Morgunblaðið - 27.09.2008, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag kl. 10, í Ingólfsstræti 19
sem hefst með biblíufræðslu fyrir börn,
unglinga og fullorðna. Guðþjónusta kl. 11.
Adrian Lopez og Vigdís Linda Jack prédika.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag kl. 10.30, á Breka-
stíg 17 sem hefst með biblíufræðslu.
Guðsþjónusta kl. 11.30. Eric Guðmunds-
son prédikar.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Sam-
koma í dag, laugardag kl. 10, á Brekku-
braut 2, Reykjanesbæ sem hefst með bibl-
íufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Einar
Valgeir Arason prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á
Eyravegi 67, Selfossi, í dag, laugardag kl.
10 sem hefst með biblíufræðslu fyrir börn
og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 10.45. Elí-
as Theodórsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Sam-
koma í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði, í dag, laugardag sem hefst með fjöl-
skyldusamkomu kl. 11. Eiríkur Ingvarsson
prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn og full-
orðna kl. 11.50.
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Guðmundur Guðmundsson, félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er
Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Sunnudaga-
skóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Æðruleys-
ismessa kl. 20. Sr. Sólveig Halla Kristjáns-
dóttir og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arna
Valsdóttir, Stefán Ingólfsson og Baldvin
Ringsted leiða söng og annast undirleik.
ÁRBÆJARKIRKJA | útvarpsguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari
og prédikar og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason,
sóknarprestur Borgnesinga, þjónar ásamt
sr. Þór fyrir altari. Kirkjukór Borgnesinga
syngur ásamt kirkjukór Árbæjarkirkju,
stjórnandi er Krisztina Kalló Szklenár og
Guðmundur Hafsteinsson leikur á tompet.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Á eftir er boðið upp á
veitingar. Nánar á www.arbaejarkirkja.is
ÁSKIRKJA í Fellum | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Nýr barnakór Áskirkju syngur
undir stjórn Rósu og Þórunnar. Prestur sr.
Svanhildur Blöndal, organisti Magnús
Ragnarsson.
BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar
fyrir altari, Álftaneskórinn syngur undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma í sal Álfta-
nesskóla undir stjórn sr. Hans Guðbergs
Alfreðssonar.
BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma á laugar-
daga kl. 11, í Hlíðasmára 9. Kópavogi.
Ragnheiður Laufdal vígð sem safnaðar-
prestur kirkjunnar. Prestvígsluna annast
Steinþór Þórðarson og Þröstur Steinþórs-
son. Samkomur í anda 12 sporanna á fös-
tud. kl. 19. Biblíulestur kl. 17.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi |
Bangsadagur í barnaguðsþjónustunni kl.
11. Prestur er Ása Björk, Rannveig Iðunn
og Palli organisti sjá um stundina. Allir
komi með uppáhaldsbangsann sinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð og fjöl-
skyldustund kl. 11. Á eftir verður boðið upp
á leiki, þrautir og pylsur utandyra. Prestur
sr. Bryndís Malla Elídóttir. Tómasarmessa
kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn, máltíð Drottins,
tónlist. Tómasarmessan einkennist af fjöl-
breytilegum söng og tónlist, mikil áhersla
er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis
á virka þátttöku leikmanna og er haldin síð-
asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors
Hressing í safnaðarheimili eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Foreldrar eru hvattir til þátttöku með börn-
unum. Hljómsveit ungmenna leikur undir
stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður Steingrímur Sævarr Ólafs-
son, fv. fréttastjóri. Fjölnisbræður lesa
bænir og ritningartexta. Fermd verður Ing-
unn Ragnarsdóttir frá Noregi. Kór Bústaða-
kirkju syngur, organisti Renata Ivan og
prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir
messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan
Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A hópur.
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð.
Veitingar eftir messu. Starf kirkjunnar má
sjá á digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson prédikar, dómkórinn syngur, org-
anisti er Örn Magnússon. Barnastarf á
kirkjuloftinu meðan á messu stendur.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. Kyrrðarstund á mánu-
dag kl. 18.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur prédikar, kór Fella- og Hólakirkju
leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn
Ásdísar Arnalds, organisti er Ástríður Har-
aldsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í
umsjá Sigríðar Tryggvadóttur. Afmælisbörn
mánaðarins fá afmælisgjöf frá kirkjunni.
Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 12. Orgelleikur,
íhugun og bæn. Nánar á www.fellaoghola-
kirkja.is
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Stund fyrir alla
fjölskylduna. Æðruleysismessa kl. 20. Frí-
kirkjubandið leiðir sönginn og fluttur verður
vitnisburður. Kaffi í safnaðarheimilinu.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl. 14. Ruth Guð-
mundsdóttir prédikar. Lofgjörð, barnastarf
og boðið til fyrirbæna í lok samkomu. Kaffi
og samvera og verslun kirkjunnar opin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Bryndís Valbjarnardóttir
predikar og þjónar fyrir altari. Anna Hulda
leiðir barnastarfið. Nemendur Ólafs Elías-
sonar, Dóra Hrund Gísladóttir og Inga
María Backman leika undir á píanó og leika
einnig stutt klassísk píanóverk. Tónlist-
astjórinn Anna Sigga ásamt kór Fríkirkjunn-
ar leiða sönginn.
GRAFARHOLTSSÓKN | Messa kl. 11 í Þórð-
arsveig 3. Prestur sr. Sigríður Guðmars-
dóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Graf-
arholtssóknar syngur. Fyrsta altarisganga
fermingarbarna í Sæmundarskóla. Kirkju-
kaffi. Kirkjuskóli kl. 11 laugardaginn 27.
sept. í Ingunnarskóla.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og
þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju
syngur, organisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Lena
Rós Matthíasdóttir, umsjón hefur Hjörtur
og Rúna, undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar
fyrir altari, félagar úr Kór Grafarvogskirkju
syngja, undirleikari er Guðlaugur Viktors-
son. Sunnudagaskóli á sama tíma. Um-
sjón hafa Gunnar, Díana og Kristjana.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu.
Messa kl. 11. Altarisganga og samskot í
líknarsjóð Grensáskirkju. Messuhópur
þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng,
organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er
sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Kaffi eftir
messu. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12.
Samvera aldraðra á miðvikudag kl. 14.
Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórs-
syni á fimmtudag kl. 18.10.
GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Djákna-
guðsþjónusta kl. 14. Svala Sigríður Thom-
sen djákni og organisti er Bjartur Logi
Guðnason.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11
á tíu ára afmæli Hásala. Prestur sr. Þórhall-
ur Heimisson, kantor Guðmundur Sigurðs-
son og Barbörukórinn leiðir söng. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í safnaðar-
heimilinu. Gregorsk morgunmessa alla
miðvikudaga kl. 8. Prestur Þórhallur
Heimisson, forsöngvarar Guðmundur Sig-
urðsson og Lux Aeterna.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Lautatekór Strömstadskirkjunnar í
Svíþjóð syngur undir stjórn Sigfrid Run-
bäck, undirleikari er Karin Rosander. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og
messuþjónum. Organisti er Hörður Áskels-
son kantor. Barnastarfið er undir forystu
Rósu Árnadóttur. Djús og kaffi eftir messu.
Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs
Bjarnasonar. Forsöngvari Guðrún Finn-
bjarnardóttir, organisti Hörður Áskelsson.
Messukaffi.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barna-
starf í umsjá Erlu Guðrúnar og Páls Ágústs.
Organisti Douglas Brotchie. Helga Soffía
Konráðsdóttir.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam-
koma kl. 17. Níels Jakob Erlingsson talar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 11. Umsjón hefur Anne Marie
Reinholdtsen. Gestir eru Majórarnir Brit og
Jan Öystein Knedal frá Noregi. Lofgjörðar-
samkoma kl. 17 á Fjörheimum, húsnæði
749 á Vallarheiði. Britt og Jan Oystein Kne-
dal syngja og tala. Heimilasamband fyrir
konur á mánudag kl. 15, Brit Knedal talar.
Kvöldvaka fimmtudag kl. 20. Happdrætti
og veitingar.
HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta í
samkomusalnum Helgafelli kl. 14. Organ-
isti Magnús Ragnarsson, félagar úr Ás-
kirkjukórnum syngja ásamt kór Hrafnistu.
Ritningarlestra les Edda Jóhannesdóttir,
prestur er sr. Svanhildur Blöndal.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Interna-
tional church service in the fellowship hall
at 13PM. Speaker is Lilja Óskarsdóttir. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður er
Anne Christiansen, Gospelkór Fíladelfíu
leiðir lofgjörð. Barnastarf fyrir 3-12 ára
krakka. Matsala eftir samkomur til styrktar
MCI-biblíuskólanum.
ÍSLENSKA kirkjan í Kaupmannahöfn |
Messa í Sánkti Pálskirkju kl. 13. Sr. Þórir
Jökull Þorsteinsson sendiráðsprestur pre-
dikar og þjónar fyrir altari. Eftir stundina í
kirkjunni er messukaffi í Húsi Jóns Sig-
urðssonar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. |
Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30
og virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30
og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl.
18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er
barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán-
uði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga
er messa á ensku kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðvikudaga
kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11 sem hefst með barnasamveru svo fara
börnin í safnaðarheimilið í fylgd Erlu og
Hjördísar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Arnórs Vilbergssonar. Þórunn Bene-
diktsdóttir les texta og aðstoðar við helgi-
haldið, prestur sr. Skúli S. Ólafsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í
safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón hafa
Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson
predikar og þjónar fyrir altari, félagar úr kór
Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðar-
söng, organisti og kórstjóri Lenka Máté-
voá, kantor kirkjunnar. Kaffi eftir messu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Flutt verður
Kantata 48 e. J.S. Bach. Flytjendur eru
Helga Ragnarsdóttir, Lilja Dögg Gunnars-
dóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Oddur
Arnþór Jónsson. Jane Sutarjo leikur á fiðlu,
stjórnandi Jón Stefánsson. Sunnudaga-
skóli í safnaðarheimilinu á meðan.
LAUGARNESKIRKJA | Hátíðarmessa kl.
11 í tilefni af vitjun biskupsins yfir Íslandi
hr. Karls Sigurbjörnssonar til safnaðarins.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur mun
einnig þjóna ásamt sóknarpresti og öðrum
safnaðarþjónum. Biskup prédikar auk
þess sem hann ávarpar börnin í sunnu-
dagaskólanum og færir þeim gjöf. Kaffi-
veitingar í safnaðarheimili á eftir. Hátíðar-
guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuð-
borgarsvæðinu kl. 13.30. Hr. Karl prédikar.
Kaffiveitingar á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir,
kór Lágafellskirkju leiðir söng undir stjórn
Guðmundar Ómars Óskarssonar organ-
ista. Meðhjálpari Arndís Linn. Sunnudaga-
skóli í kirkjunni kl. 13. Umsjón annast
Hreiðar Örn. Ath. að viðgerðir standa yfir á
Mosfellskirkju.
MÖÐRUVALLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Fermingarbörnin boðin sérstaklega vel-
komin og þeim afhent Biblían að gjöf frá
söfnuðinum. Beðið fyrir börnunum með
nafni. Messukaffi í Leikhúsinu á eftir.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þor-
steinsdóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdótt-
ir.
ÓHÁÐI söfnuðurinn | Tónlistarmessa kl. 14
og barnastarf á sama tíma. Tveir nemar í
klassískum gítarleik og píanóleik frá LHÍ
koma í heimsókn og leika 2 verk hvor.
Kirkjukór Óháða safnaðarins ásamt organ-
istanum Kára Allanssyni sjá um sálma-
söng. Barnastarf er í höndum Elíasar og
Hildar, meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Maul eftir messu í umsjón Ragnars og Sig-
rúnar. www.ohadisofnudurinn.is
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17.
Ræðumaður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Umsjón hafa Guðrún og Þórdís.
Kertastund kl. 20. Gestir frá Siglufirði. Sr.
Sigurður Ægisson leiðir messuna og fé-
lagar úr kirkjukór Sauðárkróks og Siglu-
fjarðarkirkju syngja saman, organisti Rögn-
valdur S. Valbergsson. Kvöldhressing í
safnaðarheimlinu að messu lokinni.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar, kór Seljakirkju leiðir
söng, organisti er Jón Bjarnason. Altaris-
ganga. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kór Selja-
kirkju syngur og undirleik annast Jón
Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Lesari er Ólafur Egilsson, bænahóp-
ur, Gunnlaugur A. Jónsson og Jón Hákon
Magnússon. Kammerkór kirkjunnar leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Friðriks Vignis
Stefánssonar organista. Jóhanna Halldórs-
dóttir alt söngkona syngur sálmalög.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Prestur
er Sigurður Grétar Helgason.
STÆRRA-Ársskógskirkja | Guðsþjónusta
kl. 14. Fundur með fermingarbörnum og
foreldrum þeirra að lokinni athöfn.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
14. Lilja Ástvaldsdóttir prédikar. Aldurskipt
barnakirkja. Kaffiveitingar og samfélag á
eftir. www.vegurinn.is
VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Djáknarnir Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Jó-
hanna Kristín Guðmundsdóttir og Lilja Hall-
grímsdóttir þjóna við helgihaldið. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma undir stjórn
Ármanns H. Gunnarssonar djákna. Hress-
ing að lokinni guðsþjónustu. Kvöldvaka kl.
20. Gospelkór Jóns Vídalíns og kór Vídal-
ínskirkju syngja undir stjórn Maríu Magnús-
dóttur og Jóhanns Baldvinssonar. Ármann
H. Gunnarsson djákni flytur hugleiðingu og
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syng-
ur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.
Fundur með foreldrum fermingarbarna í
safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11. Stund fyrir börn á
öllum aldri.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir héraðsprestur
þjónar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn
Gunnhildar Höllu Baldursdóttur organista.
Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardótt-
ir. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa
Hanna Vilhjálmsdóttir og María Rut Bald-
ursdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þingeyrarkirkja í Austur-Húnavatnssýslu.
Orð dagsins:
Jesús læknar hinn lama.
(Matt. 9.)
MESSUR Á MORGUN
Fyrstu kynni okk-
ar voru á Raufar-
höfn. Hans fjöl-
skylda, Haraldur
Krüger og kona hans
Kristjana Konkordia
Jóhannesdóttir fluttu til Raufar-
hafnar frá Skálum á Langanesi
vorið 1940.
Þá sá ég þennan fjöruga en fá-
mála dreng fyrst í fótboltaleik
okkar heimastráka. Hann var
fylginn sér í leiknum en afar heið-
arlegur. Þannig var hans fram-
koma öll þau ár er ég þekkti hann.
Ungir fórum við til mennta,
hann í skipasmíði hjá Kristjáni
Nóa Kristjánssyni, ég í Mennta-
Níels Krüger
✝ Níels Krügerfæddist á Skál-
um á Langanesi 26.
júní 1926. Hann lést
10. september síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Akureyrarkirkju
22. september.
skólann á Akureyri.
Við sátum saman í
„rútunni“ frá Raufar-
höfn til Akureyrar.
Fyrst afar fámæltir
en lagaðist þó. Ungir
drengir að hleypa
heimadraganum.
Dengsi fær samastað
hjá móðurbróður sín-
um við Eiðsvallagötu,
ég hjá frænda mínum
rétt hjá, Norðurgötu.
Strax frá fyrstu
eyddum við öllum
tómstundum, saman;
áflog, spilamennska, matador og
rommy, kappræður um landsmál,
hann rauður, ég þá blár. Aldrei
hrutu heiftaryrði né smánarorð þó
hart væri tekist á. Öll aðfanga-
dagskvöld, að loknum kvöldverði á
okkar „heimilum“ á Akureyri,
komum við saman í herbergi
Dengsa. Þar fyrstu jól setið þegj-
andi en áttuðum okkur fljótt. Ekki
lengur mömmudrengir, nú ungir
menn að takast á við lífið. Þá hóf-
um við léttara tal og tókum til
fyrri iðju, spil, allskonar, ljóðalest-
ur o.fl.
Seinna er ég fór frá Akureyri að
loknu námi, fann ég alltaf betur
hversu þessi vinur minn var vel
gerður, hógvær, trúr, skoðanafast-
ur og umfram allt heiðarlegur
gagnvart öllu og öllum.
Ég gæti sagt frá mörgum glett-
um er við gerðum ásamt vini okk-
ar Óskari Vatnsdal. En það meiddi
engan og aðeins fyrir okkur.
Við Dengsi héldum nánu sam-
bandi alla tíð. Naut ég oft gest-
risni þeirra, Hólmfríðar og
Dengsa. Síðast hafði ég samband
við hann 7. sept. sl. Þá var hann
kátur og gamansamur er ég sagði
honum að við hjónin færum til
Barcelona 10. sept. Er við komum
heim var það fyrsta sem ég sá í
Fréttablaðinu að Dengsi hafði lát-
ist 10. sept. Þetta var þungt áfall
og óvænt. En þetta er víst leiðin
okkar allra. Svo vissulega söknum
við góðs drengs. Dengsi, hvíl þú í
friði, kæri vinur. Við hjónin vott-
um stórfjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð og hluttekningu í
þeirra harmi.
Árni Einarsson.
Elsku afi, það er
tvennt sem mér er sér-
lega kært í minning-
unni um þig.
Þegar við gengum út úr kirkjunni
eftir útför Stellu komstu til mín, tókst
um herðar mér og baðst mig að kalla
þig afa.
Síðan þá hefur þú verið afi minn.
Þú tókst mér afar vel og mér fannst
ég alltaf velkominn í Lyngbrekkuna
þegar ég ólst upp og ég skynjaði
snemma að þið lituð strax á okkur
mömmu sem hluta af fjölskyldunni.
Það kemur því sennilega ekki á
óvart hve hrifinn þú varst af dóttur
Sigurður Þorkelsson
✝ Sigurður Þor-kelsson fæddist í
Sandprýði á Stokks-
eyri 23. júní 1922.
Hann lést á dvalar-
heimilinu Hrafnistu
í Reykjavík 25.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Digranes-
kirkju 5. september.
minni, Örnu Söru, en
hún átti vísan stað í
glugganum hjá þér,
sem og á náttborðinu
við hlið Stellu.
Óteljandi eru þær
minningar sem ég á um
þig, þó ég hafi dregið
þessar tvær fram, og
eru bílferðir, skrif-
borðsskápur, jólahald
og neftóbak meðal
þeirra sem efst koma
upp í hugann.
Hvíl í friði,
Guðmundur Örn.
Elsku afi.
Nú hnígur sól að sævarbarmi,
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson.)
Kristín.