Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 17
Í vikunni sem leið birtist frétt íMorgunblaðinu þar sem sagtvar frá mögulegum deilum á
graffitílistamanninn Banksy. Það
var tímaritið The Mail on Sunday
(sunnudagsútgáfa The Daily Mail)
sem taldi sig hafa svipt hulunni af
þessum huldumanni sem hefur
skreytt húsveggi Lundúna undan-
farin ár með pólitískum ádeilum
sínum. Þetta var þó ekki í fyrsta
sinn sem slíkar fréttir eru birtar í
Morgunblaðinu. Í nóvember síð-
astliðnum var það tímaritið Time
sem taldi sig hafa fundið út hver
Banksy væri og sú frétt rataði
einnig á síður Morgunblaðsins.
Banksy er, að Ólafi Elíassyniundanskildum, sá erlendi
listamaður sem oftast virðist rata
í menningarfréttir Morgunblaðs-
ins, að mér hefur sýnst á þessu
ári. Og ekki að ástæðulausu því
hann er einn umtalaðasti mynd-
listarmaður Bretlands. Borgar-
yfirvöld í Lundúnum hafa þó gef-
ið út yfirlýsingu að allar vegg-
myndir Banksys eigi að með-
höndla sem skemmdarverk og
mála yfir eða þvo burt. Hins veg-
ar má kaupa orgínal verk eftir
listamanninn í galleríum og mál-
verk sem hann gerði í samvinnu
við Damien Hirst, Keep it spot-
less, fór á litla 1.870.000 dollara
eða um 145.000.000 krónur á upp-
boði hjá Sothebýs í febrúar síðast-
liðnum. Ágóðinn af sölunni fór til
hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna
í baráttu gegn AIDS í Afríku.
Í ljósi umræðu um veggjakrotog framgangshörku yfirvalda
Reykjavíkurborgar í baráttu gegn
því að hafa myndir á húsveggjum
þykir mér við hæfi að hampa
Banksy hér á menningarsíðunum
einu sinni enn, því Banksy er um-
fram allt „graffari“ sem er mark-
visst að gagnrýna forræðishyggju
samfélagsins, eins og þegar borg-
aryfirvöld skikka fólk til að lúta
ákveðinni og samþykktri fagur-
fræðilegri stefnu sem jafnvel úti-
lokar veggmyndir á einkaeign.
Í maí síðastliðnum stóð Banksyfyrir alþjóðlegri graffitísýn-
ingu í neðanjarðargöngum Lam-
beth í Lundúnum. Frétt um að-
sókn á sýninguna birtist einmitt í
Mogganum, en veggjakrotið
trekkti að fleiri sýningargesti en
Tate Modern-safnið. Framlag
hans til sýningarinnar var vegg-
mynd af borgarstarfsmanni að
hreinsa hellamálverk og vísaði þá
til þess að veggjakrot kynni að
geyma ómetanlegt menningar-
verðmæti.
Við verðum nefnilega að gera
upp á milli listar og krots, en
krotarar eða „taggarar“ eru þeir
sem krota einhver óyrði eða bara
nafnið sitt á veggi í einhverju
unglingslegu tilgangsleysi eða
tilvistarkreppu sem hefur engan
listrænan tilgang. Það eru hins
vegar til verulega hæfir lista-
menn sem nota húsveggi til list-
rænnar tjáningar. Skemmst er að
minnast Keith Haring og Jean-
Michel Basquiat sem fyrst vöktu
athygli sem graffitílistamenn í
New York á níunda áratug síð-
ustu aldar og urðu síðan á meðal
þekktustu listamanna í Bandaríkj-
unum. Borgaryfirvöld í Reykjavík
og nágrenni, eins og Lundúna,
virðast þó setja þetta allt undir
einn hatt.
Í apríl á þessu ári gerði Banksysína stærstu veggmynd í miðri
Lundúnaborg á svæði sem er und-
ir eftirliti myndavéla, en eftirlits-
samfélagið hefur verið listamann-
inum hugleikið. Veggmyndin
sýndi ungan dreng sem stóð í
stiga og málaði setninguna „One
nation under CCTV“ (Ein þjóð
undir CCTV –Closed Circuit Tele-
vision). Við götuna var svo mynd
af lögreglumanni með Doberman-
hund. Þetta verk framkvæmdi
listamaðurinn óséður eina sunnu-
dagsnótt í skjóli frá eftirlitsvélum
svæðisins.
Banksy er dæmi um „graffara“
sem er stærri en myndirnar sem
hann málar. Hann er pólitískt
þenkjandi listamaður, skæruliði
eða listrænn byltingasinni með
myndmálið eitt að vopni, sem
snertir gildi konseptlistar og
popplistar. Mikilvægur partur af
list hans er að halda sjálfskennum
sínum leyndum. Þannig ögrar
hann enn frekar stóra bróður-
heilkenninu sem virðist hrjá vest-
rænt samfélag um þessar mundir
og fer einnig ört vaxandi á okkar
friðsama Fróni. ransu@mbl.is
Lifi byltingin
AF LISTUM
Jón B. K. Ransu
» Banksy er, að ÓlafiElíassyni undan-
skildum, sá erlendi lista-
maður sem oftast virðist
rata í menningarfréttir
Morgunblaðsins, að mér
hefur sýnst á þessu ári.
Myndað „Ein þjóð undir eftirliti“ er boðskapur þessa verks Banksys.
Sópað bakvið tjaldið Málverkið “Keep it spotless“ var samvinnuverkefni
Banksys og Damiens Hirsts og vísar til hreinsunaráráttu.
HVAÐ í ósköpum fær fólk til að
stútfylla klassískan kammertón-
leikasal á heiðskíru dúnlygnu há-
sumarkvöldi, eins og gerðist sl.
þriðjudag?
Mér var það í fljótu bragði hulið.
En eftir á að hyggja er listasafnið í
Laugarnesi trúlega með bezt stað-
settu tónvöngum höfuðborgarsvæð-
isins til að njóta slíks úrvalsveðurs,
hvort heldur fyrir eða eftir hlustun.
Og svo má auðvitað alltaf bæta við
sígildum umsnúningi á Fákum góð-
skáldsins: Ef úti er þröngt, tak hug
þinn og heyrn / og hleyptu á burt
undir tónanna þök … !
Að sjálfsögðu sagt með fullum
fyrirvara um aukaaðdráttarafl
hljómlistarkvenna kvöldsins, jafn-
vel þótt orðspor og vinsældir verði
ævinlega vandmæld og vegin. Að
ógleymdum tveim stuttum mynd-
bandsverkum Þorbjargar Jóns-
dóttur úr íslenzku sveitarumhverfi,
er stungið var inn á milli tónlistar-
atriða. Þó ekki væru innan vébanda
undirritaðs báru þau af sér hlýleg-
an kyrrðarþokka í samræmi við
andrúmsloft árstímans.
Tónverk kvöldsins voru öll frá
austurrísk-ungverska menningar-
svæðinu, enda fyrirsögnin Ung-
verskir dansar og rómantík. Hið
elzta var þeirra langþekktast, þ.e.
fjórþætt Sónata Brahms í Es-dúr
Op. 120 (1894) fyrir klarínettsnill-
inginn Richard Mühlfeld. Öllu fá-
heyrðari hér um slóðir voru Ballaða
Op. 8 og Peregi Verbunk eftir Ung-
verjann Leo Weiner (1885-1960) og
Fjórir ungverskir dansar eftir
landa hans Reszö Kókai (1906-62).
Sem endranær treysti tónleika-
skrárritari sér ekki til að fullyrða
neitt um hugsanlegan Íslands-
frumflutning.
Flest var þetta prýðisvel leikið,
þó að Brahms hefði að mínu viti
kannski mátt vera ögn meira
spennandi en raun bar vitni, auk
þess sem klarínettið í annars flug-
liprum höndum Freyju Gunnlaugs-
dóttur virtist stundum sem nýkom-
ið úr kæli miðað við á köflum
hálfloppna inntónun. Á móti vó
dauf akústík hins troðfulla högg-
myndasalar, er skilar því minni
endurómun sem þéttar er setið.
Örðulítill píanóleikur hinnar þýzku
Siiriar (af finnskum ættum?)
Schütz var í heild til fyrirmyndar
fylginn í fullkomnu samvægi. Öðru
máli gegndi um tónleikaskrá, sem
þrátt fyrir gagnlegar upplýsingar
lýttist furðumörgum prentvillum.
Ungversk
hásumarrómantík
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Verk eftir Weiner, Brahms og Kokai.
Freyja Gunnlaugsdóttir klarínett og Siiri
Schütz píanó. Tvö myndbandsverk eftir
Þorbjörgu Jónsdóttur. Þriðjudaginn 8. júlí
kl. 20:30.
Kammertónleikarbbbnn
Ríkarður Ö. Pálsson
ÞAÐ er óneitanlega sérstakt og óvenjulegt að heim-
sækja húsakynni Nýlistasafnsins um þessar mundir. Í
tilefni þrítugsafmælis safnsins hefur núverandi stjórn
brett upp ermarnar, dregið fram safneignina eins og hún
leggur sig og hafist handa við gagngera og fagmannlega
skráningu á merkri sögu og listaverkasafni sínu – og það
mestan part í sjálfboðavinnu. Hafist var handa, eðlilega,
við skráningu á yfirgripsmikilli eign á verkum hins sviss-
nesk-þýska listamanns Dieters Roths en nafn hans teng-
ist þróun samtímalistar hér á landi (og auðvitað í alþjóð-
legu samhengi) órjúfanlegum böndum. Roth var braut-
ryðjandi og mikill listrænn og menningarlegur áhrifa-
valdur hér á landi.
Í framhaldi af skráningu á bókverkum Roths hefur nú
verið efnt til sýningar á hluta þeirra og stendur hún út
júlímánuð. Sýningin hefur óformlegt yfirbragð og er
hluti af þeirri samfélagslegu samræðu sem Nýlistasafnið
hefur efnt til í tengslum við skráningarátakið: það fer
fram fyrir opnum tjöldum og er því hér um að ræða tæki-
færi til að skyggnast bak við sýningartjöldin og kynna
sér starfsemi og innviði stofnunarinnar.
Af þeim sökum minnir rýmið á geymslu eða vöru-
skemmu og er sýningin á bókverkum Roths afmörkuð
með einföldum hætti – með eins konar tímalínu á gólfi
sem jafnframt skiptir verkunum gróflega í fjögur tíma-
bil. Enskir textar hjá verkunum og í upplýsandi sýning-
arskrá, skýrast væntanlega af því að erlendir nemar sáu
um skráningu verkanna sem og uppsetningu sýningar-
innar (og var það þáttur í námi þeirra). Fyrsta „tímabil-
ið“ lýtur að verkum unnum í kringum 1960 undir áhrifum
frá konstrúktífisma og konkretlist. Þar getur að líta, í
lokuðu sýningarborði, perlur á borð við Kinderbuch
(1957) og Book b (1958-64) þótt sýningargestir fari að
vísu á mis við þann óhlutbundna og mynsturkennda leik
sem kviknar af því að fletta síðum bókanna. Næsta tíma-
bil tengist róttækri tilraunastarfsemi ýmiss konar, þar
sem Roth gengur lengra í leik á mörkum merkingar/
merkingarleysis og útlit verka endurspeglar óreiðu-
hugtakið. Þar sjást lykilverk á borð við Scheisse-bæk-
urnar sem unnar voru á 7. og 8. áratugnum, Mund-
unculum (1967) og Copley Book (1962-1965), auk
smábókanna (fyrstu krúttlistaverkanna?) Daglegt bull
og Daily Mirror Book frá 1961.
Verk frá síðari hluta ferilsins má handfjatla á þriðja
svæðinu, m.a. Dagbók (frá árinu 1982) sem upphaflega
var gefin út sem sýningarskrá þegar Roth tók þátt í Fen-
eyjatvíæringnum sem fulltrúi Sviss, auk safnútgáfu á
bókverkum hans í 26 bindum, Gesammelte Werke (1969-
1991), í formi svonefndra kópíubóka eða ljósritabóka –
en dagbókarformið og sjálfsævisöguleg skráning verður
allsráðandi í listsköpun Roth frá og með 9. áratugnum. Á
fjórða svæðinu má fletta eintökum af hinu óritskoðaða
Tímariti fyrir allt frá 8. og 9. áratugnum. Hér og þar á
veggjum hanga stöku bréf, m.a. frá Níels Hafstein og
Roth sjálfum og varpa þau skemmtilegu ljósi á tengsl
hans við Nýlistasafnið. Gestir safnsins njóta nú góðs af
þeim tengslum og örlæti Roths.
Perlur úr
safneign
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Opið má.-fö. kl. 10-17, lau. kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.
Dieter Roth – Bókverk
Morgunblaðið/Valdís Thor
Skráning Bókverk eftir listamanninn Dieter Roth.
Anna Jóa