Egill kvað upp úr og sagði: Enginn hefur staðið sig vel nema hún. Já, það var þrátt fyrir allt stund- um mikið hlegið á þessum vett- vangi. Þátttaka í stjórnmálum er ekki alltaf þakklátur starfi. En það sem hún hefur ótvírætt gefið okkur hjónum eru dýrmæt kynni við fjöl- margt indælt fólk um land allt, sem við hefðum ella farið á mis við. Fjölskyldan á Seljavöllum er þar á meðal. Það var alltaf upplifun að koma heim til þeirra Egils og Dóru, hvort sem var í morgunmat eða eitthvað stærra í sniðum. Þau hafa staðið fyrir rausnarbúi um árabil og var gestrisni þeirra og höfðingsskap við brugðið. Hall- dóra Hjaltadóttir stóð með manni sínum í gegnum þykkt og þunnt og átti hann henni mikið að þakka. Halldór Blöndal kvað sumarið 1985 þegar þingflokkurinn hafði viðkomu á Seljavöllum: Vináttuna er rétt að rækja, ég reyndi það enn á ný. Egill er höfðingi heim að sækja, Halldóra sér fyrir því! Þingflokkur sjálfstæðismanna kom að nýju að Seljavöllum í fyrrasumar, eðlilega mjög breytt- ur eftir endurnýjun margra kosn- inga frá 1985. En móttökurnar voru þær sömu hjá heimilisfólkinu og Egill dreif hópinn í hressingu við rætur Hoffellsjökuls. Eft- irminnilegustu heimsóknir mínar eru þó er við Inga fórum ríðandi með Seljavallafólkinu og fleiri Hornfirðingum í Skógey fyrir tæp- um tíu árum og nokkru áður upp á Jökul. Þá urðu vináttuböndin enn traustari. Landgræðslan í Skógey og þar í kring var reyndar sérstakt áhugamál Egils og var hann stolt- ur af þeim árangri sem náðst hafði. Og nú er þessi ágæti vinur okk- ar og mæti maður allur eftir erfið veikindi. Við munum sakna hans og ég mun sakna símtalanna og fundanna okkar. En Egill gat litið glaður um öxl, stoltur af sínum dugmiklu afkomendum. Megi heiðríkjan umlykja fólkið hans Egils á Seljavöllum sem og minningu hans sjálfs um alla fram- tíð. Við Inga sendum Dóru og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Það geri ég einnig í nafni sjálfstæðisfólks um land allt. Geir H. Haarde. Framfarasinnaður bændahöfðingi SJÁ SÍÐU 28 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR H. GUÐMANNSDÓTTIR sjúkraliði, Lækjasmára 8, Kópavogi, lést á líknardeild Landakots þriðjudaginn 8. júlí. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey. Starfsfólki líknardeildarinnar er þökkuð einstök um- hyggja síðustu ævidaga hennar. Þórir Jónsson, Jón Þórisson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Helena Margrét Jónsdóttir. ✝ Systir okkar, VALBORG ELÍSABET ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju í dag, föstudaginn 18. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristni- boðssambandið í síma 533 4300. Systkinin frá Hergilsey. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BERGSTEINN GIZURARSON, sem lést miðvikudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 18. júlí kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sagnfræðisjóð dr. Björns Þorsteinssonar í vörslu Háskóla Íslands, s. 525-4000. Marta Bergman, Gizur Bergsteinsson, Bylgja Kærnested og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Stóru-Sandvík, lést að morgni miðvikudagsins 16. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda, Ari Páll Tómasson, Guðrún Guðfinnsdóttir, Rannveig Tómasdóttir, Viðar Ólafsson, Magnús Tómasson, Líney Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.