Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Egill Jónssonfæddist í Hof- felli í Nesjum hinn 14. desember 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands hinn 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Hof- felli 1.6. 1901, d. 4.8. 1985 og Jón Jónsson Malmquist bóndi, síðast í Akurnesi, f. á Kleifarstekk í Breiðdal 12.10. 1888, d. 26.3. 1956. Systkini Egils eru: Hallgerður, f. 27.5. 1920, d. 17.6. 2001, Björg, f. 14.9. 1922, Guðmundur, f. 26.1. 1924, Skúli, f. 11.1. 1926, Anna, f. 10.8. 1927, Unnur, f. 25.1. 1929, Þóra Ingi- björg, f. 28.5. 1933, Hanna, f. 5.10. 1937, Pétur Haukur, f. 2.11. 1939, Droplaug, f. 27.11. 1943 og Ragn- ar, f. 5.7. 1946. Egill ólst upp í Hof- felli, fyrst með foreldrum sínum og systkinum, en þegar þau fluttu að Akurnesi varð hann eftir þar hjá móðurforeldrum sínum, þeim Valgerði Sigurðardóttur og Guð- mundi J. Hoffell og átti þar sitt heimili til fullorðinsára. Egill kvæntist hinn 25.12. 1955 Halldóru Hjaltadóttur, f. í Hólum í Nesjum 3.1. 1929. Foreldrar henn- ar voru Anna Þórunn Vilborg Þor- leifsdóttir húsmóðir, f. 13.11. 1893, d. 7.6. 1971 og Hjalti Jónsson bóndi og hreppsstjóri í Hólum, f. 6.8. 1884, d. 21.7. 1971. Börn Egils og Halldóru eru: 1) Anna, f. 28.3. 1955. Maki 1, Vignir Hjaltason, f. 1.1. 1951, þau skildu. Synir þeirra er Guttormur Jökull, f. 25.2. 1985. Egill lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1950 og búfræðikandidatsprófi frá sama skóla 1953. Árið 1955 stofn- aði Egill, ásamt eftirlifandi eig- inkonu sinni Halldóru Hjaltadótt- ur, nýbýlið Seljavelli í Nesjum og hófu þau búskap þar. Egill var ráðunautur Bún- aðarfélags Íslands 1954–1955 og síðar héraðsráðunautur Búnaða- sambands Austur-Skaftfellinga 1956–1980. Egill gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum, má þar nefna: skólanefnd Bændaskólans á Hvanneyri, stjórn Áburðarverk- smiðjunnar, stjórn Búnaðarfélags Íslands, stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, stjórn Byggða- stofnunar þar sem hann var einnig formaður í 4 ár og formaður fag- ráðs í Landgræðslu Íslands. Hann var fulltrúi á Búnaðarþingi í 41 ár 1954–1995, og sat í hreppsnefnd Nesjahrepps í 20 ár 1962–1982. Árið 1979 var Egill kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austurlandskjördæmi, hann sat á þingi til ársins 1999 er hann lét af þingmennsku. Á Alþingi vann hann m.a. ötullega að byggða- málum, málefnum landbúnaðarins og landgræðslu. Þar sat hann m.a í fjárlaga- og landbúnaðarnefnd og var formaður hennar um tíma. Auk þess kom Egill að útgáfu- málum og ritstörfum, hann sá ásamt fleirum um útgáfu bókanna Jódynur – hestar og mannlíf í Austur-Skaftafellssýslu og Jökla- veröld – Náttúra og mannlíf. Egill verður jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eru: a) Egill, f. 5.2. 1977, maki Klara Ís- feld Árnadóttir, f. 20.6. 1977, þau skildu. Dætur þeirra eru Steinunn Anna, f. 25.11. 1998 og Saga, f. 21.9. 2003. b) Hjalti Þór, f. 24.1. 1978, maki Guðrún Ingólfs- dóttir, f. 10.3. 1979. Börn þeirra eru Sal- vör Dalla, f. 9.5. 2003, Siggerður Egla, f. 29.3. 2005 og Kári, f. 25.5. 2007. c) Ólafur Páll, f. 3.10. 1984, maki Unnur Eva Arnarsdóttir, f. 23.6. 1982. Synir þeirra eru Arnar Hrafn, f. 6.7. 2005 og Vignir Val- ur, f 17.11. 2006. Maki 2, Ari Guðni Hannesson, f. 16.2. 1960. Fóst- ursonur Önnu og Ara er Guðjón Bjarni Óskarsson, f. 12.7. 1986. 2) Valgerður, f. 13.11. 1956, maki Ás- geir Núpan Ágústsson, f. 1.1. 1959. Börn þeirra eru Valgerður, f. 10.7. 1992 andvana, Reynir, f. 12.9. 1993, og Þórður, f. 12.9. 1993. 3) Hjalti, f. 11.4. 1960, maki Birna Jensdóttir, f. 6.3. 1953. Börn þeirra eru Halldóra, f. 13.7. 1985, Óskar Smári, f. 22.12. 1987, d. 28.12. 1987, og Fjóla Dögg, f. 23.3. 1990. Sonur Birnu er Þorbjörn Gíslason, f. 7.4. 1971. 4) Eiríkur, f. 13.7. 1962, maki Elín Oddleifs- dóttir, f. 22.5. 1965. Börn þeirra eru Ásta Steinunn, f. 5.4. 1991, Eg- ill, f. 1.9. 1993, Sigurborg, f. 21.1. 2000, og Oddleifur, f. 14.8. 2001. Einnig ólst upp hjá þeim Agli og Halldóru Orri Brandsson, f. 16.12. 1948, maki S. Harpa Guttorms- dóttir, f. 16.4. 1958. Sonur þeirra Ég er lítil stelpa og stend við stofu- gluggann á Seljavöllum. Mér er þungt í sinni, því pabbi er að fara til Reykjavíkur á búnaðarþing. Þetta er ein af mínum fyrstu minningum sem tengist samveru okkar pabba, en með okkur var mjög kært, því voru fjarvistir hans að heiman mér erfið- ar. Pabbi og mamma hófu búskap á Seljavöllum er ég var ársgömul og á 6 næstu árum komu hin systkini mín. Þrátt fyrir mikið starf við uppbygg- ingu nýbýlisins, auk þess sem faðir minn gegndi mikilvægum störfum út á við, var ekki kastað til höndum við uppeldi barnanna, og þar skiptust verkin jafnt. Pabbi var einstaklega umhyggju- samur faðir, jafnvel einum of að mér fannst, sérstaklega eftir því sem ég varð eldri. Hann var okkur krökk- unum góður og nærgætinn, hafði gott lag á okkur. Ég gat verið þver og stefnuföst, en hann var sérlega laginn að fást við mig. Við systkinin sóttumst mikið eftir því að vera í ná- vist hans, enda skemmtilegur faðir. Var hann oft með eitthvert okkar með sér eða jafnvel öll við störf heima og jafnvel að heiman ef því var að skipta. Fyrsta skóladaginn fylgdi pabbi mér í skólann. Hann lét ekki þar við sitja heldur fylgdist vel með mér í námi og var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða. Við áttum margar og skemmtilegar samverustundir yfir leiðinlegum reikningsbókum, alla mína barnaskólatíð og jafnvel leng- ur. Þrátt fyrir mikið annríki, var eins og hann hefði alltaf nægan tíma fyrir börnin sín. Þótt störf hans út á við tækju frá okkur tíma, nutum við líka góðs af þeim. Þeim fylgdu ferðalög um sýsl- una, og oftar en ekki tók hann okkur með. Margir áttu líka leið að Selja- völlum vegna starfa hans og þannig eignaðist fjölskyldan marga góða vini. Sjálfstæðisflokksstefnan var eitt af þeim gildum sem við áttum að rækta með okkur enda vorum við öll sjálfstæðismenn löngu fyrir 10 ára aldur og þegar ég ung stúlkan kynnti honum fyrsta mannsefnið mitt, var spurning númer 1. Hvar er hann í pólitík? Þegar ég eignaðist fyrsta strákinn minn kom aldrei annað til greina enn hann yrði skírður Egill, svo vænt þótti mér um föður minn. Barnabörnin hafa sannarlega ekki farið varhluta af umhyggju hans og ræktarsemi, og á erfiðleikatímabili í lífi minnar fjölskyldu voru hann og Seljavellir skjól og athvarf. Fyrir nokkrum dögum stóð ég við stofugluggann á Seljavöllum. Mér var orðið ljóst að faðir minn væri að leggja upp í sína síðustu ferð. Þó að mér liði eins og forðum, var dýrmætt að finna og muna að þau gildi sem lögð voru inn með uppeldinu voru enn til staðar líkt og dýrgripir sem ekki einu sinni tíminn fær grandað. Það er hinn eini raunverulegi fjár- sjóður, sem einni manneskju getur hlotnast. Á kveðjustund er ég þakk- lát pabba fyrir svo margt, en mest fyrir að hafa gefið mér yndislega æsku, fyrir allt sem hann hefur gert fyrir strákana mína en fyrst og fremst fyrir það að með umhyggju sinni og ást og góðu uppeldi lagði hann grunninn að þeirri manneskju sem ég er í dag. Guð geymi þig, elsku pabbi minn, og gefi mömmu og okkur öllum styrk á sorgarstundum. Anna. Nú er komið að kveðjustund og langar mig að minnast pabba með nokkrum orðum. Hann var að mörgu leyti afskap- lega sérstakur og góður faðir. Á okk- ar yngri árum þá hafði hann okkur krakkana alltaf með í öllum sínum verkum, alveg sama þó við gerðum kannski meira ógagn en gagn. En hann líka kenndi okkur fljótt að taka þátt í störfunum og snemma fórum við að verða þátttakendur í búrekstrinum. Það hefur verið mikið átak fyrir foreldra mína að stofna og reisa nýbýlið á Seljavöllum fyrir rúmri hálfri öld. En þau höfðu allt sem til þurfti, þekkingu, dugnað, heiðarleika, ást og kærleika að ógleymdri hjálpsemi sveitunganna, það var sú hagfræði sem þá gilti og gildir enn. Þegar hann fór á þing urðu ákveð- in straumhvörf í hans lífi. Þing- mennskan átti ákaflega vel við hann og var hann þingmaður Austfirðinga í tæp tuttugu ár sífellt af miklum áhuga, af lífi og sál. Oft átti hann ann- ríkt en aldrei leið sá dagur að hann hringdi ekki heim að Seljavöllum til þess að fá fréttir af fólkinu sínu og búskapnum, og ef hann var ekki bú- inn að hringja um tíuleytið á kvöldin var maður viss um að það væri eitt- hvað að. Pabbi var allt í senn stjórn- málamaður með mjög mikla þekk- ingu á landbúnaði enda sat hann á búnaðarþingi í 41 ár og var ráðunaut- ur í á 3. tug ára, jafnframt sem byggðarmálin voru honum mjög hugleikin. Hann naut sín vel sem for- maður Byggðarstofnunar, þar lét hann verkin tala, eins og í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka góður bóndi, bæði hvað varðar jarðrækt og búfjárhald. Þá spáði hann einnig mikið í náttúr- una, jöklana og byggðina alla og var hugfanginn yfir hvað gróðurinn er mikið að sækja fram hér í sýslu, í því hafa átt þátt breyttir búskaparhætt- ir, ræktunarstarf bænda og hlýnandi veðurfar. Nú á vordögum þegar hann var orðinn veikur kom það best í ljós hvað áhugi hans á gróðri var mikill. Í sinni síðustu ferð sem hann fór að skoða kornakurinn tók hann sýnis- horn úr akrinum til að sýna mér sprettuna. Mamma setti síðan þessi strá í vatn svo sýna mætti fleirum. Það er táknrænt á þessari stundu að ég tók eftir því að á dánardegi hans hafði kornið borið ax. Það er eins með kornið og allt sem hann tók sér fyrir hendur, það skilaði árangri. Það fer vel á því að pabba skuli vera valinn legstaður í nýstækkuðum kirkjugarði við Laxá. Þar sem hann mun hvíla sést vel til Hoffells á aðra hönd og heim að Seljavöllum á hina. Þetta eru þeir staðir sem voru hon- um kærastir meðan hann lifði. Að lokum vil ég þakka öllu því góða fólki sem annaðist pabba í veik- indum hans. Sérstaklega þá góðu hjúkrun og umönnun sem hann naut á hjúkrunarheimilinu á Höfn þann síðasta hálfa mánuð sem hann dvaldi þar. Blessuð sé minning föður míns. Eiríkur Egilsson. Hann afi minn er dáinn, þetta er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Hann var einstaklega góður maður sem hugsaði vel um allt og alla. Ég hef verið heppinn að alast upp í því umhverfi sem hann byggði upp ásamt ömmu. Hann var stór þáttur í lífi okkar og hans er sárt saknað núna. Við áttum margar sam- verustundir í gróðursetningu og að hugsa um rófurnar okkar, t.d. að reyta arfa og taka þær upp. Hann var þingmaður í tuttugu ár og sýndi okkur stoltur alþingishúsið og bauð okkur gjarnan í mat þar þegar við vorum í Reykjavík. Hann var líka mikill áhugamaður um fótbolta og síðast horfðum við saman á EM og skemmtum okkur vel. Honum þótti alltaf jafngaman að fylgjast með fót- bolta hvort sem það var í sjónvarpinu eða koma og horfa á okkur frænd- urna spila. Margir segja að svona gamlir menn séu tilbúnir til að deyja en ég veit að hann var það ekki. Hann elskaði lífið og hefði vilja lifa mikið lengur og halda áfram að láta gott af sér leiða. En allt kom fyrir ekki, hann varð að láta í minni pok- ann í veikindum sínum í þetta skipt- ið. Ég sakna hans sárt en ég veit að með tímanum víkur sorgin fyrir öll- um þeim góðu minningum sem ég mun varveita í hjarta mínu alla tíð. Hvíldu í friði elsku afi minn. Undir bláhimni blíðsumarsnætur barst’u í arma mér rósfagra mey. Meðan döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum ástarþráin er vonunum felld. Þú er ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar og af fögnuði hjarta mitt brann. Og svo dönsum við dátt – þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason frá Vöglum.) Reynir Ásgeirsson. Hún var dýrmæt stundin sem ég átti með afa rúmum tveimur vikum fyrir andlátið. Við fórum yfir lands- málin líkt og svo oft áður. Á meðan bar amma á borð sínar sautján sortir um leið og hún tók þátt í umræðun- um með okkur. Við ræddum um vegastæði og göng, pólitíkina, liðna tíma og hina ýmsu áfanga og áorðin verk, sem sum hver voru unnin fyrir tilstuðlan og forgöngu afa. Fram á síðasta dag var hann enn í eldlínunni og leyfði hann mér ávallt að fylgjast með. Hann vissi sem var að áhugi minn á störfum hans og verkum var mikill og hafði alltaf ver- ið. Mér þótti ávallt mikið til þess koma að fá að umgangast hann og vera í kringum hann og gestina sem bar að garði, sem oftar en ekki voru þingmenn og ráðherrar. Fannst mér afar tilkomumikið að afi minn væri þingmaður. Það var enda frægt í fjölskyldunni er ég var inntur eftir því, 3ja ára gamall, hvað ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði stór. „Stór og feitur eins og afi og fara á þing,“ var svarið. Afi fylgdist grannt með mér líkt og hinum barnabörnunum. Hann var áhugasamur um manns eigin vel- gengni og fylgdist af áhuga með skólagöngunni og öðru sem maður tók sér fyrir hendur. Þrátt fyrir að á stundum virtist sem hann hefði meiri metnað fyrir manns eigin hönd en maður sjálfur, þá var aldrei um neina pressu að ræða af hans hálfu. Það að alast upp í návist jökla mót- aði afa og varð eflaust kveikjan á áhuga hans á jöklum og jarðvísind- um. Ein af ferðum okkar til Reykja- víkur var skömmu eftir Gjálpargosið 1996. Báðir vorum við dolfallnir yfir allri dýrðinni er við ókum yfir Skeið- arársand, en eflaust fór ýmislegt í gegnum huga afa á leiðinni. Hann hafði aflað sér nokkurrar þekkingar á jöklum og jarðvísindum og hafði lagt það til nokkrum árum áður á Al- þingi að koma upp rannsóknarstöð í jöklavísindum er hefði aðsetur í Öræfum, enda taldi hann að mörgum spurningum væri enn ósvarað um áhrif íslenskra jökla á náttúrufar landsins. Rannsóknarstöðin var honum hug- leikin fram á síðasta dag og hafði hann áform um að koma slíkri stöð upp, en nær bernskuslóðum sínum en upphafleg áform stóðu til. Þróttur og hans og þrek dvínaði þó síðustu dagana svo ekki varð úr að hann fengi að sjá hana rísa. Það verður þó að teljast Guðs gæfa að hann fengi hvíldina. Það hefði ekki verið afa samboðið að taka þátt í lífinu öðruvísi en eins og hans verður minnst, dug- miklum og blátt áfram! Auk þess að minnast afa með sökn- uði leitar hugur minn óneitanlega til ömmu þessa dagana. Hún hefur ávallt verið klettur við hlið afa. Auk eljusemi, dugnaði og fastheldni afa er velgengni hans ekki síður styrkri stoð og stuðningi ömmu að þakka. Megi Guð vera með þér amma mín og gefa þér styrk í allri sorginni. Ólafur Páll. Ég mun alltaf muna eftir afa sem mjög góðum og heiðarlegum manni, hann var mér mikil og góð fyrir- mynd. Þegar ég hugsa til afa koma ótal hlutir uppí huga minn. Það væri ógerlegt að fara að telja upp alla þá hluti sem ég gerði með honum, en ætla ég að nefna nokkra. Alltaf um verslunarmannahelgi nú hin seinni ár fóru allir Seljavallamenn og nokkrir fleiri í óvissuferð þar sem afi var í fararbroddi. Þetta voru ógleym- anlegar ferðir en urðu því miður ekki mjög margar. Ég man alltaf svo vel eftir því að hann stoppaði við hverja einustu plöntu og útskýrði hana fyrir okkur, þó mest fyrir yngstu kynslóð- inni. Afi kenndi mér margt og nýtti ég mér þekkingu mína á fótbolta til hins ýtrasta við að launa honum kennsl- una. Við eyddum ófáum stundum niðri í sjónvarpsholi horfandi á „þennan blessaða fótbolta“ eins og hún amma segir alltaf, og það var undantekningarlaust kaffi og með því, eftir hvern leik. Það er einnig ótrúlegt þegar maður lítur í átt að Seljavöllum og rennir huganum til þess að fyrir 53 árum komu afi og amma hér að óbrotnu landi og afi byrjaði að grafa fyrir íbúðarhúsinu þeirra með stungureku. Til þess hef- ur þurft mikinn dugnað og kjark. Eins og ég sagði áðan þá var afi af- skaplega góður maður og gaf sér allt- af tíma í að kenna mér eitthvað nýtt. Afi kenndi mér marga hluti en mig langar sér í lagi að nefna þá þrjá fyrstu sem koma upp í huga minn. Hann kenndi mér að keyra, fór ég alltaf með hann sama bíltúrinn hvern einasta dag og stundum tvisvar sama dag. Afi kenndi mér líka að tefla og með góðri hjálp hans og pabba er ég orðinn þokkalegur skákmaður. Síð- ast en ekki síst vil ég nefna plöntu- sáningu og þó að það séu líklega ein 5 ár síðan ég sáði síðast plöntu man ég nákvæmlega upp á hár hvernig mað- ur ber sig til við það og þá sér í lagi við lúpínusáningu, sem afi var óend- anlega duglegur við. Um leið og ég þakka afa fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an bið ég góðan guð að varðveita ömmu og styrkja hana á þessari sorgarstundu. Egill Eiríksson. Afi var mjög sérstakur maður og flestir þekkja hann fyrir störf hans á opinberum vettvangi, en ég þekki hann best fyrir það hvernig afi hann var og hvað hann var mikils virði fyr- ir okkur sem stóðum honum næst. Eins og flestir ef ekki allir vita þá var hann mikið fyrir landgræðslu og fengum við barnabörnin að taka þátt í því áhugamáli með honum. Hann tók upp á því að sá lúpínu í reit upp við fjall eins og við köllum það. Það var að sjálfsögðu enginn smá reitur, sem var honum líkt. Okkur fannst hann allavega alveg nógu stór þegar við fórum með honum og tíndum stærsta grjótið og plöntuðum heilum ósköpum af plöntum. Mér fannst þetta ekkert sérstök iðja á meðan á því stóð en í dag er ég ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem ég eyddi með honum þarna upp frá. Við vorum heilu dagana þarna með honum úti í guðsgrænni náttúrunni sem er nú með miklum fjólubláum blæ því lúpínan hefur sáð sér og vax- ið mikið seinustu ár. Hann sagði okk- ur skemmtilegar sögur, sérstaklega þegar við tókum okkur kaffipásur, því ekki vildi hann að neinn væri svangur. Þegar sáningunni á lúpínunni var lokið fórum við oft uppeftir og kíkt- um á árangurinn, löbbuðum um girð- inguna og athuguðum hvort það Egill Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.