Morgunblaðið - 27.09.2008, Side 34
34 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ ArnþrúðurGunnlaugsdóttir
fæddist á Eiði á
Langanesi 3. maí
1921. Hún andaðist
á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum að
kvöldi þriðjudags
16. september 2008.
Arnþrúður var
yngst 9 barna
hjónanna Gunn-
laugs Jónassonar
frá Eldjárnsstöðum
á Langanesi og Þor-
bjargar Daníels-
dóttur frá Eiði. Þau voru Jóhann,
Þorbjörg, Daníel, Jónas, Sigurður,
Helga, Rósa og Björg. Fóstur-
systkini hennar voru systkinin Jón
og Þrúður Þorbjörg Guðmundar-
og Helgubörn frá Þórshöfn. Öll
eru nú látin. Arnþrúður var skírð
þann 12. júní 1921 af séra Þórði
Oddgeirssyni sem og fermdi hana í
Sauðaneskirkju á hvítasunnu 9.
júní 1935. Hún gekk í farskóla á
heimili foreldra sinna og á Heiði í
sömu sveit. Sumarið 1940 var hún
kaupakona hjá Guttormi Sigurðs-
syni og Sigurborgu Sigurðardótt-
ur í Hleinargarði í Eiðaþinghá á
Fljótsdalshéraði en um haustið hóf
hún tveggja vetra nám í Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað
með annarri sumardvöl í Hleinar-
garði á milli.
Veturinn 1943 trúlofaðist Arn-
þrúður Sigurði Guttormssyni á
Hallormsstað. Þau voru gefin sam-
an af séra Erlendi Sigmundssyni á
prestssetrinu á Seyðisfirði 24. júlí
sama ár. Arnþrúður og Sigurður
þjófsstaðarkirkju 27. febrúar 1971.
Bræður Einars voru Sigsteinn,
elstur, og Jón Víðir, yngstur. Báðir
eru fallnir frá. Einar og Arnþrúð-
ur byggðu sér hús að Laugavöllum
5 á Egilsstöðum og bjuggu þar til
æviloka Einars, 4. ágúst 1981. Arn-
þrúður flutti haustið eftir búferl-
um til Reykjavíkur og bjó þar á
Melhaga 12 og síðar Hátúni 6. Á
þeim árum hafði hún jafnan sum-
ardvöl á Sólheimum uns hún,
haustið 1991, flutti austur á Hérað
aftur og bjó á Einbúablá 26A á Eg-
ilsstöðum og síðast á sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum til æviloka.
Á búskaparárunum á Hallorms-
stað sá Arnþrúður um símstöð
staðarins og pósthús. Hún var ötul
í félagslífi sveitarinnar, formaður
Kvenfélags Vallahrepps um árabil
og söng í efstu rödd í Kirkjukór
Vallanessóknar. Í fyrri búsetu
sinni á Egilsstöðum veitti hún for-
stöðu mötuneyti sjúkrahússins en í
Reykjavík mötuneyti Öskjuhlíð-
arskóla.
Afkomendur Arnþrúðar eru á 5.
tug, lífs. Þórhildur á 7 börn, 10
barnabörn og 2 barnabarnabörn;
Daníel 3 börn og 3 barnabörn;
Guttormur 1 barn; Gunnlaugur 7
börn og 6 barnabörn og Elísabet 1
barn og 1 barnabarn. Sambýlis-
maður Þórhildar er Jón Ármann
Árnason frá Húsavík; Daníel er
ekkjumaður eftir Helgu Einars-
dóttur úr Reykjavík; Guttormur er
kvæntur Guðríði Pétursdóttur frá
Glæsibæ í Skagafirði; Gunnlaugur
er kvæntur Ragnheiði Guttorms-
dóttur Þormar frá Geitagerði í
Fljótsdal og Elísabet er gift
Charles Bicker frá Minster í Kent
á Englandi.
Útför Arnþrúðar verður gerð
frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Hallormsstað-
arkirkjugarði.
bjuggu nú um sinn á
heimili tengdaföður
hennar og seinni
konu hans, Guðrúnar
Pálsdóttur frá Segl-
búðum í Landbroti.
Systkini Sigurðar
voru Bergljót, Páll og
Þórhallur Guttorms-
börn og Sigríðar
Guttormsdóttur frá
Stöð í Stöðvarfirði og
Margrét, Gunnar,
Hjörleifur, Loftur og
Elísabet Guttorms-
börn og Guðrúnar. Af
fyrri barnahópnum er Þórhallur á
lífi, af þeim síðari er Margrét fallin
frá.
Arnþrúði og Sigurði fæddust 2
börn á þessum fyrstu hjúskapar-
árum sínum á Hallormsstað, Þór-
hildur, 1944, og drengur, 1945, er
dó sama ár. Árið 1946 reistu þau
nýbýli í fremri jaðri Hallormsstað-
arskógar og nefndu Sólheima en
hét áður Geitagerði. Þar áttu þau
Daníel, 1946, Guttorm, 1948, og
Gunnlaug, 1950. Haustið 1955 tóku
Arnþrúður og Sigurður við heimili
og búi Guttorms og Guðrúnar á
Hallormsstað sem þá höfðu slitið
samvistum. Þar eignuðust þau sitt
6. barn, Elísabetu, 1956. Arn-
þrúður missti Sigurð 27. sept-
ember 1968. Rúmum 2 árum síðar
gekk hún að eiga Einar frá Sturlu-
flöt í Fljótsdal, son Halla Þor-
steinssonar frá Skjögrastöðum í
Skógum í Vallahreppi og Maríu
Einarsdóttur frá Víðivöllum í
Fljótsdal. Þau voru gefin saman af
séra Bjarna Guðjónssyni í Val-
Ég var ekki há í loftinu þar sem ég
reyndi að klifra upp í svarta ruggu-
stólinn á Hallormsstað sem í mínum
augum var mun stærri en flestir aðr-
ir stólar. Ekki nóg með að hann væri
stór, heldur vaggaði hann og lét
undan. Amma var oftast innan seil-
ingar svo það var óhætt að reyna sig.
Hins vegar var það betra ef hún var
ekki nærri ef ég þurfti að eiga aðeins
við símstöðina, en það var freisting
sem erfitt var að standast. Augnaráð
ömmu gaf til kynna að það væri ekki
vel séð. Þá beið ég færis þar til hún
þurfti að bregða sér frá og ég gat
setið ein að þessu galdratæki. En
mér fannst samt eins og amma sæi í
gegnum vegginn þar sem ég sat og
fiktaði. Þannig var amma, það duld-
ist engum hvað henni fannst. „Enga
vitleysu,“ var oft viðkvæðið og þar
með var það útrætt.
Amma og Einar afi fluttu í Egils-
staði og við mamma dvöldum þar oft
í lengri eða skemmri tíma og fylgd-
umst með þeim byggja húsið sitt á
Laugarvöllunum. Afi smíðaði og
amma málaði og heklaði, þau voru
samhent og útkoman var eftir því.
Sérstaklega eru minnisstæð jólin
hjá afa og ömmu en þau einkenndust
af hlýleika og rólegheitum. Eldurinn
snarkaði í arninum og það stirndi á
logandi kertin á jólatrénu. Þegar
líða fór á hátíðarnar fór að færast
fjör í leikinn og við spiluðum púkk.
Þegar gesti bar að garði fékk ég
ósjaldan það vandasama hlutverk að
velja dúk, leggja á borð og finna til
sparistell. Ég var upp með mér yfir
traustinu sem mér var sýnt. Amma
spurði gestina frétta, afi kímdi og ég
hlutstaði hugfangin á sögur af
mönnum og málefnum. Amma sagði
skemmtilega frá og hló oft svo tárin
runnu.
Eftir tíu ára farsæla sambúð dó
afi sviplega. Leiðin frá Egilsstöðum
norður í Aðaldal entist ekki til rök-
ræðna við Guð, sem mér fannst hafa
farið afar illa að ráði sínu. Amma
sýndi það enn og aftur að hún var
gædd þrautseigju og þoli. Með nýjar
ráðagerðir og áætlanir í farteskinu
flutti hún til Reykjavíkur.
Ég var komin á unglingsár og
skrapp suður til þess að kaupa föt
áður en skólinn hæfist. Amma var
áfjáð í að hjálpa til við valið. Það var
eftirvæntingarglampi í hvert skipti
sem ég kom út úr mátunarklefanum.
Ég kom heim með hvíta lakkskó og
ljósar röndóttar buxur, vel valið ef
ekki væri fyrir snjóþungan norð-
lenskan vetur. Henni fannst að það
hlyti að vera gaman að vera ung
stúlka í dag, en það var þó sagt án
allrar eftirsjár.
Tvö sumur dvaldi ég hjá ömmu og
Laufeyju á Sólheimum. Við Laufey
unnum á hótelinu og amma stóð í
framkvæmdum, lét klæða húsið að
utan. Amma hafði alltaf eitthvað á
prjónunum og oft í eiginlegri merk-
ingu. Lauk verkinu hratt og vel, lét
sig ekki muna um að prjóna á mig
peysu á tveimur dögum áður en ég
fór til Danmerkur í nám, ekki hægt
að senda mig úr landi án íslenskrar
lopapeysu.
Amma hringdi reglulega, ætíð
áhugasöm um það sem var að gerast
í lífi okkar hverju sinni. Samband
hennar og mömmu einkenndist af
mikilli væntumþykju og tryggð af
beggja hálfu. Ég kveð elskulega
ömmu mína með miklu þakklæti og
söknuði.
Svanhildur Gunnlaugsdóttir.
Það var seinnipart ágúst sl. að við
hjónin fórum austur á Hallormsstað
eftir 6 ára hlé. Á Egilsstaðaspítala lá
mágkona mín, Arnþrúður, sem hafði
dvalið þar alllengi vegna alvarlegra
veikinda. Það var mér mikils virði að
geta hitt hana í nokkur skipti og við
náðum góðu sambandi í einni þess-
ara heimsókna. Þegar við sáumst á
Hallormsstað árið 2002 var Arn-
þrúður hress og bjartsýn og hafði
undirbúið komu okkar með sér-
stakri leiðsögn um trjásafnið í
Mörkinni. Hún hafði fest kaup á fal-
legri íbúð við Einbúablá á Egilsstöð-
um og virtist mjög sátt við að vera
komin aftur austur eftir alllanga bú-
setu í Reykjavík en þangað flutti
hún frá Egilsstöðum eftir andlát
seinni manns síns Einars Hallason-
ar.
En nú var það ekki bara heilsa
mágkonu minnar sem var öðruvísi
en um árið. Það var komin brún
slikja á Lagarfljótið og stórir trukk-
ar geystust nú gegnum skóginn. Það
var erfitt að horfast í augu við þessa
breyttu mynd við bernskuheimili
mitt á Hallormsstað og slóðir mág-
konu minnar í áratugi. Það var búið
að raska því sem áður einkenndi um-
hverfi Hallormsstaðar, kyrrðinni við
skóginn og sjálfu Lagarfljóti með
sínu sérstaka litrófi. Fyrir okkur,
sem ólumst upp með fljótið í dag-
legri augsýn og fyrir Arnþrúði, var
það mikið áfall að hinu fagra um-
hverfi einnar helstu náttúruperlu Ís-
lands skyldi fórnað vegna óaftur-
kræfra virkjanaframkvæmda við
Kárahnjúka.
Kynni þeirra Arnþrúðar og Sig-
urðar, bróður míns, hófust þegar
hún var á Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað 1940-1942. Börnin á
bænum kunnu strax vel að meta
frjálslegt og hlýlegt viðmót hennar.
Um 1944 hóf Sigurður byggingu ný-
býlisins Sólheima sem er spölkorn
fyrir innan Hallormsstað. Það var
metnaðarmál Arnþrúðar að halda
vel við því húsi. Hún var einnig mikil
handavinnukonu, óf, saumaði og
prjónaði. Sólheimar eru eitt feg-
ursta bæjarstæði innan skógar-
markanna, þaðan er víðsýnt yfir all-
an skóginn og fjallasýn til úthéraðs.
Breytingar urðu hins vegar á hög-
um hjónanna á Sólheimum þegar
þau fluttu út á Hallormsstað, æsku-
heimili Sigurðar, haustið 1955. Það
var mikil gæfa fyrir föður minn og
Hallormsstaðarheimilið að Sigurður
og Arnþrúður gátu tekið við búinu
eins og á stóð. Eftir að ég fór með
móður minni til Reykjavíkur árið
1955 var ég svo lánsöm að geta dval-
ið á sumrin á Hallormsstað, fyrst
sumarið 1956.
Ég verð ævarandi þakklát Arn-
þrúði fyrir hve mikinn skilning hún
sýndi mér á þessu viðkvæma skeiði í
lífi mínu. Börn þeirra Sigurðar
höfðu líka verið leikfélagar mínir frá
upphafi, ekki síst Þórhildur sem var
þeirra elst og á líkum aldri og ég.
Fyrsta sumarið saman á Hallorms-
stað vorum við frænkurnar liðtækar
við heimilisstörfin enda mannmargt
á staðnum. Mér fannst Arnþrúði
vinnast þar allt létt sem hún gerði og
vildi taka hana mér til fyrirmyndar.
Fyrir þetta allt skal þakkað nú að
leiðarlokum. Við Páll sendum öllum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Arnþrúðar
Gunnlaugsdóttur.
Elísabet Guttormsdóttir.
Aðeins þrjár vikur liðu frá því að
við Kristín síðast heimsóttum Arn-
þrúði mágkonu mína þar til okkur
barst andlátsfréttin. Hún kom ekki á
óvart. Allt frá því heilablóðfall lagði
þessa hraustu og glaðværu konu í
rúmið fyrir þremur árum hefur
smám saman hallað undan fæti.
Þrátt fyrir afar góða umönnun á
Sjúkrahúsi Egilsstaða og vökula
nærveru barna hennar var hún sjálf
farin að þrá hvíldina eilífu.
Fáar konur hafa verið mér ná-
komnari um dagana og minningarn-
ar hrannast upp. Ég var á sjöunda
ári þegar ljóst var að hún myndi
bindast Sigurði bróður tryggða-
böndum. Þá var hún nýútskrifuð eft-
ir tveggja ára nám við Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað. Þangað
höfðu lagt leið sína tvær ungmeyjar
norðan af Langanesi, Arnþrúður og
fóstursystir hennar Þrúður Guð-
mundsdóttir. Stofninn sem þær uxu
upp af var sterkur, hertur í lífsbar-
áttu útskagans og með sér flutti
Arnþrúður frásagnir af umhverfi
sem var framandi okkur dalbúum
við Lagarfljót, sögur um reka og sel
og æðarvarp.
Það var heimsstríð og sú gerjun
rétt að byrja sem fylgdi í kjölfarið
hérlendis. Sigurður hafði numið
smíðar í Laugaskóla, prýðilega hag-
ur og hafði nokkra atvinnu af iðn
sinni. Þéttbýli var þá enn óþekkt á
Héraði en á Hallormsstað voru op-
inber umsvif með skóla og skóg-
rækt. Þau Sigurður stofnuðu nýbýli
í útjaðri skógarins þar sem áður hét
Geitagerði og kölluðu á Sólheimum.
Búskapurinn hófst í hálfum bragga
en brátt reis af grunni stæðilegt
steinhús sem enn stendur. Ég minn-
ist tíðra heimsókna þangað yfir
fimm óbrúaða læki sem áttu það til
að verða að beljandi ám, samræðna
um allt milli himins og jarðar yfir
góðgerðum og stundum var gist svo
dögum skipti. Glaðværð og þraut-
seigja einkenndu heimilið þrátt fyrir
lítil veraldleg efni en mikla inni-
stæðu í fimm börnum.
Þáttaskil urðu þegar þau Arn-
þrúður og Sigurður fluttu á ný í
Hallormsstað haustið 1955 og tóku
þar við búrekstri föður míns. Hér
stóð Arnþrúður fyrir stóru heimili
með símaþjónustu og miklum gesta-
gangi í nær tvo áratugi. Hún kunni
þá list að stjórna af hægð og án
áreynslu. Það reyndi mikið á hana
þessi árin, ekki síst eftir að eigin-
maðurinn veiktist og féll frá á
miðjum aldri. Föður mínum var hún
stoð og stytta síðasta áratuginn sem
hann lifði og börnin nutu góðs atlæt-
is og leituðu burt til mennta. Þrátt
fyrir mótlæti var þetta blómaskeið í
lífi Arnþrúðar.
Nokkru eftir fráfall Sigurðar gift-
ist Arnþrúður öðru sinni ágætum
manni, Einari Hallasyni frá Sturlu-
flöt. Þau komu sér upp fallegu heim-
ili á Egilsstöðum þar sem ég oft naut
gestrisni þeirra. En einnig þar barði
dauðinn að dyrum fyrirvaralaust
þegar Einar féll frá á góðum aldri.
Eftir það dvaldi Arnþrúður um skeið
í Reykjavík í grennd við börn sín og
barnabörn. En hugurinn leitaði
austur og í fjórða sinn kom hún und-
ir sig fótum, nú í Einbúablá á Egils-
stöðum.
Arnþrúður fylgdist ætíð vel með
þjóðmálum og lá ekki á skoðunum
sínum. Að leiðarlokum þökkum við
Kristín henni vináttu og stuðning og
ótal skemmtilegar samverustundir.
Hjörleifur Guttormsson.
Var þetta draumur eða veruleiki
hugsa ég stundum þegar ég minnist
sumranna þriggja sem ég var í sveit
hjá Arnþrúði og Sigurði föðurbróður
mínum á Hallormsstað um miðjan
sjöunda áratuginn. Ég var átta ára
þegar ég kom í sveitina fljúgandi að
sunnan. Fyrsta kvöldið settist ég að
matborðinu með húsbóndanum,
frændsystkinum mínum, vinnu-
stúlkum og gestum. Gulli frændi
hellti mjólk í glasið hjá mér og bað
mig að segja „til“. Ég sagði bara
takk en ekki til og hann hélt áfram
að hella þar til flóði út úr. Ekki var
húsfreyjan að kippa sér upp við
þetta prakkarastrik sonar síns enda
stjórnaði hún heimilinu með glað-
værð, ákveðni og röggsemi en eltist
ekki við smámuni. Eitthvað hefur
frést á undan drengnum að hann
væri morgunfúll og man ég ekki bet-
ur en að ég hefði fengið að sofa út
eins og mér sýndist í sveitinni enda
oft fjör frameftir kvöldum. Var þess
jafnan gætt að þeir sem yngri voru
hefðu hæfilega vinnuskyldu þannig
að tími gæfist til að spila badminton,
klifra í lerkitrénu á hlaðinu, baða sig
í Kerlingaránni og ganga Selveginn.
Beta frænka, jafnaldra mín, sá um
að kynna mér þessar lystisemdir.
Mikill gestagangur var á Hall-
ormsstað, bæði vegna þess að Arn-
þrúður rak símstöð og pósthús á
staðnum og þau hjónin frændmörg
og vinmörg. Þegar sólin skein og
gesti bar að garði voru bökuð rúnn-
stykki og kaffið drukkið úti eins og á
herragörðum í útlöndum.
Ég og Gutti frændi áttum báðir
afmæli í júlí og þeir dagar voru sér-
stakt tilhlökkunarefni. Arnþrúður
bakaði afmæliskringlu, skilvindan
var dregin fram og haldin var
keppni í rjómapönnukökuáti. Af til-
litssemi við afmælisbarnið fékk ég
að vinna með átta pönnukökur borð-
aðar. Mikið rausnarheimili var það
sem gat boðið stráklingi úr Reykja-
vík upp á svona ævintýri.
Þorsteinn Þórhallsson.
Arnþrúður
Gunnlaugsdóttir
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTHILDUR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
KÖNIGSEDER,
lést á heimili sínu laugardaginn 13. september.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 29. september kl. 15.00.
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir,
Halla Guðrún Mixa,
Jörg Albert Königseder, Mirijam Wolfgruber,
Mímir, Alexía og Sól.
✝
Elskulegur faðir okkar, bróðir, afi og langafi,
SIGURJÓN INGIMARSSON,
Víkurási 2,
Reykjavík,
lést á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 25. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, Sveinn F. Sveinsson,
Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, Salmann Tamimi,
Katrín Sigurjónsdóttir, Sölvi Guðbjartsson,
V. Lilly Sigurjónsdóttir, Páll Jóhannesson,
Guðjón Þór Kristjánsson, Steinunn Guðmundsdóttir,
Sigurósk G. Kristjánsdóttir, Egill Jón Kristjánsson,
systkini, barnabörn og barnabarnabörn.