Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 47
Máttur kvenna i & ii
Háskólinn á Bifröst býður upp á rekstrar-
nám í fjarnámi fyrir konur sem hafa áhuga á
að bæta rekstrarþekkingu sína.
Markmið námsins er m.a. að gera konur í
atvinnurekstri hæfari til að reka fyrirtæki
sín, skapa fleiri störf á landsbyggðinni, auka
arðsemi fyrirtækja og að efla tengslanet
kvenna. Námskeiðið hefst með vinnuhelgi
á Bifröst en svo tekur við 3 mánaða kennsla
í fjarnámi . Náminu lýkur með vinnuhelgi
og formlegri útskrift.
Diplóma í verslunarstjórnun
Háskólinn á Bifröst býður upp á diplóma-
nám í verslunarstjórnun. Um er að ræða
tveggja ára starfstengt nám á framhalds-
skólastigi sem fram fer að mestu með
fjarnámi.
Markmið námsins er að auka hæfni og
þekkingu starfsfólks sem vinnur við verslun
og þjónustu. Að námi loknu útskrifast
nemendur með diplómapróf í verslunar-
stjórnun en það veitir rétt til frekara náms
við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst.
Rekstur smærri fyrirtækja
Auknar kröfur um aukið hagræði í rekstri og
skilvirka þjónustu fyrirtækja kalla á hald-
góða menntun rekstraraðila. Háskólinn á
Bifröst býður eigendum og rekstraraðilum
smærri fyrirtækja upp á sérhæft nám sem
svar við þeirri þörf sem skapast hefur á þeim
markaði sem smærri fyrirtæki starfa á.
Rekstur smærri fyrirtækja (RSF) er nám
sem þú getur stundað með vinnu og þannig
bætt þekkingu þína. Námið nýtist því frá
fyrsta degi í rekstri fyrirtækis þíns.
ALLAR
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
Á BIFROST.IS
FRUMGREINADEILD VIÐSKIPTADEILD LAGADEILD FÉLAGSVÍSINDADEILD
Diplóma í verslunarstjórnun
Máttur kvenna I og II
Rekstur smærri fyrirtækja
Áfram menntaveginn!
Símenntun við Bifröst
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
4
4
0
3
www.bifrost.is
KVIKMYNDIN Mamma Mia hefur verið sýnd
hér á landi undanfarið við gríðarlegar vinsæld-
ir og skaust beint í efsta sæti Bíólistans fyrstu
vikuna eftir að hún var frumsýnd hér.
Það var þó ekki fyrr en í fyrrakvöld að
myndin var tekin til sýninga í New York og
mættu stjörnur myndarinnar prúðbúnar á
rauða dregilinn og brostu sínu blíðasta fyrir
myndavélarnar.
Mamma Mia fjallar um unga konu sem Am-
anda Seyfried leikur og á þá ósk heitasta að
pabbi hennar mæti í brúðkaupið hennar. Vand-
inn er sá að hún veit ekki hver hann er, en
tekst að þrengja hóp kandídatanna niður í þrjá
og býður þeim öllum að koma svo hægt sé að
skera úr um málið. Meryl Streep leikur móður
stúlkunnar og undir öllu saman dynja diskó-
tónar frá sænsku stuðhljómveitinni ABBA.
Pabbi? Pierce Brosnan mætti með
konu sinni Keely Shaye-Smith.
Glæsileg Amanda Seyfried er
stjarna myndarinnar.
Gaman Leikkonan Meryl Streep er
jafnvíg á gaman og dramatík.
Mamma Mia
frumsýnd
Kandídat Colin Firth leikur einn
þeirra sem koma til greina.
POPPDROTTNINGIN Madonna
ætlar að koma á endurfundum
þeirra Britney Spears og Justin
Timberlake á sviðinu á tónleikum
sínum.
Breska dagblaðið The Sun hefur
það eftir ónefndum heimildarmanni
að Madonna sé á höttunum eftir
einhverju krassandi til þess að bæta
tónleikana sína og parið fyrrver-
andi sé einmitt það sem hana vant-
ar. Þau munu bæði vera frekar hik-
andi, en heimildarmaðurinn segir
að ef einhver geti leitt þau saman á
ný þá sé það Madonna.
Spears og Timberlake hættu
saman fyrir sex árum og síðan þá
hefur frægðarsól hans risið hratt
en ferill hennar legið niður á við.
Bæði hafa þau unnið með Madonnu
og samdi Timberlake fimm af lög-
unum á nýustu plötu hennar Hard
Candy með henni.
Hittast aftur
á sviðinu
Britney Spears Justin Timberlake
ÞEGAR Disney-fyrirtækið kynnti
fyrst væntanlega teiknimynd sína
Prinsessan og froskurinn var hug-
myndinni vel tekið, en aðalsöguhetj-
an verður svört bandarísk stúlka.
Þótti þetta mikilvægt skref hjá fyr-
irtækinu sem hefur legið undir
ámæli fyrir kynþáttafordóma frá því
á fimmta og sjötta áratugnum þegar
það framleiddi myndir sem sýndu
svart fólk í mjög neikvæðu ljósi.
Deilur spruttu þó upp þegar sögu-
þráður myndarinnar var kynntur, en
sagan átti að vera nokkurs konar
Öskubuskusaga um stúlkuna Tiönu
sem þrælar fyrir vanþakkláta vinnu-
veitendur en er bjargað af hvítum
prinsi. Þótti persónan of auðmjúk og
söguþráðurinn niðurlægjandi.
Fyrirtækið hefur nú breytt at-
burðarásinni, meðal annars með því
að láta draumaprinsinn vera af mið-
austurlenskum uppruna og vonast
þar með til að lægja óánægjuöld-
urnar.
Tiana Prinsessan þótti of auðmjúk
og sagan ekki nógu góð.
Disney læt-
ur undan