Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN virti blaðamaður, Agnes Bragadóttir, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 15. júlí sl. Þar segir hún meðal annars: „Það eina sem ég ætla að hrósa forsetanum fyrir, er að hann skuli hafa haft vit á því að koma ekki til Flateyrar um helgina, þar sem fjölskylda, vinir og samferðamenn heiðruðu minningu Einars Odds. Ég fullyrði að forsetinn hefði ekki verið velkominn í þeim hópi.“ Það er í meira lagi ógeðfellt og lágkúrulegt að hinn virti blaða- maður skuli nýta sér þennan at- burð til að fara svo niðrandi orðum um Ólaf Ragnar Grímsson. Ég get bara talað fyrir mína hönd en ég tel afar líklegt að alþýða hér í bæ hefði boðið Ólaf Ragnar velkominn til Flateyrar, bæði við þetta tæki- færi sem og önnur. Ég þó ætla ekki að ganga eins langt og Agnes og fullyrða neitt. Þar sem Agnes er reyndur blaðamaður tel ég víst að hún hafi haft einhverja viðmælendur miðað við fullyrðingarnar um að forset- inn hafi ekki verið velkominn. Ef hún skýrir það ekki nánar geri ég ráð fyrir að viðmælendur hennar hafi verið aðallinn sem kom að sunnan og annars staðar að. Ég held að allir séu velkomnir til Flat- eyrar hvenær sem er. Virðingarfyllst. Sigurður J. Hafberg Það eru allir vel- komnir til Flateyrar Höfundur er kennari. MEÐ reglulegu millibili erum við minnt á gildi þess að heimsækja söfn, til dæmis ef um sýning- aropnanir er að ræða, sérstaka viðburði eða safnadaga. Aðgangs- eyrir hefur verið felldur niður á flest- um söfnum enda mik- ilvægur þáttur í umræðunni um aðgengi. Söfn eru lögum sam- kvæmt fyrir alla, þar á meðal fyrir fjölskyldur og börn. Yfirskrift Ís- lenska safnadagsins í ár er einmitt „fyrir fjölskylduna“ og er það vel því söfn eru frábærir staðir fyrir fjölskyldur – það vita einfaldlega allt of fáir ef marka má fjölda safngesta í þessum markhópi hér á landi. Erlendis sjást iðulega fjöl- skyldur af öllum stærðum og gerð- um nýta sér söfn sem verðugan áfangastað í tilverunni og hafa gaman af. Samkvæmt skilgrein- ingu er fjölskylda hópur ein- staklinga sem m.a. deilir tóm- stundum, tilfinningum, ábyrgð og verkefnum saman. Framboð tóm- stunda fyrir fjölskyldur í frítím- anum er margvíslegt en oftar en ekki litað af einhvers konar kappi – ef ekki efn- ishyggjukappi þá íþróttakappi. Samvera á safni snýst um að skoða í sameiningu, spjalla saman og skiptast á skoðunum. Menning og minningar Heimsókn á safn með ungling er t.a.m. góð leið til „ná sambandi“ og upp- lifa menningararfinn frá ólíkum sjónarhornum. Söfn eru góður val- kostur þegar fólk vill eiga saman góða stund, fræðast eða forvitnast um fortíð og framtíð eða auka skilning á samtímanum eftir því hvernig safn er heimsótt. Söfn varðveita menningu og minningar. Menning endurnýjast sífellt í nýju samhengi og það sama gildir um minningar. Þannig eru söfn óþrjót- andi auðlindir óformlegrar mennt- unar. Söfn eru sjónrænt og lifandi umhverfi sem hentar vel fyrir ólíka aldurshópa. Á safni er hægt að læra á eigin forsendum og áhuga því safngestir stjórna því al- gerlega sjálfir hvað er skoðað, hversu vel og lengi. Ef um barna- fjölskyldur er að ræða er mik- ilvægt að leyfa börnunum að ráða til að viðhalda áhuga þeirra. Þetta veit fólk sem fer á söfn en þeir sem treysta sér yfirleitt ekki inn á slíka staði mættu gjarnan gefa söfnum tækifæri og sjá hvað þeim finnst. Ánægjuleg upplifun Nútímaáherslur í safnastarfi taka mið af því að safn er staður fyrir alls konar fólk á öllum aldri til að hittast og eiga þar gagnvirk samskipti. Þetta þýðir að safngest- urinn hefur sitt að segja – ekki einungis safnið. Virkni safngests- ins skiptir heilmiklu máli í safn- astarfi dagsins í dag en meg- instoðir safnastarfs eru að safna, varðveita, rannsaka og miðla. Söfn gegna mikilvægu hlutverki sem áhugaverðir staðir til að læra á og ýta undir skapandi hugsun fullorð- inna sem og barna. Fræðsla eða miðlun á safni nær til alls þess sem hægt er að nema á safni – sjónrænt, vitrænt og út frá tilfinn- ingum. Fræðsla getur verið í formi ánægjulegrar upplifunar til dæmis gegnum leik eða uppgötvun á ein- hverju sem bætir við fyrri þekk- ingu safngestsins. Þessa þekkingu er ekki auðvelt að mæla en ljóst er að gleði og ánægja eru lykilþættir í að kveikja og viðhalda áhuga. Klisjan um að söfn séu leiðinleg og fyrir útvalda er á misskilningi og vanþekkingu byggð. Söfn eru fyrir alla hvort sem um er að ræða listasöfn, minjasöfn, vísindasöfn, barnasöfn eða náttúruminjasöfn. Maður þarf ekki að vera sérfræð- ingur til að njóta þeirra. Skoða minna í einu en koma oftar Börn læra gjarnan með því að komast í snertingu við raunveru- lega hluti og með því að fá tæki- færi til að prófa sig áfram. Í fyrstu mætti ætla sem svo að söfn væru þar með ekki ákjósanlegir staðir fyrir barnafjölskyldur því að þar gildir yfirleitt sú regla að ekki má snerta myndir eða muni. Gald- urinn við ánægjulega safnheim- sókn með börnum felst einmitt í að gefa sér tíma til að skoða það sem vekur þeirra áhuga – leyfa þeim að ráða og ræða málin. Það má til dæmis hugsa sér að velja hlut á sýningu með því að lýsa honum með orðum (fyrst það má ekki snerta) og fá aðra fjölskyldu- meðlimi til að finna hlutinn sam- kvæmt lýsingunni. Í slíkri upplifun getur skapast dýrmætt rými til að ræða saman og takast á við sam- eiginlegt verkefni á jafnrétt- isgrundvelli því reglan gildir ekki bara yfir börn heldur alla safn- gesti. Það kostar yfirleitt ekkert að fara saman á safn og oft er boð- ið upp á metnaðarfulla dagskrá sem hægt er að kynna sér á heimasíðum safnanna. Þá er ráð að skoða minna í einu og koma heldur oftar. Þannig verður safn virkur vettvangur fyrir alla. Hvað er svona skemmtilegt við safn? Í Listasafni Reykjavíkur hefur verið gefið út fræðsluefni sem ber yfirskriftina Hvað er svona skemmtilegt við safn? Leiðangur fyrir börn og fullorðna í fylgd með þeim. Þar er til dæmis útskýrt af hverju það má ekki snerta lista- verk og spekúlerað í þýðingu þess að safna einhverju. Þá er boðið upp á spurningaleiðangur sem hægt er að styðjast við þegar sýn- ing er skoðuð. Fræðsluefninu fylgir gríma ofursafngestsins en hugsunin snýst um að virkja safn- gesti til að rýna betur í listaverk, teikna jafnvel, gefa verkum nýjan titil og fá þannig meira út úr heimsókninni. Þessa aðferð má nota á hvaða safni sem er því gildi safnheimsókna fyrir fjölskyldur snýst um að gefa sér tíma saman og læra jafnvel eitthvað í leiðinni. Gildi safnheimsókna fyrir fjölskylduna Alma Dís Krist- insdóttir fjallar um heimsóknir á söfn Alma Dís Kristinsdóttir » Söfn eru fyrir alla hvort sem um er að ræða listasöfn, minja- söfn eða náttúruminja- söfn. Maður þarf ekki að vera sérfræðingur til að njóta þeirra. Höfundur er menntunarfræðingur og starfar við safnfræðslu. ÉG sem skrifa þess- ar línur er afar ósátt við þá ákvörðun for- svarsmanna Samfylk- ingar og Framsóknar í Grindavík, að reka Ólaf Örn Ólafsson, bæj- arstjórann okkar, á miðju kjörtímabili. Hún er oft óskiljanleg þessi tík – pólitík. Hvernig má það vera að Jóna Kristín geti komið svona fram? Sjálf vann ég að því að hún yrði presturinn okkar og svo sannarlega var þessi kona elskuð og virt af sóknarbörnum sínum. Við, flestallir Grindvíkingar, kom- um af fjöllum, við vissum ekki betur en samstarfið gengi bara nokkuð vel. Sjálf var ég stödd í sundlaug Grinda- víkur þegar ég fékk fréttirnar og varð þá að orði: „Mikil eru nú vand- ræðin í henni Reykjavík.“ Það hvarflaði ekki að mér að meirihlutinn í Grindavík væri fallinn. Við sem fylgjumst með bæjarmálunum hér vitum oftast af stöðu okkar, t.d. í peningamálunum. Ólafur Örn bæj- arstjóri hefur svo sannarlega unnið vinnuna sína vel, það hefur Jóna Kristín, oddviti Samfylkingar alla vega látið hafa eftir sér í viðtölum. Auðvitað eru ekki allir sammála! Ég spyr, hvað er að stjórna býsna stóru samfélagi eins og Grindavík? Að sjálfsögðu eru einhverjir ekki sáttir. Sjálf hef ég þá reynslu að reka stórt heimili hér áður fyrr og vil meina að eitthvað séu þessi mál skyld. Ekki voru börnin mín alltaf sátt þegar ég setti hnefann í borðið og sagði þeim að hlýða! Í síðustu kosningum til bæja og sveita ætlaði Samfylkingin í Grindavík sér stóra hluti. Jóna Krist- ín hætti að vera sálusorgarinn okkar og valdi pólitíkina. Sumir vilja meina að hún hafi strax þá haft augastað á bæjarstjórastólnum en Samfylkingin galt afhroð miðað við það sem lagt var upp með en flokkurinn hafði stefnt á hreinan meirihluta eða 4 menn kjörna en fékk bara áfram 2 menn. Mér finnst þetta alltof dýru verði keypt hjá nýjum meirihluta að henda rúmum 20 millj- ónum í þennan leik fyr- ir utan að þurfa kaupa húsið af fyrri bæj- arstjóra. Nýr meirihluti skuld- ar Grindvíkingum skýr- ingu á því út af hverju ekki var hægt að notast við Ólaf Örn áfram í sæti bæjarstjóra út þetta kjörtímabil, kannski sérstaklega í ljósi þess að Jóna Kristín fór fögrum orð- um um störf hans fyrir Grindavík- urbæ. Sömuleiðis má kannski líka spyrja um skýringu þess að boði Sig- mars Eðvarðssonar, oddvita sjálf- stæðismanna um að stíga frá borði grindvískra bæjarstjórnarmála til að bjarga meirihlutarsamstarfi, var ekki tekið. Forsvarsmenn Framsókn- arflokksins eru að sjálfsögðu ofsa- kátir því þeir lentu úti í horni í síð- ustu samningum um bæjarstjórn en í lok þessara skrifa vil ég leyfa mér að vitna í orð ágæts framsóknarmanns sem varð afar ósáttur þegar Einar Njálsson var á sínum tíma ekki end- urráðinn og Ólafur Örn hreppti hnossið en fyrir ráðningu Einars var Jóni Gunnari Stefánssyni sparkað. Ég þykist vita, Jóna Kristín, að þú kunnir manna best í bæjarstjórninni að vitna í Biblíuna og segi því eins og framsóknarmaðurinn góði forðum sagði: „Faðir! Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ „Faðir! Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ Birna Óladóttir skrifar um bæjarpólitíkina í Grindavík »Mér finnst þetta allt- of dýru verði keypt hjá nýjum meirihluta að henda rúmum 20 millj- ónum í þennan leik fyrir utan að þurfa að kaupa húsið af fyrri bæj- arstjóra. Birna Óladóttir Höfundur er húsmóðir í Grindavík. Á ÍSLANDI fæðast árlega rúmlega 4000 börn og við fæðingu þeirra er alltaf ljós- móðir. Oftast tekur hún á móti barninu en jafnvel þegar erfiðlega gengur og þörf er á læknisfræðilegri hjálp, sogklukku eða keis- araskurði, þá fylgir hún konunni á leið- arenda í fæðingunni. En það er löngu áð- ur sem ljósmóðir hefur komið við sögu. Und- anfari fæðingarinnar er meðgangan. Í allt að hálft ár áð- ur en að fæðingu kem- ur hefur konan og fjöl- skyldan öll notið þjónustu ljósmóður meðan á meðgöngunni stendur. Á flestum heilsugæslustöðvum eru starfandi ljósmæður sem sjá um meðgönguverndina eins og kveðið er á um í reglugerð. Ljósmæður eru sérmenntaðar í öllu sem við kemur eðlilegri meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og eru einnig þjálfaðar í að greina snemma hvenær eitthvað er óeðlilegt, meta hversu alvarlegt það er og vita hvert skal leita. Viðkvæmur tími Meðganga er náttúrulegt ferli en jafnvel hjá heilbrigðri konu er hún viðkvæmur tími þar sem margt breytist bæði í líkama og sál og jafn- vel félagslega. Hjá konu þar sem eitthvað bjátar á er það oft álagstími þar sem sérhæfðs eftirlits og stuðn- ings er þörf. Konur í mikilli áhættu eru í skoð- un á Landspítalanum en aðrar konur eru í skoðun á heilsugæslunni. Þang- að koma allar heilbrigðar konur, en líka þær sem hafa væga áhættu og þurfa aukið eftirlit. Þar kemur þekking og sérhæfing ljósmæðra til kastanna að greina hvenær út af bregður. Þar sem ljósmæður eru líka hjúkrunarfræð- ingar hafa þær mennt- un og oft reynslu hvað varðar sjúkdóma og aðra þætti sem ógna heilbrigði móður og barns. Ábyrgð þeirra er mikil og þær standa undir henni þar sem þær hafa sótt sér þekk- ingu þar sem best verð- ur á kosið. Forvarnir Forvarnir eru mikið í umræðunni dag. Það er ekki síst það sem ljós- mæður í með- gönguvernd eru að vinna við, forvarnir sem er ætlað að koma í veg fyrir að eitthvað fari úr- skeiðis í meðgöngunni og fæðingunni. Lögð er áhersla á að upplýsa verðandi foreldra um heilbrigt líferni, hvern- ig best er stuðlað að heilbrigði vaxandi fóst- urs og hvernig draga má úr skaðlegum áhrifum áhættu- þátta ef einhverjir eru. Þegar vanda- mál kemur upp skiptir sköpum að finna það nógu snemma svo hægt sé að bregðast við á réttan hátt. Þannig tryggjum við að ný manneskja njóti besta atlætis frá upphafi. Að gera kröfur Miklar kröfur eru gerðar til ljós- mæðra hvað menntun varðar. Ljós- mæður skorast ekki undan þeim eins og sjá má á aðsókn í námið þar sem færri komast að en vilja. Það blasir hins vegar við að eftir langt og strangt nám að ekki er komið til móts við kröfur um jafnrétti í laun- um, hvorki hvað varðar lengd náms né ábyrgð í starfi. Hætt er við að þær sem útskrifast treysti sér ekki til að vinna við fagið vegna þessa. Nú er komið að ljósmæðrum að gera kröfur, tímabærar og sanngjarnar. Ljósmæður í meðgönguvernd Solveig Jóhanns- dóttir lýsir starfi ljósmæðra sem vilja jafnrétti í launum Solveig Jóhannsdóttir » Ljósmæður sinna umönnun verð- andi foreldra í allt að hálft ár fyrir fæðingu barns. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur tími í barneign- arferlinu. Höfundur er ljósmóðir, vinnur á Heilsugæslunni Efra-Breiðholti og við heimaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.