Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „VIÐ munum taka einhverja daga í að skoða hvaða leiðir eru í stöðunni, fara yfir forsendur dómsins og hvaða þýðingu þetta hefur,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Að- spurður segir G. Pétur of snemmt að segja til um það hvort dómn- um verði áfrýjað. Eins sé hugs- anlega inni í myndinni að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar að nýju. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfis- ráðherra, frá því í janúar 2007 þar sem fallist var á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhóla- hreppi. Landeigendur á svæðinu, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands höfðuðu málið og kröfðust ógildingar. Upplýsingar vantaði Í dómnum kemur fram að þar sem fullnægjandi upplýsingar um áhrif þverunar Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar á umhverfið hafi ekki legið fyrir þegar ráðherra kvað upp úr- skurð sinn, hafi honum borið að láta rannsaka þau áhrif á fullnægjandi hátt. Þannig hefði verið lagður við- hlítandi grundvöllur að ákvörðuninni áður en hún var tekin. Þar sem á skorti að fyrrnefndar upplýsingar lægju fyrir við uppkvaðningu úr- skurðar ráðherra telur dómurinn um svo veigamikinn ágalla á honum að ræða, að óhjákvæmilegt sé að fella þann hluta úrskurðarins úr gildi. Forsaga málsins er sú að árið 2006 lagðist Skipulagsstofnun gegn því að Vestfjarðavegur yrði lagður sam- kvæmt tillögu B á leiðinni frá Bjarkalundi til Eyrar. Þáverandi umhverfisráðherra felldi úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og féllst á tillögu Vegagerðarinnar um að fara með veginn um Teigsskóg. Landeigendur og náttúruverndar- félög töldu að slík vegagerð myndi hafa í för með gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu um- hverfi og höfðuðu því mál til að fá úr- skurð ráðherra ógildan. silja@mbl.is Teigsskógi borgið um sinn Fyrrverandi umhverfisráðherra braut gegn rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga Bót Nýja veginum er ætlað að bæta samgöngur innan Reykhólahrepps og frá hringvegi til og frá V-Barðastrandasýslu og norðanverðum Vestfjörðum. LÖGREGLUNNI á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um þrjú inn- brot í sumarbústaði. Sumarbústað- irnir eru í Reykjaskógi, Grímsnesi og skammt norðan við Laugar- vatn. Að sögn lögreglunnar var litlu stolið í hverju innbroti og lítið skemmt. Ekki er talið að um sömu inn- brotsþjófana hafi verið að ræða en misjafnt var hvernig brotist var inn í bústaðina. Ýmist voru rúður brotnar eða gluggar spenntir upp. Þá er ekki talið að þjófarnir hafi hafst lengi við í bústöðunum held- ur drifið sig inn og aftur út. Meðal þess sem var stolið úr bú- stöðunum var sjónvarp og áfengi en algengt er að í innbrotum sé aðeins stolið því sem auðvelt er að losna við og koma í verð. Fyrr í vikunni var tilkynnt um innbrot í tvo bústaði í Grafningnum. Málin eru í rannsókn hjá lög- reglunni sem vill beina þeim til- mælum til sumarbústaðaeigenda að gæta vel að bústöðum sínum og hafa auga með bústöðum ná- granna sinna líka. ylfa@mbl.is Brotist inn í bústaði ÍBÚAR í Grafarvogi, þá sérstaklega í Hamra- hverfi, eru ósáttir við að malbiksafgöngum hefur verið sturtað á göngustíg sem liggur meðfram Hamrinum í fjörunni í Grafarvoginum. Jakobína Sigurðardóttir, íbúi í Hamrahverfi, segir að í raun sé búið að loka göngustígnum. „Við höfum verið umburðarlynd í Hamra- hverfinu, búandi í nágrenni öskuhauganna í mörg ár. Við pirrum okkur ekki yfir smámunum en í sumar var Sorpa búin að safna mjög miklum haug á sínu svæði. Nú keyrði um þverbak þegar farið var að sturta malbiksafgöngum inn á svæð- ið sem við höfum notað sem útivistarsvæði og er nú orðið ófært,“ segir Jakobína. Hún segir þær skýringar hafa verið gefnar að þarna ætti að gera landfyllingu. „Þó svo það eigi að byggja á landfyllingu eftir 5-10 ár á að taka tillit til þeirra íbúa sem fyrir eru á svæðinu.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hindrar göngu um vinsælt útivistarsvæði Íbúar Hamrahverfis ósáttir við malbiksafganga á göngustíg í fjörunni G. Pétur Matthíasson Skoða næstu skref í málinu fólk geti farið í Maríugerðið, kveikt á kerti og farið með bænir sínar. Gert er ráð fyrir að Maríugerðið verði hringlaga svæði sem verður fellt tvö þrep niður fyrir jarðvegsyfirborð. Maríugerðið verður gert úr steinsteyptum súlum og bogum að austan, norðan og vestan. Syðri hlutinn verði hlaðinn úr náttúrusteinum utan á steinsteypta hvelfingu sem slúti yfir hluta hringlaga svæðisins. Maríugerðið verður að mestu opið til himins. Í efsta hluta gerðisins er svo sjálf Maríustyttan. Maríugerðið verður lýst upp með mildri raflýs- ingu og snjóbræðsla verður í gólfi. Frumdrög voru sýnd Húsafriðunarnefnd í júní 2008. Nefndin gerði ekki athugasemd við erindið. Maríugerði í Landakoti  Kaþólska kirkjan reisir opinn bænastað  Tvö þrep niður fyrir jarðvegsyfirborð AUGLÝST hefur verið tillaga að breyttu deili- skipulagi á Landakotstúni. Kaþólska kirkjan hyggst reisa opinn bænastað eða Maríugerði á milli kirkjunnar og Landakotsskóla. Í greinargerð með auglýsingunni segir að Maríugerðið skuli reist í minningu þess að í ár eru 150 ár frá því að María mey birtist stúlkunni Bernadettu í bænum Lourdes í Frakklandi. „Svona Lourdes-hella er að finna víða um heim og einn slíkur var áratugum saman í Landakots- kirkju,“ segir séra Jakob Roland. Hann segir að            Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is HIÐ árlega haustrall Hafrann- sóknarstofnunar, þegar stofnmæl- ingar á botnfiski fara fram, hófst í gær en þá lagði rannsóknaskipið Árni Friðriksson úr Reykjavík- urhöfn. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson tekur einnig þátt í rallinu frá og með 1. október, en gert er ráð fyrir að það standi út október. Kristján Kristinsson, leiðang- ursstjóri á Árna Friðrikssyni, segir að um hefðbundið rall sé að ræða, en togað hefur verið á ákveðnum togstöðvum hringinn í kringum landið á hverju hausti síðan 1996. Haustrall Hafró hafið Morgunblaðið/Þorkell Hafrannsókn Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.