Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 18
|föstudagur|18. 7. 2008| mbl.is daglegtlíf Nú er kominn sá árstími þegar grænmetishillur matvöru- verslana fara að svigna undan fersku íslensku grænmeti og erlenda grænmetið á að vera upp á sitt besta. Þá og einmitt þá er fátt hollara og betra á grillið. Guðbjörg R. Guðmunds- dóttir leitaði til þriggja veitingahúsa og falaðist eftir ein- hverju grænu og gómsætu á grillið. Glænýtt grænmeti á grillið Það var matreiðsluneminn Einar Jóhanns-son sem varð fyrir svörum á Domo.Hann notar gjarnan grænmeti á grillið, útbýr spjót með sveppum, papriku, lauk og kúr- bít, hefur með smá hvítlauksolíu og kryddar með salti og pipar. Einar segist annars helst grilla lambakjöt. Hann útbjó þó dýrindis máltíð á grillið fyrir lesendur þar sem vinsælu sætu kartöflurnar leika aðalhlutverkið. Sætkartöflubuff með rauðrófukúskús og spínati Sætkartöflubuff Fyrir 4 2 sætar kartöflur 1 egg 2 msk. hveiti 1 msk. rifinn parmesan-ostur 1 msk. kóriander 1⁄2 tsk. cumin-duft 2 msk. hvítlauksmauk salt og pipar Skrælið kartöflur og sjóðið. Setjið í skál og stappið með afganginum úr uppskriftinni. Mótið í buff, berið á olíu og grillið við frekar vægan hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Færið svo á efri hilluna svo buffið brenni ekki. Það má líka steikja buffin á pönnu í nokkrar mínútur og baka síðan í ofni við 180°C í um 10 mínútur, eftir þykkt buffsins. Rauðbeðukúskús Sjóðið rauðbeðusafa niður um helming og notið svo þann safa í staðinn fyrir vatnið eins og segir í uppskriftinni á kúskúspakkanum. Eldið samkvæmt leiðbeiningum að öðru leyti sem eru aftan á kúskúspakka. Balcamico vinagrette 2 hlutar olía 1 hluti balcamico 1 tsk. dijon-sinnep 4 kirsuberjatómatar, skornir í teninga Öllu blandað saman og vinagrettunni dreypt yfir réttinn í lokin. Spínat og Shitake-sveppir Spínatið er steikt í olíu á pönnu með salt og pipar og smá hvítlauksmauki. Shitake-sveppir steiktir í olíu með salti, pipar og hvítlauksmauki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Jóhannsson Notar gjarnan grænmeti á grillið. Litríkt Sætkartöflubuff með rauðrófukúskús og spínati. Sætu kartöflurnar í aðalhlutverki VEITINGAHÚSIÐ DOMO Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Ef einhver dýr eiga skilið að vera á launumhjá Reykjavíkurborg eru það kettirnirYlma og Flöffí, en þeir keppast við að tína rusl úr nágrenninu og flokka það fyrir eig- anda sinn, Guðlaugu Þorkelsdóttur. Þegar blaða- mann ber að garði í Grafarvoginum eru kisurnar steinsofandi eftir erfiðan sorphirðudag. „Það er aðallega Ylma sem er í ruslinu,“ segir Guðlaug. „Hún er að taka til fyrir Reykjavíkur- borg og mig líka. Hún er búin að vera í ruslinu í allt sumar en báðir kettirnir byrjuðu eftir áramót að safna rakettuprikum.“ Guðlaug er komin með dágott safn af rusli sem kisurnar kláru hafa kom- ið með í sumar. „Ég henti þessu fyrst en ákvað svo að safna ruslinu, ef ég hefði safnað frá byrjun væri hrúgan mun stærri.“ Guðlaug segir kettina skipta með sér verkum í sorphirðunni. „Flöffí kemur með einangrunar- plast sem ég vona að hann sé ekki að stela frá ná- grönnunum,“ segir Guðlaug og hlær. „Ylma kem- ur bæði með greinar og annað plastrusl eins og nammibréf. Hún flokkar ruslið samviskusamlega, setur greinarnar fyrir framan ruslið og nammi- bréfin á rúmið mitt. Hún veit að við flokkum rusl- ið okkar á þessu heimili og vill hjálpa til. Mér finnst hún eigi að fá spes tunnu frá borginni því hún er svo dugleg.“ Það er ekki amalegt að eiga svona duglegar og sætar kisur og blaðamaður kveður Ylmu og Flöffí með virktum, handviss um að þær eigi eftir að fegra umhverfi sitt meira í sumar. gæludýr Flokkunarkerfið Guðlaug Þorkelsdóttir með ruslið sem kettirnir hafa safnað. Kettirnir flokka rusl fyrir Reykjavíkurborg Dóra Svavarsdóttir grillar gjarnangrænmeti og segir að grillaða græn-metissalatið sem hún gefi uppskrift að með steikinni sé í miklu uppáhaldi á sínu heim- ili. Hún býður lesendum upp á eggaldinsteik á ítalska vísu með grilluðu grænmeti og toppar svo máltíðina með innigrilluðum banönum með súkkulaði í eftirrétt. „Mér finnst líka gott að marinera tófu. Þá pressa ég vökvann úr því í um klukkustund og krydda svo eða legg í marineringu. Stundum nota ég soja, engifer og hvítlauk sem mariner- ingu en líka bara þá legi sem ég nota á kjöt. Það er að hennar sögn ekki oft boðið upp á grillaðan mat á veitingastaðnum Á næstu grösum en kemur þó fyrir. Eggaldinsteik með grænmeti Grænmetissalatið góða 2 rauðar paprikur 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 1 dl eplasafi ½ dl tómatpurra 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar og rauðlaukinn í hringi. Veltið grænmetinu upp úr olíu og grill- ið í bakka á vel heitu grillinu. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma á að hita í potti tómatpúrru, rúsínur, eplasafa og ólífur. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér eða með brakandi salati, eggaldinsteik og brauði Eggaldin- steik á ítalska vísu Á NÆSTU GRÖSUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.