Morgunblaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í BorgarbíóSími 462 3500
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Hancock kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Meet Dave kl. 6:10 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára
Big Stan kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
The Incredible Hulk kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Hellboy 2 kl. 6 - 8 - 10:10 POWERSÝNING B.i.12ára
Mamma Mia kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Hellboy 2 kl. 6 - 8:30 - 11 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 6 - 8:30 - 10:50 LEYFÐ
Hancock kl. 10 B.i. 12 ára
Kung Fu panda enskt tal kl. 6 - 8 LEYFÐ
Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
650kr.
Eddie Murphy er inn í
Eddie Murphy
í frábærri gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna!
Þau komu langt utan úr geimnum...
í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega...
Það er heill heimur inni í honum
sem heldur honum gangandi
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
650kr.
Það er kominn nýr
hrotti í fangelsið...
af minni gerðinni!
SÝND SMÁRABÍÓI
Þau komu langt utan úr geimnum...
í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega...
Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi
Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy
í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna!
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
650kr.
eeee
Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk
gaman-, söng- og dansræma byggð á
svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug,
fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull.
- Ó.H.T, Rás 2
eee
“Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur
og meiriháttar tónlist!”
- T.V. - Kvikmyndir.is
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
MYND Sólveigar Anspach, Skrapp út,
skreppur út til Locarno í Sviss í næsta mán-
uði, en þar verður hún lokamynd kvik-
myndahátíðarinnar í Locarno, en hátíðin er í
hópi A-hátíða, sem er flokkur tólf virtustu
kvikmyndahátíða heims. Myndin, sem skart-
ar þeim Diddu, Ingvari E. Sigurðssyni, Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur og Jörundi Ragnarssyni í
helstu hlutverkum, verður frumsýnd hér
heima hinn 8. ágúst en sýningin í Locarno
hinn 16. ágúst lokar svo Locarno-hátíðinni.
Í Locarno eru tvær keppnir, aðalkeppnin
þar sem öllu listrænni myndir taka þátt, og
Piazza Grande, þar sem myndir sem taldar
eru aðgengilegri keppa um hylli áhorfenda.
Helsta sérstaða hátíðarinnar er einmitt torg-
ið sem síðarnefndu verðlaunin eru nefnd eft-
ir – en Piazza Grande-torgið í Locarno er
nefnilega líklega stærsta útibíó veraldar og
þar komast að um 8.000 gestir, þannig að
góð aðsókn á Skrapp út er nánast tryggð þar
ytra.
Meðal annarra mynda í sama flokki má
nefna Outlander, víkingageimverumyndina
sem fjallað var um í blaðinu í vikunni, kvik-
myndagerð Brideshead Revisited sem er
opnunarmynd hátíðarinnar, Chaos Theory
með þeim Ryan Reynolds, Emily Mortimer
og Stuart Townsend, Rambó-nostalgíutripp-
ið Son of Rambow og Choke, ný mynd eftir
sögu Chuck Palahniuk (Fight Club), með
Sam Rockwell, Anjelicu Huston og Kelly
Mcdonald í aðalhlutverkum.
Skroppið í útibíó
Reuters
Risabíó Um 8000 bíógestir koma saman kvöld hvert til þess að horfa á bíó undir berum himni.
TVÍÆRINGURINN Manifesta verður opn-
aður á laugardaginn, en hann er að þessu sinni
haldinn í nokkrum fjallaþorpum á Norður-
Ítalíu. Myndlistarmennirnir Ragnar Kjart-
ansson, Margrét H. Blöndal og tvíeykið Ólafur
Ólafsson og Libia Castro taka þátt fyrir hönd
Íslands.
Þegar er búið að opna sýninguna fyrir blaða-
mönnum og fagfólki og í gærmorgun bauð CI-
A.is blaðamönnum í morgunverð og kynningu
á íslensku listamönnunum. Markús Þór Andr-
ésson sýningarstjóri er staddur á Ítalíu til þess
að fylgjast með sýningunni og segir blaða-
mennina hafa sýnt listamönnunum mikinn
áhuga, sérstaklega Ragnari Kjartanssyni sem
mun taka þátt í Feneyjatvíæringnum á næsta
ári. Þá hafa birst viðtöl við þau Ólaf og Libiu í
ítölskum fjölmiðlum. „Svo var mikið spurt um
Ísland sem áfangastað fyrir fólk sem hefur
áhuga á samtímalistum,“ segir hann.
Framlag Ragnars Kjartanssonar til sýning-
arinnar er gjörningurinn „The Schumann
Machine“ eða Schumannvélin. Gjörningurinn
felst í því að Ragnar verður inni í timburskála
allan liðlangan daginn og syngur „Dichter-
liebe“ Schumanns látlaust frá morgni til kvölds
á meðan sýningin er opin. Píanistinn Davíð Þór
Jónsson leikur undir og hyggjast þeir félagar
halda þetta út í að minnsta kosti viku.
Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna mynd-
bandsverk sem fjallar um erlent starfsfólk í
ummönnunarstörfum. „Þau eru að skoða flæði
vinnuafls, peninga og starfa um heiminn,“ seg-
ir Markús.
Þriðja íslenska verkið á sýningunni er inn-
setning eftir Margréti H. Blöndal í aflagðri
tóbaksverksmiðju. „Hennar vinnuaðferð er að
hún kemur á staðinn og skoðar rýmið og vinn-
ur út frá því. Hún kemur ekki með tilbúið verk
heldur skoðar aðstæður og vinnur út frá því. Í
þessari gömu verksmiðju eru litir, efni og
strúktúr sem hún sækir innblástur í.“
Að sögn Markúsar er sýningin vel sótt og
fjöldi fólks þegar kominn á svæðið þó að sýn-
ingin sé ekki formlega hafin. „Það er komið
heilmikið af fólki, enda er þetta annar stærsti
myndlistarviðburður Evrópu á eftir Fen-
eyjatvíæringnum.“ gunnhildur@mbl.is
Ljósmynd/Markús Þór Andrésson
Dúett Listamaðurinn Ragnar Kjartansson
verður sjálfur til sýnis á Manifesta ásamt fé-
laga sínum, Davíð Þór Jónssyni píanóleikara.
Maraþonsöngur á Manifesta