Morgunblaðið - 27.09.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þegar haustið lagð-
ist yfir landið okkar
og skartaði sínum
fögru litum kvaddi
Sigrún frænka okkar og vinkona
þetta jarðlíf. Af miklum dugnaði og
æðruleysi háði hún langa og á köfl-
um harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm sem að lokum lagði hana að
velli. Dugnaður og þrautseigja var
áberandi í fari Sigrúnar og margs
er að minnast eftir áralöng kynni.
Margar ánægjulegar stundir höf-
um við átt með þeim hjónum og
varla hægt að nefna Sigrúnu án
þess að Ragnar sé nefndur í sömu
setningu svo náin og samstiga voru
þau. Af mörgu er að taka en of-
arlega í huga er „brúðkaupsferðin“
svokallaða til Grikklands sem við
fórum í ásamt fleirum til að vera við
brúðkaup Lóu og Stamatiz. Gaman
var að kynnast hinu gamla menn-
ingarlandi og sögu þess og fá um
leið að vinna með grísku fjölskyld-
unni að undirbúningi 350 manna
veislu. Stemningin sem myndaðist
er ógleymanleg og áttu Sigrún og
Ragnar ekki minnstan þátt í að
skapa hana. Stórt skarð er höggvið
í ættingja- og vinahópinn og Sig-
rúnar er sárt saknað.
Um leið og við þökkum fyrir allar
samverustundirnar sendum við að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Inga, Bjarni, Þórdís (Dídí),
Rannveig og Pálmar.
Frá Sigrúnu frænku stafaði fág-
un, eljusemi, metnaður og falleg
lífssýn. Vegna þessa krafts höfum
við systur horft upp til hennar alla
tíð og þótt félagsskapur hennar af-
ar dýrmætur.
Þegar við vorum litlar fannst
okkur alveg merkilegt hvað Sigrún
nennti að spjalla við okkur um dag-
inn og veginn. Hún hlustaði með
raunverulegum og einlægum
áhuga, þó svo það ætti að heita að
fullorðna fólkið væri samankomið
til að skrafa eða skemmta sér. Allt-
Sigrún Ólafsdóttir
✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. des-
ember 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 17.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá Há-
teigskirkju 25. sept-
ember.
af hefur hún hvatt
okkur áfram í því sem
við höfum tekið okkur
fyrir hendur og ekki
verið spör á hrósið.
Hún hefur tekið þátt í
sorgum okkar og
gleði. Hún veitti okk-
ur mæðgum mikinn
stuðning þegar pabbi
dó, hún hefur fagnað
með okkur útskriftum
og verið fljót til þegar
börnin okkar komu í
heiminn. Það er út af
þessu sem Sigrún hef-
ur alltaf verið mikil uppáhalds-
frænka okkar systra.
Skemmtilegustu ferðalögin voru
þegar fjölskyldur okkar fóru saman
eitthvað út á land eða til útlanda.
Aldrei neitt vesen, aldrei nein leið-
indi, bara dásamlegar samveru-
stundir sem svo gaman er að rifja
upp.
Við kveðjum fallegu frænku okk-
ar með bæninni hans pabba.
Eyddu Drottinn öllum fljótt,
ótta úr huga mínum.
Svo ég geti sæl í nótt,
sofið í faðmi þínum.
(Guðmundur Salbergsson)
Elsku Raggi, Bylgja, Örvar,
Dröfn og Valla frænka, við sendum
ykkur og fjölskyldum ykkar okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Hrund og Sigríður.
Kæra Sigrún, náinn samkennari
og góður vinur frá fornu fari! Hve
sárt ég sakna þess nú að hafa ekki
heilsað upp á þig í veikindum þín-
um, hversu oft sem ég strengdi
þess heit, þar til fyrir rúmri viku,
að ég dreif mig loks upp á Land-
spítala í þessum tilgangi.
En þá greip ég í tómt.
Ólíkt þér brást mér kjarkur til að
heilsa upp á þig í vistarverum er þá
höfðu tekið við þér.
En ólíkt mér veit ég að þú skilur
þessa afstöðu mína og munt fyr-
irgefa mér.
Á leiðinni heim frá spítalanum
kom Vöggukvæði Jóns Thoroddsen
upp í huga minn.
Og nú ertu öll. Þín verður sárt
saknað af öllum sem nutu sam-
skipta við þig en margs mætti
minnast af löngu og farsælu sam-
starfi okkar. Á vinnustaðnum og í
góðra vina hópi gafstu mest en þáð-
ir minnst. Er verkefni lágu fyrir
varst þú aflvakinn, hugmyndasmið-
urinn, leiðbeinandinn, gagnrýnand-
inn og uppörvandinn.
Þú varst mikið náttúrubarn og
hreykin af uppruna þínum enda
hlaustu í vöggugjöf marga sterka
eiginleika formæðra þinna. Þú
beittir stefnufestu Húnvetningsins,
föðurömmu þinnar, þegar þess var
þörf, en þegar þér var hrósað auð-
sýndir þú lítillæti móðurömmu
þinnar auk þess að skerpa hlustun
áheyrandans með frásagnargleði
Laugardæla svo að allir, smáir sem
stórir, lögðu við hlustir.
Aldrei barst þú sorg þína á torg
þó að til þess lægi ærin ástæða.
Léttleiki hugans og djúp skynsemi
sem bjó í öfundsverðu lunderni þínu
gerði þér bærilegra að lifa lengur
með sjúkdómnum og eiga fleiri góð-
ar stundir með fjölskyldu og vinum
en ella.
Það væri ekki í þínum anda að ég
gerðist langorður um margháttaða
eiginleika þína og göfugt lífshlaup
en vel fremur að gera boðskap og
bænir fyrrnefnds vöggukvæðis að
kveðjuorðum mínum:
Litfríð og ljóshærð og létt undir brún,
handsmá og hýreyg og heitir Sigrún.
Vizka með vexti æ vaxi þér hjá,
veraldar vélráð ei vinni þig á!
Svíkur hún seggi og svæfir við glaum,
óvörum ýtir í örlaga straum.
Veikur er viljinn og veik eru börn,
alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn.
Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt,
Guð faðir gefi, góða þér nótt.
(Jón Thoroddsen)
Aðstandendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Bestu þakkir fyrir allt og allt.
Guðmundur Guðmundsson.
Í dag kveð ég hinstu kveðju Sig-
rúnu Ólafsdóttur samstarfskonu
mína í næstum þrjátíu ár. Allan
þennan tíma höfum við unnið sam-
an í Ölduselsskóla í Reykjavík.
Sigrún var afburða góður kenn-
ari. Hún bar mikla virðingu fyrir
starfi kennarans, var vinnusöm og
lagði mikið á sig við undirbúning.
Hún var mjög metnaðargjörn fyrir
hönd nemenda sinna, gerði til
þeirra miklar kröfur varðandi
námsárangur, framkomu og hegðun
en um leið umvafði hún þá einstakri
hlýju og væntumþykju. Hún var
áræðin og tilbúin til að fara ótroðn-
ar slóðir í verkefnavali. Því til sönn-
unar nægir að rifja upp að haustið
1993 voru tíu ára nemendur hennar
í samvinnuverkefni við jafnaldra er-
lendis og fóru samskiptin fram með
aðstoð tölvu og mótalds. Unnið var
með japanskt ljóðform sem kallast
haiku. Sigrún var alla tíð mjög
áhugasöm um notkun tækni við
kennsluna og þegar hún fékk náms-
leyfi skólaárið 2002 til 2003 stund-
aði hún nám í tölvu- og upplýs-
ingatækni. Nemendur skólans
fengu svo að njóta þekkingar henn-
ar og einstakrar lagni við að ein-
falda hið flókna. Það fengum við hin
einnig því Sigrún var óþreytandi að
halda námskeið fyrir starfsmenn
skólans og leiða fólk áfram af ein-
stakri þolinmæði.
Sigrún háði langa og stranga bar-
áttu við sjúkdóminn sem loks lagði
hana að velli. Þegar ég heimsótti
hana snemma í þessum mánuði
leyndist ekki að hverju stefndi.
Engu að síður spurði hún út í skóla-
starfið og gaf mér ráð. Ráð sem ég
geymi og bætast við annað gott sem
hún hefur lagt til Ölduselsskóla.
Ragnar minn, Bylgja, Örvar og
Dröfn, ég votta ykkur og fjölskyld-
um ykkar mína dýpstu samúð.
Daníel Gunnarsson.
Kær vinkona mín og samstarfs-
kona er látin. Ungar hófum við
störf við Ölduselsskóla og unnum
þar saman í tæp 30 ár. Í öll þau ár
fylgdumst við að og urðum góðar
vinkonur. Sigrún var einstök mann-
eskja. Hún var góð eiginkona, móð-
ir, tengdamóðir, amma, dóttir, syst-
ir en síðast en ekki síst góður vinur,
sem hægt var að treysta á. Ein-
kunnarorð skólans okkar eru:
færni, virðing og metnaður. Allir
þessir kostir prýddu vinkonu mína.
Hún var frábær kennari, hug-
myndarík, áhugasöm, fljót að til-
einka sér nýjungar og skipulögð.
Hún bar mikla virðingu fyrir nem-
endum sínum og hafði mikinn
metnað fyrir þeirra hönd.
Sigrún var kona hugrökk og
þrautseig. Lengi barðist hún við
erfiðan sjúkdóm, sem nú hefur lagt
hana að velli. Kæra Sigrún þakka
þér fyrir allt, öll skemmtilegu sam-
tölin, göngutúrana og samveru-
stundirnar. Við Þórarinn vottum
Ragnari, börnum, móður, tengda-
börnum, barnabörnum og systkin-
um innilega samúð.
Guðríður Pétursdóttir.
Glæsileg, smart, brosmild og hlý.
Þannig mynd af Sigrúnu kemur upp
í hugann er ég minnist góðrar vin-
konu sem látin er langt um aldur
fram. Kynni okkar hófust er við
byrjuðum að kenna saman á fyrstu
starfsárum Ölduselsskóla. Síðan
eru liðin þrjátíu ár og minningarnar
streyma fram, minningar úr dag-
legu amstri skólastarfsins og minn-
ingar um skemmtilegar samveru-
stundir í góðum hópi samstarfs-
fólks. Sigrún naut virðingar meðal
samstarfsfólks og nemenda. Hún
var prúð í framkomu og létt í lund
en hafði ákveðnar skoðanir um
menn og málefni og lét þær gjarnan
í ljós ef henni mislíkaði eitthvað.
Hún var góður og vinsæll kennari,
gerði kröfur til nemenda og sjálfrar
sín en var jafnframt hlý, umhyggju-
söm og þolinmóð. Þessir eiginleikar
komu skýrt fram er hún tók að sér
kennslu og umsjón með tölvu-
námskeiði fyrir starfsfólk skólans.
Þar var gott að vera nemandi.
Sigrún barðist við krabbamein í
tæplega átján ár. Á þeim tíma
skiptust á skin og skúrir, sigrar og
ósigrar. Þrátt fyrir það sýndi hún
ótrúlegan viljastyrk, seiglu og
æðruleysi. Hún leit á veikindin sem
verkefni er þyrfti að leysa og bar-
áttan einkenndist af sigurvilja. Hún
átti mörg góð ár á milli stríða og
naut þeirra vel og fór meðal annars
í framhaldsnám við Háskóla Ís-
lands. Þaðan lauk hún prófi í upp-
lýsinga- og tæknimennt og starfaði
eftir það á bókasafni skólans við
góðan orðstír. Síðastliðnir mánuðir
voru Sigrúnu erfiðir og þegar
haustaði var nokkuð ljóst hvert
stefndi. Síðasta baráttan var snörp
og stutt og hinn 17. september lést
hún umvafin kærleika og umhyggju
fjölskyldu sinnar.
Að leiðarlokum þakka ég Sigrúnu
samstarf og vináttu öll þau ár sem
við störfuðum saman og kveð hana
með virðingu og þökk. Við Þórarinn
sendum Ragnari og börnum þeirra,
þeim Bylgju, Örvari og Dröfn,
tengdabörnum og barnabörnum og
móður Sigrúnar hugheilar samúð-
arkveðjur.
Anna Kristín Þórðardóttir.
Við Sigrún vorum vinnufélagar í
mörg ár. Við áttum margt sameig-
inlegt, heima í sama hverfi, áttum
börn á sama aldri og því var alltaf
nóg til að tala um. Þegar við byrj-
uðum að vinna saman hafði Sigrún
kennt í nokkur ár og því gat ég
ávallt leitað til hennar. Allt sem hún
gerði var gert af vandvirkni og ná-
kvæmni. Hún byrjaði snemma að
tileinka sér nýjungar og þegar tölv-
urnar hófu innreið sína var hún ein
af þeim fyrstu í okkar skóla sem
fóru í tölvunám. Fyrir nokkrum ár-
um þurftum við samkennarar henn-
ar endurmenntun í tölvukennslu.
Þá kom í ljós hversu frábær kenn-
ari Sigrún var. Hún hrósaði okkur
og hvatti áfram og enginn fékk leyfi
til að gefast upp. Það var augljóst
hvaða aðferðir hún hafði tileinkað
sér í kennslu og að þær skiluðu ár-
angri.
Sigrún var ákveðin og það fór
ekki framhjá neinum ef henni mis-
líkaði eitthvað, en hún var réttsýn
og fljót að fyrirgefa. Sigrún fór í frí
vegna veikinda en kom aftur í vinnu
nýlega á bókasafnið þar sem hún
hafði aukið við sig nám í upplýs-
inga- og tæknimennt. Þó að Sigrún
hafi ekki haft fulla heilsu þá var
aðdáunarvert hversu mikið hún
lagði á sig við vinnu og hönnun
verkefna fyrir nemendur sína. Sig-
rún var mjög góður félagi minn
bæði í vinnu og einkalífi. Ég mun
sakna hennar mikið. Samúðarkveðj-
ur til Ragnars og fjölskyldunnar
allrar.
Björg Ásgeirsdóttir.
Það er móðir æskuvinkonu minn-
ar, Bylgju, sem ég kveð hér. Í
stórum hóp á uppvaxtarárum verð-
ur maður ekki alltaf þess aðnjót-
andi að fá að kynnast foreldrum
vina sinna, þó svo þau fylgist ef-
laust öll vel með vinahópi barna
sinna. Þessu var þó öðruvísi farið
með mömmu hennar Bylgju. Þann-
ig var ávallt tekið á móti vinahópn-
um með miklum hlýhug og um-
hyggju á heimili þeirra Sigrúnar og
Ragnars. Ekki hímdum við í her-
bergi Bylgju heldur nutum veiting-
anna sem voru bornar í okkur er við
lögðum undir okkur sjónvarpsstof-
una. Poppið hvergi betra og sjón-
varpsdagskráin líflegri þar en ann-
ars staðar. Við fengum líka að
reyna fyrir okkur í viðskiptum,
pökkuðum stundum inn og seldum
endurskinsmerki. Flest fóru þau nú
á yfirhafnir manns sjálfs enda af-
burðaskemmtileg endurskinsmerki.
Og þannig held ég að hjálpin hafi
ekki alltaf verið mikil í þessu brasi
okkar en ávallt fengum við vilyrði
fyrir að láta aftur til okkar taka við
fjölskyldufyrirtækið. Og á unglings-
árunum fannst mér nú stundum
Sigrún ströng, í dag ekki lengur
unglingur og foreldri sjálf veit ég
að í aganum bjó leiðsögn og um-
hyggja. Þeir þættir voru ríkir í um-
gengni við Sigrúnu, ávallt tilbúin að
taka þátt í umræðunni, hlusta á og
leiðbeina okkur í svo mörgu, hvort
sem það var við matargerð eða lífs-
gildin. Og þannig hlúði hún Sigrún
að okkur vinahópnum og umhverf-
inu, leyfði okkur að bralla og brasa,
reyna fyrir okkur og ekki síst að
læra af hinum eldri.
Elsku Ragnar, Bylgja, Örvar og
Dröfn, ég votta ykkur mína innileg-
ustu samúð.
Hildur Hörn.
Sigrún Ólafsdóttir, kær bekkjar-
systir okkar úr Kennaraskólanum,
er fallin frá langt um aldur fram.
Við minnumst hennar með hlýju og
eftirsjá. Sigrún var traustur og góð-
ur félagi. Hún var glaðlynd og svip-
falleg, hæglát og hógvær. Náminu
sinnti Sigrún skipulega. Hún lærði
jafnóðum og var fljót að greina að-
alatriði mála. Oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar kom sér vel fyrir
okkur hin meðaljónin að eiga Sig-
rúnu að, því hún var afburða náms-
maður og alltaf dúx. Ekki lá hún
heldur á liði sínu þegar til hennar
var leitað, nema síður væri. Sigrún
var farsæl í starfi og þar nutu
mannkostir hennar sín vel. Öll fjög-
ur árin okkar í gamla Kennó ríkti
samheldni og stemning í bekknum,
svona góður bekkjarbragur. Sigrún
lagði sitt af mörkum með notalegu
fasi sínu og góðlátlegri kímni.
Fyrstu bekkjarpartíin hjá F-klas-
sen voru haldin í foreldrahúsum
heima hjá henni, full af lífsgleði,
gamanmálum og söng.
Í einkalífi var Sigrún lánsöm
kona. Ung kynntist hún Ragnari
sínum, sem fljótlega varð sjálfsagð-
ur og velkominn í hópinn. Þótt
bekkjarfélagarnir dreifðust um víð-
an völl eins og vænta má höfum við
um alllangt skeið hist árvisst og
rifjað upp gamla tíma. Sigrún var
dugleg að mæta meðan heilsan
leyfði. Hún var stolt af fjölskyldu
sinni og ræddi oft um hana í hópn-
um. Eftir að hún veiktist var hún
jákvæð og bjartsýn.
Haustið 1967 settust fjórar
bekkjarsystur úr Hagaskóla í
fyrsta bekk F í Kennó. Eina þeirra
kvöddum við árið 2002, nú kveðjum
við Sigrúnu. Minningin um hana
mun fylgja okkur og ylja um ókom-
in ár.
Við sendum Ragnari, fjölskyld-
unni og öllum aðstandendum Sig-
rúnar innilegar samúðarkveðjur.
Bekkjarfélagar í F-klassen, 1967-
1971.
Áslaug Þorsteinsdóttir,
Guðríður Adda Ragnarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður, dóttur, tengdamóður og ömmu,
STEINUNNAR BRYNJÚLFSDÓTTUR
lífeindafræðings,
Hegranesi 31,
Garðabæ.
Halldór Guðbjarnason,
Lilja Dóra Halldórsdóttir,
Elín Dóra Halldórsdóttir,
Brynjúlfur Jónatansson,
Brynjúlfur Jónatansson,
tengdasynir og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og hluttekningu við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KARÓLÍNU BJARGAR GUNNARSDÓTTUR,
Brimnesi,
Árskógsströnd.
Kjartan Gústafsson,
Gunnar Gústafsson, Laufey Sveinsdóttir,
Emelía Gústafsdóttir, Sigurður Ananíasson,
Rúnar Gústafsson, Laufey Guðjónsdóttir,
Arnar Gústafsson, Edda Björk Hjörleifsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.