Morgunblaðið - 27.09.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 41
Skálholtsskóli
Kyrrð, bæn og
íhugun
3.-5. október nk. leiða
Pétur Pétursson prófessor
og Anna Ingólfsdóttir
jógakennari kyrrðardaga
í Skálholtsskóla.
Spennandi dagskrá.
Nánari upplýsingar
á vefsíðunni
www.skalholt.is.
Skráning í síma 486 8870
og með netfanginu
rektor@skalholt.is.
Allir velkomnir!
Skálholtsskóli
www.skalholt.is
Rafvirkjar –
rafvirkjanemar
Rafrún ehf. óskar að ráða rafvirkja og eða
rafvirkjanema til starfa sem fyrst.
Umsækjendur hafi samband við skrifstofu
Rafrúnar ehf. að Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði,
í síma 555 6060 - 896 1012 eða sendi umsókn
í tölvupósti: rafrun@rafrun.is.
Atvinnuauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir
Haustfundurinn 2008
verður haldinn í Golfskálanum Grafar-
holti/Grafarholtsvegi, Reykjavík,
fimmtudaginn 2. okt. kl.18.00.
Dagskrá:
1. Formaður segir frá starfi deildarinnar
2. Kvöldverður
3. Kvennadeildarkonur sýna fatnað frá
versluninni “Verðlistinn”.
Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 sem allra
fyrst.
Félagsmálanefnd.
Kennsla
Félagslíf
Fræðsludagur í dag kl. 12-19
“Hvar er Guð á reynslutímum?”
Kennarar: Brit og Jan Öystein
Knedal, majórar. Þátttaka
ókeypis, seldar verða veitingar.
Allir velkomnir.
28.9. Strútur í Borgarfirði,
937 m.
Brottför frá BSÍ kl. 08:00.
Ath. klukkan átta.
V. 4600/5300 kr.
Vegalengd 12-14 km. Hækkun
500 m. Göngutími 6 klst.
Fararstj. Grétar W. Guðbergsson.
25. - 28.9. Norðan
Hofsjökuls og Vonarskarð -
Jeppaferð. Brottför kl. 19:00.
Gisting: skáli.
V. 9600/11.600 kr.
0809JF02
Helgin tekin snemma og allir
skella sér í laugina á Hvera-
völlum á fimmtudagskvöldi.
Kröfur um búnað bíla fara eftir
aðstæðum og snjóalögum.
Þátttaka háð samþykki
fararstjóra.
10. - 12.10. Grill og gaman í
Básum
Brottför frá BSÍ kl. 20:00.
V. 14.100/16.200 kr.
Fararstj. Jóhanna Benedikts-
dóttir og Emilía Magnúsdóttir
17. - 19.10. Haustblót í Strút
Brottför: kl. 19:00.
0810HF01
Haustið er tími uppskeru,
nýmetis og villibráðar en það er
líka notalegt að dvelja á fjöllum í
haustkyrrðinni. Fararstj. Ragn-
heiður Óskarsdóttir.
Skráning á utivist@utivist.is eða
í síma 562 1000.
Sjá nánar www.utivist.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fasteignir til sölu
Úr þrotabúi Krækis - fiskverkunar ehf. eru til
sölu eftirtaldar fasteignir á Dalvík:
Hafnarbraut 7, hl. 07-0101, fn. 215-4882,
fiskv./atvinnuh. á 1. hæð, 448,2 fm.
Hafnarbraut 7, hl. 07-0204, fn. 230-5327,
iðn./atvinnuh. á 2. hæð, 155,8 fm.
Hafnarbraut 11, hl. 01-0101, fn. 226-1795,
fiskv. á 1. hæð og skrifst. á 2. hæð, 476,9 fm.
Hafnarbraut 11, hl. 01-0201, fn. 230-5328, at-
vinnuh. á 2. hæð, 248,1 fm.
Hafnarbraut 15, hl. 04-0101, fn. 215-4891
fiskv. á 1. hæð og starfm.aðst. á 2. hæð, 553.4
fm.
Hafnarbraut 15, hl. 04-0201, fn. 230-5330 at-
vinnuh. á 2. hæð, 263,3 fm.
Hafnarbraut 15, hl. 08-0101, fn. 215-4892 at-
vinnuh. á 1. og 2. hæð, 621,8 fm.
Fasteignirnar verða til sýnis föstudaginn 3.
október n.k. frá kl. 13:30 til 16:00. Óskað er eftir
sérgreindum tilboðum í hverja eign.
Tilboðum skal skila til undirritaðs í síðasta lagi
þriðjudaginn 7. október n.k. kl. 15:00.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem
er og hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir
undirritaður.
Ingvar Þóroddsson hdl., skiptastjóri,
Glerárgötu 36, 600 Akureyri sími: 466 2700,
fax: 466 2701 netfang: ingvar@logmannshlid.is
Til sölu
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú
getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem
þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið
og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um
í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!
ÁRANGUR íslensku þátttakend-
anna á Evrópumeistaramóti ung-
menna sem lauk sl. miðvikudag í
Herceg Novi í Svartfjallalandi er vel
viðunandi. Alls tóku tíu ungmenni
þátt í mótinu, mun fleiri en í fyrra
enda verða ekki sendir keppendur á
HM unglinga í Víetnam seinna í
haust. Í fyrra fengu íslensku kepp-
endurnir Hjörvar Steinn, Sverrir
Þorgeirsson og Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir samanlagt rösklega
50% vinningshlutfall og var Hjörvar í
hópi efstu manna.
Hann var fyrirfram álitinn eiga
mesta möguleika okkar manna á
verðlaunasæti enda blandaði hann
sér í baráttuna þegar í byrjun. Í
næstsíðustu umferð mætti hann öfl-
ugum spænskum keppanda og átti
góða vinningsmöguleika lengi vel en
Spánverjanum tókst með mikilli
seiglu að halda hróksendatafli peði
undir. Sigur hefði fleytt honum í úr-
slitaskák um efsta sætið en svo
óheppilega vildi til í síðustu umferð-
inni að Hjörvar fékk aftur svart og
tapaði þá fyrir gömlum kunningja við
skákborðið, Svíanum Grandelius. Í
þessari skák og nokkrum öðrum
komu rannsóknir með aðstöð tölvu-
forrita við sögu en um þessar mundir
er forritið Rybka í miklum hávegum
haft. Við komumst að því að útreikn-
ingar sem Hjörvar studdist við á
flóknu afbrigði í Sikileyjarvörn voru
ekki sem nákvæmastir og fór allmik-
ill tími í leiðréttingar. Svíinn valdi svo
allt aðra leið og sást Hjörvari yfir
fremur ódýra brellu og tapaði án bar-
áttu. Hann fékk 5½ vinning úr 9
skákum sem er góður árangur í svo
sterku móti.
Fyrir mótið lét undirritaður í ljós
þá skoðun sína að 50% vinningshlut-
fall væri góður árangur. Þrír kepp-
endur gerðu betur. Hallgerður
Helga Þorsteindóttir fékk 5 v. af 9
mögulegum í flokki stúlkna 16 ára og
yngri. Ef undan er skilið eina tap
hennar í mótinu var taflmennska
hennar vönduð og í flestum jafnteflis-
skákum hennar, sem voru sex talsins,
var hún nálegt sigri, þ. á m. gegn
stigahæsta keppanda mótsins.
Spútknik í hópi íslensku keppend-
anna var hinsvegar hin 13 ára gamla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir. Í
lokaumferðinni vann hún aftur rúss-
neska stúlku en þá tókst henni að
snúa erfiðri stöðu í sigur í peðsenda-
tafli, hlaut að lokum 5 v. af 9 mögu-
legum í flokki stúlkna 14 ára og
yngri. Verður gaman að fylgjast með
Geirþrúði á næstunni.
Almennt má segja að þessi ferð
hafi verið sigur fyrr skákþátttöku
stúlkna. Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir fékk 4 vinninga í 16 ára flokkn-
um en taflmennska hennar var afar
lífleg og skákirnar viðburaríkar eftir
því.
Tinna Kristín Finnbogadóttir
hlaut 3½ vinning af 9 í flokki 18 ára
og yngri. Hún er frá Hítardal í Mýra-
sýslu þar sem hún byrjaði að tefla og
þetta var hennar fyrsta mót af þess-
ari styrkleikagráðu.
Af piltunum náði Dagur Andri
Friðgeirsson sér vel á strik eftir
slæma byrjun. Hann hlaut 4 vinninga
í flokki pilta 14 ára og yngri. Friðrik
Þjálfi fékk 2½ vinning í flokki 12 ára
og yngri en verður ekki skotasuld úr
að bæta þann árangur á næstunni.
Þeir Daði Ómarsson og Sverrir Þor-
geirsson fengu báðir 3½ vinning í
flokki 18 ár og yngri. Daði tefldi mun
betur en vinningatalan segir til um
en var seinheppinn í mörgum skák-
um og missti allt of oft unnið tafl nið-
ur í tap. Patrekur Maron Magnússon
fékk einnig 3½ vinning úr 9 skákum í
flokki 16 ára og ygri. Hann hefur
ekki áður teflt í svo öflugu móti, byrj-
aði illa en barðist vel í lokaskákunum.
Fyrirsæta og stórmeistari –
Kosteniuk er nýr heimsmeistari
kvenna
Aklexandra Kosteniuk frá Rúss-
landi sl. fimmtudag er heimsmeistari
kvenna eftir sigur í einvígi á kín-
versku stúlkunni Hou Yifan 2½: 1½.
Mótið fór fram í bænum Nalchik sem
tilheyrir Rússlandi. Það hófst í
skugga versnandi sambúðar Rússa
og Georgíumanna en enginn kepp-
andi frá Georgíu var með. Mótið fór
fram með útsláttarfyrirkomulagi,
hófst 28. ágúst og lauk 18. september
sl.
Hin 24 ára gamla Kosteniuk sem
eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra varð
stórmeistari kvenna aðeins 14 ára
gömul og gaf af því tilefni út ævisögu
sína sem inniheldur skákir hennar,
ljóð og dagbókarfærslur. Hún hefur
unnið fyrir sér sem fyrirsæta og hafa
myndir af henni birst víða um heim.
Einkennisorð hennar eru „Skák er
svöl.“
Stúlkurnar stóðu sig vel á Evrópumótinu
Nýr heimsmeistari Alexandra Kosteniuk frá Rússlandi.
Ljósmynd/Davíð Ólafsson
Stórstígar framfarir Hallgerður
Helga að tafli i Herceg Novi. Hún hlaut
fimm vinninga af níu mögulegum.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
SKÁK
Herceg Novi, Svartfjallalandi
EM ungmenna
14.-25. september 2008.