Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÉRA Birgir Snæ-
björnsson, prestur og
prófastur á Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri að-
faranótt fimmtudagsins
17. júlí sl. á 79. aldurs-
ári. Hann fæddist á Ak-
ureyri 20. ágúst 1929.
Foreldrar Birgis voru
Snæbjörn Þorleifsson
bifreiðaeftirlitsmaður á
Akureyri og Jóhanna
Þorvaldsdóttir hús-
freyja.
Sr. Birgir lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 17. júní 1949 og
guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands
31. janúar 1953. Hann var vígður 15.
febrúar sama ár sóknarprestur í
Æsustaðaprestakalli. Árið 1959 var
sr. Birgi veittur Laufás við Eyjafjörð
eða þar til hann var skipaður sókn-
arprestur í Akureyrarprestakalli 26.
október 1960, og prófastur í Eyja-
fjarðarprófastsdæmi 15. júní 1986.
Hann lét af prófasts-
störfum 1. janúar 1999
og embætti sóknar-
prests 31. ágúst sama
ár. Frá 15. febrúar
2000 til 1. júlí var sr.
Birgir svo skipaður
sóknarprestur í
Möðruvallaprestakalli.
Sr. Birgir sinnti
margvíslegum félags-
og trúnaðarstörfum.
Hann var m.a. í barna-
verndarnefnd Akur-
eyrar og í stjórn
Barnaverndarfélags
Akureyrar, í stjórn
Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps,
Karlakórsins Geysis og Sambands
norðlenskra karlakóra. Sr. Birgir
var jafnframt formaður Héraðs-
nefndar Eyjafjarðarprófastsdæmis
frá 1986 til 1999 og í stjórn Prófasta-
félags Íslands frá 1988 til 1999.
Sr. Birgir lætur eftir sig eigin-
konu, Sumarrós Lillian Eyfjörð
Garðarsdóttur, og tvö börn.
Andlát
Birgir Snæbjörnsson
NANCY Lammerding
Ruwe varð bráðkvödd
23. júní sl. á heimili
sínu í Washington, 76
ára að aldri. Nancy var
eiginkona Nicholas
Ruwe, sem var sendi-
herra Bandaríkjanna á
Íslandi þegar leiðtoga-
fundur Reagans og
Gorbatsjovs var hald-
inn í Reykjavík árið
1986. Nicholas lést árið
1990.
Nancy fæddist í
Elizabeth í New Jersey
og nam við skóla sem
nú heitir Trinity Washington-há-
skólinn. Hún útskrifaðist síðar með
meistarapróf frá Columbia-háskól-
anum. Áður en Nancy flutti til Wash-
ington árið 1969 starfaði hún sem út-
sendingarstjóri í sjónvarpi.
Nancy Ruwe hóf störf í Hvíta hús-
inu þegar Richard M. Nixon tók við
embætti forseta Bandaríkjanna árið
1969, en á meðal starfa hennar var að
aðstoða fjölmiðlafull-
trúa Hvíta hússins og
stýra sjónvarpsútsend-
ingum þaðan. Á milli
1971 og 1974 vann hún
að öðrum störfum en
sneri aftur í Hvíta hús-
ið þegar Gerald Ford
tók við embætti for-
seta. Þegar Nancy og
Nicholas voru gefin
saman í hjónaband var
Betty Ford brúðar-
mær.
Nancy Ruwe kom
hingað til lands á tíu
ára afmæli leiðtoga-
fundarins og aftur árið 1999 en þá af-
hjúpaði hún minningarskjöld við
Höfða um eiginmann sinn sem lést
árið 1990. Við það tækifæri fjallaði
hún um leiðtogafundinn og sagðist
muna það eins og gerst hefði í gær
þegar Nicholas fylgdi Reagan til
sendiherrabústaðarins eftir margra
klukkustunda erfiðar samningavið-
ræður með Gorbatsjov.
Andlát
Nancy L. Ruwe
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SKIPULAGSSTOFNUN hefur birt
þá ákvörðun sína að fyrirhuguð bor-
un Landsvirkjunar á rannsókn-
arholu í Gjástykki kunni að hafa í
för með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif og skuli því háð mati á um-
hverfisáhrifum.
„Niðurstaða Skipulagsstofnunar
byggist á því að um er að ræða
framkvæmd sem kunni að hafa um-
talsverð, neikvæð og varanleg áhrif
á jarðmyndanir og landslagsgildi
svæðis sem er lítt snortið af mann-
virkjum. Þá telur stofnunin ljóst að
verndargildi háhitasvæða aukist eft-
ir því sem fleiri svæði eru tekin
undir orkuvinnslu og aðra mann-
virkjagerð,“ segir í niðurstöðu
Skipulagsstofnunar.
Hægt að afmá nær öll ummerki
Borun rannsóknarholunnar í Gjá-
stykki er liður í samstarfi Lands-
virkjunar og Þeistareykja ehf. um
rannsóknir og könnun á virkj-
unarmöguleikum háhitasvæða á
Norðausturlandi, þ.e. á Þeistareykj-
um, í Kröflu, Bjarnarflagi og Gjá-
stykki fyrir fyrirhugað álver á
Bakka við Húsavík eða aðra orku-
kaupendur. Er tilgangur hennar að
fá úr því skorið hvort um nýt-
anlegan jarðhita sé að ræða á svæð-
inu.
Landsvirkjun tilkynnti að fyr-
irhugað væri að bora rannsókn-
arholuna 25. mars síðastliðinn. Hélt
hún því fram að framkvæmdin hefði
óveruleg áhrif á umhverfi og skyldi
því ekki háð mati á umhverfisáhrif-
um. Eftir að rannsóknum lyki
mundi verða hægt að afmá nær öll
ummerki borsvæðisins í Gjástykki.
Fram hefur komið að skv. stefnu
sveitarfélaga í svæðisskipulagi há-
hitasvæða í Þingeyjarsýslum sé
Gjástykki aftast í framkvæmdaröð
virkjana á orkuvinnslusvæðum.
Ekki sé gert ráð fyrir að virkjað
verði í Gjástykki nema hin svæðin
gefi ekki nægjanlega orku fyrir
starfsemi og atvinnuuppbyggingu á
skipulagssvæðinu.
Skiptar skoðanir
Iðnaðarráðuneytið sendi umsögn
sína til Skipulagsstofnunar 8. júlí sl.
og taldi að framkvæmdin skyldi háð
mati á umhverfisáhrifum. Fleiri um-
sagnir bárust og töldu Að-
aldælahreppur, Fornleifavernd rík-
isins, Heilbrigðiseftirlit
Norðurlands eystra og Orkustofnun
að fyrirhuguð framkvæmd væri
ekki líkleg til að hafa í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi
því ekki vera matsskyld. Umhverf-
isstofnun var á öðru máli og taldi
líkur á að borun holunnar hefði í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif
vegna verndargildis svæðisins.
Holan skal sett í
umhverfismat
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Umhverfisáhrif Landsvirkjun telur að borun tilraunaholu hefði óveruleg áhrif á umhverfi Gjástykkis.
Skipulagsstofnun telur að rannsóknarhola Landsvirkjunar í
Gjástykki geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif
Í HNOTSKURN
»Skipulagsstofnun segir lík-ur á að í Gjástykki sé virkj-
anlegur jarðhiti og því megi
búast við að eftir borun fyrstu
holu verði kynnt áform um
frekari boranir.
»Landsvirkjun vísar til álitsKristjáns Sæmundssonar
jarðfræðings sem segir holuna
skilja nánast engin ummerki
eftir sig í landinu en hún hafi
hins vegar afar mikið vís-
indalegt gildi.
»Ekki er gert ráð fyrir aðvirkjað verði í Gjástykki
nema önnur svæði gefi ekki
næga orku fyrir atvinnu-
uppbyggingu á svæðinu.
Umhverfisáhrif Landsvirkjun telur að borun tilraunaholu hefði óveruleg áhrif á umhverfi Gjástykkis. Morgunblaðið/BFH
„ÞETTA mál hefur tekið langan tíma í stjórnkerfinu og
þess vegna er engin leið að kæra þennan úrskurð til ráð-
herra. Ástæðan er sú að borunin hefði þurft að fara fram
nú um hásumarið,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, um ákvörðun Skipulagsstofnunar um
að borun rannsóknarholu í Gjástykki skuli háð mati á
umhverfisáhrifum. ,,Þess vegna munum við undirbúa
matsáætlun sem fer í gegnum kerfið eins og lög gera ráð
fyrir,“ segir hann. ,,Tímafresturinn sem við höfum er
stuttur,“ segir Friðrik. ,,Í okkar áætlun var gert ráð fyr-
ir að við gætum tilkynnt Alcoa hvort við hefðum yfir að
ráða 400 MW í lok ársins 2009 en þessi ákvörðun getur tafið það ef ekki
finnst meiri orka á Kröflusvæðinu.“
Getur valdið töfum
Friðrik
Sophusson
VEIÐI á hreintörfum hófst s.l.
þriðjudag og hefur farið rólega af
stað, að sögn Jóhanns G. Gunnars-
sonar, starfsmanns veiðistjórnunar-
sviðs Umhverfisstofnunar. Búið er
að fella nokkra tarfa á láglendi Hér-
aðs og a.m.k. tvo á syðstu veiðisvæð-
unum.
Á sumum svæðum eru veiðar ekki
hafnar. Jóhanni þótti menn jafnvel
seinni til nú en í fyrra að hefja veiðar
en hafði heyrt á leiðsögumönnum
með hreindýraveiðum að búast
mætti við mörgum til veiða í byrjun
ágúst. Tarfarnir hafa verið þokka-
lega vænir.
„Menn hafa áhyggjur af þeim
svæðum þar sem fella á flest dýrin
því það er svo blautt. Það var meiri
snjór í fjöllum en undanfarin ár og
búið að vera kalt. Alltaf rigningar og
vantar suðlæga vinda. Slóðir eru
mjög blautar og erfitt umferðar,“
sagði Jóhann.
Blautt á
hreindýra-
slóðum
„Ég hef engan skilning á þessari ákvörðun Skipulags-
stofnunar,“ sagði Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri
Norðurþings á Húsavík. „Þetta snýst um eina rannsókn-
arholu. Öll áhrif af þessu á umhverfið eru í algjöru lág-
marki. Það sem við vildum var að fá að bora þarna eina
holu í rannsóknarskyni til þess að menn gerðu sér betur
grein fyrir því hvað er þarna niðri. Það er allt sem farið
er fram á. Ég hefði haldið að því yrði tekið fagnandi að
menn vildu rannsaka svæðið. Síðan þarf að vega og meta
þegar fram líða stundir hvað þarna verður gert og ekki
síst með hvaða hætti.“
Bergur taldi að þessi ákvörðun Skipulagsstofnunar
þýddi að setja þyrfti aukinn kraft í rannsóknir í Bjarnarflagi, á Þeista-
reykjum og í Kröflu. gudni@mbl.is
Umhverfisáhrif í lágmarki
Bergur Elías
Ágústsson
„VIÐ erum ekki sáttir við þetta,“ sagði Ásgeir Magn-
ússon, stjórnarformaður Norðurorku hf., um ákvörðun
Skipulagsstofnunar. Norðurorka á hlut í Þeistareykjum
ehf. Borun rannsóknarholu í Gjástykki er liður í könnun
Landsvirkjunar og Þeistareykja á virkjunarmöguleikum
háhitasvæða á Norðausturlandi.
„Við höfum talið alveg nauðsynlegt að fá að rannsaka
þetta svæði til þess að geta áttað okkur á því hvaða orku
verður þangað að sækja, ef til þess kemur að við þurfum
að fara inn á það,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að hug-
myndin hefði verið að bora tilraunaholuna nú yfir há-
sumarið til að geta flutt borunarbúnaðinn eftir veg-
arslóða sem búið er að leggja inn á Gjástykki. Því hefði lítið þurft að raska
svæðinu umfram það sem þegar hefur verið gert. gudni@mbl.is
Nauðsynlegt að rannsaka
Ásgeir
Magnússon.