Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 9 FRÉTTIR BANN Þingvallanefndar við þyrlu- flugi í þjóðgarðinum í sumar var ákveðið á fundi fyrir síðustu helgi og segir Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, að ekki verði flogið yf- ir svæðið nema með hennar leyfi og sé bannið byggt á heimild í Þingvalla- lögum. Formsatriði sé að hafa sam- band við Flugmálastjórn, sem virðist leggja annan skilning í bannið en nefndin. „Landeigandi getur ekki bannað að það sé flogið yfir landið hans,“ segir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, sem tel- ur Þingvallanefnd ekki hafa vald til að banna allt þyrluflug yfir svæðinu. „Það er Flugmálastjórn Íslands sem stjórnar loftrýminu,“ bætir hún við til útskýringar. Lendingar og lágflug undir 500 fetum geti landeigendur komið í veg fyrir, en meira mál sé að banna flug í almennri flughæð. Valdísi er ekki kunnugt um nein svæði á Íslandi þar sem flug er alveg bannað, slíkt hafi þó til dæmis verið gert í tengslum við heræfingar. Ef vilji sé hjá nefndinni til að banna flugið þurfi hún að senda beiðni til Flugmála- stjórnar, sem síðan taki ákvörðun í framhaldinu. andresth@mbl.is Getur Þingvallanefnd bannað þyrluflug? Flugmálastjórn kannast ekki við bann Bannað? Þyrlur eru sumum til ama. Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Skipulagsmál hafa verið fyrirferðarmikil undanfarið á Ak- ureyri og fyrir vikið hefur orðið „verktakalýðræði“ verið áberandi í máli manna, þegar talið berst að þessum efni. Eitt umdeildasta málið tengist Undirhlíðarreit, sem er mýr- lendi. Nýverið samþykkti Ak- ureyrarbær deili- skipulag sem heimilar fyrirtæk- inu SS Byggi að reisa þar um 57 íbúðir í háum hús- um og 5 einbýlis- hús. Anna Ólafs- dóttir er íbúi í Holta- og Hlíðarhverfi, sem er í nánd við reitinn, og segir að íbúalýðræði sé ábótavant í bænum: „Okkur finnst eins og það hafi sannað sig í þessu máli að allt þetta tal um íbúalýðræði er bara orðin tóm. Það er notað á tyllidögum en virkar ekki þegar það á að virka.“ Anna segir að samskipti bæjaryf- irvalda við íbúa hverfisins hafi verið fáleg og tómleg. Þannig hafi skipu- lagsstjóri bæjarins til dæmis óskað eftir umsögn hverfisnefndarinnar um deiliskipulagstillögu SS Byggis fyrir ári. Eftir að nefndin sendi umsögnina fékk hún hins vegar enga formlega afgreiðslu. Háhýsin ekki heima í hverfinu Athugasemdir og umsagnir hverf- isnefndar og íbúa sem hafa mótmælt deiliskipulaginu hafa ætíð verið þau sömu: háhýsin sem eiga að innihalda íbúðirnar 57 eigi ekki heima í hverf- inu, að þau stingi um of í stúf við byggðina sem fyrir er. Þessar um- sagnir og athugasemdir hafa hins vegar verið hundsaðar að mati Önnu. Að auki átelur Anna að engar rann- sóknir hafi verið unnar á því hvort bygging háhýsa í mýrlendinu breyti grunnvatnsstöðu í kringum deili- skipulagsreitinn. „Okkur er umhugað um réttarör- yggi okkar,“ segir Anna. „Hvað mun gerast ef húsin eða göturnar síga ef grunnvatnsstaðan breytist? Hver myndi bæta það? Að okkar mati tryggja kvaðirnar sem settar eru á lóðarhafann engan veginn réttar- öryggi okkar.“ Anna segir að meira en 400 íbúar hafi í athugasemdum lýst sig andvíga háhýsum á reitnum. Og hún hefur merkilega sögu að segja af einu breytingunni sem gerð hefur verið á deiliskipulaginu eftir að íbúar höfðu mótmælt því undangengið ár: „Fyr- irhuguðum íbúðum á reitnum var fækkað úr 70 í 57, en það var einn íbú- anna í hverfinu sem vakti fyrst at- hygli á að það væri reikningsskekkja í deiliskipulaginu. Skv. aðalskipulagi á þéttleiki byggðarinnar að vera 15- 25 íbúðir á hektara. Svæðið er rétt rúmir 2 hektarar og því hefðu 70 íbúðir brotið gegn aðalskipulaginu. Að öðru leyti fékk verktakinn að gera nákvæmlega það sem hann vildi. Ekkert tillit var tekið til athuga- semda okkar íbúanna.“ Anna segir jafnframt að málinu sé ekki lokið: „Við munum skoða hvort það séu einhverjir möguleikar ótæmdir í stöðunni og nýta þá sem eru til staðar.“ Skipulagsnefnd kemur að hönnun húsanna „Þetta mál er búið,“ segir Jón Ingi Cæsarsson, formaður skipulags- nefndar Akureyrarbæjar. „Bæj- arstjórnin hefur samþykkt tillöguna að deiliskipulaginu sem er algjörlega í samræmi við aðalskipulag. Biblía okkar er aðalskipulagið sem er stefnumörkun bæjarstjórnar til 2018.“ Hann segir jafnframt ekkert ákveðið um hvort þar verði reist há- hýsi eða ekki: „Það eina sem búið er að ákveða er hver íbúðafjöldinn verð- ur á svæðinu, við vitum ekkert hvern- ig húsin munu líta út.“ Jón Ingi segir ennfremur að skipulagsnefndin muni hafa hönd í bagga með hönnun húsanna: „Við ætlum að sjá til þess að þarna verði reist hús sem fara eins vel í umhverfinu og hægt er.“ Verktakalýðræði?  „Íbúalýðræði er orðið tómt,“ segir íbúi á Akureyri  Aðalskipulagið er biblían segir formaður skipulagsnefndar Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Umdeildur Undirhlíðarreiturinn á Akureyri er enn afskaplega umdeildur, þótt bæjarstjórn hafi ákveðið að þar megi SS Byggir byggja 57 íbúðir. Athugasemdir íbúa Holta- og Hlíðahverfis voru hundsaðar að mati Önnu Ólafsdóttur. ÓSKAR Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður á Selfossi, hefur sérhæft sig í málum sem tengjast byggingar- og skipulagsmálum. Hann segir málið um Undirhlíðarreitinn tilheyra hættulegri þróun: „Við höfum mörg dæmi um mál hér á landi þar sem yfirvöld gera samn- inga við einkaaðila sem sjálfir sjá um að gera deiliskipulag. Í þessum mál- um hefur þróunin verið sú að hagsmunir lóðarhafa eða verktakans eru látnir ráða. Lífsgæði eins eru tekin fram yfir lífsgæði annarra, á meðan markmið skipulagslaga er að tryggja öryggi almennings líka.“ Óskar segir að yfirvöld séu í slíkum málum undir pressu frá verktökum sem hafi keypt lóðir til að skipuleggja sem mest og fá sem mest út úr hverju verkefni. Það heyri til undantekninga að skipulagsyfirvöld standi á bremsu í svona málum, en þess finnist þó dæmi. Hættuleg þróun Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 Útsala - útsala ÚTSALAN Í FULLUM GANGI ...ENN MEIRI AFSLÁTTUR Fatnaður; frábær merki og flott hönnun: 40%-50%-70% Aerosoles skór; ótrúlega þægilegir: 40% Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 rvk GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Skeifan 3j · Sími 895 8966mánudaga - föstudaga 10-18laugardaga 9-16Opið Mikið úrval af blómapottum í öll um stærðum og gerðu m Stórir pottar lítið verð Erum flutt í skeifuna Hágæða Kínverskt postulín Anna Ólafsdóttir RÚMLEGA 40% landsmanna eru andvíg því að reist verði álver í Helguvík en 36% eru því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun sem Capa- cent Gallup framkvæmdi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð. 18,9% landsmanna reyndust mjög fylgjandi álverinu en 26,2% mjög andvígir. Einnig var falast eftir afstöðu heimamanna á Suðurnesjum. Þar reyndust rúmlega 65% heimamanna fylgjandi framkvæmdinni en tæp- lega 22% andvíg henni. 43,2% reynd- ust mjög hlynnt og 13,9% mjög and- víg. Í fréttatilkynningu frá VG segir að niðurstöður könnunarinnar séu afdráttarlausar, af henni megi sjá að meirihluti landsmanna hafni áfram- haldandi stóriðjuframkvæmdum. Þó svo að meirihluti íbúa á Suð- urnesjum sé fylgjandi álversfram- kvæmdum í Helguvík megi lesa um- talsverða andstöðu eða efasemdir heimamanna út úr niðurstöðunum. Könnunin var framkvæmd í seinni hluta júnímánaðar sl. og náði til 1200 manns á öllu landinu auk 200 manna aukaúrtaks af Reykjanesi. jmv@mbl.is Fleiri eru andvígir álveri í Helguvík 65% Suðurnesjamanna fylgjandi   ! "  #"$%&'% (  )  * )  ,-./-0 123-- 4 123-.--5 -- --6 27 +,% - /, 0 / - 1 $23 45$53 1$43 61$43 $63 74$ 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.