Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Krist-jánsdóttir kenn- ari fæddist í Gerði á Skildinganesi í Seltjarnarnes- hreppi, sem nú er Reykjavíkurvegur 27 í Reykjavík, hinn 25. september 1929. Hún andaðist að Droplaugarstöðum að kvöldi hins 10. júlí síðastliðins. Foreldrar Helgu voru Kristján Helgi Kristjánsson skip- stjóri frá Meðaldal í Dýrafirði, f. 18. mars 1897, d. 22. október 1984, og Hlíf Magnúsdóttir hús- móðir frá Flatey á Breiðafirði, f. 3. ágúst 1906, d. 24. ágúst 1967. Foreldrar Kristjáns voru Krist- ján Andrésson bóndi, skipstjóri og kennari, f. 1851, d. 1941 og Helga Bergsdóttir húsfreyja, f. 1866, d. 1932. Foreldrar Hlífar voru Magnús Sæbjörnsson læknir í Flatey, frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, f. 1871, d. 1924 og Anna Sæbjörnsson húsfreyja, f. á Sjálandi í Danmörku 1869, d. 1921. Helga átti þrjú eftirlifandi systkini, Ásu, Önnu sem gift er Arnlaugi Guðmundssyni og Sæ- björn sem kvæntur er Ágústu Oddsdóttur. Helga varð gagn- fræðingur frá Gagnfræðaskól- anum í Reykjavík vorið 1947. Hún vann á borgarskrifstofum Reykjavíkur 1948–1960. Hún var snemma mjög gefin fyrir handa- vinnu og stundaði nám í útsaumi og kjólasaumi hér- lendis sem og í Danmörku og Sví- þjóð á árunum 1943 til 1964. Handa- vinnukennarprófi lauk hún frá Kenn- araskóla Íslands vorið 1963. Kennslustörf stund- aði Helga við Námsflokka Reykjavíkur, Gagn- fræðaskólann í Flensborg og Hlíðaskóla, en lengst af við Álftamýrarskóla og Ölduselsskóla. Er hún lét af störfum sem kennari hóf hún störf við Þjóðminjasafn Íslands og starfaði þar um árabil. Helga var virk í starfi Dómkirkjusafn- aðarins og víðar. Hún var mjög ættfróð og lagði víða lið varð- andi upplýsingar fyrir stofnanir og söfn vegna yfirgripsmikillar þekkingar sinnar, svo og elju og vandvirkni í eftirgrennslan. Síð- ustu árin átti Helga við veikindi að stríða, en tókst á við þau af dugnaði og lífskrafti. Síðasta ár- ið dvaldi hún þó samfellt á Landakotsspítala, en var nýflutt á Droplaugarstaði er hún lést. Fjölskyldan þakkar starfsfólki þessara stofnana innilega fyrir auðsýnda umhyggju og alúð. Jarðsungið verður frá Dómkirkj- unni í dag og athöfnin klukkan 13. Móðursystir mín, Helga Krist- jánsdóttir, fæddist í Reykjavík árið 1929. Hún ólst upp í Skerjafirði, elsta barn hjónanna Kristjáns Kristjánssonar og Hlífar Magnús- dóttur. Hún vann lengi við skrif- stofustörf hjá Reykjavíkurborg, en árið 1963 lauk hún námi sem handavinnukennari og næstu ára- tugi kenndi hún, lengst við Öldu- sels- og Álftamýrarskóla. Helga hafði afskaplega gaman af öllum hannyrðum og var líka alveg ein- staklega barngóð og því hentaði kennslan henni vel. Eftir að Helga hætti kennslu hóf hún störf á Þjóðminjasafninu þar sem hún var í hlutastarfi uns safn- inu var lokað vegna endurbóta árið 1998. Helga hafði auk handavinn- unnar ákaflega gaman af allri list, gömlum munum og þjóðlegum fróðleik og naut þess mjög að vinna þar. Helga var mjög virk í safnaðar- starfi Dómkirkjunnar um langt árabil. Hún tók þátt í fjölda við- burða með félögum sínum í kirkju- starfinu og hafði mikinn félagskap af því. Á seinni árum sótti hún mjög í félagsmiðstöð eldri borgara á Aflagranda og hafði sérstaklega gaman af bútasaumi. Eftir hana liggja mörg listaverk og starfið þar veitti henni mikla gleði. Helga frænka mín var alla tíð stór hluti af lífi mínu. Hún hélt lengi heimili með afa Kristjáni, fyrst í Skerjafirðinum og svo á Brekkustíg og heimili hennar stóð okkur systkinunum ávallt opið. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa okkur með hvað sem var. Helga hélt einnig sambandi við stórfjölskylduna og þekkti alla. Hún bjó yfir gríðarlegri ættfræði- þekkingu og miklum almennum fróðleik. Helga hafði gaman af því að fylgjast með börnum í fjölskyld- unni og mundi alla afmælisdaga og hátíðarstundir. Hún var mjög fé- lagslynd og hafði gaman af því að ræða um menn og málefni. Einnig tók hún mikið af ljósmyndum. Hvar sem hún fór var myndavélin með í för. Hún var örlát á mynd- irnar sínar og sjaldan kom hún í heimsókn án þess að hafa með sér nokkrar myndir til að gefa okkur. Helga hafði alltaf gaman af því að ferðast, bæði innan lands sem utan. Hún þekkti landið vel en unni sérstaklega æskustöðvum foreldra sinna í Dýrafirði og í Flatey á Breiðafirði. Hún átti góða vini víða, einkum í Danmörku og Noregi, enda hélt hún ávallt sambandi við ættingja sína þar. Þó að ég hafi alltaf þekkt Helgu mjög vel kynntist ég henni á annan hátt fyrir um 10 árum. Þá var ný- lega búið að loka Þjóðminjasafninu en Helga enn með fulla starfsorku. Næstu ár hjálpaði hún okkur mikið með að passa elsta son okkar, Ólaf Baldvin. Á milli hennar og Óla myndaðist mikil vinátta sem gleymist aldrei. Heilsu hennar fór að hraka fyrir nokkrum árum og síðasta árið var hún alfarið á Landakoti og svo á Droplaugarstöðum þar sem hún lést hinn 10. júlí. Fjölskyldan þakk- ar fyrir mikla og góða umönnun sem Helga fékk síðustu æviárin. Við Hilmar þökkum Helgu fyrir alla hjálpina og vináttuna í gegnum árin. Hún var ógleymanleg öllum sem henni kynntust. Guð blessi minningu hennar. Hlíf Thors Arnlaugsdóttir. Helgu móðursystur okkar hrak- aði skyndilega um mánaðamótin síðustu og lést hún nokkrum dög- um síðar. Það var okkur áfall, enda er erfitt að ímynda sér heiminn án Helgu frænku. Margar minningar eru okkur of- arlega í huga enda var hún okkur bræðrunum afar góð frænka og ná- komin. Í æsku gistum við oft á Brekkustíg og þótti það ávallt mjög skemmtilegt. Þótt Helga væri barnlaus var heimili hennar nefni- lega fullt af leikföngum. Þar var allt frá bílum og legókubbum að gömlu matadorspili, með einnar krónu seðlum, sem vakti alltaf jafn- mikla kátínu. Eftir á að hyggja var þó merkilegast að um 50 ára ald- ursmunur kom aldrei í veg fyrir að hún léki við okkur, hvort heldur við að kubba eða í spilum. Á Brekku- stíg lásum við líka Andrés Önd, fyrst á dönsku og svo á íslensku. Þegar við gerðumst áskrifendur varð það strax siður að góssið væri geymt á Brekkustíg. Aldrei þótti okkur þetta nema sjálfsagt mál, en það segir þó mest um hve velkomn- ir við vorum ávallt hjá Helgu. Þegar við eltumst hætti leikur- inn en samtölum okkar fjölgaði að sama skapi. Það var gaman að spjalla við Helgu og gilti þá einu hvort hún ræddi við okkur um lífið fyrir hálfri öld eða lífið í dag. Hún var ættfróð með eindæmum og fræddi okkur mikið um frændfólk okkar, en sýndi okkur og okkar starfi ávallt mikinn áhuga sömuleiðis. Á síðustu árum sýndi svo viðmót hennar við systurbarnabörn sín að hún hefði heldur engu gleymt í samskiptum við börn. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur og Skúli Arnlaugssynir. Tvær litlar stúlkur eru eitthvað að snudda úti á götunni milli Garðs og Gerðis í Skerjafirði haustið 1937. Þetta er fyrsti fundur okkar Helgu Kristjánsdóttur en ég var þá nýflutt til Reykjavíkur og þessi fundur var upphaf að áratugavin- áttu sem stendur óhögguð enn í dag. Margt rifjast upp nú þegar Helga er öll. Leiksvæði okkar barnanna í Skerjafirðinum var mikið og skemmtilegt, t.d. Skild- inganeshólarnir og svo fjaran. Þetta breyttist nokkuð þegar stríð- ið kom með herinn og minnkaði þá plássið og svo kom flugvöllurinn og sleit sundur byggðina og skólinn fluttist á Grímsstaðaholtið. Og í þessu umhverfi ólumst við Helga upp ásamt mörgum fleiri börnum. Helga var hæglát og prúð stúlka og mikill vinur vina sinna. Eftir að hún lauk gagnfræðaprófi fór hún fljótlega að vinna á skrifstofu lengst af hjá bæjarskrifstofum Reykjavíkur en það hétu borgar- skrifstofurnar þá. Eftir að hafa unnið þar um árabil dreif hún sig í handavinnudeild Kennaraskóla Ís- lands og kenndi síðan handavinnu í tveimur grunnskólum Reykjavíkur um árabil. Helga var ákaflega mikil hann- yrðakona og vildi að nemendur hennar vönduðu sig í hvívetna. Ég held að hún hafi stundum lagað til það sem miður fór svo nemend- urnir sæju hvernig allt ætti að vera. Það er erfitt að skrifa um manneskju sem hefur alltaf verið þarna og tekið þátt í gleði og sorg- um fjölskyldu minnar. Heilsu Helgu hrakaði mjög á sl. ári og var hún mest á spítölum í heilt ár, en hún var alltaf jafnminnug og við rifjuðum upp gamlar endurminn- ingar og einnig voru henni hug- leiknar sögur af eldri ættmennum sínum og sögur að vestan en þang- að átti hún ættir að rekja. Þegar ég kom síðast til hennar rúmri viku áður en hún dó talaði hún um að við þyrftum að fara saman til Flateyjar á Breiðafirði svo hún gæti sýnt mér hvar ætt- menn hennar þar bjuggu. Sú ferð verður ekki farin hérna megin en vonandi hittumst við aftur á Eilífð- arlandinu og hver veit hvað þá ger- ist. Ég kveð mína tryggu og góðu vinkonu með söknuði en ég veit að nú líður henni vel. Blessuð sé minning Helgu Kristjánsdóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir. Helga Kristjánsdóttir er kvödd í dag síðustu kveðju, af vinum og vandamönnum. Leiðir okkar Helgu lágu saman í Ölduselsskóla þar sem við báðar kenndum. Ég fann fljótt að Helga bjó yfir ótæmandi þekkingu á handverki liðins tíma, nánast til upphafs Íslands byggðar og hún fékk aldrei nóg af því að kynna sér þau fræði enda réðst hún til starfa í Þjóðminjasafninu eftir að hún minnkaði við sig kennslu. Að taka við nemendum sem Helga hafði kennt var því mjög ánægjulegt. Fljótlega komumst við að því að faðir hennar og móðir mín höfðu verið við nám í Núpsskóla á sama tíma, þau dýrkuðu þann brautryðj- anda sem stofnaði skólann og þeg- ar við Helga fórum að bera saman bækur okkar, fundum við að þeirra frásagnir höfðu haft mikil áhrif á viðhorf okkar til kennslu og lífsins yfirleitt. Helga var mjög ættfróð og minnug og þar kom maður aldr- ei að tómum kofanum. Já, það var mikill menningarlegur ávinningur fyrir mig að verða samferða Helgu bæði í kennslu og einnig í Heimilis- iðnaðarfélagi Íslands, fyrir það vil ég þakka. Ég sendi systkinum hennar og systkinabörnum innileg- ar samúðarkveðjur. Edda Jónsdóttir. Helga Kristjánsdóttir ✝ Ása Guð-mundsdóttir Degroot fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1918. Hún lést í Oregon í Banda- ríkjunum 30. nóv- ember 2000 og fór útför hennar fram ytra. Þórunn Guð- mundsdóttir Jen- sen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1920. Hún lést á sjúkrahúsi í Danmörku 27. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá kirkj- unni í Allerød í Danmörku 2. apríl. Minningarathöfn um þær systur verður í Fossvogskapellu í dag og hefst hún klukkan 15. Jarðsett verður í legstað for- eldra þeirra, Ingibjargar Björns- dóttur og Guðmundar Sveinssonar skipstjóra. Í dag verður jarðneskum leifum systranna Ásu og Þórunnar komið fyrir í íslenskri mold. Ungar konur hleyptu þær heimdraganum og fóru að hætti eyjabúans út í heim til náms og starfs. Nær öll starfsævin var á er- lendri grundu og áratugadvöl ytra líklega lengri en upphaflega var ætl- að. Þær náðu báðar háum aldri og að leiðarlokum áttu systurnar þá ósk sameiginlega að hvíldin yrði í föður- landinu. Eftir minningarathöfn í Fossvogskapellu síðdegis verða duft- ker þeirra jarðsett í legstað foreldr- anna, Ingibjargar Björnsdóttur og Guðmundar Sveinssonar skipstjóra, í Fossvogskirkjugarði. Lokast þá hringurinn frá brottför til heimkomu. Bernskuheimilið stóð á Bárugötu 17 í Reykjavík og þar ólust þær upp í glöðum systkinahópi, var Ása elst en Þórunn þriðja í röð sex systkina. Æskuheimilið einkenndist af ein- drægni og náinni fjölskyldusamveru því ýmsir úr stórfjölskyldunni, eink- um utan af landi, áttu þar víst athvarf og dvalarstað. Mágkonur mínar, Ása og Þórunn, bjuggu erlendis og dagleg samvera því ekki gerleg en ferðir milli landa tíðkuðust og samskipti eftir færum leiðum þess tíma. Ég minnist er ég sá Ásu fyrst á götu á Akureyri sumardag 1937 var hún þá nýkomin norður til starfa á lögfræðistofu Björns Halldórssonar frænda síns. Hún var há og grönn, ljós yfirlitum og ákveðin í fasi, líkt og hún vissi gjörla hvert halda skyldi. Árið 1943 fór Ása til Vesturheims og nam bókhald og hraðritun við Pachard-viðskiptaskólann í New York-borg. Um skeið starfaði hún hjá íslensku fyrirtæki ytra, um tíma hjá íslenska sendiherranum í Wash- ington DC en tvö seinustu styrjald- arárin (1944-1945) á skrifstofu US Censorship (ritskoðun pósts á stríðs- tíma). Þar kynntist hún Johannes DeGroot af hollenskum ættum. Þau giftust 1946, fluttust til Oregon-ríkis og starfræktu þar eigið fyrirtæki. Varð þeim þriggja sona auðið. Frá 1966 og til starfsloka 1985 vann Ása við bókhald hjá hótelkeðju á sömu slóðum. Hún var virk í félagsmálum og sinnti m.a. stuðningi við menn heimkomna úr herþjónustu, vann með sögufélagi og að náttúruvernd. Árið 1990 var Ása valin „Kona ársins“ í sínu héraði, Glide, Oregon, fyrir sjálfboðastörf. Undirrituð minntist Þórunnar, systur Ásu, hér í blaðinu á útfarar- degi hennar 2. apríl sl. í Danmörku. Þórunn var myndlistarmaður og menntaðist hér heima og við Kun- stakademíuna í Kaupmannahöfn. Var hún alla ævi virk á sviði myndlistar. Árið 1991 hélt hún sýningu hér og áttu þá landar hennar kost á að eign- ast listaverk eftir hana. Þórunn var hinn næmi listamaður og voru sam- vistir við hana þroskandi og eftir- minnilegar. Rifja má upp að stærsta olíumálverk sitt „Panorama“ ánafnaði Þórunn þjóð sinni með því að afhenda það í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn og er myndin í móttökusal þar. Við hinstu kveðju systranna í dag eru staddir synir Ásu og makar, eft- irlifandi eiginmaður Þórunnar, sonur þeirra og dóttir. Megi þær systur vera velkomnar til heimalandsins og í reit fjölskyld- unnar. Björg Einarsdóttir. Ása Guðmundsdóttir Degroot og Þórunn Guðmundsdóttir Jensen ✝ Ástkær frænka mín, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Brekkustíg 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 18. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlíf Thors Arnlaugsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, KNÚTUR HAFSTEINN MATTHÍASSON frá Hólmavík, lést á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimilið Uppsali. Fyrir hönd systranna, Þuríður Matthíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.