Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is OFNÆMI… NEI TAKK 527 040 Neutral vörurnar eru viðurkenndar af Ofnæmis- og astmasamtökum Norðurlanda E N N E M M / S IA / N M 3 4 3 7 3 E N N E M M / S IA / N M 3 4 3 7 3 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KÓLNUN á fasteignamarkaði er meiri á Akranesi og í Borgarbyggð en í Reykjavík. Hins vegar heldur fast- eignamarkaður á Suðurnesjum og í Árborg sér betur, þegar miðað er við heildarfjölda seldra eigna fyrri hluta árs 2008, miðað við fyrri hluta árs 2007. Alls staðar er þó samdrátturinn mikill. Skýringarnar sem fast- eignasalar gefa eru margvíslegar, svo sem fjarlægð frá höfuðborginni, al- mennt atvinnuástand, gæði almenn- ingssamgangna og fleira. Aðgerðir fyrir höfuðborgina Fasteignasalar í fyrrnefndum ná- grannabyggðum höfuðborgarsvæð- isins, sem rætt var við í gær, telja flestir að nýlegar aðgerðir stjórn- valda til að draga úr kólnun á fast- eignamarkaði hafi litlu skipt. Breyt- ingar á viðmiðum lánveitinga hjá Íbúðalánasjóði og afnám stimp- ilgjalda 1. júlí sl. hafi þó valdið ein- hverri aukningu í eftirspurn, fleira fólk komi og skoði eignir og velti fyrir sér möguleikum. Það skili sér hins vegar lítið í fleiri kauptilboðum. Guðlaugur H. Guðlaugsson hjá Stuðlabergi í Reykjanesbæ segir eft- irspurnarkipp hafa komið eftir nið- urfellingu stimpilgjalda. Líklega hafi margir verið að bíða eftir því. Þröstur Árnason hjá Fasteignasölunni Bakka á Selfossi segir niðurfellinguna hins vegar hafa verið hálfkaraða. Sér finn- ist hún því lítil áhrif hafa haft. Mikið um eignaskipti Ingi Tryggvason, lögmaður og fasteignasali í Borgarnesi, segir lá- deyðu á fasteignamarkaði í Borg- arbyggð en skv. vef Fasteignamats ríkisins seldust sjö eignir þar fyrstu sex mánuði ársins og var það um 85% samdráttur frá sama tíma 2008. Lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði miðast nú við kaupverð eigna í stað brunabótamats. Þetta virðist hafa haft minni áhrif utan höfuðborg- arsvæðisins en á því, enda markaður- inn ekki jafnhátt spenntur yfir bruna- bótamat þar og breytingin því minni. Einhverjir fasteignasalar vonast því eftir meiri aðgerðum en aðrir segjast bjartsýnir og sjá fram á betra ástand í framhaldinu, t.d. María Magn- úsdóttir hjá Domus í Borgarnesi. Flestum ber líka saman um að til- boð feli oft í sér eignaskipti og tala um keðjur af eignum sem séu látnar upp í. Mestu skipti þó að bankar hafi mikið til lokað á lánveitingar. Aðgerðir sem breyttu litlu fyrir markaðinn Ládeyða í fasteignasölu í Borgarbyggð Í HNOTSKURN »Breytingin frá 2007 virðistsvipuð á Akranesi og í Kópavogi og Hafnarfirði. »Kaupsamningum fækkaðium 74,7% í Hafnarfirði og 72,9% í Kópavogi fyrri hl. árs. »Hlutfallið í Garðabæ ogMosfellsbæ er hins vegar líkara Reykjavík. 66,4% í Mos- fellsbæ og 67,5% í Garðabæ.            !                 " #$ # #% " &$  ##  && $& $# #% &                       ÍBÚAR í fjölbýlishúsinu Vest- urgötu 52 hafa búið við bilaða síma í nokkra daga og eru orðnir langeygir eftir viðgerð. Bilunin lýsir sér með ýmsum hætti. Þegar hringt er til Ólafar Jóns- dóttur hringir einnig hjá ná- granna hennar í húsinu. Ef hún hringir úr sínum síma heyrast smellir í síma nágrannans og get- ur hann þá lyft tólinu og hlustað á símtal Ólafar. Bergljót Njóla Jakobsdóttir sagði hvorki heimasímann né net- ið virka hjá sér. Það kemur sér illa fyrir hana því hún vinnur m.a. við þýðingar og að verkefni fyrir félagasamtök og þarf því að vera í góðu síma- og netsambandi. „Það slást saman línur og mað- ur heyrir símtöl annars fólks. Sumir eru heimasímalausir og þá segir Síminn: Þið verðið bara að nota gemsann,“ sagði Ólöf. Hún frétti af biluninni á mánudaginn þegar nágranni hennar hringdi og sagðist heyra öll hennar sím- töl. Ólöf sagði starfsmenn Símans hafa sagt að bilunin væri utan hússins. Hún hafði ekki orðið fyr- ir truflun á netsambandi „en það eru alltaf raddir í heimasímanum. Þetta er eins og gamli sveitasím- inn – þrjú stutt og tvö löng!“ Bergljót kvaðst eiga vini úti á landi sem hringja oft í hana. „Um síðustu helgi áttaði ég mig á því að það hafði enginn hringt. Þá kvartaði fólk yfir því að það væri alltaf á tali hjá mér. Svo komst ég ekki á Netið og gat ekki heldur hringt. Nú er ég alveg sam- bandslaus,“ sagði Bergljót. Hún kvaðst hafa kvartað við þjón- ustuver Símans og fengið ýmist góð eða gagnslaus viðbrögð. gudni@mbl.is Undarleg símabilun hrjáir íbúa fjölbýlishúss Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðgerð Að sögn Símans bárust tvær tilkynningar um bilun í húsinu, í gær og fyrradag. Viðgerð er hafin og á að öðru jöfnu að taka tvo daga. Sveitasími á Vestur- götunni unum með þyrlum á sjó eða landi á meðan útkallið standi yfir. Sinna ekki öðru á meðan Máli sínu til skýringar segir hann að nú séu aðeins þrjár þyrlur í notk- un hjá Gæslunni, TF-LIF og TF- GNA, sem báðar séu af gerðinni Su- per Puma, og hins vegar Dauphin- þyrlan TF-EIR. Þær fyrrnefndu hafi allt að 250 sjómílna drægni, hundrað mílum meira en franska þyrlan TF-EIR. Norska Super Puma- þyrlan LN-OBX fáist í fyrsta lagi aftur til leigu á næsta ári. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „NÚNA ERUM við í raun aðeins með tvær og hálfa þyrlu í notkun, stundum ekki með nema eina í gangi í einu og það er ekki boðlegt. Þegar það er aðeins ein þyrla tiltæk þá för- um við ekki út á sjó, því við viljum hafa stuðning annarrar þyrlu, fyrir okkur og fyrir aðra, sérstaklega okk- ur, en Bandaríkjaher gegndi áður því hlutverki að vera bakhjarl fyrir okkur,“ segir Jakob Ólafsson, flug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, um stöðu mála hjá Gæslunni. „Það var til umræðu að fastráða ekki þrjá þyrluflugmenn eða að leggja einu varðskipinu í sparnaðar- skyni. Þetta er á fallanda fæti. Þetta var ágætt á tímabili en nú er aftur farið að hrikta í.“ Jakob segir að eins og staðan sé núna séu verulegar líkur á að Land- helgisgæslan geti ekki sinnt björgun með þyrlum á hafi úti 250 sjómílur frá landi og að grípa verði til þess ör- þrifaráðs að fara aðeins 150 sjómílur frá landi, ellegar að fara hvergi. Neyðarúrræðið þýði því í raun að þá sé ekki hægt að sinna öðrum björg- Super Puma-þyrlurnar þurfi öðru hvoru að fara í reglubundið viðhald, auk þess sem bilanir sem kalla á við- gerðir geti komið upp. Því sé óhjá- kvæmilegt að áðurnefnd staða komi upp með reglulegu millibili. Til að bæta gráu ofan á svart sé TF-EIR mun viðhaldsfrekari sökum aldurs en TF-SIF, sem fór í sjóinn við Straumsvík í fyrra. Jakob segir nefnd á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hafa lagt til að Gæslan hafi yfir fjórum björgunarþyrlum að ráða. „Það hlýtur að vera krafa á hend- ur dómsmálaráðuneytinu að fara eft- ir því sem þessi nefnd lagði til og það féllst á að væru lágmarkskröfur.“ „Farið að hrikta í“ Morgunblaðið/RAX Eftir björgun TF-LIF í notkun. Í HNOTSKURN »Rannsóknarnefnd flug-slysa telur mega rekja óhappið í Færeyjum 2004, þegar nefhjólið brotnaði und- an Fokker-flugvél Gæslunnar, TF-SYN, m.a. til fjárskorts. »Jakob Ólafsson flugstjóritelur að ástandið hafi batnað um hríð eftir að við- haldsmiðstöð Gæslunnar fékk svokallaða ESA-vottun og í kjölfar þeirrar tímabundnu aukningar sem hafi orðið á fjárveitingum eftir að banda- ríska herliðið yfirgaf landið. Flugstjóri hjá Gæslunni segir að ástand þyrlumála sé ekki boðlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.