Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 23
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
LAUGARDAGINN 5. júlí áttu ég
og unnusti minn leið hjá Dals-
mynni-hundaræktun, þar sem við
höfum mikið talað um að fá okkur
hunda, við kíktum við og hittum
þar þessa blíðu konu og fengum að
skoða hvolpa sem við alveg kolféll-
um fyrir við ákváðum að slá til og
keyptum þá báða. Annar er af gerð-
inni mini pencher-rakki og hinn chi-
huahua-tík, báðir 3 mánaða og vor-
um við mjög glöð með kaupin og
gátum ekki beðið eftir að koma
heim og byrja líf með hundunum
okkar.
Það fór að bera á því að chihua-
hua-tíkin var voðalega lasleg, en
þar sem hún var svo lítil þá héldum
við bara að þetta væri eðlilegt að
hún væri ekkert eins spræk og
rakkinn, við fórum reglulega út
með hundana, morgnana, eftir
vinnu og á kvöldin, svo við pældum
ekkert mikið í þessum lasleika,
enda var hún alveg hress þegar út
var komið og labbaði alveg og hljóp
og var voðalega spræk. Á mið-
vikudeginum eftir að við keyptum
hvolpana, þá ældi chihuahua-tíkin,
og mér var sagt að það væri eðli-
legt, ef það væri ekki of mikið. Á
föstudeginum um hádegi var hún
orðin meira lasleg en venjulega og
þegar ég kom heim úr vinnunni um
fjögurleytið þá ætlaði ég með hana
beint upp á Selfoss til dýralæknis,
en það var greinilega of seint því að
þegar ég geng inn um dyrnar
heima, þá er hún dauð. Ég átti ekki
til neitt einasta orð, vissi ekki að
hundar gætu dáið bara svona einn,
tveir og þrír, það hvarflaði ekki að
okkur að magakveisa gæti hrein-
lega leitt hann til dauða á 2-3 klst.
en það er greinilegt, það hefur tek-
ið hana um 2-3 klst. að deyja frá því
við fórum að sjá meiri einkenni. Ég
hringdi upp á Dalsmynni þar sem
Ásta svaraði í símann, vön að fá
símtöl frá fólki sem kaupir hunda af
henni, enda kippti hún sér ekkert
upp við það þegar ég tilkynnti
henni það að litla chihuahua-tíkin
væri dáin, það var eins og þessu
væri klínt beint á mann sjálfan og
manni eiginlega kennt um að maður
hafi ekki farið nógu vel með hvolp-
inn, gefið honum eitur, vannært
hann eða hann hafi hreinlega bara
þornað upp.
Við hringdum í dýralækni og
hann segir að án ábyrgðar eins og
við lýstum þessu hafi þetta verið
smáveirusótt (parvóveira). En ekki
er en búið að kryfja hann. Tíkin
kostaði 180.000 og fáum við hana
ekki endurgreidda og engar skaða-
bætur, og sitjum við þess vegna
uppi með 180.000 kr. raðgreiðslur.
KAMELA RÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Hraunbæ 23, Hveragerði.
Varað við hunda-
kaupum á Dalsmynni
Frá Kamelu Rún Sigurðardóttur
STJÓRN RÚV ohf.
Hr. formaður Ómar Benedikts-
son.
Að kveldi hins 18. júní s.l strax
eftir 22 fréttirnar í ríkissjónvarpinu
birtust, nánast venju samkvæmt,
áfengisauglýsingar. Hin fyrri var
um Víking bjór. Orðfæri, orðabeyg-
ingar, málfræði og allt í auglýsing-
unni með þeim hætt að augljóst var
að þar var um áfengisauglýsingu að
ræða. Orðið léttöl sem birtist í lok
auglýsingarinnar er hvorki í sam-
ræmi við texta eða myndmál aug-
lýsingarinnar. Einnig vaknar óhjá-
kvæmilega sú spurning hvort
miðstöð málverndar í landinu, Rík-
isútvarpið, telji við hæfi að birta
auglýsingar sem innhalda eins illa
unninn texta og hér um ræðir –
„Hann léttöl /ið ... sem er brugg-
aður“ ?
Hin auglýsingin var um Thule
bjór og í þeirri auglýsingu var ekki
gerð nein tilraun til þess að draga
dul á hvað verið var að auglýsa.
Útvarpsþátturinn Poppland á
Rás 2 hefur undanfarnar vikur ver-
ið undirlagður áfengisauglýsingum
eins og svo oft áður. Slík hefur sí-
byljan verið að það hefur á stund-
um vart mátt greina hvort dag-
skráin sé í boði og kostuð af
áfengisframleiðandanum Tuborg
(Ölgerð Egils Skallgrímsonar) eða
hvort um starfsemi á vegum RÚV
sé að ræða.
Það eru foreldrasamtökum gegn
áfengisauglýsingum mikil vonbrigði
að RÚV skuli með kerfisbundnum
birtingum áfengisauglýsinga virða
réttindi barna og unglinga í landinu
að vettugi og brjóta á lögvörðum
rétti þeirra til þess að vera laus við
áfengisáróður sbr lög þar um. Sam-
tökin skora hér með á stjórn RÚV
ohf að stöðva allar þessar beinu og
óbeinu áfengisauglýsingar sem allar
eiga það sannmerkt að vera ólög-
legar og langt fyrir neðan virðingu
fyrirtækisins. Telji fyrirtækið
minnsta vafa hvað varðar „lögmæti“
þessara áfengisauglýsinga þá ber
því hlutverki sínu samkvæmt að
láta börn og unglinga í landinu
njóta þess vafa.
F.h. Foreldrasamtaka gegn
áfengisauglýsingum.
Virðingarfyllst,
ÁRNI GUÐMUNDSSON,
formaður
Stjórn RÚV – opið bréf
Frá Árna Guðmundssyni
KAUPMENN eru oft útsjónasamir
í því að selja fólki hluti sem ekki er
hægt að nota, nema kaupa tengi-
hlutina sérstaklega, og hefur þessi
við-skiptamáti verið lengi látin
þróast, athugasemdalítið. Bíla-
viðskipti eru ekki alveg laus við
þessa viðskiptahætti. Nýir bílar
voru alltaf seldir með varadekki og
talið sjálfsagt að það væri af sömu
stærð og dekkin undir bílnum. Nú
eru bílar seldir með varadekki sem
er miklu minna en þau dekk sem
undir bílnum eru. Hálfgert hjól-
börudekk. Þessi dekk eru gefin upp
fyrir 50 km hámarkshraða á bundnu
slitlagi. Svona dekk eru stór-
hættuleg á grófum malarvegum og
niður bratta fjallshlíð á malarvegi er
bremsuviðnámið lítið og gæti hæg-
lega snúið bílnum ef ógætilega er
farið. Einnig gæti svona dekk valdið
vinding á grindinni á holóttum vegi,
sérstaklega ef bíllinn er fullhlaðinn
og eftir slíka skekkju verður hann
framvegis stórhættulegur í akstri.
Út á landi er oft fimmtíu til hundrað
km á næstu dekkjaþjónustu. Ef ein-
hverjum dytti í hug að setja dekkið
undir á drifhjóli myndi drifið fljót-
lega gefa sig. Varla er verið að
hugsa um umferðaröryggi með
svona viðskiptaháttum. Ég man
ekki betur en það sé bannað sam-
kvæmt umferðarlögum að nota mis-
stór dekk undir bíla, því ætti að vera
ólöglegt að selja bíl með svona vara-
dekki. Má kannski búast við að eitt-
hvað fleira sé vanbúið í búnaði bíla
núorðið.
Varadekkið hlýtur að vera með
samþykki þeirra sem eiga að gæta
réttar okkar, kaupenda, eins og t.d.
viðskiptaráðherra, lögreglunnar,
FÍB, Neytendasamtakanna og Um-
ferðarstofu og sýnir vel fyrir hverja
þeir eru að vinna. Eitt er nokkuð
ljóst að ef einstaklingur hefði tekið
upp á því að nota svona varadekk,
hefði lögreglan þegar stöðvað hann.
En þegar menn með peninga og
vald ákveða eitthvað, þá er allt leyfi-
legt. Eitt er nokkuð ljóst að notkun
þessara dekkja er þeim mönnum
sem eiga að gæta viðskiptalegs rétt-
ar okkar til mikils vansa.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2, Reykjavík.
Hjólbörudekkið
Frá Guðvarði JónssyniÉG flutti í Húna-
þing vestra haustið
1998, skömmu eftir að
hið sameinaða sveita-
félag var stofnað. Ég
er fæddur og uppalinn
í Reykjavík og á afar
góðar minningar það-
an. Landsbyggðabakt-
eríuna, sem ég leyfi
mér að kalla svo, fékk ég hins veg-
ar veturinn 1991-1992 er ég kenndi
við Grunnskólann á Hellu sælla
minninga. Þá fann ég að á lands-
byggðinni vildi ég búa. Sú tilfinn-
ing staðfestist veturinn 1997-1998
er ég bjó í Hvalfjarðarsveit. Af
hverju kýs ég að deila þessum
upplýsingum með lesendum? Jú,
fyrir þau sem vilja lesa lengra þá
langar mig til að deila með ykkur
þeim kostum sem ég hef upplifað
við það að búa á landsbyggðinni.
Húnaþing vestra er tæplega 1200
manna samfélag með Hvamms-
tanga sem höfuðstað. Hvamms-
tangi er nánast í miðju sveita-
félagsins með greiðar samgöngur í
allar áttir. Þorpið er fagurt og frið-
sælt þar sem metnaður hefur verið
lagður í að gera bæinn aðlaðandi
og fjölskylduvænan. Þjónustustig
er afar hátt miðað við mannfjölda
sem skýrist að mestu af fjarlægð
við næstu þéttbýliskjarna og góðri
staðsetningu. Hér er ADSL-
tenging, Mogginn kemur til mín
a.m.k. klukkustund áður en hann
kemur til foreldra minna, sem búa
þó í u.þ.b. 20 mínútna
göngufæri frá prent-
smiðjunni, ef ég panta
vörur með póstinum
og þær eru póstlagðar
fyrir kl. 16 fæ ég þær
í hendur um kl. 10
morguninn eftir, ef
snjóar eru nær allar
götur orðnar færar við
almenna fótaferð, hér
eru verslanir með fjöl-
breytt úrval og góða
pöntunarþjónustu,
hárskerar, tannlæknir,
góð heilsugæsla með
tveimur læknum ásamt litlu
sjúkrahúsi og dvalarheimili, apó-
tek, þjónustuíbúðir fyrir aldraða,
fjölbreytt kirkjustarf, mikið kóra-
og sönglíf, öflugt íþróttastarf fyrir
alla aldurshópa, þróttmikið hesta-
mannafélag með góðri aðstöðu,
kvenfélög, lionsklúbbur, leikfélag
o.fl. o.fl.
Atvinnulíf er fjölbreytt, mörg
störf vissulega tengd landbúnaði
en áhættudreifing býsna góð sem
gerir atvinnuástand almennt nokk-
ur tryggt. Hér er rúmgóður leik-
skóli, grunnskóli með rétt-
indakennara í öllum stöðum og
tónlistarskóli með fjölhæfum og vel
menntuðum kennurum. Í þorpinu
er allt í göngufæri, hér er gott
tækifæri fyrir umhverfisvænan og
heilbrigðan lífsstíl, foreldrar hafa
góða yfirsýn yfir viðfangsefni
barna sinna, fjöldi í hverjum bekk
talsvert minni en landsmeðaltal,
tækifæri fyrir unga sem aldna til
að taka þátt í menningar-
viðburðum, s.s. söngvakeppnum,
leiksýningum o.fl. sem auðgar
mannlífið.
Hér eru margar náttúruperlur,
vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki,
glæsilegir gististaðir, heimsþekkt
veiðisvæði o.s.frv. Hér er meira að
segja bílasala sem er nauðsyn
hverjum karlmanni. Nýlega var
opnaður glæsilegur vefur, norda-
natt.is, sem geymir fjölmargar
upplýsingar um Húnaþing vestra.
Eins og sést er hér um langa upp-
talningu að ræða og væri vissulega
hægt að gera hverju atriði all-
nokkur skil. Tilgangur þessarar
greinar er að vekja athygli lands-
manna á því þjónustustigi, þeim
lífsgæðum og þeim fjölskylduvænu
tækifærum sem víða eru á lands-
byggðinni þrátt fyrir fámenni.
Þeim fjölgar alltaf sem geta stund-
að vinnu sína óháð búsetu. Húna-
þing vestra er kjörinn vettvangur
fyrir fólk sem vill breyta til, koma
með vinnuna með sér, hafa góða
yfirsýn yfir daglegt líf fjölskyldu
sinnar og verða hluti af samfélagi
sem er laust við umferðarhnúta,
ofurstress og æ meiri ótta við sitt
nánasta umhverfi.
Lífsgæði á landsbyggðinni
Sigurður Grétar
Sigurðsson skrifar í
tilefni af 10 ára af-
mæli Húnaþings
vestra
» Á landsbyggðinni er
nándin mikil og eng-
inn sem týnist í fjöldan-
um. Góð yfirsýn veitir
einstaklingum og fjöl-
skyldum nauðsynlegt
öryggi.
Sigurður Grétar
Sigurðsson
Höfundur er sóknarprestur
á Hvammstanga.
EIGA einkaaðilar
að taka að sér lög-
gæslu í Kópavogi?
spyr Guðríður Arn-
ardóttir, oddviti Sam-
fylkingarinnar í bæj-
arstjórn Kópavogs, í
grein í Morg-
unblaðinu. Svarið er
nei.
Bæjarráð Kópavogs
hefur samþykkt að
bjóða út hverfagæslu
til reynslu í eitt ár
sem verður stuðnings-
aðgerð við almenna
löggæslu og eykur ör-
yggið í bænum. Til-
gangurinn er að
fækka innbrotum og
skemmdarverkum.
Áfram er gerð krafa
um að ríkisvaldið veiti
þá þjónustu sem lög
og reglur gera ráð
fyrir og áfram verður
þrýst á lögreglustjórann á höf-
uðborgarsvæðinu að draga ekki úr
þjónustu lögreglunnar í Kópavogi.
Hverfagæslan mun felast í því að
bílar frá öryggisgæslufyrirtæki aki
um hverfi bæjarins eftir ákveðnu
skipulagi og litið verði eftir eignum
bæjarbúa. Bílarnir yrðu sérmerktir
hverfagæslu og því færi ekki á milli
mála hvert erindi þeirra væri.
Mér er óskiljanlegt að Samfylk-
ingin leggist gegn þessu. Hverfa-
gæsla hefur gefið góða raun annars
staðar, svo sem á Seltjarnarnesi, og
fleiri sveitarfélög hafa ákveðið að
taka hana upp, nú síðast Mosfells-
bær.
Guðríður Arnardóttir segir að
hverfagæsla muni „einungis vekja
falska öryggiskennd meðal bæj-
arbúa“.
Nefnd skipuð embættismönnum
Seltjarnarnesbæjar, fulltrúum
dómsmálaráðuneytisins og lögregl-
unnar lagði upphaflega til að reyna
hverfagæslu á Seltjarnarnesi árið
2005. Í framhaldinu
dró verulega úr af-
brotum í bænum, raun-
ar hurfu innbrot alveg
um hríð, og öryggis-
tilfinning íbúanna
jókst. Því var verkefn-
inu haldið áfram eftir
reynslutímann.
Gerðar hafa verið
tvær þjónustukannanir
á Seltjarnarnesi um af-
stöðu íbúanna til
hverfagæslunnar. Í
báðum hafa um 96%
bæjarbúa talið hana af
hinu góða og viljað
halda henni áfram.
Hvers vegna skyldi
annað verða uppi á ten-
ingnum í Kópavogi?
Við Guðríður erum
sammála um að það
vanti fleiri löggur í
Kópavog. Lög-
reglustjóranum á höf-
uðborgarsvæðinu er
vel kunnugt um þá af-
stöðu eftir ítrekaða
fundi og bréfaskipti um
málið. Ég er hins vegar ósammála
Guðríði um að bæjarsjóður eigi að
styrkja lögregluembættið til að
ráða lögregluþjón í Kópavog. Hún
vill fara bakdyramegin að því að
færa verkefni frá ríki til sveitarfé-
lags án þess að neinar tekjur komi
á móti. Lögreglan hefur vitaskuld
afþakkað þessa „ölmusu“ hennar
eins og það var orðað.
Hverfagæsla byggist í öllum
meginatriðum á sömu forsendum og
öryggisgæsla og vekur ekki falska
öryggiskennd frekar en næt-
urvörður í stóru fyrirtæki. Um leið
og haldið er uppi mikilvægu eftirliti
og bæjarbúum veitt aðstoð við hitt
og þetta sem lýtur að öryggi þeirra,
er hverfagæsla til þess fallin að
fæla burt innbrotsþjófa, spellvirkja
og annan óþjóðalýð. Þessu hafnar
Guðríður! En hún fer góðu heilli
ekki með meirihlutavaldið í Kópa-
vogi.
Ölmusa Guðríðar
Gunnar I. Birgisson
skrifar um lög-
gæslu í Kópavogi
Gunnar I. Birgisson
» Guðríður
Arnardóttir
vill fara bak-
dyramegin að
því að færa
verkefni frá ríki
til sveitarfélags
án þess að nein-
ar tekjur komi á
móti.
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.