Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „ÞAÐ SEM vekur undrun er þessi mikla aukning í ölvunardrykkju frá vori 10. bekkjar fram á fyrstu mán- uði fyrsta árs í framhaldsskólum. En það er líka mjög ánægjulegt að í heildina er vímuefnaneysla að minnka í þessum hópi,“ segir Álfgeir Logi Kristjánsson, lektor við kennslufræði- og lýðheilsudeild Há- skólans í Reykjavík. Hann er einn höfunda nýrrar skýrslu, ásamt Hrefnu Pálsdóttur, Ingu Dóru Sig- fúsdóttur og Jóni Sigfússyni, sem fjallar um vímuefnanotkun fram- haldsskólanema á Íslandi. Mikil aukning varð í ölv- unardrykkju (meira en tvöföldun) meðal nemenda í 10. bekk að vori 2007 og framhaldsskólanema, sem eru 16 ára eða yngri, um haustið. Mótuð verði heildstæð stefna Í skýrslunni kemur jafnframt fram að reykingar og neysla ólög- legra vímuefna hafi minnkað tölu- vert frá 2004 til 2007, en áfeng- isneysla hafi lítið sem ekkert breyst yfir sama tímabil. Hún hafi í raun lít- ið breyst frá árinu 2000. Fyrir fjór- um árum sögðust 76% framhalds- skólanema aldrei hafa neytt ólöglegra vímuefna. Árið 2007 var hlutfallið komið yfir 80%. Álfgeir segir þetta vera mikið fagnaðarefni. Séu tölur varðandi áfengisdrykkju skoðaðar kemur fram að 53,6% framhaldsskólanema árið 2007 sögð- ust hafa drukkið áfengi fyrir fram- haldsskólaböll, og 15,1% sögðust hafa drukkið áfengi á sjálfum böll- unum. Að sögn skýrsluhöfunda er mikilvægt að mótuð verði heildstæð stefna og samhæfð aðgerðarætlun til að sporna við þessu. Annars muni lítið breytast. „Okkur finnst það vera mjög eðlileg krafa að fram- haldsskólar á Íslandi, sem eru rekn- ir fyrir skattfé almennings og af menntamálaráðuneytinu, samþykki ekki áfengisneyslu í tengslum við skemmtanir á sínum vegum,“ segir Álfgeir. Hann bendir á að markvisst for- varnarstarf hafi verið unnið í grunn- skólum landsins, þar sem ólíkir hóp- ar, m.a. stefnumótunaraðilar, foreldrar og forvarnarfulltrúar, hafi tekið saman höndum til að vinna að betra samfélagi fyrir ungmenni. Horft til framhaldsskólanna Öðru máli gegni með framhalds- skólana. Það sé hins vegar að breyt- ast. Í fyrra hafi Lýðheilsustöð, Sam- band íslenskra framhaldsskóla, mennta- og heilbrigðisráðuneytið gert með sér samstarfssamning um verkefnið Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum, sem er til þriggja ára. Verkefninu er m.a. ætlað að stuðla að bættri almennri líðan og heilsu nemenda, og að efla forvarnir gegn vímuefnum í framhaldsskólum. Minni vímuefnaneysla Morgunblaðið/Júlíus Á vakt Í nýrri skýrslu um vímuefnanotkun framhaldsskólanema kemur m.a. fram að reykingar og neysla ólöglegra vímuefna hafi minnkað töluvert frá 2004 til 2007 en áfengisneysla lítið sem ekkert breyst yfir sama tímabil.  Mikil aukning varð á ölvunardrykkju frá 10. bekk til fyrsta árs í framhaldsskóla  Reykingar og neysla ólöglegra fíkniefna minnkaði töluvert  Áfengisneysla verði ekki leyfð á skólaskemmtunum Í HNOTSKURN » RannsóknarmiðstöðinRannsóknir og greining vann að gerð skýrslunnar, sem er unnin upp þremur rann- sóknum meðal framhalds- skólanema, sem ganga undir heitinu Ungt fólk, frá árunum 2000, 2004 og 2007. Mennta- málaráðuneytið studdi gerð rannsóknanna. » Skýrslan byggist á svör-um 30.962 einstaklinga, og var sérstök áhersla lögð á að skoða ólögráða aldurshópinn, 16 og 17 ára, annars vegar og hins vegar 18 ára og eldri. » Rannsóknir sýna ítrekaðað notkun vímuefna, bæði ólöglegra og löglegra, er skaðleg ungu fólki og að líkur á að flosna upp úr námi og lenda í margvíslegum ein- staklingsbundnum og/eða fé- lagslegum vanda aukast til muna ef vímuefnaneysla verð- ur hluti af hinu daglega lífi ungs fólks.           !  "#  " $$% &%                                     !  "        # ! '    ! &%    ("          &%          $                  # !  &% #     &% EKKERT sýni af íslensku græn- meti og ávöxtum innihélt varnar- efnaleifar yfir há- marksgildum og einungis 3,3% sýna af erlendu grænmeti og ávöxtum, samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar. Starfsmenn matvælaeftirlits um- hverfis- og samgöngusviðs Reykja- víkurborgar tóku sýni vikulega hjá innflytjendum og dreifingaraðilum af ávöxtum og grænmeti í reglu- bundnu eftirliti með varnarleifum í ávöxtum og grænmeti. Mælingar á varnarefnaleifum voru gerðar á rannsóknastofu Matís ohf. á Akur- eyri en þetta er þriðja árið í röð sem ekkert sýni af íslensku grænmeti innihélt varnarefnaleifar yfir há- marksgildum. Varnarefnaleifar í matvælum verða viðfangsefni fræðslufundar fyrir almenning sem Matvælastofn- un heldur þriðjudaginn 30. septem- ber en að auki verður rætt um notk- un varnarefna á Íslandi og hvaða reglur gilda um hættuflokkun, sölu og notkun þessara efna. Íslenskt grænmeti hreint Varnarefnaleifar undir hámarksgildum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.