Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 25

Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 25
ræktarinnar á veturna enda held ég að menn þurfi góða hreyfingu þrisv- ar, fjórum sinnum í viku.“ Hann mælir sérstaklega með starfsemi HL-stöðvarinnar. „Þarna er boðið upp á frábært eftirlit og þjónustu sem er okkur nauðsynleg. Ég er einlægur aðdáandi stöðvar- innar,“ segir hann. „Þarna hittir maður aðra í svipuðum sporum svo þetta verður ákveðinn félagsskapur. Hóparnir verða iðulega að nokkurs konar klúbbum og menn bregðast mjög illa við ef það á að færa þá eitt- hvað þar á milli. Þarna eru menn samherjar enda hafa þeir lent í svip- uðu eða því sama og það skiptir miklu máli.“ Í ljós kemur að Haraldur hellti sér út í félagsstörf fyrir hjartasjúk- linga eftir að hann fór í hjartaþræð- inguna, ekki bara hjá HL-stöðinni heldur einnig hjá Hjartaheillum. „Mér fannst skipta máli að menn legðu hönd á plóginn því þessi sam- tök hafa gert mikið fyrir þennan hóp. T.d. er HL-stöðin komin til að frumkvæði þessara samtaka, þ.e. Hjartaheilla, SÍBS og Hjartavernd- ar.“ Haraldur telur mikilvægt að fólk gæti vel að heilsunni, jafnvel þótt fullfrískt sé. „Ég held að sú vísa sé aldrei of oft kveðin að láta fylgjast vel með sér, láta mæla blóðþrýsting og blóðfitu. Margir halda að þetta sé bara sjúkdómur sem hendir fólk á elliárunum en oft kemur þetta fyrir fólk á besta aldri,“ segir hann, og talar þar af reynslu. Í dag hefur Haraldur látið af skólastjórastarfinu en hefur engu að síður feikinóg að gera, bæði í vinnu fyrir menntasvið Reykjavíkur- borgar og Menntaskólann Hrað- braut, auk félagsstarfanna. Hann segist þó vera að „trappa sig niður“. Enda er nú allt í lagi að njóta þess að hafa það rólegra en áður, eða hvað? „Nei, nei, ekkert frekar,“ svarar hann um hæl. „Menn geta líka alveg eins notið þess að gera eitthvað!“ Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn á morgun, sunnudag. Af því tilefni bjóða ÍSÍ, Hjartavernd og að- standendur alþjóðlega hjartadags- ins almenningi að taka þátt í Hjarta- hlaupinu og stafgöngudeginum víðs vegar um landið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 25 Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum að taka þátt. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar, þátttakendur verða nemendur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, nemendur í umhverfisskipulagi og skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, fulltrúar skipulagsnefnda sveitarfélaganna og aðrir áhugamenn um menningu á landsbyggðinni. Nemendur Landbúnaðarháskólans sýna verkefni fyrir framan ráðstefnusalinn. Að loknum umræðum verður farið í Jafnaskarðsskóg og notið listsýningar í skóginum og veitinga. Jafnaskarðsskógur er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Bifröst, ekið er niður með Hreðavatni. Góð bílastæði eru í 5 mínútna göngufæri frá listsýningunni. Menning í landslagi Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi á Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00 Dagskrá: Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður menningarráðs setur ráðstefnuna fyrir hönd Menningarráðs Vesturlands. Pétur H Ármannsson, arkitekt: „Byggingararfur í sveitum landsins“. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi: „Stykkishólmur, hvernig tókst að þróa skipulag bæjarins og vernda menningarverðmæti skipulagsins og húsanna”. Kolfinna Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst: „Menningarleg áhrif breytinga á eignarhaldi jarða”. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Til hvers að skipuleggja? Gæði og verðmæti góðs skipulags”. Salvör Jónsdóttir, land- og skipulagsfræðingur Alta, frá Melaleiti Hvalfjarðarsveit: „Landslagsmenning”. Þóra Sigurðardóttir, listamaður og Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur; listabændur að Nýp, Skarðsströnd, „Að gera gömlu húsi til góða og skapa því verkefni”. Elísabet Haraldsdóttir, Menningarfulltrúi Vesturlands: Listsýning i Jafnaskarðsskógi: „Að nýta náttúruna sem sýningarstað”. Umræður Nánari upplýsingar er að finna áwww.menningarviti.is og www.bifrost.is Austurhrauni 3 210 Garðabær S. 533 3805 Litríkt Skræpóttur samfestingur frá Emilio Pucci. Í ökklasídd Bjartur og bleikur kjóll frá Salvatore Ferragamo. Sumar hvað? Dragsíður og vetr- arlegur kjóll úr D&G-línunni. Í strandgírnum Röndóttur sum- arklæðnaður frá D&G. Vörn Hjá Emporio Armani vita menn að fatnaður er besta sólarvörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.