Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ reglugerð hefur tekið gildi um bann við markaðssetningu, dreif- ingu og sölu kveikjara án barnalæs- ingar og kveikjara með óhefð- bundið útlit sem höfða sérstaklega til barna. Tilgangur bannnsins er að fækka slysum af völdum kveikjara. Talið er að á milli 1.500-1.900 ein- staklingar slasist og 30-40 láti lífið árlega í ríkjum EES vegna fikts og leiks barna með kveikjara. Kveikjarabann Morgunblaðið/Arnaldur Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Það er ekki hægt að segja að íbúar á norðausturhorninu hafi ver- ið sólarmegin í lífinu það sem af er sumri því norðanátt og kuldi hafa ráðið ríkjum. Þokan fylgir þessari hafátt með lágu hitastigi og tíðri úrkomu eða súld. Maímánuður var þó venju fremur góður, svo bændur fengu ágæta tíð í sauðburðinum. Þokukúfurinn hefur legið yfir byggðarlaginu svo allt verður grátt og kalt, ekki beint upplífgandi fyrir sólarsvelt sálartetrið. Meðalhiti frá miðjum júní hefur kannski náð því að hanga í 10 stigum. Einstaka dagpartur hefur náð þokkalegum sumarhita, trúlega teljandi á fingrum annarrar handar. Kaldara hefur oft verið hér á Langanesinu en veðurspár gefa til kynna þar sem norðanáttin af hafinu en naprari en gert var ráð fyrir við sjávarsíðuna. Árla morguns er hitinn oft um 7°C og fer gjarnan niður fyrir það um nætur. Á heiðum gerði jafnvel haglél í júní svo ekki er hlýindunum þar fyr- ir að fara. Morgunblaðið/Líney Slyngir sláttumenn Þau María Jónsdóttir og Haukur Þórðarson eru hér að verða sér úti um dropann dýra en þau sjá um sláttinn á Þórshöfn. Haustleg veðrátta fyrir norðan FYRIRTÆKI innan Icelandic Bus- iness Forum (IBF) hafa safnað rúm- lega 5 milljónum króna til að byggja nýjan grunnskóla fyrir börn í Sichuan-héraði í Kína þar sem mikill jarðskjálfti reið yfir í maí sl. Jarðskjálftinn sem var á bilinu 7,8-8 á Richter olli gífurlegun skemmdum og er talið að 69 þúsund manns hafi látið lífið í skjálftanum. Innan vébanda IBF eru 24 íslensk fyrirtæki sem eru með starfsemi í Kína. Sendiráð Íslands í Beijing að- stoðaði við fjársöfnunina og stofn- unin China Youth Development Fo- undation hefur einnig starfað að verkefninu. Talið er að framlag íslensku fyr- irtækjanna og sendiráðsins muni getað kostað stöndugan grunnskóla á svæðinu og mun skólinn bera nafnið Binghua Hope Primary School. Bing er kínverska hljóð- táknið fyrir ís og er táknrænt fyrir Ísland en Hua er táknrænt fyrir Kína, samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Reuters Skjálftar Margir Kínverjar hafa átt erfitt frá því að skjálftinn reið yfir. Íslendingar kosta skóla ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ vegna Suðurlandsskjálftans er starfrækt í Tryggvaskála á Selfossi. Þeir sem orðið hafa fyrir tjóni vegna jarðskjálftans sem ekki fæst bætt með tryggingum eða telja sig ekki hafa fengið fullnægjandi úrlausn mála geta snúið sér þangað. Þar verður tekið á móti öllum erindum og þau flokkuð og skráð. Af- greiðslutími hvers erindis veltur á umfangi þess og er ljóst að mörg flókin verkefni bíða úrlausnar og má búast við talsverðri bið þar til afgreiðslu allra mála er lokið. Þjónustumiðstöðin byrjar að taka á móti erindum á mánudaginn nk. og verður hún opin mánudaga til fimmtudaga kl. 13 til 16. Sími þjónustumiðstöðvarinnar er 486 8638, verkefnisstjóri er Ólafur Örn Haraldsson og er sími hans 861 6744. Netfang þjónustumiðstöðvarinnar er olafurhar@tmd.is. Þeir sem telja sig þurfa fyrirgreiðslu er bent á að panta tíma í síma þjónustu- miðstöðvarinnnar eða með tölvupósti til Ólafs. Þjónusta vegna jarðskjálftans Ólafur Örn Haraldsson NÝR og uppfærður vefur ganga.is hefur verið tekinn í notkun. Vef- urinn hefur að geyma meiri og ít- arlegri upplýsingar um gönguleiðir vítt og breitt um landið. Á heima- síðunni er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk. Ný göngukort eru á síðunni auk upplýsinga um veður. Vefurinn er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferða- málastofu og Landmælinga Íslands. Auk þess liggur leiðabókin Göngum um Ísland frammi á sölustöðum Olís um land allt. Bókin inniheldur lýs- ingar á 300 gönguleiðum um landið og er áhersla lögð á stuttar, stik- aðar og aðgengilegar gönguleiðir. Nýr gönguvefur og leiðabók STUTT Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FORNLEIFAVERND ríkisins er að safna gögnum vegna hugsanlegra skemmda á tröðum Jófríðarstaða í Hafnarfirði, sem talið er að hafi orðið þegar settar voru niður tvær færan- legar kennslustofur við leikskólann Hvamm. Íbúar við Suðurhvamm hafa mótmælt þessari bráðabirgðastækk- un þar sem botnlanginn beri ekki aukna umferð og kært aðgerðirnar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í Hafnarfirði. Jónatan Garðarsson, sem hefur lát- ið sig varða örnefni, kennileiti og forn- minjar í Hafnarfirði, segir að farið hafi verið í gegnum tvo forna garða, traðirnar heim að Jófríðarstöðum, einni elstu jörð við Hafnarfjörð, og þær eyðilagðar. Þarna sé talsvert af minjum, sem m.a. sé getið um í ör- nefnaskráningu, og eyðileggingin nokkur. Þegar leikskólinn hafi verið byggður hafi þar verið gamalt gerði, Þinggerði, en talið sé að Leiðarþing Kjalarnessþings hafi verið haldið þar til forna. Jónatan óttast að verkinu sé ekki lokið og fleiri minjar verði eyði- lagðar verði framkvæmdir ekki stöðv- aðar. „Það er mjög ljótt hvernig þetta hefur verið gert,“ segir hann. „Þetta er eins ruddaleg aðgerð og hægt er.“ Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræð- ingur og deildarstjóri hjá Fornleifa- vernd ríkisins, segir að málið sé í skoðun. Hún hafi kannað svæðið en þurfi frekari gögn. Það varðar við þjóðminjalög að skemma fornleifar. Of mikið fyrir botnlangann Eins og fyrr segir var tveimur fær- anlegum kennslustofum komið fyrir við leikskólann Hvamm. Áður en til þess kom mótmæltu íbúar við Stað- arhvamm stjórnsýslunni og þeim að- ferðum sem notaðar voru við aðgerð- irnar. Þeir fóru fram á að framkvæmdum yrði hætt þar til leyst yrði úr vandamálum vegna umferðar við skólann. Halldór Halldórsson, íbúi við Stað- arhvamm, segir að með stækkuninni verði rúmlega 100 börn í leikskólan- um. Það þýði miklu meiri umferð en botnlanginn þoli. Huga þurfi að bíla- stæðismálum áður en lengra sé hald- ið. Yfirvöldum hafi verið kunnugt um hug íbúa í apríl en ekki hafi verið hlustað á þá og engin grenndarkynn- ing farið fram. Stofunum hafi síðan verið komið fyrir í skjóli nætur. Varað við eyðilegg- ingu merkra minja Íbúar mótmæla stækkun leikskólans Hvamms í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Færanlegu stofurnar komnar á sinn stað. Íbúar sætta sig ekki við bráðabirgðastækkun leikskólans. Ljósmynd/Halldór Halldórsson Framkvæmdir Hluta suðurtraða Jófríðarstaða mokað í burtu af stórvirkum vinnuvélum. Áður höfðu íbúar óskað eftir frestun framkvæmda. Í HNOTSKURN » Halldór Halldórsson segir að allir íbúar 18 ára og eldri við botn-langagötuna Staðarhvamm í Hafnrfirði séu á móti aðgerðunum og það hafi bæjaryfirvöldum verið ljóst daginn áður en byrjað hafi verið að grafa. » Nú eru 38 bílastæði til almenningsnota við Staðarhvamm. Íbú-arnir telja að a.m.k. 170 bílar verði í götunni kvölds og morgna vegna stækkunar leikskólans auk þess sem starfsmönnum fjölgi. Eftir Unu Sigvhatsdóttur unas@mbl.is BÍLSTÓLAR og bílbelti eru gríð- armikilvæg öryggistæki þegar ferðast er með börn í bílum, en samt sem áður er allt of algengt að for- eldrar vanræki að tryggja þannig ör- yggi barna sinna, samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Umferðar- stofu, Forvarnahúsinu og Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu í maí síð- astliðnum. Góðu fréttirnar eru þær að ástand- ið hefur batnað mjög á síðustu 13 ár- um, en þegar könnunin var fram- kvæmd fyrst árið 1996 voru niðurstöðurnar vægast sagt óásætt- anlegar að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Síðan þá virðist hafa orðið hug- arfarsbreyting og Íslendingar eru nú mun meðvitaðari um aðbúnað barna sinna í bílum, en þrátt fyrir það eru enn of margir sem nota rangan bún- að. Áberandi þykir hversu snemma börn eru sett á bílpúða þegar þau eigi enn að vera í barnabílstól, en alls voru 14,2% barnanna í öryggisbúnaði sem ekki hæfði stærð þeirra og þyngd. Þá sátu 20 börn fyrir framan virkan ör- yggispúða, en það er stranglega bannað þar sem hann getur verið þeim banvænn ef hann springur út. Fram kemur í niðurstöðum könn- unarinnar að fylgni er á milli þess hvort ökumenn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. 14,5% þeirra ökumanna sem ekki notuðu bílbelti höfðu börn sín ekki í örygg- isbúnaði, en aðeins 1,7% þeirra bíl- stjóra sem sjálfir notuðu bílbelti. Þá hefur verulega dregið úr því að börn séu laus í bílunum. Árið 1997 voru 32% af heildinni laus, en í ár aðeins 3% og er þróunin því til betri vegar. Öryggi barna vanrækt Íslendingar virðast orðnir meðvitaðri um öryggi barna sinna í bílum en enn tíðkast þó að aðbúnaður sé ekki réttur Í HNOTSKURN »Umferðarstofa, Forvarna-húsið og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa kannað öryggi barna í bílum árlega frá árinu 1996. »Farið var í 58 leikskóla og ör-yggisbúnaður 1886 barna skoðaður »10 þúsund króna sekt bíðurökumanns sem ekki tryggir öryggi barns í akstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.