Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 17
ERLENT
ÞESSI mynd, sem er að vísu aðeins tölvugerð, var birt
opinberlega í fyrradag en hún sýnir risavaxna, þrí-
hyrnda byggingu, sem á að rísa í París. Í henni eiga að
vera skrifstofur og verslanir á ótal hæðum en alls
verður húsið 211 metra hátt. Höfundar þess eru sviss-
nesku arkitektarnir Jacques Herzog og Pierre de
Meuron en þeir teiknuðu meðal annars Hreiðrið, aðal-
leikvanginn á Ólympíuleikunum í Peking.
Áætlað er, að húsið verði risið og fullklárað ein-
hvern tíma á árinu 2014 og margir spá því, að það eigi
eftir að verða jafnmikið kennileiti í borginni og Eiffel-
turninn.
AP
Keppinautur Eiffelturnsins
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
SÚ ákvörðun John McCains, forsetaframbjóð-
anda repúblikana, að gera hlé á kosningabar-
áttu sinni vegna ástandsins í bandarískum
efnahagsmálum og hugsanlegra björgunarað-
gerða stjórnvalda er mjög umdeild. Sjálfur vill
hann vafalaust að hún verði túlkuð þannig, að
með henni sýni hann þá ábyrgð að vilja ekki
eyða tíma sínum í dægurþras og ríg á þessum
alvarlegu tímum, en aðrir og þá einkum and-
stæðingar hans segja, að hún endurspegli vax-
andi örvæntingu.
Barack Obama, frambjóðandi demókrata,
hefur lengst af haft nokkurt fylgi umfram
McCain í skoðanakönnunum en eftir flokksþing
repúblikana og eftir að McCain kynnti Sarah
Palin, ríkisstjóra Alaska, sem varaforsetaefni
sitt snerist dæmið við. Um stund voru þau á
mikilli siglingu en virðast nú hrekjast undan því
efnahagslega óveðri, sem geisar í Bandaríkj-
unum.
Ekkert tilhlökkunarefni
að ræða efnahagsmálin
Þegar McCain ákvað að fresta kosningabar-
áttunni skoraði hann á Obama að gera slíkt hið
sama. Hann vísaði því hins vegar á bug með
þeim orðum, að nú sem aldrei fyrr skipti það
landsmenn máli að vita hvað frambjóðendurnir
hefðu fram að færa og hvernig þeir hygðust
stýra þjóðarskútunni að loknum kosningum. Þá
hafnaði hann því einnig að fresta fyrstu sjón-
varpskappræðum þeirra, sem áttu að fara fram
í Mississippi-háskóla í gærkvöld.
Kannanir sýna, að aðeins 14% kjósenda eru
hlynnt því að gera hlé á kosningabaráttunni og
aðeins 10% töldu rétt að fresta sjónvarpskapp-
ræðunum, þeim fyrst af þremur.
Í gærkvöldi áttu þær að snúast um utanrík-
ismál en Obama var hins vegar búinn að lýsa
yfir, að efnahagsmálin yrðu í fyrirrúmi, annað
væri ekki hægt við þessar aðstæður. McCain
hefur oftar en einu sinni látið hafa eftir sér, að
efnahagsmálin væru „ekki mín sterka hlið“ og
það kemur sér ekki vel fyrir hann nú. Þar fyrir
utan hefur allur hans ferill í þeim efnum ein-
kennst af kröfum um, að slakað verði sem mest
á eftirliti hins opinbera með fjármálalífinu. Það
er því ekki víst, að hann hafi hlakkað sérstak-
lega til kappræðnanna við Obama.
Um miðjan dag í gær tilkynnti McCain, að
hann myndi mæta til kappræðnanna hvernig
sem á stæði með björgunaráætlun stjórnvalda
en hún var þá í uppnámi, ekki síst vegna and-
stöðu sumra þingmanna repúblikana.
Segja McCain vera óútreiknanlegan
þegar mest á ríður
Ákvörðun McCains hefur einnig kynt undir
þeim áróðri demókrata, að McCain sé óútreikn-
anlegur og ekki treystandi á ögurstund. Er
nefnt sem dæmi, að eftir að Rússar réðust inn í
Georgíu hafi hann næstum því verið búinn að
lýsa yfir stríði við Rússa og hann hafi skyndi-
lega aflýst flokksþingi repúblikana að hluta
vegna fellibyls. Þá hafi hann valið sér varafor-
setaefni sem flestir kjósendur telji ekki hæfa.
Joe Klein, fréttaskýrandi hjá bandaríska
tímaritinu Time, segir, að ákvarðanir McCains
ráðist nú af örvæntingu og ástæðan aðeins ein:
skoðanakannanirnar. Undir það tekur Ben
Smith hjá fréttaveitunni Politico og hann segir,
að auðvelt sé að túlka ákvörðun McCains sem
svo, að hann hafi meiri áhyggjur af skoðana-
könnunum en efnahagskreppunni. Segir hann,
að verði sú skoðun ofan á hjá kjósendum, þá
hafi orðið alger tímamót í kosningabaráttunni.
McCain farinn að örvænta?
Sakaður um að hafa meiri áhyggjur af skoðanakönnunum en fjármála-
kreppunni og hann hafi af þeim sökum gert hlé á kosningabaráttunni
Reuters
Ábyrgð eða örvænting McCain er hann
kynnti þá ákvörðun að fresta baráttunni.
EVRÓPSKI tungumáladagurinn
var í gær, 26. september, en hann
hefur verið haldinn hátíðlegur frá
árinu 2001, sem var evrópskt
tungumálaár. Er það tilgangur
hans að fanga fjölbreytileika tungu-
mála í álfunni og hvetja til mála-
náms. Þótt Evrópuríkin séu aðeins
nokkrir tugir, þá er málafjöldinn
þar yfir 200.
Dagsins hefur verið minnst með
ýmsum hætti og fræðimenn hafa
lagt sitt lóð á vogarskálarnar.
Einn af þeim er Rolf Theil, prófessor í málvísindum
við Óslóarháskóla, en á heimasíðu sinni tínir hann til 10
tungumál, sem hann segir merkileg fyrir ýmissa hluta
sakir, til dæmis fallegasta málið, það léttasta og það
merkilegasta. Lítur listinn hans þannig út:
Fegursta málið: Fulfulde í Vestur-Afríku. Hljómar svo vel
og sem dæmi er nefnt að orðið yfir hagl er mallumallore.
Erfiðasta málið: Grænlenska. Orða- og setningamyndun
ótrúlega flókin.
Léttasta málið: Mandarín-kínverska. Reglulegt og fram-
burður auðveldur.
Móðurmál flestra: Mandarín-kínverska.
Móðurmál fæstra: Amurdag í Ástralíu. Það kann einn
maður.
Mikilvægasta málið: Enska, nýtist flestum sem sam-
skiptamál.
Elsta letrið: 5.000 ára gamalt fleygletur í Mesópótamíu.
Merkilegustu hljóðin: Kyrrahafsmál þar sem tungu-
broddur er látinn snerta efri vör.
Kurteislegasta málið: Kóreska, sama orðið getur táknað
ótalmörg kurteisisstig.
Undarlegasta málið: Piraha, sem talað er í skógum við
Amazon. Undarleg orð og enn undarlegri hljóð. svs@mbl.is
Topp tíu í tungumálunum
Talar hún eitt erf-
iðasta málið?
MELAMÍN, efnið, sem fundist hef-
ur í kínverskum mjólkurafurðum og
valdið sjúkleika þúsunda barna, hef-
ur nú einnig fundist í kínversku sæl-
gæti.
Framleiðendur nokkurra vinsælla
sælgætistegunda hafa orðið að inn-
kalla þær og nú blasir við að það er
ekki aðeins mjólkuriðnaðurinn sem
er í uppnámi, heldur einnig sælgæt-
isiðnaðurinn í Kína. Talsmaður
framkvæmdastjórnar ESB kynnti í
gær þá ákvörðun að banna algerlega
allan innflutning á vörum frá Kína
fyrir börn ef þær innihalda mjólk eða
mjólkurduft. svs@mbl.is
Sælgætið
líka óætt
Sarah Palin hleypti
augljóslega nýju lífi í
baráttu McCains til að
byrja með en henni er
nú fundið það til for-
áttu að hafa enga
reynslu af utanríkis-
málum, að hafa varla
komið út fyrir landa-
mærin og hafa fengið
sitt fyrsta vegabréf á síðasta ári.
Repúblikanar hafa reynt að bæta úr
þessu með því að leiða Palin á fund er-
lendra ráðamanna í heimsókn en margir
hafa hent á lofti þau ummæli hennar í
viðtali við ABC-sjónvarpið, að það jafn-
gilti nokkurri reynslu í utanríkismálum
að búa í Alaska og eiga Rússland fyrir
nágranna. Sagði hún, að það væri jafnvel
hægt að sjá til Rússlands frá eyju við
Alaska. Er hún var síðar spurð út í þessi
ummæli, áréttaði hún þau og bætti við,
að næstu nágrannar Alaska væru „erlend
ríki“. Alaska á raunar aðeins eiginleg
landamæri að einu ríki, Kanada.
Bill McAllister, talsmaður Palin, hefur
reynt að rétta hennar hlut nokkuð og
minnt á, að hún hafi í fyrrahaust rætt við
forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,
meðal annars um orkumál.
Repúblikanar vísa á bug ásökunum um
reynsluleysi Palin en það þykir ekki
traustvekjandi, að enn hefur hún ekki
viljað sitja fyrir svörum með fréttamönn-
um.
Efast um reynslu Palin
SJÓRÆNINGJAR hafa á sínu valdi
flutningaskip, Faina, við strönd
Sómalíu en skipið var á leið til Kenía
með vopnafarm, þ. á m. 33 stóra
skriðdreka af gerðinni T-72 en þeir
eru smíðaðir í Rússlandi. Skipið er í
eigu Úkraínumanna en skráð í Bel-
ize og er 21 maður í áhöfninni, að
sögn fréttavefjar BBC. Talið er að
sómalskir sjóræningjar hafi nú á
valdi sínu meira en tug skipa í höfn-
inni Eyl í héraði er nefnist Puntland
og er hálf-sjálfstætt.
Sagt er að þrír bátar með vopnaða
menn innanborðs hafi skyndilega
umkringt skipið um 200 mílur frá
ströndinni á fimmtudag og hertekið
það. Varnarmálaráðherra Úkraínu,
Júrí Jekanúrov, staðfesti að auk
skriðdrekanna hefði verið „umtals-
vert magn af skotfærum“ um borð.
Vestræn herskip hafa öðru hverju
efnt til aðgerða gegn sjóræningjum
á svæðinu en ekki hefur verið raun-
veruleg ríkisstjórn við völd í Sómalíu
í 17 ár. Er landið oft kallað dæmi um
„hrunið ríki“ en þar geisa stöðugt
átök milli fjölmargra vígahópa.
Fjöldi fólks hefur að undanförnu flú-
ið stærstu borg landsins, Mogad-
ishu.
Bandarískt herskip er nú sagt
vera á leið í áttina að Faina. Rússar
sögðu í gær að eitt af herskipum
þeirra hefði lagt af stað frá Eystra-
salti í vikunni. Myndi það fá það hlut-
verk að vernda rússneska borgara
og skip. kjon@mbl.is
Vopnaflutn-
ingaskipi rænt
Sjóræningjar klófestu 33 skriðdreka
Reuters
Rænt Skipið BBC Trinidad í Muscat
í Oman fyrir skömmu, eitt af mörg-
um sem sjóræningjar hafa hertekið.
ORÐRÓMUR er á kreiki á banda-
rískum bloggsíðum um að Barack
Obama hyggist fá varaforsetaefni
sitt, Joe Biden, til að draga sig í hlé
af heilsufarsástæðum. Muni Hillary
Clinton þá taka við.
Sagt er frá þessu í breska götu-
blaðinu Daily Mail. Fullyrt er að val
Johns McCains á Sarah Palin hafi
aukið svo áhugann á framboði Mc-
Cains að Obama hyggist bregðast
við með þessum hætti.
Flestir viðmælendur Daily Mail
vísa málinu á bug sem algerum til-
búningi. Talsmenn Obama hafa ekki
tjáð sig enn um málið. kjon@mbl.is
Tekur
Clinton við?