Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 19 L jó sm .: M a ry E ll e n M a rk Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LEIÐTOGAR demókrata í banda- ríska þinginu segjast sannfærðir um að samkomulag muni nást um björg- unaráætlun fyrir fjármálakerfi landsins. Á fimmtudag leit út fyrir að slíkt samkomulag væri í höfn, en þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins vildu ekki sætta sig við áætlunina, sem þeir töldu fela í sér of mikil inngrip ríkisvaldsins. Settu þeir fram eigin áætlun, þar sem treysta átti í meira mæli á einka- framtakið til að leysa vandann. Til dæmis vildu þeir afnema reglur, sem þeir segja að torveldi fjárfestum að koma með fjármagn að illa stöddum fjármálafyrirtækjum. Athuga ber að repúblikanar í öld- ungadeildinni standa flestir að baki björgunaráætluninni og er uppreisn- in því bundin við þingflokkinn í full- trúadeild þingsins. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir Harry Reid, einum leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, að ekki sé ástæða til að ætla annað en að samkomulag muni nást fyrir mánudag. Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum og gætu því komið lögunum í gegn án aðstoðar þing- flokks repúblikana. Margir stjórn- málamenn virðast hins vegar hafa af því áhyggjur að björgunaráætlunin muni ekki skila tilætluðum árangri. Því vilja demókratar fá repúblikana til að greiða atkvæði með tillögunni til að tryggja að þeir geti ekki núið demókrötum þessu um nasir fari allt á versta veg. Eins og sakir stóðu í gær voru aðeins um 30-40 af 199 full- trúadeildarþingmönnum repúblik- ana tilbúnir að greiða atkvæði með björgunaráætluninni. Aðkoma McCain umdeild Aðkoma forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, John Mc- Cain, að viðræðunum hefur sömu- leiðis verið gagnrýnd af demókröt- um. Er haft eftir Ellen Tauscher, demókrata í fulltrúadeildinni, að eft- ir fund McCains með þingmönnum repúblikana hafi stuðningur þeirra við áætlunina gufað upp. Talsmaður McCain segir hins vegar að repúbl- ikanar hafi ekki verið ánægðir með tillöguna til að byrja með. McCain hafi því viljað finna lausn sem allir aðilar gætu sætt sig við. Ríkisstjórn George Bush, með fjármálaráðherrann Henry Paulson í fararbroddi, vill hins vegar að hin svokallaða 700 milljarða dala áætlun nái fram að ganga og virðist ekki hafa mikla þolinmæði fyrir þreifing- um þingflokks repúblikana í aðrar áttir. Fari svo að fulltrúadeildar- þingmenn repúblikana láti ekki segj- ast og demókratar neyðist til að sam- þykkja tillöguna einir gæti svo farið að þeir muni gera frekari kröfur á hendur ríkisstjórnarinnar. Vilja opinberar framkvæmdir Bush og Paulson hafa nú þegar samþykkt breytingartillögur frá demókrötum. Til dæmis þá að þak verði sett á laun og starfsloka- greiðslur til yfirmanna fyrirtækja sem hljóti aðstoð ríkisins. Hugsanlegar frekari kröfur, sem demókratar gætu komið í gegn, gætu til dæmis verið að dómurum í gjaldþrotamálum yrði heimilt að breyta skilmálum íbúðalána. Þá eru demókratar áhugasamir um aukn- ingu opinberra framkvæmda til að örva efnahagskerfið, nokkuð sem repúblikanar hafa ekki viljað gera. Áætlunin gerir ráð fyrir stofnun 700 milljarða dala sjóðs, sem gæti keypt eignir fjármálafyrirtækja, einkum ótrygg húsnæðislán. Fyrir- tækin fengju með þeim hætti laust fé, sem þau skortir tilfinnanlega nú. Uppreisn repúblikana setur strik í reikninginn Leiðtogar á Bandaríkjaþingi segjast búast við að samkomulag náist fyrir mánudag Reuters Andstaða Öldungadeildarþingmennirnir Mitch McConnell og Judd Gregg ræddu við fjölmiðla um ástand mála í þinginu í gær. Þrátt fyrir andstöðu meðal repúblikana í fulltrúadeild þingsins er vonast til að samkomulag náist. SÆNSKA fjármálaeftirlitið, FI, rannsakar nú grunsemdir um að er- lendir vogunarsjóðir eigi þátt í gengishruni og vandræðum Swed- bank. Viðkomandi sjóðir eiga að hafa tekið stórar skortstöður í hlutabréfum Swedbank og síðan hringt í sænska miðlara til þess að koma af stað orðrómi þess efnis að staða Swedbank væri slæm. Sam- kvæmt frétt á sænska við- skiptavefnum di.se hefur FI óskað eftir því að fá að sendar upptökur af símtölum vogunarsjóða í London við sænskt verðbréfafyrirtæki. Hin meinta markaðsmisnotkun minnir um margt á þær frásagnir sem heyrðust af meintri atlögu er- lendra vogunarsjóða á íslenska hagkerfið snemma á þessu ári. Mikið hefur verið fjallað um erf- iðleika Swedbank í sænskum fjöl- miðlum undanfarna daga eins og m.a. kom fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Meðal þess sem komið hefur fram er að lánasýsla sænska ríkisins hafi gefið út skuldabréf til þess að bjarga bankanum auk þess sem fjöldi viðskiptavina á að hafa tekið út innlán sín hjá Swedbank. Þessu hafna stjórnendur bankans alfarið og segja stöðu hans sterka. Undir það hefur Mats Odell, fjár- málamarkaðsráðherra Svíþjóðar, tekið og segir hann marga geta brennt sig á skortsölu á Swedbank. sverrirth@mbl.is Markaðs- misnotkun rannsökuð BANDARÍSK yfirvöld tóku yfir hinn gríðarstóra sparisjóð Wash- ington Mutual og hefur banka- starfsemi sjóðs- ins verið seld JPMorgan Chase fyrir 1,9 millj- arða dala, and- virði um 185 milljarða króna. JPMorgan seldi eigin hlutabréf að andvirði um 10 milljarða dala til að fjármagna kaupin. Þrot WaMu eins og bankinn er oftast kallaður í Bandaríkjunum er hið stærsta í bandarískri bankasögu. Með alls um 307 millj- arða dala eignastöðu yfirgnæfir hrun WaMu svo um munar þrot Continental Illinois National Bank með sína 40 milljarða dala árið 1984 og 32 milljarða dala þrot IndyMac sem ríkisstjórnin tók yfir í júlí sl. Hrun WaMu má eins og í öðrum slíkum tilfellum undanfarið rekja til slæmra fasteignalána sem bankinn sat uppi með ógrynni af. Vegna þeirra og annarra áhættu- samra skulda hyggst JPMorgan færa niður lánasafn MaWu um 31 milljarð dala – fjárhæð sem gæti breyst ef ríkisstjórnin nær björg- unaraðgerðum sínum í gegn og JPMorgan ákveður að vera hluti af þeim. Lokun WaMu var fyrirsjáanleg, eins og nefnt var. Matsfyrirtækið Standard & Poor lækkaði matið á bankanum sl. mánudag sem ekki jók á lífslíkur hans þar sem það bættist ofan á önnur vandræði svo sem þau að viðskiptavinir hans voru farnir að taka út sparifé sitt af miklum móð eftir að gjaldþrot Lehman Brothers lá fyrir. Bank- inn var því að komast í fjárþröng. Eftir yfirtökuna sitja hluthafar WaMu eftir með tómar hendur, en hlutafjáreign þeirra þurrkast út. bvs@mbl.is Stærsta gjaldþrot sögunnar Millibankalán fást vart lengur á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem bankar eru hræddir við að lána fé til fjármálastofnana sem hugsanlega gætu orðið gjaldþrota. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Evrópu og Sviss hafa tekið höndum saman og munu bjóða fjármálastofnunum lán gegn veði í verðbréfum. Mun Englands- banki til dæmis bjóða 30 milljarða dala og nota til þess gjaldeyris- skiptasamninga, sem bankinn gerði nýlega við seðlabanka Bandaríkjanna. Danski seðlabankinn hefur sömuleiðis víkkað út möguleika þarlendra fjármálafyrirtækja til að fá skammtímalán frá bankanum. Annars vegar munu fyrirtækin geta tekið að láni fé frá seðlabank- anum sem jafngildir muninum á eigin fé fyrirtækisins og lögbund- inni lágmarksstöðu eigin fjár. Í raun munu þau geta veðsett um- fram eigið fé sitt. Þá munu dönsk fjármálafyrirtæki geta tekið lán hjá seðlabankanum með veði í fleiri tegundum verðbréfa en þau gátu áður. Frekari aðgerðir seðlabanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.