Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 21 og segir listamönnum í hvaða röð þeir eigi að fara fram á svið og taka við fagnaðarlátum áhorfenda. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að stundum láta söngvarar eins og fífl og ríf- ast um það hver eigi að fara fyrstur fram fyrir tjaldið. Yfirleitt gengur þetta þó vand- ræðalaust fyrir sig. Ég söng árið 2003 í Toscu í Metropolitan. Sýningin gekk gríðarlega vel. Það var mikið klappað, hrópað og kallað og ég var í sjöunda himni. Jonathan kallaði á þrisvar á mig og sagði mér að fara fram fyrir tjaldið og taka á móti fagnaðarlátum. Þegar ég var búinn að því gekk ég til hans þar sem hann stóð ásamt söngvurum. Ég var svo yfirmáta hamingju- samur að ég tók Jonathan, sem er pínulítill og grannur, í fangið, lyfti honum upp og rak honum rembingskoss á báðar kinnar að ítölskum sið. Allt í einu fannst mér ég vera með lík í fanginu. Hefði ég sleppt Jonathan þá hefði hann pompað niður því hann var al- gjörlega líflaus. „Láttu mig niður, láttu mig niður,“ margtuggði hann og ég lét hann síga niður. Kollegar mínar skellihlógu. Jonathan tók þessu sem algjörri niðurlægingu. Ég sá að ég hafði komið málum í klúður í galgopa- hætti og einlægri gleði. Ég hef ekki séð Jonathan síðan þetta gerð- ist. Hann skrifaði harðort bréf til umboðs- manns míns og sagði að ég væri brjálaður maður. Síðan hef ég ekki sungið í Metropolit- an og á það sennilega ekki eftir meðan Jonathan ræður þar ríkjum. Þetta er allt í lagi hvað mig varðar. Ég lifði ameríska drauminn í tuttugu ár, söng í New York, Chicago, Las Vegas, Dallas, San Francisco. Þetta er svosem orðið ágætt. Þannig að ég er bara ánægður með þetta eins og það er. En kveðjustundin hefði alveg getað verið smekklegri.“ Það varð hér leiðindamál fyrir nokkrum árum þar sem þú varst gagnrýndur fyrir frammistöðu í Kastljóssþætti. Tókstu þá gagnrýni nærri þér? „Ég tók mjög nærri mér skrifin um þetta mál en það er löngu liðið. Taugarnar til Ís- lands eru sterkar og hafa styrkst verulega síðustu ár. Í gamla daga þegar ég var niðri í bæ með kunningjum mínum að kvöldlagi þá komu strákarnir á mótorhjólunum, negldu niður við gangstéttina og hrópuðu: „Þú ert flottastur! Hæ óperumaður!“ Það varð hlé á þessu um tíma. Þeir eru byrjaðir á þessu aft- ur. Samt er ég ekki endilega hluti af þeirra menningarheimi. Mér finnst magnað þegar þeir gera þetta. Þá er stríðið unnið ef það var þá eitthvert stríð.“ Unaðsleg pylsuferð Hvað er framundan hjá þér? „Það er ýmislegt. Nú er ég að læra hlut- verk Parsifals í óperu Wagners sem ég mun syngja á næsta ári í óperuhúsinu í Róm. En má ég ekki í þessu viðtali óska vini mínum Atla Heimi til hamingju með sjötugsafmælið? Fyrir nokkrum árum skrifaði hann óperu og í henni er aría Sigurðar fáfnisbana sem tekur um tuttugu mínútur. Atli Heimir hefur lokið þessari óperu en ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir. Ég gæti vel hugsað mér að syngja í íslenskri óperu, eins og þessari sem ég veit að er til. Ég sinni kennslu á Ítalíu og mun halda því áfram. Á heimili okkar Sigurjónu við Garda- vatnið, sem er paradís á jörð, er ég með stúdíó þar sem ég kenni. Meðal nemenda eru sjö Ís- lendingar og þeir hafa verið miklu fleiri. Stimpill minn er til dæmis á Gissuri Páli Giss- urarsyni sem er einn af okkar fínustu ungu óperusöngvurum í dag. Annar nemandi sem ég er mjög stoltur af er Hlöðver Sigurðsson. Svo er frænka mín Jóna Fanney Svavarsdóttir að taka miklum framförum og hefur verið hjá mér vel á annað ár. Og Rannveig Káradóttir, rúmlega tvítug, sem kom til mín á námskeið í fyrra. Hún sagði við mig: „Þú átt að koma mér upp á svið.“ Og það ætla ég að gera. Íslensku nemendurnir eru inni á gafli hjá okkur Sigurjónu. Við borðum stundum saman eins og stórfjölskylda og Jóna er þarna eins og andamamma. En sem kennari vil ég bara árangur, árangur og ekkert annað en árang- ur.“ Ertu mikill fjölskyldumaður? „Ég dái fjölskyldu mína og ver hana með kjafti og klóm. Um daginn, í rokinu og rign- ingunni, var ég að koma af æfingu og gekk að Bæjarins bestu og sagði við sjálfan mig: Kannski ég reyni að upplifa aftur yndisleg- asta kvöld sem ég hef nokkurn tíma lifað á ævi minni. Það var fyrir tuttugu og fjórum árum. Þá kynntist ég Sigurjónu og við feng- um okkur pylsu og kók í hræðilegum kulda og gengum hringinn í kringum Tjörnina. Þannig að tuttugu og fjórum árum síðar fékk ég mér pylsu til að minnast þessa fund- ar okkar. Ég upplifði talsverða unaðstilfinn- ingu í þessari pylsuferð. Ég hef verið heppinn. Ég eignaðist ynd- islega konu. Hún er stórkostleg manneskja. Þegar ég kynntist henni var hún leikkona en var tilbúin að gefa leikferil sinn upp á bátinn til að taka þátt í þessum dansi mínum. Ég var ekki endilega tilbúinn að samþykkja að hún hætti að leika en hún tók af skarið. Hún hefur verið aðalleikstjóri minn í rúmlega tuttugu ár. Ég nýt krafta hennar og lista- mannshæfileika og það kemur fram í flestu sem ég geri. Þetta er að minnsta kosti tveggja manna tak ef vel á að takast. Við ákváðum að gera þetta saman og gerðum það. Árin mín með henni hafa verið dásam- leg á allan hátt. Ég er mjög heppinn mað- ur.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.