Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 24
tíska 24 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þetta kom mér ekki beinlínisá óvart,“ segir HaraldurFinnsson þegar hann rifjarupp daginn fyrir tíu árum þar sem hann var að ganga heim eft- ir langan vinnudag og fékk hjarta- áfall, 56 ára gamall. Sem skólastjóri í Réttarholtsskóla var hann önnum kafinn maður sem þurfti að glíma við fjöruga unglinga frá morgni til kvölds, auk rekstursins á skólanum. Það er því óhætt að segja að hann hafi fengið sinn skerf af streitu í starfi sínu auk þess sem saga var um hjartasjúkdóma í fjölskyldu hans. Engu að síður átti hann sér einskis ills von þegar áfallið dundi yfir, jafnvel þótt það hafi átt sér svolítinn aðdraganda. „Ég var búinn að vera þreklítill og ræfilslegur, og kominn með háan blóðþrýsting sem ég var kominn á lyf vegna. Svo ein- hvern mánudagsmorgun labbaði ég upp í skóla úr Álfheimunum en þeg- ar ég var á leiðinni upp brekkuna við Réttarholtsveg varð ég hand- ónýtur og fékk verk fyrir brjóstið. Ég komst nú samt inn í skólann og þá fór þetta að lagast og leið hjá.“ Tveimur dögum síðar endurtók leikurinn sig. „Ég var að ganga heim úr vinnu þegar þetta kom aftur og þá sýnu verra. Mér fannst ég vera með skósíða handleggi og rétt dragnaðist heim. Þar hringdi ég í heimilislækninn minn sem sagði mér að fara beint upp á bráðamóttöku, sem ég og gerði.“ Á spítalanum voru læknar fljótir að greina stíflur í kransæðum Haralds sem fór í beinu framhaldi í hjartaþræðingu. „Ég var farinn að átta mig á því að það væri einhver skollinn í þessa átt- ina,“ segir hann aðspurður um hvort áfallið hafi komið honum að óvörum. „Sennilega er það þess vegna sem ég fékk ekki andlegt áfall, eins og margir fá í þessari stöðu. Ég er bú- inn að kynnast mörgum hjartasjúk- lingum síðan og veit að eitt af vanda- málunum við að fá hjartaáfall er að það kemur fólki á óvart. Þannig verður það andlegt áfall líka, sem oft er ekki tekið nægilega alvarlega.“ Samherjar í ræktinni Eftir hjartaþræðinguna fór Har- aldur að stunda reglulega líkams- rækt, fyrst í formi æfinga á Land- spítalanum og í framhaldinu á HL-stöðinni. Og hann segist allur betri maður síðan. „Ég fór að hreyfa mig miklu skipulegar en ég gerði áð- ur og hef reynt að halda mig við það síðan því það skiptir rosalegu máli. Ég hef tröllatrú á hreyfingunni og er t.a.m. í badminton auk líkams- Morgunblaðið/Árni Sæberg Í formi Haraldur fer reglulega í æfingar á HL-stöðinni. „Ég hef tröllatrú á hreyfingunni og er t.a.m. í badminton auk líkamsræktarinnar á veturna enda held ég að menn þurfi góða hreyfingu þrisvar, fjórum sinnum í viku.“ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Haraldur Finnsson var í blóma lífsins þegar hann fékk hjartaáfall og þurfti að taka lífsstíl sinn til endurskoðunar. Nú, tíu árum síðar, hefur hann aldrei verið hressari. Samherjar „Þetta verður ákveðinn félagsskapur,“ segir Haraldur um þjálfunina á HL-stöðinni. Gerist hjá fólki á besta aldri Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Efnismiklir og víðir síðkjólar sáust víða ásýningarpöllum fatahönnuðanna semsýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið2009 í Mílanó í vikunni. Gucci, Roberto Cavalli, Salvatore Ferregamo og D&G-línan þeirra Domenico Dolce og Stefano Gabbana – á öllum þess- um sýningum mátti sjá kjóla sem námu við háls, ökkla og jafnvel úlnlið. Engin holdasýning þar á ferð. Og það frá tískuhúsum sem alla jafna gera sér meiri mat úr lögulegum línum kvenlíkamans. Það er ekki laust við að hugsun um kreppu skjóti upp koll- inum. Því þótt vestrænir tísku- fíklar dragi saman eyðslusegl- in, þá er aldrei að vita nema pyngjur austrænna auðmanna standi enn opnar! Pínupils og aðsniðnar línur voru vissulega enn á sínum stað enda horft til sólríkrar sumartíðar, en settlegheit og efnismeiri klæði settu samt skemmtilegan svip á sýningarnar. Hjá Emporio Armani voru stuttbuxur t.d. settar yfir síðbuxurnar á með- an að í D&G-línunni voru stuttbuxur, sundföt og ýmis annar sumar- fatnaður hafður í síðari kantinum – allt í anda strandlífsins á fyrstu ára- tugum síðustu aldar. Með nostalgíu þeirrar strand- stemningar í huga er svo ekki annað að gera en að skella á sig sundhettunni, grípa strandboltann og grípa svo andann á lofti þegar fyrstu sundtökin eru tekin í köldum sjó. Dulúð Hátt mitti og klauf á vetrarlegum kjól frá Gucci. Reuters Horft til austurs Efnismikill kjóll frá Roberto Cavalli sem alla jafna sýnir meira af kvenlíkamanum. Sítt og sumarlegt Léttur síðkjóll frá Gucci-tískuhúsinu. Þverröndótt Óvenjulegt höfuðfat frá D&G. Í síðum undir Stuttbuxurnar eru yfir síðbuxum hjá Emporio Armani. Fortíðarandinn Sundfötin frá D&G hefðu átt vel við snemma á síðustu öld. Efnismikil sumartíska Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru m.a.:  Hár blóðþrýstingur  Hækkað kólesteról  Hækkaður blóðsykur  Reykingar  Lítil neysla ávaxta og grænmetis  Ofþyngd og offita  Hreyfingarleysi, sem eykur hættuna á því að þróa með sér hjartasjúkdóm um 50% Þekktu þína áhættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.