Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORYSTA Samtaka atvinnulífsins heimsækir Evrópusambandið í Brussel í byrjun næstu viku. Samtökin munu hitta og ræða við valda aðila innan og utan ESB og eiga viðræður við háttsetta menn á vettvangi sambandsins, m.a. Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB. „Ferðin er liður í umræðum innan aðildarsam- taka Samtaka atvinnulífsins um kosti og galla að- ildar Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA. „Markmið okkar með þessari ferð eru að fá nánari vitneskju um hvernig evrópsku atvinnulífi farnast innan ESB, hver sé líkleg þróun ESB á næstu árum og hvernig efla megi samskipti íslensks atvinnulífs og ESB,“ segir Þór. Fjölmörg málefni verða til umfjöllunar, m.a. gjaldmiðilsmál, sjávarútvegsmál, aðgangur að innri markaði ESB og orkumál ásamt mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Þá munu fulltrúar SA kynna sérstaklega árangur íslensks atvinnulífs á liðnum misserum. Þór segir að Íslend- ingar eigi að leggja miklu meiri rækt við að kynna á vettvangi ESB árangur Íslendinga á ýms- um sviðum atvinnulífsins og hvað megi læra af honum. Þar standi upp úr mál eins og stjórnun fiskveiða og rekstur í sjávarútvegi ásamt árangri okkar í orku- málum. Þór segist hafa fundið fyrir miklum áhuga for- ystumanna atvinnulífsins í ýmsum Evrópuríkjum á árangri Íslendinga í uppbyggingu nýrra háskóla sem atvinnulífið hefur komið beint að hérlendis. „Margir forystumenn í atvinnulífinu í Evrópu hafa sýnt því mikinn áhuga sem við erum að gera í skólamálunum og hversu mikil gróska er í þeim málum. Það hefur líkið vakið mikla athygli sam- taka atvinnulífsins í Evrópu hvað mikill kraftur er í stofnun fyrirtækja hér á landi og í þeirri frum- kvöðlamenningu sem hér ríkir. Við höfum margt fram að færa í þeim málum,“ segir hann. „Ég er þeirrar skoðunar að margt af því sem kemur frá Evrópusambandinu og tengist atvinnu- lífinu sé til mikilla bóta fyrir samkeppni og at- vinnulífið í Evrópu,“ segir hann. Hins vegar valdi það miklum vonbrigðum hvernig málum sjávar- útvegs sé komið innan ESB. omfr@mbl.is Kynna sér þróun ESB í Brussel  Forysta Samtaka atvinnulífsins heimsækir Evrópusambandið í Brussel  Ferðin er liður í umræðum innan aðildarsamtaka SA um kosti og galla aðildar  Efla samskipti íslensks atvinnulífs og ESB Þór Sigfússon Í HNOTSKURN »Fulltrúar SA munu m.a.eiga fund með fram- kvæmdastjóra Evrópusam- taka atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE). »SA eru aðili að þessumsamtökum sem eru sögð vera öflugasti málsvari at- vinnulífs í Evrópu – með meira en 20 milljónir fyrirtækja á bak við sig. HÖFUÐBORGARBÚAR hafa ekki farið varhluta af vætutíðinni sem ríkt hefur að undanförnu. Fyrr í vikunni rigndi þannig látlaust án uppstyttu í rúman sólarhring, sem telst til tíðinda ef marka má skrif Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á veðurbloggi hans. Á vef sínum bendir Einar á að Reykjavík sé ekki þekkt fyrir stórrigningar, enda njóti höfuðborgarsvæðið úrkomuvars frá Reykja- nesfjallgarðinum og Hengli. Morgunblaðið/Kristinn Látlaus rigning í sólarhring án uppstyttu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VAXANDI óþreyju gætir innan stéttarfélaga vegna kjaramála og mikilla verðhækkana að undanförnu. Forsendunefnd ASÍ og SA á reglu- lega fundi vegna endurskoðunar kjarasamninga og auk þess undir- búa stéttarfélög og landssambönd sig þessa dagana fyrir kjaravið- ræður við sveitarfélögin. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, sagði í gær að öll umræða um þjóðarsáttarsamninga væri út í hött. „Það er mikill misskilningur að hér sé einhver umræða í gangi um þjóð- arsátt eins og við heyrum í fjölmiðl- um. Bak við þessa umræðu er ná- kvæmlega ekki neitt,“ sagði hann í frétt frá félaginu í gær. Nýjasta út- spil Orkuveitu Reykjavíkur um nærri 10% hækkun á gjaldskrá heita vatnsins sé sameiginlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og borgarstjórnar þar sem iðnaðaráðherra hafi þegar staðfest hækkunina. „Á sama tíma og þessi ákvörðun Orkuveitunnar er tekin er ekki hægt að halda fund í borgarráði Reykjavíkur vegna utan- landsferðar borgarfulltrúa. Nær hefði verið að þeir hefðu verið að sinna vinnu sinni og komið í veg fyr- ir hækkunina.“ Hann segir að engin áhrifaöfl í þjóðfélaginu verji stöðugleikann. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tali um mikilvægi þess að halda niðri verðlagi. „Það er ekki hægt að taka mark á þeim þar sem þetta eru bara innantóm orð. Nýlega hækkaði Sím- inn gjaldskrá sína um 4% og trygg- ingafélögin hafa einnig hækkað gjöld sín að undanförnu. Allir þessir stóru aðilar hleypa öllum kostnaðar- hækkunum beint út í verðlagið. Þannig er ljóst að stórfyrirtæki og opinberir aðilar leggja ekkert af mörkum til að halda hér niðri verð- lagi.“ Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Framsýnar-stéttarfélags, var í gær á fundum með félagsmönnum í Þingeyjarsýslum vegna undirbún- ings viðræðna við sveitarfélögin um endurnýjun kjarasamninga. „Það er þungt hljóð í fólki og krafa um há laun og stuttan samning,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að launafólk sem samþykkti kjarasamningana í febrúar sl. sé farið að lengja eftir endurskoðun þeirra og vilji sjá veru- legar lagfæringar á kjörum sínum. Hann rifjar líka upp að í tengslum við gerð febrúarsamninganna hafi ríkisstjórn lofað ýmsum aðgerðum. „Menn bundu vonir við þetta. Ég tel að ríkisstjórnin þurfi að fara að finna plaggið og vinna eftir því. Það var m.a. talað um ýmsar breytingar á húsaleigubótum.“ Hækka eins og ljósmæður „Verkalýðsfélag Akraness getur ekki og mun ekki horfa lengur upp á það hvernig farið er með íslenskt verkafólk í sínum kjarasamningum,“ segir í frétt. „Verkalýðsfélag Akra- ness á eftir að ganga frá þó nokkrum samningum t.d. við launanefnd sveit- arfélaga og stóriðjurnar á Grundar- tanga og þar verður krafist hækk- ana í samræmi við þær sem ljós- mæður fengu í sínum samningi.“ „Bara innantóm orð“  Forystumenn þriggja verkalýðsfélaga gagnrýna harðlega hækkanir að undan- förnu og aðgerðaleysi stjórnvalda  „Þungt hljóð í fólki og krafa um há laun“ Nokkuð skiptar skoðanir hafa ver- ið um það hvort hvort ástæða sé til að flýta endurskoðun kjara- samninganna. Forsendunefnd við- semjenda á að fjalla sérstaklega um það fyrir lok febrúar hvort for- sendur samninga hafi staðist. Einn af forystumönnum launþega- samtakanna segir ekki ástæðu til að flýta vinnunni og það sé nokkuð útbreidd skoðun. Talsmenn SA eru sagðir hafa gefið til kynna að þeir væru tilbúnir að flýta endurskoðun samninga svo launþegar nytu fyrr umsamdra kauphækkana en at- vinnulífið hafi ekki bolmagn til að bæta neinu þar ofan á. Þetta telja heimildarmenn innan verklýðsfor- ystunnar að sé hvergi nærri nóg til að vega upp á móti þeim hækk- unum sem dunið hafa yfir að undanförnu. Óvíst hvort endurskoðun verður flýtt UPPSETNING hraðamyndavéla við stofnbrautir á vegum Vega- gerðarinnar er ekki byggingarleyf- isskyld samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Hvalfjarðarsveit fór í fyrrahaust fram á að úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála fjallaði um þetta atriði og féll úrskurður nefndarinnar fyrr í þess- um mánuði. Í úrskurðinum segir m.a. að ýmis mannvirki tengd vegi og notkun hans, svo sem umferðarskilti, hafi ekki verið talin byggingarleyfis- skyld enda metin sem eðlilegur og nauðsynlegur búnaður við notkun vega. „Með uppsetningu hraðamynda- véla við vegi er verið að sinna lög- gæslu og væntanlega einnig að sporna við hraðakstri og auka þar með öryggi vegfarenda. Slíkur búnaður hefur á seinni árum í auknum mæli verið tekinn í notkun við vegaeftirlit, hérlendis og er- lendis, og verður nú að teljast venjulegur og eðlilegur búnaður við rekstur og notkun vega,“ segir í úrskurðinum. Ekki sótt um leyfi og ekki gert aðvart Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit hafði í erindi sínu vísað til þess að sumarið 2007 hefðu verið settar upp tvær hraðamyndavélar í Hval- fjarðarsveit. Hvorki hefði verið sótt um leyfi fyrir hraðamyndavélum til skipulags- og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar né sveitarstjórn gert aðvart um þær framkvæmdir. aij@mbl.is Ekki þarf leyfi fyrir hraða- myndavélum ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hef- ur farið þess á leit við Reykja- víkurborg að styttan af Gísla Halldórssyni, arkitekt og fyrr- um borgarfull- trúa og forseta ÍSÍ, verði flutt nær höfuðstöðvum ÍSÍ við Engja- veg 2. Erindið hefur verið rætt á fundum í íþrótta- og tómstundaráði og í skipulagsráði og hafa ekki ver- ið gerðar athugasemdir við flutn- inginn. Styttan af Gísla Halldórssyni hef- ur staðið sunnan við knattspyrnu- völlinn í Laugardalnum. Gísli er 94 ára gamall og teiknaði á sínum tíma flest íþróttamannvirki í dalnum. Það er mat forystu ÍSÍ að styttan af Gísla sé betur staðsett nær höfuð- stöðvum ÍSÍ og verður hún í for- grunni bygginga höfuðstöðva Íþróttasambandsins. aij@mbl.is Styttan af Gísla flutt nær ÍSÍ Gísli Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.