Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
fullyrði að Egill hafði mikil áhrif á
stefnu og skoðanir Sjálfstæðis-
flokksins á þingferli sínum. Það sem
gerðist eftir síðustu kosningar, að
færa Landgræðsluna og Skógrækt
ríkisins burt úr landbúnaðarráðu-
neytinu, hefði ekki verið auðsótt
meðan hans naut við.
Það var skemmtilegt að starfa
með Agli Jónssyni í landbúnaðar-
nefnd Alþingis, hvort sem maður var
í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þekk-
ing hans og metnaður, bæði fyrir
byggðum, sjávarútveginum og ekki
síst landbúnaðinum var mikil. Að
skapa bændum sóknarstöðu og
öruggt starfsumhverfi var honum
mikið mál. Hann var rammíslenskur
og unni öllu sem íslenskt er og ekki
síst landinu okkar kæra. Egill lagði
mikið upp úr því sem formaður
nefndarinnar að fara um landið með
nefndarmenn, hitta bændur, halda
fundi, fara yfir ný og mikil tækifæri.
Fundir hans voru oft langir og um-
ræðan og upplýsingarnar sem fram
komu höfðu sín góðu áhrif.
Egill var sókndjarfur, bjartsýnn
og harður í horn að taka, þegar hug-
sjónir hans og lífsskoðanir voru ann-
ars vegar. Þegar hallaði á bændur
og byggðir sparaði hann ekki stór
orð og lagði til pólitísk úrræði, hann
talaði við drengina sína, eins og hann
nefndi ráðherrana stundum, með
orðum sem hver maður skildi.
Heima á Seljavöllum rak hann metn-
aðarfullt stórbú með sínu fólki, bú í
fremstu röð. Það var gaman að vera
gestur Dóru og Egils á höfuðbólinu
Seljavöllum, þau unnu sveit sinni og
nutu þess að sýna vinum sínum und-
ur og fegurð Austur-Skaftafells-
sýslu. Egill er mér ógleymanlegur
við þessar aðstæður, hann var hér-
aðshöfðingi, vinur og baráttumaður
austur þar. Við fráfall hans hefur
orðið héraðsbrestur, sterkur mál-
svari og höfðingi er horfinn á braut.
Ég þakka samstarf okkar af heil-
um hug það var mér bæði vegvísir og
lærdómur að vinna með Agli. Enn
fremur þakka ég að leiðarlokum
hreinskilnina í blíðu og stríðu, ekki
síst ógleymanlegar gleðistundir og
fundi á vegum landbúnaðarnefndar
og Byggðastofnunar sem urðu að
stórum ævintýrum sem snerust um
tvennt, að gleðjast og ná árangri fyr-
ir land og þjóð. Hafðu heila þökk,
Egill á Seljavöllum, fyrir þitt lífs-
starf og góða vilja til að bæta hag
allra landsmanna og ekki síst bænda
og standa vörð um mikilvægan at-
vinnuveg sem ber nú hróður Íslands
um víða veröld.
Við Margrét þökkum ykkur Dóru
fyrir allar góðu samverustundirnar,
þær eru geymdar en ekki gleymdar.
Við vottum þér, Dóra mín, og fjöl-
skyldu þinni samúð okkar.
Guðni Ágústsson.
Í alþingiskosningunum 1979
komu þau úrslit mest á óvart, að við
Egill Jónsson skyldum ná kosningu
sem fjórði og fimmti landskjörinna
þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Við
höfðum þekkst áður, en nú hófst
með okkur náin samvinna, sem á
næstu árum þroskaðist í vináttu.
Mér var ómetanlegur styrkur að
stuðningi hans og hollráðum í störf-
um mínum sem landbúnaðar- og
samgönguráðherra. Sérstaklega er
mér minnisstæð traust varðstaða
hans um hagsmuni bænda og ís-
lensks landbúnaðar í tengslum við
samningana um evrópska efnahags-
svæðið. Hann var þá formaður land-
búnaðarnefndar og hafði sitt fram í
náinni samvinnu við Björn Bjarna-
son, sem þá var formaður utanrík-
isnefndar, en Alþýðuflokkurinn varð
undan að láta.
Egill varð meðal áhrifamestu
þingmanna. Hann var gagnkunnug-
ur atvinnuháttum á landsbyggðinni
og átti traust sveitarstjórnarmanna í
sínu kjördæmi. Hann skildi flestum
betur þýðingu góðra samgangna.
Hann var mikill baráttumaður fyrir
því að ljúka hringveginum og ég get
ekki stillt mig um að geta þess, að
það er meira en vafasamt að jarð-
göng væru komin um Almannaskarð
nema fyrir málafylgju hans við þá-
verandi forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, sem tók af skarið um fram-
kvæmdina.
Í Búnaðarbálki leggur Eggert
Ólafsson þessi orð í munn bóndans:
… nýt ég aðeins míns erfiðis
og landið hefir menjar þess.
Mér þykir fara vel á að rifja upp
þessar hendingar, þegar ég hugsa til
ræktunarmannsins Egils á Seljavöll-
um. Snar þáttur í þjóðmálabaráttu
hans snerist um landvernd og land-
græðslu. Hann bjó yfir víðtækri
þekkingu á eðli og náttúru jöklanna.
Sú endurminning er okkur Krist-
rúnu kær, þegar hann gekk með okk-
ur upp að jökulröndinni og sýndi
okkur landið koma undan jöklinum,
en gróðurnálarnar stungu sér upp úr
rökum sverðinum. Hann beygði sig
niður og gældi við þær með sínum
þykku fingrum.
Egill var frumkvöðull að hinu
mikla átaki við uppgræðslu Skógeyj-
arsvæðisins. Þangað fór hann gjarna
með gesti sína til að sýna þeim,
hvernig hægt er að hemja jökulvötn
og stöðva gróðureyðingu, ef rétt er
að verki staðið. Þar sem áður var
eyðisandur er Skógey nú ein af feg-
urstu gróðurvinjum landsins. Og enn
er frá því að segja, að hann tryggði
fjárveitingar til að kaupa gervi-
tunglamyndir, sem gáfu heildar-
mynd af gróðurfari landsins og eru
forsendan fyrir nútímagróðurkort-
um, gróðurvernd og uppgræðslu.
Egill var mikill fjölskyldumaður.
Og aldrei hugsa ég svo til hans, að
Halldóra sé ekki við hlið hans. Svo
samrýmd voru þau og svo hlýtt með
þeim. Og það er líka skýringin á því,
hversu miklu Egill kom í verk, að
Halldóra var í verkinu með honum.
Þau voru höfðingjar heim að sækja
og höfðingjar í sinni sveit. Og Egill
síðasti bændahöfðinginn á Alþingi.
Halldór Blöndal.
Fyrir rúmum sautján árum voru
þrír þingmenn á heimleið yfir
Hornafjarðarfljót að afloknum fagn-
aði í tilefni af sextugsafmæli Egils
Jónssonar. Ungur maður sem var
með í för komst þá þannig að orði, að
nú skildi hann fyrst hvaða merkingu
orðið sveitarhöfðingi hefði í raun og
veru. Sveitarhöfðingi; það var Egill
Jónsson í orðsins fyllstu merkingu.
Af atorku hans og djúpum skiln-
ingi á hagsmunum sveitafólksins
leiddi eins og af sjálfu sér að hann
var valinn til margvíslegra trúnaðar-
starfa. Í tvo áratugi sat hann á Al-
þingi. Á þeim vettvangi reyndist
hann farsæll og einarður málsvari
fólksins á landsbyggðinni. Egill
Jónsson vísaði sjaldan til kjósenda
sinna með þeim orðum; þeir stóðu
honum svo nærri að honum þótti fara
betur á að segja: „Fólkið mitt.“ Hann
vissi gjörla hvar rætur hans lágu.
Amboð stjórnmálamannsins nýtti
hann til þess að vinna fólkinu sínu
gagn.
Hugur Egils Jónssonar var allur
bundinn við þau verkefni sem hann
axlaði ábyrgð á. Hann var vakinn og
sofinn yfir þeim. Það fundum við
samverkamenn hans í daglegu starfi.
Hitt gat ekki heldur farið framhjá
neinum sem honum kynntist, að
hann ræktaði garð fjölskyldunnar af
metnaði og með alúð og stolti. Allt
þetta gerði hann að einstökum
manni í viðkynningu.
Egill Jónsson sótti mál sitt fast en
aldrei með yfirgangi. Hann var
traustur og heill í samstarfi. Með
honum er genginn drengskaparmað-
ur sem var ánægjulegt að kynnast og
gott að eiga að meðhaldsmanni.
Heimsóknir til þeirra hjóna, hans og
Halldóru, að Seljavöllum voru góðar
stundir. Þar ríkti jafnan glaðvær
andi og hlýja sveitarhöfðingjans í
bland við hógvært og létt fas hús-
freyjunnar.
Þegar Egill Jónsson fer í dag
hinstu vegferð sína sér fólkið hans
eftir góðum vini. Sá arfur megnar nú
helst að lyfta hugum þeirra sem
næst honum hafa staðið.
Þorsteinn Pálsson.
Egill Jónsson
Fleiri minningargreinar um Egil
Jónsson bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝ Sverrir Her-mannsson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Akureyri 30.
mars árið 1928.
Hann lést á dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 12. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Hermann
Jakobsson, f. á Húsa-
bakka í Að-
aldælahreppi í S-
Þing. 10. des. 1894 ,
d 2. maí 1958 og
Magðalena Guðrún
Magnúsdóttir, f. á Akureyri 27.
mars 1901, d. 1. apríl 1981. Af
fimm systkinum Sverris er María
ein á lífi, en látin eru Hilmar,
Brynja, Björn og Jón.
Eiginkona Sverris er Auður
Halldóra Jónsdóttir, f. í Keflavík
12. nóv. 1931. Foreldrar hennar
voru Jón Brandsson, f. á Þórkötlu-
stöðum í Grindavík 1. okt. 1886, d.
22. feb. 1977 og Magnea Steinunn
Jónsdóttir, f. í Stóru-
Vogum í Vatnsleysu-
strandarhreppi 11.
júní 1892, d. 31. okt.
1934. Dóttir Sverris
og Auðar var Katr-
ín, f. á Akureyri 25.
okt. 1950, d. 19. apríl
1998. Hennar maður
var Jón Ásmunds-
son, f. 15. ágúst
1949, sonur Ás-
mundar Aðalsteins-
sonar og Guðrúnar
Jónsdóttur. Börn
Katrínar og Jóns
eru: a) Auður Elva, f. 19. jan. 1969.
M. Snæbjörn Magnússon, f. 25.
september 1963. Sonur Auðar er
Birkir Már. b) Guðrún Lilja, f. 12.
maí 1974. M. Sigurður Sigurðsson,
f. 4. maí 1970. Börn þeirra eru
Katrín og Nói. c) Sverrir Már, f.
30. jan. 1979.
Sverrir verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Höfðingi smiðjunnar er fallinn.
Hann var umvafinn gömlum húsum í
æsku og náði að þakka þeim fóstrið
þegar hann stálpaðist. Uppvaxtarár-
in var hann tíður gestur hjá ömmu
sinni í „Smiðjunni“, litlu gömlu húsi
við Ráðhússtíg. Þar átti hann góðu að
mæta og hann keypti Smiðjuna eftir
að hafa fest ráð sitt með Auði Jóns-
dóttur frá Keflavík.
Auður kom i sumarfrí til Akureyr-
ar, en ég sá til þess, að hún fór ekki
aftur, sagði Sverrir kíminn, þegar við
ræddum liðna daga, eitt sinn sem oft-
ar. Sverrir var ekki gamall þegar
hann byrjaði að smíða. Hann var sjö
ára þegar móðir hans færði honum
smíðatól, sem hann fór að dunda við á
stéttinni fyrir framan Nonnahúsið.
Þar fann hann þaksaum og fyrr en
varð feykti vindhviða til hans kross-
viðarplötu. Þar með gat Sverrir byrj-
að að negla og lífsstarfið var ráðið.
Ungur lærði hann húsasmíði og hóf
eigin rekstur, því hann lét illa að
stjórn. – Ég er sérvitur og það er
kostur, sagði hann sposkur og bætti
gjarnan við: – Ég hlusta á annarra
ráð og nýti það sem gagnlegt er, en
mín ráð reynast oftast betur! Fyrstu
starfsárin vann Sverrir gjarnan við
endurbætur á gömlum húsum og að
eigin sögn vann hann oft á þeim
skemmdarverk, eins og títt var á
þeim árum. Síðar opnuðust augu
hans fyrir gildi þessara húsa. Hann
tók þátt í að bjarga Laxdalshúsi frá
eyðileggingu, en það er elsta hús Ak-
ureyrar. Fjölmargar aðrar gamlar
byggingar á Akureyri og við Eyja-
fjörð urðu eins og stofustáss eftir að
Sverrir og hans völundar höfðu farið
um þær höndum. Þar með opnuðust
augu samborgaranna fyrir gildi
þeirra.
Þegar Sverrir hafði starfað við
húsasmíðar í nær hálfa öld þótti hon-
um nóg komið, enda þrekið tekið að
minnka. Þá tók hann til við að koma
upp smámunasafni, því Sverrir henti
aldrei neinu. Hann tók til við að
flokka það sem komið var og drjúgt
bættist við. Fyrr en varði var kapp-
inn kominn með yfir 20 þúsund muni
í gömlu útihúsin við Aðalstræti 38.
Öllu var haganlega komið fyrir með
útsjónarsemi, nýtni og hæfilegum
skammti af sérvisku. Stórkostlegt
safn, sem Sverrir ákvað að gefa
Eyjafjarðarsveit. Því var komið
smekklega fyrir í Sólgarði og mun
það geyma minningu Sverris um
ókomin ár. Enda ómetanlegt og ein-
stakt safn. Það trúa því fáir, sem
skoða safnið, að einn maður hafi
komið því heim og saman, að afloknu
ævistarfi við húsasmíðar.
Sverrir vildi hafa „kontról“ á sín-
um hlutum. Hann glímdi við Park-
inson-sjúkdóminn auk ellinnar og
þegar hann fann að degi var tekið að
halla gekk hann frá öllum sínum mál-
um og flutti í Hlíð, tilbúinn til lang-
ferðar. Þar var Auður fyrir, en MS-
sjúkdómurinn batt hana í hjólastól á
besta aldri. Hún lést í lok síðasta árs.
Einkadóttirin Katrín féll fyrir
krabbameini tæplega fimmtug. Nú
er smiðurinn farinn sömu leið og ef-
laust þegar byrjaður að reisa sér og
sínum hús fyrir handan. Það verður
kjörgripur í gamla stílnum.
Drottinn gefi dánum ró, en hinum
líkn, sem lifa.
Gísli Sigurgeirsson.
Í dag er til moldar borinn frá Ak-
ureyrarkirkju Sverrir Her-
mannsson, húsasmíðameistari og
safnari, en hann lést 12. júlí sl. Með
Sverri er genginn einstakur verk-
maður sem á sinni löngu og farsælu
starfsævi kom víða við í fagi sínu, en
þekktastur var hann fyrir endur-
byggingu og viðgerðir gamalla húsa
(t.d. Laxdalshúsið og Nonnahúsið á
Akureyri) og söfnunarástríðuna. Það
má til sanns vegar færa að ævistarfi
sínu hafi Sverrir sinnt af ástríðu
listamanns. Sú ástríða fékk einnig út-
rás í áhuga hans á söfnun ýmiss kon-
ar. Söfnunarástríðan varð til þess að
undirritaður, sem þáverandi sveitar-
stjóri í Eyjafjarðarsveit, átti með
honum stutta samleið síðustu árin.
Sverrir hafði leitað til sveitarfé-
lagsins í þeim tilgangi að kanna vilja
þess til að taka til varðveislu safn
hans sem var orðið mikið að vöxtum.
Þeirri málaleitan var vel tekið og
hinn 26. júlí árið 2003 var opnað í Sól-
garði þar í sveit „Smámunasafn
Sverris Hermannssonar“ en safnið
var gjöf hans og eiginkonunnar, Auð-
ar Jónsdóttur, til Eyjafjarðarsveitar.
Auður lést á sl. ári. Safnið er einstakt
í sinni röð. Þar má finna ótrúlegt og
fágætt úrval ýmiss konar verkfæra,
margs konar áhalda, muna, efnis-
hluta og margs fleira, sannkallað
smámunasafn þúsunda líkra sem
ólíkra hluta. Sverrir virðist hafa
haldið til haga nánast öllu sem upp í
hendur hans kom um ævina og þann-
ig varð safnið til, minnisvarði um
ótrúlega eljusemi.
Sverrir var ekki þeirrar gerðar að
láta stjórnast af tísku eða tíðaranda.
Sumir hafa vafalítið talið hann sér-
vitring. Honum lá það í léttu rúmi.
Hann hafði sínar skoðanir og sína
sannfæringu og fór ekki leynt með.
Hreinskilni var honum í blóð borin.
Það var vandi þeirra sem hana ekki
þoldu en ekki hans. Að vera sam-
kvæmur og trúr sjálfum sér var að-
alsmerki Sverris. „Engir tveir hlutir
í heiminum eru eins,“ sagði hann
gjarna þegar söfnun hans bar á
góma. Með sama hætti má fullyrða
að engir tveir menn í heiminum séu
eins og enginn maður eins og Sverrir
Hermannsson var. Mér er ljóst af
stuttum en ánægjulegum kynnum að
mærð og fagurgali var honum ekki
að skapi. Ég ætla því ekki, Sverrir
minn, að þreyta þig með slíku hjali.
Og ekki kann ég að rekja ævisögu
þína frekar. Hana má hins vegar lesa
í safni þínu sem vel má líkja við ævi-
sögu. Ævisögu manns, sem helgaði
líf sitt viðhaldi menningararfleifða og
hélt til haga smámunum úr lífi kyn-
slóða og tengdi með þeim hætti fortíð
og nútíð svo úr varð áþreifanleg og
myndræn frásögn. Ég vona að þeim,
sem falið hefur verið að varðveita
frásögn þína, takist það með þeim
hætti sem minning þín verðskuldar.
Það hlutverk er nú í höndum Eyja-
fjarðarsveitar sem ég vona og trúi að
telji sig ríkari en ella af gjöf ykkar
hjóna og ræki hlutverk sitt með
sóma.
Hafðu kæra þökk fyrir samfylgd-
ina. Nú liggja leiðir ykkar hjónanna
saman að nýju og færðu Auði þinni
kveðju okkar héðan að handan. Látið
ekki smámunina á eilífðarbrautinni
fram hjá ykkur fara, haldið þeim
saman ókomnum gestum til ánægju-
auka.
Bjarni Kristjánsson.
Sverri Hermannssyni kynntist ég
árið 1978 þegar Akureyrarbær fól
honum að annast viðgerð elsta húss
bæjarins. Húsafriðunarnefnd réð
mig til að leggja á ráðin um hvernig
viðgerðinni skyldi háttað og þar með
hófst samvinna okkar Sverris sem
stóð í mörg ár og spannaði viðgerð
nokkurra elstu húsa við Eyjafjörð.
Báðir vorum við á varðbergi í upp-
hafi. Sverrir var augljóslega ekki al-
veg tilbúinn að hlíta fyrirmælum sér
yngri manns þegar þau stríddu gegn
smíðahefðum.
Í friðuðum húsum er kappkostað
að endurnýja ekki meira af efni húss-
ins en brýnustu nauðsyn ber til.
Þetta krefst hins vegar oft meiri
vinnu og stríðir gegn venjulegum
handverksaðferðum smiða. Ég hlaut
að vera á verði gagnvart svo mótuð-
um og þvermóðskufullum manni sem
Sverrir var því náttúra hans bauð
honum að fara gegn fyrirmælum.
Smám saman jókst gagnkvæmt
traust okkar og við fórum að ganga í
takt. Þegar Sverrir dró sig í hlé frá
smíðastörfum var hann í þeim fá-
menna hópi smiða sem til fulls hafa
tileinkað sér aðferðir og afstöðu sem
hæfir þeim menningarminjum sem
friðuðu húsin eru.
Sverrir var sérvitringur, frumleg-
ur í hugsun og að ýmsu leyti forn.
Hann var fullur af tiktúrum sem
hann gerði sjálfur grín að og var síð-
ur en svo að fara í felur með. Að
stórum hluta til voru þær full alvara
og einlægur þáttur í daglegu lífi en á
hinn bóginn voru þær líka leikur að
því að skemmta sér og öðrum.
Söfnunarárátta Sverris, sem birt-
ist almenningi í Smámunasafninu
sem kennt er við hann, var líklega sú
tiktúra hans sem flestum er kunnug.
Tungutak Sverris var líka frumlegt
og þar birtist líka söfnunarárátta
hans. Hann leitaðist við að halda til
haga því tungutaki sem hann hafði
alist upp við og orðfæri um smíðar
sem hann hafði kynnst ungur.
Í minningargrein um Sverri verð-
ur ekki hjá því komist að nefna trú-
mennsku hans og alúð í garð þeirra
verkefna sem hann tók sér fyrir
hendur. Í svefni og vöku var hann að
gíma við smíðaverkefni sín. Verkefn-
in áttu hug hans allan og engum var
betur treystandi til þess að takmarka
framkvæmdir við það fé sem var til
ráðstöfunar hverju sinni. Aldrei var
farið fram úr fjárveitingum. Það kom
einfaldlega ekki til greina.
Sverrir hafði þróað afstöðu sína til
friðuðu húsanna á um það bil tveimur
áratugum. Nokkrum árum áður en
hann dró sig í hlé hóf hann að und-
irbúa starfslok sín með því að kenna
og ala upp þann sem skyldi taka við
starfi hans og búa að þeirri þekkingu
og reynslu sem hann hafði aflað sér.
Kristján Pétursson vann með Sverri
seinustu starfsárin hans og með þeim
tókst vinátta og mjög náið samstarf.
Sverrir miðlaði af reynslu sinni og
Kristján nam. Það var engu líkara en
að USB-snúra væri milli þeirra.
Kristján lést alltof snemma og þjóð-
minjavarslan í landinu bar því miður
ekki gæfu til þess að meta sem skyldi
viðleitni þeirra að tryggja að reynsla
og handverkskunnátta gæti borist
frá kynslóð til kynslóðar.
Fyrsta áratuginn eftir að sam-
vinna okkar Sverris hófst stundaði
hann fjárbúskap í tómstundum. Á því
sviði tilveru sinnar var hann jafn-
frumlegur og sérvitur og öllum öðr-
um. Kindur hans voru líka öðruvísi
en aðrar kindur, fallegri, gáfaðri og
frjórri.
Sverri kveð ég með söknuði og
mun minnast hans með þakklæti sem
frumlegs sérvitrings sem gaman var
að eiga samleið með.
Hjörleifur Stefánsson.
Sverrir Hermannsson