Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
HLUTHAFAR breska íbúðalánabankans Bradford &
Bingley (B&B) hafa samþykkt útgáfu nýrra hlutabréfa
að verðmæti 400 milljónir sterlingspunda, rúmir 60
milljarðar íslenskra króna, í því skyni að styrkja eig-
infjárstöðu bankans. Í frétt BBC segir að bréfin verði
aðeins boðin núverandi hluthöfum, en greinendur efast
um að þeir nýti sér kaupréttinn þar sem markaðsverð
hvers hlutar sé lægra en þeir hlutir sem í boði verða.
Bréfin verða boðin á 55 pens á hlut og var markaðsverð
komið nálægt því verði um miðjan dag í gær. Hefur
gengið þá hækkað um nær 20% á einni viku en það fór
lægst niður í um 33 pens.
Moody’s lækkaði lánshæfismat B&B í byrjun júlí með
þeim afleiðingum að bandarískur fjárfestingasjóður
hætti við hlutafjárkaup í bankanum og gengi hrundi.
Hagnaður B&B minnkaði um helming á síðasta ári og
þurfti hann eins og aðrir að afskrifa verulegar fjár-
hæðir vegna hinna svokölluðu undirmálslána. Forstjóri
B&B, Steven Crawshaw, sagði af sér af heilsufars-
ástæðum í júní, degi áður en bankinn gaf út afkomu-
viðvörun. B&B er ekki eini breski bankinn sem finnur
fyrir fjármagnsskorti, því keppninautarnir Barclays og
Royal Bank of Scotland vinna líka að því að fá inn
meira fé. sigrunrosa@mbl.is
B&B gefur út ný hlutabréf
Reuters
Krísa Gengi bréfa í B&B var um 4 pund á hlut fyrir ári síðan en nánast í frjálsu falli síðan.
Hluthafar hafa samþykkt útgáfu 400 milljóna punda
(
6
8
9!"
:#$
04
/ 0 ,)
)
)0 &89:;
$1<&'%
+
; --/ ;2
%&
'
() *+
'
)), *+
'
-(
'
%( .)
'
/' 0)+1%2 3%
4&% *+
'
5*+62 )
'
7.) 3%
'
%
'
89
(*0* *
: ;:'.'
'
<0
'
=*
'
<2-
-5- >?"
'
(%(& <
(%(& 8(%*0 8@
) )
A< )
B
;
'
<2220
(
'
C%*(
'
+ -: 0-5-=
D(*< %*0*0 D'
/
'
/0+
;
'
> ? -
C
)+(
2
%.
E %) 2 5*+ %
G'$HG'??G
!##'?!!'!>G
IJ'!G?'"GG
"?J'!GI'HI"
G!$'IG"
G?'#GG'$$H
"JJ'!!$'!>?
>#!'#$"'?>H
!!'>??'##I
>'"J#'>$$
??'H">'J>J
!'!$?'!H#
I'"J"'JH>
H"H'HJG
#JI'J#$
G'JI#'>$!
!J#'!H"'G?J
#!'?H$'$$$
?KJ?
"K?"
G#KH$
?K>>
!"K$$
!#K>$
!?K""
H!?K$$
G>K$$
J?KG$
>K$$
IK"!
!K""
J?KI$
!I"K$$
!#I"K$$
G$$K$$
!>JK"$
#"?"K$$
!$K$$
?KI!
"KH$
G#KI"
?K>?
!"K!$
!#K"$
!?KH"
H!JK$$
G>K!"
J?KJ$
>K!!
IK"H
!K"H
JHKH$
!KG$
!IJK$$
!"$$K$$
G$>K$$
!#!K$$
GGK$$
JK"$
#??$K$$
"K"$
;%
,
)+(
>
>#
>I
#>
#
"
##
>?
"
>
!G
#
>
G
!
?
!$
>
2(2
,
)',
!H'H'G$$J
!?'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
I'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!H'H'G$$J
!?'H'G$$J
?'!G'G$$H
>'?'G$$J
!H'H'G$$J
!"'H'G$$J
H'>'G$$J
ÞETTA HELST ...
● GENGI nær allra félaga í Kauphöll
Íslands hækkaði í gær og endaði úr-
valsvísitalan í 4.157 stigum sem er
hækkun um 1,4%. Heildarveltan
nam um 20 milljörðum, þar af voru 2
milljarðar í hlutabréfum.
Mest hækkun varð á gengi bréfa í
Exista, um 4,8% og Atlantic Airways
um 4,5%.
Eina lækkunin var hjá Alfesca, um
0,3% en bréf Eimskipa og Teymis
stóðu í stað. sigrunrosa@mbl.is
Hækkun í kauphöllinni
BEIN fjárfesting Íslendinga erlendis
hefur aldrei verið meiri en á síðasta
ári er fjárfestingin nam 873 millj-
örðum.
Samtals nam fjárfesting Íslendinga
erlendis 1.732 milljörðum í lok árs
2007 og hefur sautjánfaldast síðan
2002 er erlend fjárfesting Íslendinga
nam einungis 101 milljarði.
Aukin alþjóðavæðing
Tölurnar bera glöggt vitni um útrás
og alþjóðavæðingu íslensks hagkerfis
á síðustu árum. Af tölunum að dæma
virðist svokölluð undirmálakrísa hafa
haft óveruleg áhrif á erlenda fjárfest-
ingu á seinasta ári. Fjárfesting í fjár-
málastarfsemi var fyrirferðarmest á
seinasta ári og nam 477 milljörðum.
Samtals eiga Íslendingar 588 millj-
arða í fjármálastofnunum erlendis.
Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi
hefur einnig aukist hröðum skrefum.
Erlend fjárfesting á Íslandi nam 233
milljörðum á seinasta ári. Samtals
nam erlend fjárfesting á Íslandi 744
milljörðum í lok árs 2007; af erlendri
fjárfestingu er fjárfesting í eignar-
haldsfélögum og stóriðju fyrirferð-
armest. sjakobs@mbl.is
Fjárfesting erlendis
aldrei verið meiri
● OLÍUVERÐ heldur áfram að
lækka ört. Í gær fór verðið á fati af
hráolíu niður fyrir 130 dali í fyrsta
skipti um nokkurt skeið og kostaði
það um klukkan 20 að íslenskum
tíma 129,3 dali á markaði í New
York. Þar með lækkaði verðið um
nær 4% í gær og er það þriðji dag-
urinn í röð sem verð lækkar um
meira en 3%.
Eftirspurn eftir olíu hefur dregist
saman að undanförnu og er það
helsta skýringin á verðfallinu.
sverrirth@mbl.is
Fat af hráolíu
undir 130 dölum
● AFLAVERÐMÆTI íslenskra fiski-
skipa dróst saman um 2,1 milljarð
króna, 6,5%, á milli ára á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins. Alls nam verð-
mæti aflans á tímabilinu í ár 30,6
milljörðum króna samkvæmt tilkynn-
ingu frá Hagstofu Íslands.
Mestu munar um að aflaverðmæti
loðnu hefur dregist saman um 2,5
milljarða króna á milli ára en verð-
mæti þorskaflans um 700 milljónir
og karfa um 500 milljónir. Á móti
vegur að verðmæti ýsu- og kol-
munnaaflans hefur aukist töluvert á
milli ára. sverrirth@mb.is
Aflaverðmæti dregst
saman um 2,1 milljarð
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
MIKILVÆGT er að horft sé til
reynslu nágrannaríkja okkar af
skortsölu á verðbréfum sem og fyr-
irkomulags slíkra viðskipta þar.
Þetta er álit Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Nasdaq OMX á Íslandi,
Guðjóns Rúnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka fjármálafyr-
irtækja, og Hrafns Magnússonar,
framkvæmdastjóra Landssambands
lífeyrissjóða. Eins og fram kom í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær hefur Fjármálaeftirlitið haft
samband við kauphöllina, SFF og
LL og óskað eftir samstarfi um
hvernig sníða á ramma utan um
skortsölu hér á landi.
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að
við skoðum mjög gaumgæfilega
hvort setja eigi slíkar reglur hér á
landi eða ekki. Mér finnst skipta
langmestu máli að gegnsæi aukist.
Þessar reglur sem Bandaríkjamenn
eru að setja bjóða upp á það. Þær
fela í sér að skrá þarf sérstaklega
viðskiptagjörninga sem felur í sér að
gegnsæi eykst,“ segir Þórður en
bandaríska fjármálaeftirlitið hefur
skorið upp herrör gegn markaðsmis-
notkun, sem margir telja hafa átt
sinn þátt í hinni miklu lækkun hluta-
bréfamarkaða á undanförnum vik-
um, sem og falli fjárfestingarbank-
ans Bear Stearns fyrr á árinu.
Þórður segist
ekki hafa orðið
var við óeðlilega
skortsölu hér að
undanförnu.
Guðjón Rún-
arsson segir SFF
telja fullkomlega
eðlilegt að mál
þróist á svipaðan
hátt hér og í ná-
grannalöndunum en leggur áherslu
á að stíga þurfi varlega til jarðar í
þessum málum, sérstaklega hvað líf-
eyrissjóðina varðar. Alþingi frestaði
í vor afgreiðslu frumvarps um
verðbréfalán lífeyrissjóða. „Áður en
heimild til slíkra lána verður veitt
þarf að skýra regluverkið betur,“
segir Guðjón og Hrafn Magnússon
tekur í sama streng. „Markaðurinn
hefur verið mjög viðkvæmur og setja
þarf nánari reglur um skortsöluna,“
segir Hrafn og bætir við að mikil-
vægt sé að búa þannig um hnútana
að ekki sé hægt að bregða fæti fyrir
markaðinn.
Ramminn mikilvægur
Hafa á reynslu nágrannaríkjanna af skortsölu til viðmiðunar
við reglugerð að mati forsvarsmanna kauphallar, SFF og LL
Þórður Friðjónsson Guðjón Rúnarsson Hrafn Magnússon
GLITNIR til-
kynnti um viðbót
við útgáfu sérvar-
inna skuldabréfa
sem voru fyrst
gefin út í mars
2008. Fjárhæð út-
gáfunnar nú nem-
ur 9,2 milljörðum.
Útgáfan hefur
lánshæfismatið
AAA frá Moo-
dy’s. Skuldabréfin eru varin með
lánasafni íslenskra húsnæðislána.
Til að halda lánshæfismati frá Moo-
dy’s má heildarveðhlutfall ekki fara
yfir 71,5%. sjakobs@mbl.is
Lárus Welding
forstjóri Glitnis
Bréf Glitn-
is fá Aaa
Glitnir bætir við út-
gáfu skuldabréfa
VEGNA umfjöllunar Morgunblaðs-
ins um iPhone 3G barst ábending
frá Maclantic um hvernig Íslend-
ingar geti nálgast tækið með hag-
stæðari hætti. iPhone 3G er hægt
að kaupa opinn, þ.e. án þjónustu-
samnings í Belgíu hjá MobiStar á
525 evrur. Maclantic heldur úti vef
til að efla „makkasamfélagið“ þar
sem finna má ýmsar upplýsingar
um iPhone 3G. halldorath@mbl.is
iPhone 3G frá
Belgíu ódýrari
BANDARÍSKA
alríkislögreglan
FBI rannsakar
nú íbúða-
lánabankann
Indy Mac, sem á í
verulegum lausa-
fjárvanda vegna
vanskila þeirra
sem fengu lán, þó
þeir stæðust ekki
venjubundið
lánshæfismat.
Hjá BBC kemur fram að FBI vilji
ekki nafngreina bankann en nú sé
verið að rannsaka um 21 fyrirtæki
sem tengjast áhættusömu íbúða-
lánunum. sigrunrosa@mbl.is
FBI rannsókn
á bönkum
Lausfjárskortur
hjá Indy Mac
● ENN hægðist á hagvexti í Kína á
öðrum ársfjórðungi, og mældist
hann 10,1% á tímabilinu, vöxtur sem
flestar þjóðir væru allsáttar við.
Þrátt fyrir það verða þær raddir há-
værari innan Kína sem vilja að ríkið
grípi til aðgerða til að örva hagvöxt í
landinu, að sögn Wall Street Journal.
Meðal orsaka kólnunarinnar má
nefna jarðskjálftann í Sechuan-
héraði fyrr í sumar og aðstæður al-
mennt á erlendum fjármálamörk-
uðum.
Heldur dró úr verðbólgu á tíma-
bilinu og mældist hún 7,1% á árs-
grundvelli í júní, samanborið við
8,7% tólf mánaða verðbólgu í febr-
úar. bjarni@mbl.is
Kólnun kínverska hag-
kerfisins heldur áfram
Skortsala á sér stað þegar verð-
bréf eru tekin að láni og síðan
seld með von um að gengi þeirra
lækki. Síðan eru þau keypt til
baka og skilað og munurinn á
kaup- og sölugengi er hagnaður
fjárfestisins, að því gefnu að
söluverðið sé hærra en kaup-
verðið.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
ágæti skortsölu og víst má telja
að gagnrýnendum fjölgi, t.d. í
kjölfar umræðu um að markaðs-
misnotkun hafi verið að baki
hruni Bear Stearns í Bandaríkj-
unum. Skortsala er þó af öðrum
talin mikilvægt tannhjól í gang-
verki markaðarins þar sem hún
veitir aðhald.
Fari svo að fjárfestar telji
gengi skráðs félags vera orðið
of hátt eru þeir líklegir til þess
að fá hlutabréf í félaginu að láni
og skortselja þau. Þegar mark-
aðurinn verður var við að skort-
sala með bréf viðkomandi félags
eykst ætti gengi þess að leið-
réttast, þ.e. lækka. Þegar verðið
er orðið „rétt“ kaupa menn
bréfin til baka. sverrirth@mbl.is
Veitir markaðn-
um aðhald