Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Mesta peysuúrval landsins? Cashmere, ullar, síðar, stuttar, grófar, fínar ... Opið í Bæjarlind laugard. 10-16 Opið í Eddufelli laugard. 10-14 Gallabuxur á 4.900 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030             www.gardheimar.is allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 3 erikur 990kr TILBOÐ 3 callunur 750krTILBOÐ SUNNUDAGS sýnikennslan Gróðursetning haustlauka 14.00 – 16.00 TILBOÐ FRÁBÆRT VERÐ Á HAUSTLAUKUM! – hvergi meira úrval! , Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533 Tax-free-bomba Fríhafnarverð Verið velkomi n Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi fimmtudag til sunnudags Laugavegi 63 • S: 551 4422 FALLEGAR HAUSTYFIRHAFNIR MEÐ OG ÁN HETTU SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MEÐ þessu móti þurfum við ekki að búa við þetta ófremdarástand sem krónan skapar okkur,“ segir Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar um þá ákvörðun rit- stjórnar blaðsins að héðan í frá verði blaðið einvörðungu verðlagt í evrum. Nýjasta tölublaðið kostar þannig tíu evrur í lausasölu en átta evrur í áskrift. „Við sækjumst eftir því, eins og önnur fyrirtæki í landinu, að það sé nokkur stöðugleiki í rekstri,“ segir Karl og bendir á að stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við framleiðslu á Herðubreið felist í prentun og pappírskostnaði, en pappírinn er innfluttur. Með breyt- ingunni takist útgefendum að halda tekjum og útgjöldum að mestu leyti í sama gjaldmiðli. „Þetta er að sínu leyti líka póli- tísk yfirlýsing tímaritsins, sem hef- ur alltaf talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evr- unnar.“ Spurður við hvaða gengi sé miðað segir Karl samkomulag hafa verið gert við söluaðila um að miða við gengi evrunnar daginn sem Herðubreið kom út, þ.e. sl. fimmtudag, en þá var evran 139 krónur. „Það stenst ekki reglur að verð- merkja einungis í evrum, hvorki vörur né þjónustu,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og bendir á að í júlí sl. hafi Neyt- endastofa sett reglur um verð- merkingar þar sem skýrt sé kveðið á um það að verðmerkja eigi allar vörur og þjónustu í íslenskum krónum. Bendir hann á að menn geti kært þá sem brjóti reglurnar til Neytendastofu, en í fyrr- greindum reglum kemur fram að Neytendastofu sé heimilt að beita stjórnvaldssektum eða dagsektum allt að 10 milljónum króna. Kallar á stöðugan gjaldmiðil Spurður hvaða áhrif verðmerk- ing í evrum hafi á neytendur segir Gísli ljóst að þetta leysi aðeins gengisáhættu atvinnurekenda og seljenda, ekki neytenda og laun- þega. „Þannig að ég held að stjórnvöld verði að fara að bjóða upp á gjaldmiðil sem er stöðugur og gjaldgengur þannig að öll geng- isáhættan sé ekki sett á neyt- endur.“ Herðubreið verðlögð í evrum Vöru og þjónustu á að verðleggja í íslenskum krónum LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur fyrir hönd ríkisins verið sýkn- aður af Héraðsdómi Reykjavíkur af skaðabótakröfu umsækjanda um embætti rektors Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Umsækjandinn, sem er kona, taldi að jafnréttislög hefðu verið brotin en héraðsdómur taldi að karl- maðurinn, sem ráðinn var til starfs- ins, hefði verið hæfari til að gegna því. Maðurinn var hæfari Dómurinn féllst á það með ráð- herra að Ágúst Sigurðsson hefði verið hæfari til að gegna starfinu en konan sem höfðaði málið. Þá hefðu engar líkur verið að því leiddar að um mismunun vegna kynferðis hefði verið að ræða þegar skipað var í stöðu rektors. Ráðherra braut ekki jafnréttislög Sýknaður í héraði af skaðabótakröfu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.