Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 12
Veikt gengi
fremur ógn
en tækifæri
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
OF veik staða krónunnar var
áhyggjuefni á aðalfundi Samtaka
fiskvinnslustöðva
í gær en í fyrra
var málunum
þveröfugt háttað.
Einar K. Guð-
finnsson, sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráðherra,
sagði í ávarpi sínu
að þó oft áður hafi
verið kallað eftir
veikingu krón-
unnar úr sölum
sjávarútvegsins
sé núverandi staða hennar of veik og
þurfi gengið að ná jafnvægi.
Útflutningsverðmæti aukist
„Hagsmunir íslensks sjávarútvegs
liggja þess vegna í því að gengi krón-
unnar verði sterkara en nú og ró
skapist í fjármálaumhverfinu sem
hefur svo mikil áhrif á stöðu mála í
efnahagslífinu hér á landi. Svona
veikt gengi er því fremur ógn en
tækifæri.“
Einar sagði frá því að útflutnings-
verðmæti þorsks fyrstu ellefu mánuði
síðasta fiskveiðiárs hefðu numið um
51 milljarði króna en rúmum 47,5
milljörðum króna á sama tíma árið
áður, þrátt fyrir samdrátt í þorskafla.
Ástæðurnar væru hækkað verð á
þorski á erlendum mörkuðum og
gengislækkunin.
Hins vegar hefðu útgjöld í sjávar-
útvegi aukist samhliða auknum verð-
mætum útflutts þorsks. Þar vegi
hækkandi olíuverð hvað þyngst.
„Auknar skuldir greinarinnar sem
fylgja lækkun gengisins eru sömu-
leiðis alvarlegar og bíta sársaukafullt
í efnahagsreikningi fyrirtækjanna.
Þegar við bætast síðan svimandi háir
vextir, er ástæða til að hafa áhyggj-
ur.“
Gripið til gengisvarna
Einar vakti athygli á því að mörg
sjávarútvegsfyrirtæki hefðu gripið til
gengisvarna sem gerðu það að verk-
um að lækkun á gengi krónunnar
skilar sér ekki að fullu í þeirra vasa.
„Því má ætla að verðmætisþróun ein-
stakra fyrirtækja, vegna útflutnings
á þorski, geti verið mismunandi og sé
ekki endilega í samræmi við tölur um
heildaraflaverðmæti.“
Gengisjafnvægi best fyrir sjávarútveg
Þorskur Útflutningsverðmætin
hafa hækkað milli fiskveiðiára.
Einar K.
Guðfinnsson
12 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÉG er alveg í skýjunum eftir sum-
arið,“ segir Jón Þór Júlíusson, leigu-
taki Grímsár og Tunguár í Borg-
arfirði, en veiði lauk á svæðinu í
vikunni og þar var metveiði, eins og
svo víða á Vesturlandi.
„Lokatölur eru líklega 2.206 laxar.
Ég bjóst kannski ekki við þessari
veiði en ég var bjartsýnn hvað varð-
aði betri júníveiði en síðustu sumur.
Ég hafði helst með mér í því, að mér
fannst það lukkast svo vel vorið 2007
þegar seiðin gengu út. Þau fóru út á
góðum tíma og náttúran tók síðan
vel á móti þeim í alla staði. Skilyrðin
í sjónum voru mjög góð. Það fer ekki
á milli mála, alls staðar er metveiði
hér í kringum okkur.“
Um 100 laxanna veiddust í þver-
ánni Tunguá.
„Ég er klár á því að ef við hefðum
ekki lent í þessum gríðarlegu haust-
flóðum, þá hefðum við veitt 100 til
200 laxa í viðbót. Um miðjan ágúst
var ég satt best að segja farinn að
gæla við 2.500 laxa – en mikið vill
meira,“ segir Jón Þór og hlær.
Þegar fyrra met var sett var einn-
ig veitt á maðk. Nú er aðeins veitt á
flugu og kominn stífur kvóti, leyft að
hirða einn lax á vakt en menn hvattir
til að sleppa öllum fiskum.
„Burtséð frá veiðitölunum var ég
mjög ánægður með það hve vel
veiðimenn tóku í þennan nýja kvóta
og sleppifyrirkomulagið. Þetta hefur
aukið veiðina að einhverju leyti, með
endurveiddum löxum. Það grynnkar
í öllum bankabókum þessa dagana
en það er góð innistæða í Grímsá
fyrir framtíðina!“
Met og aftur met
Samkvæmt nýjustu veiðitölum á
vef Landssambands veiðifélaga,
angling.is, má sjá að veiðimetin hafa
haldið áfram að falla á Vesturlandi.
Haffjarðará, sem áður gaf mest
1.290 laxa, endaði í 2.011. Hítará fór
úr 706 löxum í 1.289 og bætir sig um
583. Aðalsvæði árinnar gaf 748 laxa
en senuþjófurinn er sagður vera efra
svæðið, eða Hítará II, sem gaf 541
lax sem að stórum hluta fékkst á
tvær dagsstangir.
Langá bætir sig um hátt í 600
laxa. Norðurá endaði 170 löxum yfir
gamla metinu, í 3.308, og Andakílsá
er að tvöfalda fyrra met, fer úr 331
laxi í 665.
Á Skarðsströnd var sett veiðimet í
Krossá. Þar veiddust 346 en fyrra
metið var frá sumrinu 2004, 208.
Ekki var sett met í Gljúfurá í
Borgarfirði en veiðin var þó sú besta
í 13 ár, 315 laxar. Mun áin hafa end-
að á háu nótunum því síðasta veiði-
daginn veiddust 22.
Enn er hörkuveiði í hafbeitarám á
Suðurlandi. Í Tungufljóti í Bisk-
upstungum hafa 1.700 laxar verið
færðir til bókar og þar af um 350 fyr-
ir ofan fossinn Faxa.
Í Ytri-Rangá er ennþá mokstur,
veiðin er komin í um 12.300 laxa.
„Mikið vill meira“
Veiðimet hafa fallið, hvert á eftir öðru, í ám á Vesturlandi
Í sumum ánna er veiðin allt að þriðjungi yfir fyrra meti
LÍKLEGA er umtalaðasta nýja veiðifluga
sumarsins Friggi, töfratúpa sem 102 cm
lax veiddist á í Vatnsdal og hefur virkað
vel hjá þeim sem hafa átt gripinn í ein-
hverjum litaafbrigðum. Höfundurinn var
við annan mann í Leirársveit og þar
veiddust 30 af 55 löxum á Frigga, og í
einu holli í Víðidalsá veiddust 80% lax-
anna á Frigga.
Höfundur Frigga er Baldur Her-
mannsson múrarameistari og hann er
kominn með hönnunarvernd á gripinn.
„Ég finn ekkert að því ef menn hnýta hana fyrir sig, en ég vil koma í veg
fyrir að Friggi verði fjöldaframleiddur úr vitlausum og lélegum efnum
einhvers staðar í Asíu,“ segir Baldur. Hann hnýtir túpuna í nokkrum
stærðum og hún er vandhnýtt, en Baldur beitir svokallaðri zonker-
badger-aðferð og notar fínskorna hrosshúð sem hann þynnir og litar. Þá
fléttar hann tinseli í vængi með nál.
Friggi heitir eftir Friðriki bróður Baldurs, sem lést af slysförum fyrir
þremur árum, en hann var farinn að veiða vel á gripinn áður en hann lést.
Friggi þykir afar fiskinn
Töfratúpan Friggi, hnýtt af höf-
undi, Baldri Hermannssyni.
Einn stórlaxinn Sólveig Ómarsdóttir og Jón Helgi Vigfússon með 22 punda hæng sem hún veiddi í Jakobspolli í
Laxá í Aðaldal síðasta veiðidag sumarsins. 1.226 laxar veiddust í ánni, um 200 yfir meðalveiði síðustu ára.
„Gengi krónunnar hefur gefið mik-
ið eftir frá því í mars á þessu ári og
hefur það skilað sér í hærra skila-
verði til útflutningsgreina. Á móti
kemur að erlendar skuldir og ýmis
aðföng til sjávarútvegs hafa hækk-
að að sama skapi [...]. Hagsmunir
sjávarútvegsins felast ekki í miklu
flökti á gengi íslensku krónunnar
umfram aðra gjaldmiðla, heldur í
stöðugra gengi hennar – jafnvæg-
isgengi – þar sem horft verði til
mikilvægis útflutnings- og sam-
keppnisgreina.“ Þetta segir í
ályktun aðalfundar Samtaka fisk-
vinnslustöðva sem haldinn var í
gær.
Þar segir einnig að Seðlabanki
Íslands eigi að lækka stýrivexti
verulega sem allra fyrst en barátta
bankans við þenslu sl. ára með
háum stýrivöxtum hafi litlu skilað
en bitnað illa á útflutningsgreinum
þar sem vextirnir héldu lengi uppi
of háu gengi krónunnar.
Þá er skorað á bæði Alþingi að
ljúka umræðum og samþykkja
frumvarp um nýja matvælalöggjöf
og sjávarútvegsráðherra að end-
urmeta úthlutun á þorski og síld.
Hagsmunir sjávarútvegs felast í stöðugu gengi